Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 32
1E5IÐ 'fa Wu Qiulþuoji j ■ "*h—'~'2zrariáSm DOCLECn SUNNUDAGUR 18. ÁGUST 1974 JHftrgusilblaMfc nuGivsmcnR (g.^22480 Fóstri stolið ÍSLENZKU flugvélinni, sem var f flugi miili Islands og Grænlands f sambandi við flugvallargerðina f Nansensfirði, munhafahlekkzt á f fyrradag, á malarvelli í Nan- sensfirði, en engan sakaði, eftir því sem bezt verður vitað. Farið var að óttast um flugvélina I fyrrakvöld, en þá hafði ekkert heyrzt frá vélinni frá þvf að hún var að búa sig til lendingar f Nansensfirði. Upphaflega fór flugvélin, sem ber einkennisstafina TF-BPA og er af gerðinni Cessna í eigu Aust- urflugs, til að athuga hvort ekki væri hægt að útbúa flugbraut í firðinum, en flokkur þýzka fjall- göngumanna hugðist fara þangað til að klífa einn hæsta tind Græn- lands. A fimmtudagskvöld lögðu svo fjórir menn af stað til Græn- lands — flugmennirnir Lúðvík Karlsson og Páll Kristjánsson, fallhlffarstökkvarinn Hannes Thorarensen og Þjóðverjinn Tom- as Grul. Þegar á staðinn var kom- ið, stökk Hannes út úr vélinni í fallhlíf, fann hann góðan mel, þar sem vélin gat lent. Vélin lenti síðan og tók Hannes, en Lúðvík og Þjóðverjinn urðu eftir til að út- búa flugvöll, þar sem stærri vélar gætu lent. Páll Kristjánsson flaug síðan með Hannes til Isafjarðar, en sneri síðan aftur til að sækja þá Lúðvík og Þjóðverjann. Fór hún frá ísafirði um kl. 12.30 og heyrð- ist frá henni um kl. 2.30, er hún var að búa sig til lendingar í Nan- sensfirðinum. Flugvélin átti sfðan að vera komin til Reykjavíkur seinni part föstudagsins, en þegar ekkert hafði heyrzt frá henni seint á föstudagskvöld, var tarið að óttast um hana. Töluverð þoka var á þessum slóðum og flugvélar, sem áttu þarna leið um, gátu ekki séð til hennar. Snemma í gærmorgun var svo beðið um aðstoð varnar- liðsins á Keflavíkurflugvelli, sem sendi Herkúlesvél til leitar. Var hún yfir Nansensfirði um hádegi í gær, og sáu flugmenn hennar þá litlu vélina á hvolfi á flugbraut- inni, en þrír menn stóðu hjá og virtust þeir allir heilir á húfi. I gærdag — um það leyti, sem Morgunblaðið fór í prentun — var verið að gera ráðstafanir til að sækja mennina þrjá. Var þá búið að fá þyrlu frá Kulusukk til að fara að sækja mennina, en sfðan ætlaði flugvél frá Sverri Þórodds- syni að sækja þá til Kulusukk. Voru þeir væntanlegir til Reykja- víkur seint f gærkvöldi. Kirkjusand? SAMBAND fsl. samvinnufélaga hefur hug á að festa kaup á hrað- frystihúsinu á Kirkjusandi, sem nú er f eigu tsfélags Vestmanna- eyja, sem keypti það af Tryggva Ófeigssyni meðan gos lamaði starfsemi þess f Eyjum. Isfélagið mun hafa gert StS gagntilboð, en viðræður um kaupin eru enn á frumstigi. Frystihús Isfélagsins í Vest- mannaeyjum er nú komið í gang og aðstandendur þess telja, að þar með sé þörfin fyrir hraðfrysti- húsið á Kirkjusandi úr sögunni. Það varð uppi fótur og fit í Vestmannaeyjum í fyrra- kvöld, þegar krakkar fundu fóstur í ruslahaug bak við hús eitt rétt fyrir kl. 22 um kvöldið. Skýringin kom þó fljót- lega, því að stolið hafði verið á sjúkrahúsinu krukku með fóstri í forma- líni, en flest sjúkrahús hafa slíkt til kennslu fyrir læknanema og stúdenta. Eru slík fóstur yfirleitt um 2 mánaða gömul og svo var um umrætt sýnishorn, sem hefur verið í mörg ár í formalíni. Valgeir Egilsson læknir I Eyjum sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær, að krukkan hefði verið brotin, þegar hún fannst í rusla- haugnum og því hefði ekki verið óeðlilegt, þótt fólki brygði við, en krukkan var hins vegar kryfilega merkt Sjúkrahúsi Vestmanna- eyja. Hér sjást báðir Þristarnir á Rey k j avíkurf lug- velli. Hlutverki þeirra í sam- göngumálum þjóðarinnar er lokið, en annað og engu ómerkara tekur við. I DEIGLUNNI mun vera hjá stjðrnvöldum að taka upp strangt vörueftirlit með allri landbúnað- arframleiðslu. Eftirlitið mun m.a. ná til ullariðnaðarins, en þar hef- ur komið f Ijðs, að ónefndir fram- leiðendur hafa blandað ullar- þræði með erlendu efni, en selja eftir sem áður sem hreina fs- lenzka ull. Að sögn Stefáns Jónssonar arki- tekts og formanns Heimilisiðnað- arfélags Islands er alllangt síðan félagar þess töldu sig verða vara við slíka blöndun á ullinni og eins bárust kvartanir um það erlendis frá. Skrifaði Heimilisiðnaðarfé- lagið þvf landbúnaðarráðuneyt- inu bréf og óskaði eftir athugun á þessu. Landbúnaðarráðuneytið varð við þessari ósk og fól Rann- Flugvallargerðin í Grænlandi: Landgræðslan kaupir Gunn- faxa til frædreifingarflugs Níu sýni íslenzkrar ullar reyndust blönduð sóknastofnun landbúnaðarins að gera athugunina. Að sögn Svein- björns Dagfinnssonar ráðuneytis- stjóra voru tekin 30 sýni frá ýms- um framleiðendum og liggur nú fyrir, að 9 þeirra hafa verið blönd- uð, enda þótt þess væri hvergi getið í vörumerkingu. Sagði Sveinbjörn, að málið væri nú í athugun hjá ráðuneytinu og aug- ljóst væri að stefna þyrfti að þvf að koma þessum málum á fastari skipan, þannig að greinilega væri tekið fram, hvað teldist hrein ís- lenzk ull. Stefán Jónsson sagði Morgun- blaðinu, að markmið Heimilisiðn- aðarfélagsins með þvf að óska eft- ir þessari athugun hefði fyrst og fremst verið að fá skýrari línur í Framhald á bls. 31 LANDBUNAÐARRAÐUNEYTIÐ og Landgræðsla rfkisins hafa nú ákveðið að festa kaup á Gunnfaxa — annarri DC-3 flugvél Flug- félags tslands, en sem kunnugt er gaf Flugféiag tslands land- græðslunni á sfnum tfma hina DC-3 vél sfna og ber hún nú nafnið Páll Sveinsson. Gunnfaxi hefur um langt skeið verið á sölu- lista Flugfélagsins, en að feng- inni reynslu af Páli Sveinssyni f landgræðslufluginu var talið ðráð að missa þessa vél úr Iandinu, að sögn Sveinbjörns Dagfinnssonar ráðuneytisstjðra f landbúnaðar- ráðuneytinu. Sveinbjörn sagði, að land- græðslan hefði fengið Gunnfaxa með góðum kjörum hjá Flugfélag- inu, enda hefði Flugfélagið sýnt málefnum landgræðslunnar ein- stakan áhuga eins og bezt hefði Þetta er vélin sem hlekktist á f Nasensfirði í fyrrakvöld Flugvélinni hlekktist á Mennirnir heilir á húfi komið fram, er félagið gaf fyrri vélina og eins með sjálfboðaliðs- starfi flugmanna Fl f land- græðslufluginu. Sveinbjörn sagði ennfremur, að báðar flugvélarnar væru í eins góðu ástandi og hægt væri að ætlast til af svo gömlum vélum og reynslan hefði sýnt, að engar vélar hentuðu betur til þessa starfs en einmitt þær. Benti hann á reynslu Ný-Sjálendinga af þess- um vélum, en þeir hafa nú notað þær til landgræðslu í 15 ár með frábærum árangri. Ný-Sjá- lendingar hönnuðu sérstakan búnað í vélarnar til frædreif- ingarinnar og er búnaðurinn f Pál Sveinsson einmitt þaðan fenginn. Svo verður einnig um búnaðinn í Gunnfaxa, en Sveinbjörn bjóst þó við, að einhver tími gæti liðið þar til lokið yrði útbúnaði vélarinnar til landgræðslustarfa. Land- græðslan og ráðuneytið hefðu aftur á móti talið mest um vert að tryggja sér flugvélina áður en hún yrði seld úr landi. „Auðvitað hafa þó landgræðslu- menn mestan áhuga á því, að báð- ar vélarnar verði teknar til við dreifingarflug fyrr en seinna,“ sagði Sveinbjörn. „Ég þori þó ekki að heita þvf, að sfðari vélin verði komin f notkun næsta sumar, en við höfum tfmann fyrir okkur. Flugmálasérfræðingar spá því nefnilega, að þessi flugvéla- tegund verði enn í nctkun um næstu aldamót.“ Kaupir SÍS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.