Morgunblaðið - 18.08.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 18. ÁGÚST 1974
13
f jöldi hrogna úr einum þorski er 2
til 3 milljónir.
Arið 1972 var heildarþorskafl-
inn um 236 þúsund tonn og árið
1973 um 228 þúsund tonn. Arið
1972 var meðalaldur fiskanna I
aflanum 6,3 ár og 1973 5,9 ár. Sé
gert ráð fyrir, að heildaraflinn
þurfi að vera 232,2 þúsund
tonn, þá eru í þeirri veiði 54
milljónir fiska, ef reiknað er með
sex ára gömlum þorski, sem vegur
4,3 kg. Ef gert væri ráð fyrir, að
5400 hrygnur væru kreistar og 1
milljón hrogna fengjust úr hverri
hrygnu, myndi nægja, að 1%
hrognanna næðu að verða sex ára
þorskar, til að heildaraflamagn-
inu væri náð.
Þetta er svo veigamikið atriði,
að það þolir enga bið. Við eigum
úrvals vísindamenn, sem gætu
tekið þetta mál upp á arma sína.
Hvernig væri að fá fiskifræðing-
unum jafnmikið fjármagn í
hendur og áætlað er til Seðla-
bankabyggingarinnar? Eða láta
fiskifræðingana bæði fá Seðla-
bankabygginguna til umráða og
nægilegt fjármagn til tilrauna.
Það gæti leyst gjaldeyris- og efna-
hagsvandamál Seðlabankans og
þjóðarinnar til frambúðar.
„Eigi skal gráta Björn
bónda“
Allt frá 15. öld, þegar Ólöf
mælti hin fleygu orð, og fram á
þennan dag hefur saga þjóðarinn-
ar verið samofin þeirri þrá og von
að öðlast á ný óskoruð yfirráð yfir
öllu hafsvæðinu kringum Island
að nýju. Orð Ölafar hafa verið
okkur leiðarljós hér á Islandi og
verða þar til sigur hefur unnizt.
Þegar áskorun okkar „50 menn-
inganna" um 200 mílurnar kom
fram fyrir einu ári, var það von
mín og trú, að sámstaða allra
stjórnmálaflokka næðist um að
lýsa yfir 200 mílum á 1100 ára
afmæli Islandsbyggðar. Var málið
þvi þannig úr garði gert, að öllum
stjórnmálaflokkunum var gefinn
kostur á að standa samhuga um
þetta mál. Aðeins einn flokkur,
Sjálfstæðisflokkurinn, tók málið
upp á sina arma og lýsti yfir
stuðningi við áskorun 50 menn-
inganna, auk þeirra Bjarna
Guðnasonar og Hannibals Valdi-
marssonar, sem lýstu yfir stuðn-
ingi við málið. Formönnum allra
þingflokka var send áskorunin og
þeir gátu þvf hæglega stutt málið,
ef vilji hefði verið fyrir hendi.
Það er staðreynd, að ef Alþingi
hefði samþykkt 200 mílna yfirlýs-
inguna, áður en ráðstefnan í Cara-
cas hófst, hefði það létt islenzku
nefndinni störf og gert henni
kleift að starfa af meiri festu og
öryggi en hún á möguleika á. Þeg-
ar haft er f huga, að Alþingi Is-
lendinga heldur 1100 ára afmæli
Islandsbyggðar hátíðlegt um þess
AUGLÝSilMGATEIKIMISTOFA
MYIMDAMÓTA
Aðalstræti 6 sími 25810
ar mundir, blundar hjá mér sú
von, að fiskviðilögsagan, sem er
nátengdari sögu og menningu Is-
lands en nokkurt annað mál, geti
átt þann heiður í vændum að sitja
þar í forsæti. Við öðluðumst sjálf-
stæði 1944 eftir margra alda bar-
áttu við danskt vald, en við höfum
ekki enn þá fengið full yfirráð
yfir því hafsvæði, sem við höfum
þó barizt lengur fyrir að öðlast að
nýju en fyrir nokkru öðru máli.
Það er trú mín, að allir flokkar
geti nú verið sammála um 200
mílurnar og samþykkt þær. Þær
ættu að vera boðskapur okkar til
þjóða heims á 1100 ára afmælinu,
og rétt viðbrögð við úrskurði al-
þjóðadómstólsins f Haag. Þetta er
skylda okkar við alla þá ótöldu
Islendinga, sem barizt hafa fyrir
yfirráðum yfir hafsvæðinu kring-
um Island, allt frá þvf á 15. öld, en
Englendingar hófu fyrst veiðar
hér við land í óþökk landsmanna.
Ólöfu húsfreyju mundi finnast
bónda síns fullhefnt með þeirri
samþykkt.
Ég þakka öllum, sem glöddu mig með gjöfum, skeytum og heimsókn
um á sextugsafmælisdeginum mlnum 9. júli síðastliðinn.
Guðrún E. Jónsdóttir,
Engjavegi 3, ísafirði.
Tilboð óskast
í eftirtaldar bifreiðir, sem eru skemmdar eftir
umferðaróhöpp.:
Fiat 128 árg. 1974
Volkswagen 1 200 árg. 1972
Cortina 1600 árg. 1970
Cortina árg. 1 964
Bifreiðarnar verða til sýnis i skemmu Hagtrygg-
ingar h.f. á Hvaleyrarholti, Melabraut 26,
Hafnarfirði, mánudaginn 19. ágúst kl. 5 — 7
síðdegis.
Tilboðum sé skilað til Hagtryggingar h.f., —
Tjónadeild — Suðurlandsbraut 10, fyrir kl. 5
þann 20. ágúst.
Hagtrygging.
OKKAR LANDSFRÆGA AGUST
ÚTSALA
HEFST MANUDAGINN
19ÁGÚST
OG NÚ HÖLDUM VBÐ HANA Á
2 STÖÐUM
A LAUGAVEGI 37 OG 89
FÖTFRÁ KR. 5.900.
PEYSUR FRÁ KR. 690 —
STAKIR JAKKAR FRÁ KR. 3.500 —
SKYRTUR FRÁ KR. 690.—
KULDAJAKKAR FRÁ KR. 1.950.—
KULDAÚLPUR FRÁ KR. 1.750.
GALLABUXUR FRÁ KR. 890.—
BOLIR FRÁ KR. 250 — O.FL. O.FL.
GEFJUNNAR ALULLARTEPPI 2m x 1,50m
FYRIR AÐEINS KR. 1.480.—.
10% AFSLATTUR
AF ÖLLUM HLJÓMPLÖTUM
Laugavegi 89.'