Morgunblaðið - 20.08.1974, Side 22

Morgunblaðið - 20.08.1974, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 20. ÁGÚST 1974 Minnina: Mœðgurnar Pálína Elíasdótt- ir og Jónína L Elíasdóttir Fáein kveðju- og þakkarorð til mæðganna Pálfnu Elíasdóttur og Jónfnu Elfasdóttur. Mér verður orða vant, er ég vil kveðja og þakka. Svo sérstakt var samlíf mæðgnanna á Laufásvegi 18 og fordæmi þess fagurt, að skáld þyrfti til að færa þá lýsingu í verðugan búning. I hálfan sjöunda áratug samtvinnaðist heimilislíf þeirra f sveit og borg, og dauðinn kvaddi þær til nýrrar samfylgdar, svo að vart varð bil í milli. Pálína lézt 7. þ.m. og Jón- ína, dóttir hennar, 5 dögum síðar. t Móðir okkar halldóra jóhannes- DÓTTIR, Safamýri 34, lézt 1 7. ágúst Fyrir hönd vandamanna Við fylgjum þeim saman til móð- urmoldar í dag. Hvorki líf né dauði skildi þær að. Pálína Elíasdóttir fæddist á Syðri-Steinsmýri í Meðallandi 28. apríl 1885. Ólst hún þar upp og f Þykkvabæ í Landbroti hjá foreldrum sínum, Gyðríði Þór- hallsdóttur og manni hennar Elíasi Gissurarsyni, bónda. Fimmtán ára að aldri varð hún vinnukona að Prestsbakka á Síðu, þremur árum síðar f Hörgsdal og giftist þar 19 ára gömul Elíasi, syni Bjarna Bjarnasonar bónda þar og konu hans Hefgu Pálsdótt- ur. Attu þau samleið síðan, unz Elíaslézt í ársbyrjun 1970. Sjálfstæðan búskap hófu þau í Prestsbakkakoti, en fluttu fimm árum síðar að Hunkubökkum og bjuggu þar frá 1911 til 1920, er þau fluttu til Reykjavíkur, ^>ar sem Elfas gegndi kennslustörfum og síðar yfirkennarastarfi við Barnaskólann f Reykjavík (Mið- bæjarskólann) um aldar- fjórðungsskeið. Heimili áttu þau fyrst að Þórsgötu 10, síðar Sól- vallagötu 5 og lengst að Laufás- vegi 18, þar sem þau reistu sér vinalegt hús árið 1937. Fékk Elías þar og aðstöðu til að sinna tóm- stundaiðju sinni og hugðarefni við höndlun og viðgerð hljóðfæra. Léku þar saman hugur og hönd, svo sem og var um allt heimilis- hald þeirra hjóna og barna þeirra. Þrjú börnin kveðja móður og syst- ur í dag: Helgi fyrrum fræðslu- málastjóri, Helga Jóna kennari og húsfreyja, og Gissur, hljóðfæra- smiður. Jónína Ingibjörg fæddist 10. nóvember 1907 í Prestsbakkakoti, ólst upp í foreldrahúsum og átti þar ætíð sitt heimili, fyrst sem barn við móðurfaðm og föðurkné, en síðar sem ómetanleg stoð og stytta foreldrum sínum, er þau þurftu hlynningar við á elliárum. Hún giftist 5. sept. 1953 frænda sínum Davíð Ásmundssyni frá Hofi í öræfum, en hann átti lengst af sitt heimili i Skaftár- tungu, unz hann fluttist til Reykjavíkur árið 1947. Urðu þau samhent í að móta af alúð sitt fagra heimili, sem þau völdu einnig stað á Laufásvegi 18. í röska tvo áratugi gegndu þau Jónína og Davíð þeim um- önnunarskyldum við eigið heimili og foreldra hennar, að líklega má einstætt telja. En jafnhliða tvöfaldri heimilis- önn gegndi Jónfna ýmsum vanda- sömum störfum og alls staðar svo að af bar. Frá 1926 var hún ritari hjá dr. Jón Helgasyni, biskup, síðar bókari og gjaldkeri hjá Mjólkurfélagi Reykjavíkur og Liverpool. En lengst vann hún að svipuðum og fleiri skrifstofu- störfum við embætti fræðslumála- stjóra og síðustu árin hjá bóka- fulltrúa ríkisins. Allt starf hennar mótaðist af samvizkusemi, vandvirkni og einlægni. Það kom oft í hennar hlut að rita og ganga frá prófgögnum í hendur skóla. Sjaldan eða aldrei varð þar vant í neinu, er hún gat við ráðið, enda var henni ljóst, að farnaður nemenda gat byggst mjög á henn- ar verki. Uppeldi hennar og eðli krafðist sjálfsaga og skyldurækni, menntunar hafði hún aflað sér til starfa sinna, fyrst með námskeið- um hér heima, en sfðan með ferð- um og dvöl erlendis, einkum í Þýzkalandi. Þann tíma einn var hún fjarri foreldrum sínum, en hvarf aftur til þeirra í hvert sinn. 1 meira en fjóra áratugi hefi ég haft svo náin kynni af heimilis- haldi Pálínu og Jónfnu, að ég get um borið. Þar leitaði ég skjóls og athvarfs hjá frænda mínum, er ég fyrsta sinn hélt úr foreldrahús- um, dvaldi vetrarlangt hjá þeim á erfiðu tfmabili ævi minnar og leitaði þangað halds og trausts allar stundir síðan. Þangað sótti ég hollráð, huggun og gleðigjafa, sem mótað hafa líf mitt og ævi meira en flest eða allt aunað utan eigin foreldrahúsa. A Laufásvegi 18 fékk ég skjólhús og aðhlynningu svo, sem væri ég eitt af börnum Pálínu og Elíasar á erfiðasta námsvetri mínum. Má þar eigi milli skilja, hvað mest vó mér til hjálpar: hollráð, traust og listhneigð frænda míns, eða um- hyggja og blíóa Pálínu. Svo mikið er víst, að ég fekk á henni matar- ást og sonarást í senn og hefur hvorugt firnzt síðan. Af samneyti við sumt fólk verð- um við meiri og betri menn. Svo var um hvern, sem kynntist heimili Pálínu og Elíasar. Engum gat heldur leynzt, hver þar var þáttur barna þeirra, og þá eigi sízt Jónínu, sem segja má að fórnaði lífi sínu fyrir heimilin sín tvenn og vanrækti þó aldrei skyldustörf sín á öðrum vettvangi. Flestir hefðu vafalaust valið léttari kost- heimilis með manni sínum, að finna sér bústað, þar sem eigi var kallfært í milli. En slík var skyldutilfinning hennar, er hún vissi móður sína sakir fötlunar eigi fullfæra að sinna hverju verki, að hún valdi þann kostinn, sem aðeins gat þýtt tvöfalt erfiði. 1 þessu sem öðru studdi eiginmað- ur hennar það sjónarmið og hlaut af þvf og öllum kynnum virðingu og þökk tengdaforeldra sinna, þótt eigi væri hátt flíkað fremur en mörgu öðru, er dýpst bjó í huga. Reglusemi og snyrtimennska þeirra mæðgna bar af. Sumum kann að hafa þótt þar nóg um, er utan stóðu, en mér varð það slíkur skóli, að annan betri hefi ég eigi þekkt. 1 fótspor slíkra fyrirmynda kemst maður sjaldan, en for- dæmið skilur þó mörk eftir, sem eigi mást. Hver dagur og stund átti sér stað og tima til úrlausnar ákveðinna verkefna. Allt gekk þó án hávaða og stóryrða eða ádeilna. Samlíf beggja hjónanna bar öll þessi einkenni. Aldrei heyrði ég orði hallað eða deilt um vini og viðhorf f viðræðum Elíasar og Pálínu. Varla er þó vandalaust að búa saman í hálfan sjöunda áratug. En nú er þessum nánu tengsl- um og kynnum hjá okkur lokið í bili. Við söknum öll þeirra unaðs- stunda, sem við áttum á Laufás- vegi 18 eða fvrri búsetustöðum mæðgnanna. Við fórum ætíð af fundi þeirra heimila betri menn og bjartsýnni, hvfld og hress. Við kveðjum því í dag með hjartans þökk fyrir fagurt mannlíf. Guð blessi minningu mæðgn- anna og geri þeim styrk, sem mest hafa misst við fráfall þeirra. Helgi Þorláksson. Miðvikudaginn 7. þ.m. lézt að heimili sínu móðursystir mín, Pálfna Elíasdóttir Laufásvegi 18, ekkja Elíasar Bjarnasonar fyrr- um yfirkennara við Miðbæjar- barnaskólann í Reykjavfk. Nú kveður hún á lfkum aldri og eigin- maður hennar var er hann lézt, 4. jan. 1970, og mér finnst, að tíminn hafi verið orðinn nogu langur til þess að hnýta aftur slitinn þráð. Annars var hún alltaf róleg og þakklát börnum sínum, tengda- börnum og barnabörnum, er um- vöfðu hana hlýju og ræktarsemi. Hún átti það lfka f fyllsta mæli skilið, svo var hún ástrfk og um- hyggjusöm móðir. Heimilið var hennar heimur, öllum tekið með brosi og hlýju, svo fólki leið þar vel. Ég kom í bæinn daginn, sem hún dó, án þess að vita hvað gerzt hafði, var farin að heiman, áður en hringt var austur að tilkynna um það. En ég fór fljótt niður á Laufásveg 18 til að heilsa henni, vissi, að hún var veik, en þegar stofan var opnuð, stóð hvít kistan þar með fallegum umbún^ði. En nú voru þyngri sporin eftir fyrir fólkið hennar. A sjúkrahúsi lá yngri dóttirin, Jónína Ingi- björg, mikið veik, fór þangað um miðjan maí. Fólki hennar virtist hún svo hress og vonaði, að þar væri aðeins um stutta dvöl að ræða. Sjálf vildi hún helzt ekki yfirgefa móður sína, þar sem hún fann þrótt hennar þverra. En Helga systir hennar tók við hlut- verkinu og gegndi því með ástúð og prýði, var vön að vera þar þeim stundum, er með þurfti og eftir Regina Svanbergsdóttir, Héðinn Svanbergsso t Eiginmaður minn, SKÚLI BJÖRNSSON, Karlagötu 1 8, andaðist á Landspítalanum 19.8 Áslaug Ágústsdóttir. t Eiginkona mín og móðir okkar, GUÐRÚN BACHMANN, andaðist 1 8 þ m. að heímili okkar. Háteigsvegi 52. Ólafur Þorláksson lögfræðingur Hrefna Björgvinsdóttir Hermann Björgvinsson. t Faðir okkar og tengdafaðir, ÁRNI ÞORSTEINSSON. Skeiðarvogi 149, andaðist i Landakotsspitala að morgni 16 ágúst Elin Árnadóttir, Jónas Hallgrfmsson, Skarphéðinn Árnason. Elínborg Reynisdóttir, Vigdís Helgadóttir. t Faðir okkar, ÞORVALDUR EGGERTSSON, Strandgötu 13, Patreksfirði, varð bráðkvaddur laugardaginn 1 7. ágúst. Fyrir hönd tengdabarna, barnabarna og barnabarnabarna, Dómhildur Eiriksdóttir, Eirikur Þorvaldsson. sem allir gátu lært af. Haldgóðrar inn, er hún stofnaði til eigin t Frænka mín, MARGRÉT HALLDÓRSDÓTTIR, frá Vatnsskógum, Skriðdal, lézt i Landspítalanum 1 6. ágúst sl. Laufey Sólmundsdóttir. t Móðir min OLGA E. JÓNSSON, andaðist að Hjúkrunar- og elliheimilinu Grund aðfararnótt 1 7. þ.im Útförin verður gerð frá Fossvogskirkju, föstudaginn 23. þ m kl 1 30 eh. Liselotte Gunnarsson. t Útför eiginmanns míns, GUÐMUNDAR H. KRISTJÁNSSONAR kaupmanns, Básenda 6, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 21. ágúst kl 13.30. Þeim, sem vildu minnast hans, er vinsamlegast bent á líknarstofnanir. Elín Guðjónsdóttir. t Faðir okkar og bróðir LÁRUS BJARNASON, verður jarðsettur frá Fossvogskirkju. miðvikudaginn 21. ágúst kl. 10 30 Fyrir hönd vandamanna, Dagný Lárusdóttir og Gisli Lárusson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.