Morgunblaðið - 05.09.1974, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER
5
| íwmmfnm_____|
Landsliðið
vann of stóran
sigur 4:1
Landsliðið sigraði lið
„pressunnar“ á Laugar-
dalsvellinum á þriðjudags-
kvöldið. Lengst af var leik-
urinn jafn og skemmtileg-
ur, en undir lokin dofnaði
mjög yfir honum og var þá
fátt um fína drætti.
I byrjun leiksins átti
pressuliðið nokkur góð
tækifæri, sem ekki tókst að
nýta, en á 7. mín. skoraði
markakóngur 1. deildar,
Teitur Þórðarson, fyrir
landsliðið. Fékk hann
stungubolta, lék á einn
varnarmann og skoraði
óverjandi fyrir Diðrik
Ólafsson markvörð.
Pressuliðið átti gullin tæki-
færi til að jafna, þar sem
bæði Loftur Eyjólfsson,
markakóngur 2. deildar, og
Örn Óskarsson voru í góð-
um tækifærum, en þeim
brást bogalistin.
Fátt gerðist markvert
lengi framan af í síðari
hálfleik og leit helst út
fyrir, að mark Teits mundi
duga landsliðinu til sigurs í
leiknum, en svo varð þó
ekki. Á 65. mín. skoraði
Óskar Tómasson fyrir
landsliðið. Var það fremur
ódýrt mark, þar sem hverj-
um varnarmanninum á
fætur öðrum mistókst að
hreinsa frá og að lokum
mistókst Sigurði Haralds-
syni, sem varði mark press-
unnar í síðari hálfleik, að
handsama knöttinn, þann-
ig að Óskar átti auðvelt
með að renna honum yfir
marklínuna. Á 82. mín. lék
Örn Óskarsson upp völlinn
og gaf knöttinn til Harðar
Hilmarssonar, sem skaut
föstu skoti að markinu.
Magnús Guðmundsson,
sem lék í marki landsliðs-
ins í síðari hálfleik, missti
knöttinn frá sér og Eyleif-
ur Hafsteinsson, sem
fylgdi fast á eftir, náði að
skora. Tveimur mín. síðar
bætti landsliðið 3ja mark-
inu við og var það Alti Þór
Héðinsson, sem þar var að
verki. Fékk hann góða
sendingu fyrir markið frá
Guðgeiri Leifssyni. Og
síðasta orðið í leiknum
hafði svo Grétar Magnús-
son frá Keflavik. Skoraði
hann með þrumuskoti eftir
góða sendingu frá Jón
Péturssyni.
Eftir gangi leiksins var
sigur landsliðsins sann-
gjarn, en 4—1 er helst til
of stór sigur. — Eins og
áður er sagt var leikurinn
allgóður langst framan af,
en er líða tók á síðari hálf-
leik dofnaði mjög yfir hon-
um og mörkin, sem komu á
færibandi með tveggja
mínútna millibili undir lok-
in, áttu það öll sammerkt,
að þau voru ódýr og hálf
klúðursleg, ef mark
Grétars er undanskilið.
Fjöldi leikmanna var
reyndur í báðum liðum í
þessum leik, enda er það
tilgangur með leikjum sem
þessum að reyna sem flesta
þá leikmenn, sem til greina
koma til að leika í landsliði.
Ekki verður neinu um
það spáð, hvort landsliðs-
nefnd gerir miklar
breytingar á liðinu frá
leiknum við Finna. En trú-
lega koma nokkrir leik-
menn úr pressuliðinu stek-
lega til greina í 16 manna
hóp landsliðsins og má þar
nefna leikmenn eins og
Karl Þórðarson, Björn
Lárusson, Jón Gunnlaugs-
son, Hörð Hilmarsson, og
Vestmannaeyingana Örn
Óskarsson og Óskar Valtýs-
son. Einhverjir af þessum
mönnum hljóta að hafa
hlotið náð fyrir augum
landsliðsnefndar og þá
helst þeir þrfr fyrstnefndu.
Leikinn dæmdi Valur
Benediktsson og gerði
hann það með ágætum.
Tchizhova
söm við sig
URSLITIN I kúluvarpi kvenna á
Evrópumeistaramótinu I Róm
komu ekki á óvart. Nadyezhda
Tchizhova frá Sovétrfkjunum bar
þar sigur úr býtum, en hún hefur
verið ósigrandi f þessari fþrótta-
grein f nokkur ár, og safnað til sfn
hverjum gullverðlaununum af
öðrum á stórmótum. Var þetta t.d.
fjórði Evrópumeistaratitillinn,
sem hún hlýtur í kúluvarpi.
Fyrst sigraði hún árið 1966 og
varpaði 17,22 metra, sfðan 1969 og
varpaði 20.43 metra og einnig
1971
I keppninni á mánudags-
kvöldið tók Tchizhova forystu
þegar f fyrstu umferð, og virtist
hún ætla að sigra á því kasti. Þar
kom þó, að helzti keppinautur
hennar, Adam frá A-Þýzkalandi,
náði mjög vel heppnuðu kasti, er
mældist 20,43 metrar, og tók hún
þar með forystu í keppninni. En
Sovétstúlkan bætti þá bara um
betur, eins og hún hefur stundum
áður gert við svipaðar kringum-
stæður og varpaði 20,78 metra
Úrslit urðu þessi:
Tchizhova, Sovétr. 20,78
Adam, A-Þýzkal. 20,43
Fibingerova, Tékkósl. 20,33
Khristova, Búlgar. 19,17
Chewínska, Póll. 18,98
Lange, A-Þýzka. 18,60
Stoynova, Búlgar. 18,48
Krachevskaia, Sovétr. 18,27
Korableva, Sovétr. 18,17
Bakhtschevanova, Búlgar. 17,97
Allra
sti dagurl
Góð verð
Mikið
vöruúrval
Ótrúlega
góð
kjör
Vöru-
Við vekjum athygli á:
□ KVENLEÐURJÖKKUM □ HERRAFÖTUM MEÐ VESTI □ BOLUM
ALLS KONAR □ KVENBLÚSSUM □ KJÓLAPILSUM □ MUSSUM □
DÖMUJÖKKUM □ BINDUM OG M.FL.
10% afsláttur af nýjum vörum
aðeinsídag
40%-60%afsláttu r
Látið ekki happ úr hendi sleppa