Morgunblaðið - 05.09.1974, Side 10

Morgunblaðið - 05.09.1974, Side 10
HRIFNING FRÉTTARITARA Slagsíðunnar á Pelican-tónleikunum var kunn- gjörð á siðustu Slagsiðu. Hér fer á eftir Ftarlegri rökstuðningur fréttaritarans, en vakin skal athygli á þvi, að ritstíllinn er undir sterkum áhrifum frá íþróttasiðunni, þar sem fréttaritarinn hafði deginum áður skrifað um knatt- spyrnuleik fyrir Mbl. MARGT bendir nú til þess, að hljóm- sveitin Pelican hafi tryggt sér efsta sætið F fyrstu deildar keppni is- lenzkra popphljómsveita þetta árið, a.m.k. hefur engin önnur hljómsveit átt slikan stórleik á hljómleikum sem Pelican sýndi i Austurbæjarbiói á dögunum. Samleikur liðsmanna Pelican var einhver sá bezti, sem íslenzk hljómsveit hefur sýnt, og sendingar hljómsveitarinnar til áheyrenda voru hver annarri betri. Má segja, að hljómsveitin hafi hitt t mark með næstum hverju einasta lagi. Þar sem hljómsveitin flutti alls 20 lög, verður ekki hjá því komizt að skrifa stutt um hvert þeirra, en öll eiga þau skilið að vera nefnd. FYRRI HÁLFLEIKUR „í ró og næði" voru einkunnarorð fyrri hálfleiksins. Hófst hann á þremur lögum án söngs, og var farið rólega af stað, en smátt og smátt færðist hljóm- sveítin í aukana og gaf undir lok hálf- leiksins forsmekk af þeim sóknar- þunga, sem einkenndi síðari hálfleik- inn 1 PELICAN THEME (Björgvin Gísla- son). 2 BUTTERFLY (Björgvin Gíslason). 3. CLOUDSCAPE (Ómar Óskarsson). Spiluð lög, án söngs, róleg, en seiðandi. Á vissan hátt minntu þau á tónlist holtenzku hljómsveitarinnar Focus, en kannski var að bara hljóð- færaskipanin sem réð því 4 PROMISES (Björgvin Gíslason, Á. Guðmundsson): Pétur söngvari kom loks til skjalanna í þessu lagi, sem bauð upp á sérkenni- legan millikafla, sem helzt minnti á gömlu dansana 5 RECALL TO REALITY (Björgvin Gislason, Á. Guðmundsson). Væntanlegt á næstu stóru plötu hljómsveitarinnar Þetta lag var annað tveggja laga á hljómleikunum, þar sem Pelican var fyllilega sambærileg við kunnar erlendar hljómsveitir — og telst slikt til meiriháttar tíðinda i is- lenzkum poppheimi. Alla tið hefur islenzkar hljómsveitir vantað þá sam- stillingu, að öryggi og þá festu, sem einkennt hefur góðar erlendar hljóm- sveitir — og kemur aðeins eftir ára- langa samæfingu eða þegar um hljóm- listarmenn í fremstu röð er að ræða. En í þessu lagi var um sllka samstillingu að ræða hjá Pelican. Þá var útsetning lagsins einhver sú bezta, sem íslenzkir hljómlistarmenn hafa gert, og sérkenni og styrkur hvers hljóðfæris naut sin prýðilega. Og svo var lagið sjálft mjög gott 6.TIME (Björgvin Gíslason, Jón Ólafsson). ÞAÐ var auðvitað gefið, að unnt yrði að hanka ráðherra Slagsfðunnar á hinum nýja málefnasamningi hennar, þðtt ekki væri hann birtur f heild. Skýrt var frá helztu ákvæðum hans s.l. sunnudag, en f þeim pistli var svo mikið um villur, Væntanlegt á litilli plötu eftir hálft ár eða svo. Ágætt lag, þótt það hafi nokkuð fallið í skuggann af hinu næsta á undan. 7 MIDDLE CLASS MAN (Ómar Óskarsson). Þetta lag og þau fjögur næstu voru öll ágæt og góð kynning fyrir stóru plötuna „Uppteknir’, en hún er nýkomin á markað. Hins vegar fannst mér þessum lögum öllum sameigin- legt, að þau stóðu nokkuð að baki nýrri lögum hljómsveitarinnar, sem leikin höfðu verið á undan Bendir það til þess, að hljómsveitin sé i sókn, ekki bara i samleiknum, heldur einnig í lagasmíðum og útsetningum og er það Ijósasti votturinn um árangursrikt sam- starf, sem kallar á framfarir hjá hverj- um liðsmanni. — Það var athyglisvert, að Björgvin Gíslason tók ekki upp gitarinn fyrr en i áttunda laginu; áður hefði hann einbeitt sér að pianóinu og rafeindahljóðfærinu mini-moog. úrfellingar og aðrar giorfur og afbakanir prentviliupúkanna, að ekki þykir annað fært en að birta hann upp á nýtt. Þetta er nú einu sinni mikilvægt plagg... EINS og sagt var frá á sfðustu Slagsfðu hafa ráðherrar hennar komið sér upp ^ Málefna- samningur Slagsíðunnar LJÓSMYNDARI: RAX. All- mörg orð um hljóm- leika PELICAN 8. PICTURE (Jón Ólafsson). 9. GOLDEN PROMISES (Ómar Óskarsson). 10. AMNESIA (Björgvin Gíslason, Ralph Fates). 11. SUNRISE TO SUNSET (Ómar Óskarsson). SÍÐARI HÁLFLEIKUR „Meira fjör" voru einkunnarorð síðari hálfleiksins og var jafnframt auk- inn styrkur magnaranna, þótt ekki nálgaðist hann þrumugnýinn hjá Nazareth forðum! Sú tónlist, sem Pelican bauð upp á i siðori hálfleiknum, var „hrárri" en hin, sem á undan var komin, bæði í útsetn- ingum og flutningi. Fengu aðstoðar- hljóðfæraleikararnir nú frí og Björgvin hélt sig við gítarinn. Voru mörg lag- anna því keimlik á ytra borði, þótt vafalaust opnist eyru manns fyrir sér- kennum þeirra við nánari kynni. Þeim var það öllum sameiginlegt, að þau voru „hörku stuðlög" og hefðu einhvern tímann áður nægt til að trylla áheyrendur á hljómleikum gjörsam- lega. En áheyrendurnir í Austurbæjar- bíói þetta kvöld sátu sem fastast — töldu sig llklega yfir það hafna að ryðjast upp að sviðinu, öskra og veifa! 1. LIVING ALONE (Ómar Óskars- son). 2. SUNDAY DRIVE (Ómar Óskars- son, Á. Guðmundsson). Hitt afburða lagið; um það má nota sömu orð og um RECALL TO REALITY. 3. INSTRUMENTAL LOVE SONG (Ómar Óskarsson). 4. COULD IT BE FOUND (Björgvin Gislason, Albert Aðalsteinsson). Lag af Náttúru-plötunni „Magic Key" i nýrri útsetningu. 5 ROLL DOWN THE ROCK (Ómar Óskarsson). 6. JENNY DARLING (Ómar Óskarsson). [ rauninni slakasta lagið á hljóm- leikunum sem tónsmið, enda þótt flutningurinn hafi verið öllu betri en á plötunni. Tónlist Pelican er miklu merkilegr en þetta lag gefur til kynna. 7. STRANGER (Ómar Óskarsson, Á. Guðmundsson). LIÐIÐ Ekki þarf að fjölyrða um getu ein- stakra liðsmanna Pelican; þeir eru allir í fremstu röð á sínu sviði hérlendis. Það skal aðeins nefnt, að hljómsveit- inni er mikill styrkur að fjölhæfni Björgvins, sem leikur jöfnum höndum á gítar og á hljóðfæri með píanóborði, og eins er það mjög sterkt að hafa tvo sólógítarleikara, en ekki bara einn sóló- gítarleikara og annan rythmagítarleik- ara, eins og svo lengi tíðkaðist. Aðstoðarhljóðfæraleikararnir Hlöðver Smári Haraldsson, orgelleikari, og nýjum málefnasamningi, þar sem kveðið er á um nokkra stefnubreytingu f efnis- vali sfðunnar. Til þess að ekki verði unnt að hanka Slagsfðuna á orðalagi samnings- ins, verður hann ekki birtur, en hér á eftir tæpt á helztu atriðum hans. Slagsfðan virðist hafa átt miklu fylgi að fagna meðal lesenda og hafa hitt allvel í mark þá 10 mánuði, sem hún hefur þakið pappfr Morgunblaðsins. Þessa ályktun draga umsjðnarmenn hennar af þeim mfkla fjölda bréfa, sem til sfðunnar hafa borizt, svo og því sem komið hefur fram f samtölum við fjöimarga lesendur hennar. Einmitt þess vegna vill Slagsfðan breyta til, þðtt einkennilegt megi virðast. Vinsæl efnísforskrift leiðir af sér hættu á stöðn- un, sem aftur leiðir af sér áhugaleysi lesenda. Það, sem Slagsfðan hyggst því gera, er að færa út efnislindalögsögu sfna. Slag- sfðan vill reyna f rfkari mæli en áður að kynna þau málefni, sem eru efst á baugi Framhald á bls. 16 0 Þaó kom fram f hinuni Kagnmerka málcf nasamninKÍ ráðhorra SlaKSÍOunnar scm hirtist f hrcngluOum úrdrætti á sföunni á sunnudaK og aftur birtist f dag, aO nú vill SlagsíO- an fela lesondum sfnum sjálf- um u' stærri þátt í tilurö sinni. ()g oitt ákva'Oiö er á þá leið, aö hinn gamli hréfadálkur meö spurningum og sviirum um menn og málcfni innan popps- ins leggst niöur. í staöinn er ætlunin aö komi ofannefndur dálkur. „Meöma'lahréf” þar sem birtast oiga pistlar Slag- síöufólks um þá aöila, hljóm- list, o.s.frv. sem þcim.þvkja þess viröi að vakin sé athygli á. Þannig vilja ráöherrar Slagsfö- unnar livetja þá sem t.d. vita svo til allt um I riah Heep eöa Krie (lapton eöa einlnerja aöra sem þeir telja meistara á þessu sviöi til aö drffa sig í aö pota á blað pistilskorni um viö- komandi, og um leiögefa Slag- sföufólki almennt ta'kifa'ri tii aö kynnast þessu fólki. Slag- sföan setur engin skilyröi fyr- irfram um lengd eöa form pistlanna. en áskilur sér rétt til aö breyta eöa lagfa-ra ef þörf gorist. Gott væri aö sjálf- sögöu ef menn létu myndir eöa ti'ikningar fljóta meö. I tan- áskrift ráöherranna er hin sama og áður: Slagsíðan, Morg- unhlaöiö. pósthólf 2(10, Reykjavfk. l.átiö því Meö- mælabréfin streyma endalaust. Kristján Guðmundsson, sem lék á mini-moog, píanó og gítar, stóðu sig vel og vissulega er skemmtilegra að sjá nýja menn í slíkum hlutverkum en alltaf þessa sömu gömlu, sem hafa virzt vera sjálfkjörnir í slík störf. 8. HOW DO I GET OUT OF NEW YORK CITY (Ásgeir Óskarsson). Þrumugott trommusóló Ásgeirs. Ef efnt verður til kosninga um beztu islenzku hljóðfæraleikarana á næst- unni, má reikna með, að Ásgeir hafi tryggt sér hátt i átta hundruð atkvæði á þessum hljómleikum, fyrst og fremst fyrir þetta sóló. 9. Á SPRENGISANDI (Sigvaldi Kaldalóns). Flestir kannast við útsetningu Pelican á þessu lagi ( sjónvarpsauglýs- ingu Seðlabankans um happdrættislán vegna hringvegarins; þar er um mjög stytta útgáfu að ræða, þvi að millikafl- inn, gitarsóló Björgvins, vantar. Út- setning Pelican er skemmtileg og engin misþyrming að minum dómi — en sú spurning vaknar, hvers vegna Sjónvarpið bannaði ekki lagið í þessum nýja búningi eins og verk sumra annarra gamalla meistara. Með þessu lagi lauk hljómleikunum. í STUTTU MÁLI Austurbæjarbló, 28. ágúst: Hljóm- leikar Pelican. ÁHORFENDUR: Um 800 (Hús- fyllir). EFNI: 20 lög, þar af 10 af nýju plötunni „Uppteknir", 2 af Náttúru- plötunni „Magic Key", eitt lag Sig- valda Kaldalóns og önnur ný lög og áður óbirt. LIOSMENN PELICAN: Ásgeir Óskarsson, Trommur. Björgvin Gísason, gítar, pianó og mini-moog. Jón Ólafsson, bassi og raddir. Ómar Óskarsson, gítarog raddir. Pétur Kristjánsson, söngur. AÐSTOÐARMENN: Hlöðver Smári Haraldsson, orgel, Kristján Guðmundsson, mini-moog, pianó og gftar, Sigurður Árnason, hljóðstjórn, Þorvaldur Helgason, tæki, Pjetur Maack. sviðsskreyting, Ómar Valdimarsson, framkvæmda- stjóri og kynnir. DÓMARI AF HÁLFU SLAG- SÍÐUNNAR. — sh. Slagsíðan - Slagsíðan - Slagsíðan - Slagsíðan Slagsíoan - Slagsíðan - Slagsíðan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.