Morgunblaðið - 05.09.1974, Page 14

Morgunblaðið - 05.09.1974, Page 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Eyjólfur Konráð Jónsson, Styrmir Gunnarsson Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Bjórn Jóhannsson Auglýsingastjóri Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstræti 6, simi 10 1 00. Auglýsingar Aðalstræti 6, simi 22 4 80. Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands í lausasolu 35,00 kr eintakið. Ræða Geirs Hall- grímssonar, forsætis- ráðherra, á fundi sjálfstæð- isfélaganna í Reykjavík sl. mánudagskvöld, staðfesti það, sem raunar hefur leg- ið ljóst fyrir um margra mánaða skeið, að við mjög alvarleg vandamál er aö etja f efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar að loknu þriggja ára tímabili vinstri stjórnar. Viðskiln- aður Lúðvíks Jósepssonar við sjávarútveginn er með þeim hætti, að horfur eru á 2800—3500 millj. kr. halla á þessu ári og viðskilnaður Magnúsar Kjartanssonar við útflutningsiðnaðinn er á þann veg, að sú nýja at- vinnugrein er á þrotum. Ennfremur upplýsti for- sætisráðherra, að verzlun- in stæði í járnum og fjöl- margar verðhækkanir væru ekki komnar fram. Þá skýrði Geir Hall- grímsson, forsætisráð- herra, frá því, að í ríkis- kerfið vantaði um 4000 — 5000 millj. kr., að óbreytt- um niðurgreiðslum yrði halli ríkissjóðs á árinu um 1000 millj. kr., fjárskortur opinberra fyrirtækja og vegna einstakra fram- kvæmda nemur um 2000 millj. kr. og fjárfestinga- lánasjóði vantar um 1000 millj. kr. Hjá sveitarfélög- unum er ástandið ekki betra. Óðaverðbólgan hef- ur leikið þau mjög grátt og stærstu sveitarfélögin eiga við geysileg fjárhags- vandamál að strfða. Á það bæði við um sveitarsjóði og einstök fyrirtæki sveitarfé- laga. Sömu sögu er að segja á öðrum sviðum opinberra fjármála. Yfirdráttarskuld- ir viðskiptabankanna við Seðlabankann nema um 4000 millj. kr. og erlendar skuldir hafa stóraukizt. Viðskiptajöfnuðurinn er neikvæður um 8000—9500 millj. kr., greiðslujöfnuð- urinn er neikvæður um 4000 millj. kr., gjaldeyris- varasjóðurinn nemur að- eins um 1500 millj. kr. og nægir rétt fyrir 1—2 vikna innflutningi. Geir Hall- grímsson upplýsti enn- fremur, að ef tekið væri tillit til ógreidds útflutn- ings, útflutningsvöru- birgða og stuttra vöru- kaupalána hefði gjaldeyris- staðan rýrnað um 6000 millj. kr. á fyrstu 6 mánuð- um þessa árs miðað við sama tímabil í fyrra. Þá benti forsætisráð- herra á, að verðbólguþró- unin væri milli 40—50%. Fyrr á þessu ári voru tvö Evrópulönd með meiri verðbólguvöxt en við ís- lendingar, en nýlega var upplýst, að ísland hefði slegið þeim við og væri nú Evrópumethafi í verð- bólguvexti. Við þessar að- stæður sagði forsætisráð- herra, að almennar kaup- hækkanir gætu ekki komið til framkvæmda, en í raun og veru hefði kaup átt að hækka um 15% hinn 1. sept. sl. og áætlað væri, að kaup þyrfti að hækka um 30% 1. des. og jafnvel um 35% þegar tekið væri tillit til áhrifa gengisbreytingar- innar. Ef slíkar kauphækk- anir kæmu til fram- kvæmda, mundi það óhjá- kvæmilega leiða til stöðv- unar í atvinnulífi og at- vinnuleysis. Réttur launþega til kaup- gjaldsvísitöluhækkunar er samningsbundinn og aug- ljóst er, að þar er þvf um mikið vandamál að ræða. í samræmi við þetta hefur forsætisráðherra nú óskað eftir viðræðum við aðila vinnumarkaðarins, m.a. í því skyni, að tryggja hag hinna lægstlaunuðu og eru þær viðræður að hefjast um þessar mundir. Geir Hallgrímsson sagði í ræðu sinni á fundi sjálfstæðisfé- laganna, að í þeim efnum kæmu til greina launa- hækkanir í lægstu launa- flokkum, en vandinn við þá aðferð væri að láta hana kom þeim að gagni fyrst og fremst, sem lægst hefðu launin. Þá væri hugsanlegt að hækka fjölskyldubætur og niðurgreiðslur og loks kæmi til greina lækkun á beinum sköttum, en von ríkisstjórnarinnar væri sú, að almennur skilningur væri á þeirri aðstöðu, sem þjóðarbúið væri nú í og það væri hagur allra launþega, að full atvinna yrði tryggð. Óþarfi er að deila um við- skilnað vinstri stjórnarinn- ár í efnahags- og atvinnu- málum þjóðarinnar. Hann er öllum ljós og var raunar staðfestur af vinstri stjórn- inni sjálfri með þeim bráða birgðalögum, sem hún gaf út í maílok, þegar 15,5 stiga hækkun kaupgjaldsvísitölu var tekin af launþegum. Engin ríkisstjórn gerir sér leik að slíkum aðgerðum og allar staðreyndir liggja á borðinu með þeim hætti, að tilgangslaust er fyrir hina föllnu ráðherra vinstri stjórnar að reyna að fegra myndina eftir á. Það, sem máli skiptir nú, er, að ríkis- stjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks geri þegar í stað nauðsynlegar ráðstafanir, sem leggi grundvöll að endurreisn efnahagslífsins og standi að þeim aðgerðum á þann hátt, að þeir verði fyrir minnstum áföllum, sem við bágastan hag búa. VIÐSKILNAÐURINN Kvöldroðinn í draumalandi Guðmundur Guðmundsson var á sínum tíma sagður vera skáld logns- ins og var þá höfð hliðsjónaf Hannesi Hafstein sem var að hinu leytinu kallaður skáld stormsins. Samanburð- urinn er ekki út í hött, þvert á móti lýsandi ef hann er ekki skilinn of bókstaflega. Guðmundur stóð ekki í stórræðum í lífi sínu, og í heimi skáldskaparins leitaði hann sér skjóls í tvennum skilningi: fann sér athvarf með því að lesa Ijóð og yrkja Ijóð; og gerði sér — I eigin Ijóðum — sælu- reit sem veitti skjól og yl. í kvæðinu Heima lýsir hann því sem honum þótti veita lífi slnu tilgang og fylling: Eg uni mér bezt við arin minn, er elskan mín situr með bros á kinn og raular á vökunni sönginn sinn við sofandi glókolla m!na. Eg sit við borðið og les þar Ijóð, er loginn snarkar á aringlóð, og brosandi geislar af gömlum óð, sem góðvina bráleiftur skína. Þarf að mina á að þetta er ort fyrir daga olíukyndingar og hitaveitu og löngu fyrir þá tíð er „hygge" af því tagi sem skáldið bregður hér upp taldist til sjálfsagðra lífsþæginda? Sá heimilisfriður sem skáldið lofsyngur var því nokkuð sem þakka bar. Hugur Guðmundar var þjó sjaldn- ast bundinn innan veggja; langflest Ijóðsín orti hann um ósnortna náttúru að hætti nýrómantískra skálda sinnar tíðar. Ég minni á alkunnugt Ijóð, Kvöld í sveit: Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit, komið er sumar og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. Seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenzka kvöldinu' í fagurri sveit! Hafið með dul sinni og sefjandi endurtekning jafnframt síbreytilegu svipmóti varð Guðmundi líka ótæmandi yrkisefni. Bæði var það ákjósanlegt svið fyrir ævintýri þau sem skáldið bjó til I huga sér auk þess sem reglubundið hljóðfall öldunnar gat verið eins og náttúruleg fyrir- mynd að þeirri Ijóðrænu hrynjandi sem Guðmundur gerði sér far um að ná I kveðskap sínum. Valdi hafsins yfir huga sínum og Ijóðlist lýsir hann meðal annars I upphafserindi sam- nefnds kvæðis: Eg get ei varizt valdi þínu, haf! — Sjálft viljalaust þú viljans kraft mér eykur, þinn voðalegi, tryllti blindingsleikur var sá, er fyrst mér yrkisefni gaf. Guðmundur bar jafnan nafnbótina „skólaskáld" og svo er hann oft nefndur enn I dag. Það segir sína sögu um hvílíkar vonir voru við hann bundnar sem skáld strax I skóla. Engin Ijóð hans, hvorki þá né síðar voru þó meðtekin af meira bráðlæti og áfergju en Alþingisrímurnar sem birtust í Fjallkonunni um aldamótin. Hvorki í því blaði né heldur þegar Alþingisrímurnar síðar komu út I bók var getið höfundar, aðeins útgef- anda, Valdimars Ásmundssonar, og er talið að hann hafi unnið að rímun um með Guðmundi, meðal annars lagt til hugmyndir. Rímurnar vöktu svipaða kátlnu og Heljarslóðarorusta Gröndals: menn og atburðir skoðaðir I spaugilegu Ijósi með því að notast við form sem fólk hafði vanist I tengslum við allt annars konar efni og samhengi. Alþingisrímurnar, fjórtán talsins, eru ortar af snerpu og tilþrifum og auðséð að ekki hafa verið að verki neinir viðvaningar. En þegar svo þar við bættist að I þeim sagði frá at- burðum þeim sem mesta athygli vöktu með þjóðinni þá stundina var ekki að furða þó lesendur væru áfjáðir I að fylgjast með þessari þjóðlegu revíu. Jónas Jónsson frá Hriflu sem skrifaði formála fyrir útgáfu Alþingis- rímna hálfri öld slðar komst vel að orði er hann sagði um Guðmund að „hugur hans fór víða, en sjálfur kom hann aldrei út fyrir landsteinana". Guðmundur varð aldrei rlkur af veraldarauði og gerði því ekki víðreist um ævina. Ekki er vafi á — svo mjög sem hann lagði rækt við formið — að list hans hefðí hafist til meiri fágunar og fjölbreytni ef hann hefði fengið tækifæri til að skoða sig um I heimin- um og kynnast skáldbræðrum með öðrum þjóðum. En þar sem nú þau tækifæri gáfust ekki leitaðist hann við að bæta sér upp einangrunina með lestri erlendra skálda, samtíma og eldri, og fimm árum eftir dauða hans kom út lítil bók, Erlend Ijóð, með þýðingum eftir hann. Athygli vekur hversu mörg skáld frá mörgum þjóð- um eru i þeirri bók; sýnir að Guðmundur var ekki aðeins víðles- inn, heldur beinlínis stúderaður i Ijóð- listinni. í dag eru liðin hundrað ár frá fæðingu Guðmundar Guðmundsson- Minnst aldarafmæiis Guðmundar skólaskálds ar — langur tími eða skammur, allt eftir því hvernig á það er litið. Vegna ágætra sönglaga sem samin hafa verið við mörg Ijóð hans lifa þau enn á vörum þjóðarinnar. Færri þekkja þau af bókum. Og það er I raun og veru skiljanlegt. Kveðskapur af því tagi sem Guðmundur lét eftir sig (að Alþingsirímum undanskildum) er líkast til of faglegur til að verða nokkru sinni almennt lesefni, höfðar fremur til skálda og fagurkera. Allt um það stendur gervallt Ijóðasafn Guðmund- ar Guðmundssonar sem einkar merk- ur minnisvarði um tímabil sem var bæði gróskumikið og viðburðaríkt I íslensku þjóðlífi og bókmenntum. Guðmundur verður alltaf lesinn af skáldum. Hann var I rauninni skýrasta dæmi sinnar stefnu, sýmbólisma og nýrómantíkur, sem ung Ijóðskáld hölluðust að hér um og upp úr aldamótum, þreytt á realisma, þjóðfélagsádeilu og prestahatri. Hann orti I málið ef svo má segja, notaði orðin eins og þræði I skrautvefnað, valdi sér yrkisefni sem eru fögur I sjálfu sér og taldi sér þá að þvi skapi skylt að nota orð við hæfi, orð sem tákna fegurð, orð sem kalla fram unað og sælu I sálinni. Ljóð hans eru vökudraumur; þrá, von; kannski takmark sem aldrei næst, líf sem aldrei verður lifað, en allt um það ofurlítil sæluveröld út af fyrir sig, loforð sem getur að minnsta kosti orðið að efnd I hugskotinu, verði það ekki annars staðar. Erlendur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.