Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 05.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 15 Dr. lurls Carl flupust Flelscher, prólessor: Er Haag dömurinn hálfur slgur íslendinga? Ákvörðun Alþjóðadómstólsins f deilu Bretlands og Islands lesinn upp. Dómur sá, sem Alþjóðadóm- stóllinn hefur nú kveðið upp í fiskveiðilögsögumálinu, er höfð- að var á hendur Islendingum hlýt ur að hafa komið sem kalt steypi- bað yfir marga. Sú er Ifka raunin f sambandi við áætlanir um norska útfærslu. Dómstóllinn skiptist f tfu dómara meirihluta og fjögurradómara minnihluta. Meirihluti dómenda komst að þeirri niðurstöðu, að útfærsla !s- lendinga í fimmtfu mflur gæti ekki verið gild gagnvart Bret- landi og Þýzkalandi, en hins veg- ar ættu hinir þrfr málsaðiljar að semja um skiptingu aflans milli fimmtfu og tólf mflna. Islending- ar ættu kröfu á forgangsrétti („f ortri nnsrett"; „preferential rights“), en einnig ætti að taka tillit til sögulegra réttinda Breta og Þjóðverja. Dómararnir fjórir, sem greindi á við meirihlutann, neituðu einn- ig að viðurkenna lögmæti ís- lenzku útfærslunnar. Raunveru- lega stóð málið því 14:0 gegn ís- landi. Minnihlutinn vildi ekki samþykkja, að hugmyndirnar um forgangsrétt handa íslendingum hefðu nokkurt gildi, en þær eru eitt helzta atriðið í forsendum meirihlutans. Minnihlutinn vildi ekki einu sinni fallast á, að dóm- stóllinn ætti að taka slíkt atriði til athugunar. Þetta getur litið illa út við fyrstu yfirsýn. Þannig hefur dóm- urinn líka verið skilinn. Þetta er samt allt of neikvætt mat. Ætlum vér að skyggnast of- an f dóminn og skilja hann fylli- lega, verðum vér nauðsynlega að lesa hann mjög nákvæmlega al- veg niður í kjölinn og einnig öll sératkvæðin og hinar ólfku sérá- litsgerðir. Ekki færri en nfu af dómurunum tíu í meirihlutanum sömdu hver sína álitsgerð, sem fylgja dóminum f viðauka. Mat vort á dóminum verður einnig að miðast við meginreglur þjóðar- réttar og venjur f samskiptum ríkja. Þá fyrst getum vér gert oss grein fyrir því, hvað raunveru- lega felst í dóminum. Við gaumgæfilegan lestur dómsins kemur í ljós, að hann er raunverulega langt á leið með að vera sigur — eða hálfur sigur — fyrir tsland. Af ásettu ráði hefur meirihluti dómaranna látið það alveg eiga sig að fallast á það, sem var höfuð- fullyrðing Breta og Þjóðverja: Þ.e., að útfærsla Islendinga stydd- ist ekki við þjóðarétt og væri þess vegna ógild. Þessi staðhæfing var ekki tekin til greina. Fimm dómaranna í meirihlut- anum (Foster, Jimenez de Arech- aga, Nagendra Singh, Ruda og Bengzon) gáfu sameiginlega út yfirlýsingu f viðaukanum, þar sem þeir taka skýrt fram, að í þjóðarétti sé ekki núna undir- staða þeirrar skoðunar, að tólf mílna breidd sé hámark fiskveiði- lögsögu, þannig að ekki megi draga mörkin lengra úti. Spánski dómarinn de Castro hefur svipaða skoðun í séráliti sínu. Meirihluti innan meirihlutans (6 af 10) er þvf sömu skoðunar sem ég lýsti í álitsgerð minni til norsku ríkisstjórnarinnar í vor (og á þessari skoðun er Jens Evensen, ráðherra): Samkvæmt þjóðarétti nú eru 12 mílur ekki hámark. Mörkin geta legið utar. I dómstólnum fékk andstæð skoð- un ekki hreinan stuðning nema hjá einum dómaranna, Valdock hinum brezka. Nýtt og sérstakt er það í dómin- um, að meirihlutinn álítur, að visst tillit verði að taka til hefð- bundinna réttinda Breta og þeirra héraða í Stóra-Bretlandi, sem háð eru fiskveiðum og fisk- vinnslu. Á þessu sviði fékk ís- lenzka fiskveiðilögsögustækkunin ekki stuðning. Dómurinn kveður ekki á um það, hversu langt skuli ganga í því að taka tillit til þess- ara atriða, — að þvf undanskildu, að forgangsréttur Islendinga er aðalatriðið. Ekki segir heldur f dóminum, hvað gera skuli, leiði samningar um forgangsrétt Is- lendinga og skiptingu aflans (með ákveðnu veiðihlutfalli handa Bretum) ekki til neinnar niðurstöðu, sem báðir geta sætt sig við. Alveg óákveðið hvað þá ætti að gera, og hvort íslendingar gætu þá til dæmis sett einhliða reglur. Vandinn i þessu sambandi kemur skýrt fram í merkilegu sér- atkvæði, sem sænski dómarinn Sture Petren skilaði. Að mörgu leyti eru ákvæðin um þessi réttindi útlendra fiski- manna raunar „nýr þjóðaréttur", og það er vafasamt, hve mikla áherzlu hægt er að leggja á þenn an hluta dómsins, og hve langt hægt er að teygja þessar skoðanir. 1 málsrökum (forsendum dóms- ins) er lögð áherzla á sérstakar aðstæður í sambandi við samning Islendinga og Breta frá 1961. Þar er gert ráð fyrir 12 mílna fisk- veiðilögsögu, og með skírskotun til þess telur dómstóllinn hafið þar fyrir utan vera opið haf. Dóm- stóllinn hefur einnig tekið Islend- inga á orðinu (eða réttara sagt útgáfu Breta af því) einmitt þeg- ar fjallað er um kröfuna um for- gangsrétt úti á rúmsjó (opnu hafi). Islendingarhlutualmennan stuðning við kröfu, sem stiluð var á þennan hátt þegar á árunum 1958—1960. Dómstóllinn hefur síðan með stuðningi við brezku röksemdafærsluna rökstutt mál sitt sem svo: Forgangsréttindi geta ekki aðeins verið handa öðr- um aðiljanum, þannig að hljóti annar slíkan rétt, útiloki það hinn frá honum, heldur verða báðir að geta notið slfks réttar með samn- ingum um skiptingu aflans. Hér hefur það án nokkurs vafa verið óheppilegt, að Islendingar skildu ekki senda fulltrúa á dómþingið. Þetta hafði það i för með sér, að önnur sjónarmið en hin þýzku og brezku komu ekki fram. Ekki var gerð nægilega glögg grein fyrir því, að þjóðaréttur og réttarvenj- ur í samskiptum ríkja hafa tekið breytingum. Nú ættu ríki að geta gert tilkall til veiðisvæða, sem yrðu öðrum lokuð að meira eða minna leyti, en á árunum 1958— 1960 var aðeins um vissan for- gangsrétt að ræða. Hverjar verða afleiðingarnar svo fyrir 'Norðmenn og hugsan- lega fiskveiðilögsöguútþenslu þeirra? Ekki er hægt að dylja það, að ástandið er orðið erfiðara en það hefði orðið með jákvæðara dómi. Vér verðum aó búast við harðari afstöðu ríkja eins og Bretlands, Þýzkalands og Sovétrfkjanna. Meta verður hugsanlega útfærslu bæði með dóminn í huga og allar hinar flóknu aðstæður á sviði ut- anrfkisstjórnmála og viðskipta- stjórnmála, sem vér höfum reynd- ar gert oss grein fyrir fyrirfram. Annars er samband vort við þessi riki nú gott. Ríkisstjórnir þeirra munu gera sér ljóst, að sanngjörn lausn nú er betri en að þróunin beinist enn meira f þá átt, að strandrikjalögsöguvaldið styrkist enn á höfunum, en allavega má reikna með þvf. Norðmenn munu víst heldur ekki fyrirfram gera ráð fyrir einhliða útfærslu, þar sem ekki væri yfirleitt tekið tillit til hagsmuna annarra þjóða, held- ur munu þeir setjast að samninga- borðum með þeim. Hin endanlega og raunverulega niðurstaða samn- inga-aðferðarinnar þarf ekki að vera verulega frábrugðin endan- legri niðurstöðu einhliða útfærslu án samninga. Allt og sumt, sem hægt er að segja núna, er, að staðan, sem nú er komin upp f þessum málum, er alveg feikilega flókin. Hún mun gera miklar kröfur til stjórnmála- manna og annarra, sem eiga að meta málið og vera í fyrirsvari fyrir hagsmuni Noregs. (Grein úr Norges Handes- og Sjö- fartstidende 16. ágúst 1974). Torfi Ólafsson: „Enginn vildi deyja” Að kvöldi miðvikudagsins 21. ágúst var sýnd í sjónvarpinu „lit- háisk bíómynd með rússnesku tali,“ sem nefndist „Enginn vildi deyja.“ Myndin var kynnt þannig í dagskrá sjónvarpsins: „Myndin gerist við lok heims- styrjaldarinnar síðari. Litháiskir skógarmenn, sem forðuðu sér úr þjónustu Þjóðverja, er leið að lok- um stríðsins, gera samyrkjubænd- um lífið leitt og drepa alla þá menn f valdastöðum, sem þeir ná til. Meðal fórnarlamba þeirra er nýráðinn bústjóri, Björn að nafni. Synir Björns koma heim til út- fararinnar og ákveða að setjast þar um kyrrt og leita óbóta- mannanna." Ég horfði á þessa mynd, og næstu daga beið ég þess með nokkurri eftirvæntingu, hver við- brögð manna yrðu við henni. Þau urðu þó minni én ég hafði búist við, og kann ástæðan að vera sú að fáir hafi nennt að horfa á hana. Þó birtust f dálkum „Velvak- anda“ Morgunblaðsins athuga- semdir tveggja kvenna um mynd- ina. Báðum hafði þótt hún ljót. Ekki var ég þeim ósammála um það, en annað eins hefur maður nú séð. En mig furðaði mest á því, að aðalatriðið virtist hafa farið fyrir ofan garð og neðan hjá þess- um ágætu konum, sem sé það hvernig atburðir þessara tfma voru túlkaðir í myndinni. Allir vita hvað gerðist í Eystra- saltslöndunum um þær mundir, sem myndin er látin gerast, að Sovétríkin innlimuðu þau í ríkja- samband sitt. Ég geri ekki ráð fyrir að neinn sé í vafa um að sú ráðstöfun hafi ekki verið að skapi allra íbúa þessara landa. Og þeir sem ekki gátu hugsað sér að beygja sig fyrir vilja stórveldis- ins, háðu um stund hetjulega en vonlausa baráttu gegn ofureflinu. I öðrum löndum hafa slíkir menn jafnan verið kallaðir föðurlands- vinir, og sovétmenn kalla þá sjálf- ir að maklegleikum hetjur og föðurlandsvini, sem földust í skógum hinna hernumdu svæða og gáfust aldrei upp fyrir innrásarherjum nasista en létu heldur lífið. En í þessari mynd var hlutunum snúið við, síðustu sjálfstæðishetjurnar í Litháen voru „vondu mennirnir“ en hand- bendi ofrfkismannanná voru „góðu mennirnir". Auðvitað höfum við séð skita- kvikmyndir af þessu tagi fyrr í kvikmyndahúsum, þar sem svik- arinn er gerður að engilhreinum dýrðarmanni, t.d. indíánakvik- myndir, þar sem einhver óþverr- inn úr indíanaliðinu gengur f lið með ofbeldismönnunum, eða enska mynd frá Indlandi, sem sýnd var hér fyrir löngu og lof- söng „góða indverska drenginn", sem hljópst á brott frá sínu fólki og gerðist skóþurrka herraþjóðar- innar. Mín vegna mega menn þrátta um hvort litháar séu betur komn- ir undir ráðstjórn en ef þeir hefðu fengið að njóta síns skamm- vinna frjálsrateðis áfram, en ég tel það ekki henta okkur að taka þátt f að ata auri minningu þeirra manna, sem þráðu það eitt að mega lifa í friði í sjálfstæðu föðurlandi sínu, en deyja ella. Slíkt athæfi ýfir um of upp minningarnar um þá harmsögu er erlend ofbeldisöfl og handbendi þeirra myrtu Jón biskup Arason og syni hans undir því yfirskini að þeir stæðu í vegi fyrir nýju og betra skipulagi. Þess vegna finnst mér það hrein ósvífni að bera annað eins og þetta á borð fyrir okkur. Svona mynd getur hentað til að blekkja fólk austantjalds, sem ekki á kost á hlutlausum upp- lýsingum, en hingað átti hún ekkert erindi. Utvarpsráð mætti gjarnan gera grein fyrir, í hvaða tilgangi þessi mynd var sýnd, hvort þetta voru mistök, hvort ráðið hefur haldið að okkur þætti myndin skemmti- leg eða spennandi, eða hvort því finnst hún túlka sögulega atburði af réttsýni og sannleiksást. Sé sfðasttalda tilgátan rétt, væri kannsi athugandi að breyta „Lénharði fógeta" til samræmis við þessi nýtilkomnu sjónarmið meðan tími er til, áður en sjón- varpið tekur þá mynd til sýning- ar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.