Morgunblaðið - 05.09.1974, Side 18
18
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER
Minning:
Frú Karen Hreiðarsson
F. 22. desember 1912
D. 27. ágúst 1974.
Þann 27. ágúst lézt frú Karen
Hreiöarsson, langt um aldur fram
að manni virðist. Kom andlát
hennar mér sem öðrum mjög á
óvart, þótt ég vissi það að hún
gekk ekki heil til skógar um ára-
bil og átti oft við mikia vanheilsu
að stríða. Það er kannski ekki
undarlegt, þegar í hlut á fólk, sem
aldrei kvartar og reynir ávallt að
breiða yfir þjáningar sínar með
umhyggju fyrir öðrum. Þessarar
elskulegu frænku minnar iangar
mig að minnast I dag og þakka
allt, sem hún var mér og mínum.
Margar góðar frænkur hef ég
átt, en enga blíðari en hana.
Karen, eða Ka, eins og hún hét
hjá okkur, sem áttum hana, var
fædd á Fáskrúðsfirði 22. desem-
ber 1912 á stórglæsilegu heimili
læknishjónanna þar, sem frægt
var um allt land og víðar sem eitt
það fegursta og rausnarlegasta,
sem þá var til á tslandi. Foreldrar
hennar voru hjónin Karen og Ge-
org Georgsson læknir og forstöðu-
maður sjúkrahússins, er Frakkar
létu reisa þar. Vann hann stór-
merkilegt starf um langan tfma
sem læknir og umboðsmaður
Frakka. Fjöldi íslendinga naut
einnig góðs af verkum hans, enda
var hann drengilega studdur af
úrvalsfólki meðal þeirra, og ekki
sízt af sinni góðu konu. Hún vann
með honum mikið líknarstarf,
enda elskuð og virt af öllum. Hún
var dóttir Elfsabetar og Friðriks
Wathne, kaupmanns og útgerð-
armanns á Austfjörðum og víðar,
lengst af á Seyðisfirði, og var hún
fædd þar, elzta barn þeirra hjóna.
Georg, maður hennar, var sonur
Georgs gestgjafa á Akranesi og
konu hans, Hólmfríðar Jónsdótt-
ur smiðs á Búðum á Snæfellsnesi,
Þorgeirssonar. Faðir Georgs á
Akranesi var Arni Thorsteinsson
sýslumaður f Snæfellssýslu, um-
boðsmaður Arnarstapajarða, en
búsettur á Krossnesi í Eyrarsveit.
Kona hans var Christensa, dóttir
Andrésar Steenbach kaupmanns f
Dýrafirði, af einni elztu og göf-
ugustu aðalsætt Noregs komin.
Georg læknir ólst að miklu leyti
upp hjá þeim heiðurshjónum
Helgu og Böðvari Þorvaldssyni,
kaupmanni á Akranesi, foreldr-
um Haralds, útgerðarmanns og
þeirra stystkina, við gott atlæti
hjá þvf heiðursfólki.
Af þessum stofni var Ka komin.
En móður sinnar naut hún ekki,
þar sem hún féll frá við fæðingu
hennar. Þrjú börn, komung,
stóðu uppi móðurlaus, en ekki
allslaus. Þau áttu föður, sem gerði
allt, hvað hann gat til að létta
þeim hinn mikla missi. Þar var
ekkert sparað. Elzta barnið, Val-
borg, ólst upp í föðurhúsum. Nam
hún gullsmíði og einnig snyrti-
störf, sem hún lengst af stundaði.
Er hún nú ein eftir þeirra systk-
ina.
Næsta var Alfreð, lyfjafræðing-
ur að mennt, en hann var um það
bil að taka við stjórn einnar lyfja-
verzlunar höfuðborgarinnar, er
hann féll frá f blóma lffsins frá
unnustu og ungum syni, Alfreð að
nafni.
Yngst var svo Ka, er var svo
lánssöm að vera tekin nýfædd f
fóstur til elskulegrarömmuog afa
á Seyðisfirði. Þar ólst hún upp hjá
þeim og nánasta frændliði, vernd-
uð af þeim og gætt af yndislegri
stúlku, er til þess var fengin, Guð-
björgu Guðmundsdóttur, eða
Boggu okkar, af mikilli trú-
mennsku. Veit ég, að hin látna
vildi mega þakka henni það núna
eins og við hin, sem höfum notið
vináttu hennar, þessa tryggða-
trölls okkar allra.
Þarna á heimilinu var Ka sann-
arlegur sólargeisli, sem bætti
þeim upp missi elztu dótturinnar,
svo sem unnt var. Ömmu sinni var
hún góð og nærgætin, augasteinn
afa sfns sem nafna móður hans og
elztu dóttur, hugljúfi og uppáhald
allra, f nánu sambandi við föður
sinn og systkini, sem einnig áttu
þar sitt annað heimili. Að launum
hlaut hún gott uppeldi og lærði
flest, sem góða konu prýðir, undir
stjórn mikilhæfrar húsmóður,
ömmu sinnar.
Fyrstu minningar mfnar eru
bundnar við þetta heimili, sem
einnig var mitt annað, þar sem
heimili foreldra minna var í
næsta húsi við ömmu og Ka. Afi
var þá látinn. — Hvflík æska! Ég
ætla ekki að reyna að rifja það
allt upp hér. Það var alltaf sólskin
og birta f návist þessa elskulega
fólks f mínum augum, en auðvitað
reyndi fullorðna fólkið ýmislegt
annað: eignamissi, atvinnuleysi,
skort á nauðsynjum, heims-
kreppu. Það snerti mig ekki svo
mikið né okkur börnin. Oft hef ég
velt þvf fyrir mér, að einhverjum
hlýtur að vera að þakka, að maður
á bara bjartar og góðar æsku-
minningar. Hverjum? Algóðum
Guði hefði amma sagt. Góðu fólki
hefðu aðrir sagt. Hvort tveggja
er sennilega rétt. Þaðer algóðum
Guði að þakka, að það skuli vera
til svo gott fólk sem Ka var i
mínum augum. Hvernig hún
reyndist ömmu okkar og okkur
öllum hinum, fáum við henni
aldrei fullþakkað.
Ung að árum fór Ka að afla sér
meiri menntunar og stundaði
nám við Kvennaskólann í Reykja-
vík, og víðar aflaði hún sér
menntunar, sém kom sér vel í
starfi, sem aðallega var við verzí-
un, þar á meðal hjá hinni þekktu
stórverzlun Haraldar Arnasonar f
Reykjavík.
Hinn 12. október 1940 giftist
Karen eftirlifandi eiginmanni
sfnum, Matthfasi Hreiðarssyni
tannlækni, góðum dreng og hug-
ljúfum hverjum, er þekkir. Var
sambúð þeirra f einu og öllu
gagnkvæm ást og umhyggja. For-
eldrar hans voru Kristín, dóttir
Guðnýjar og séra Matthfasar
prests í Grímsey, Eggertssonar,
Jochumssonar, albróður þjóð-
skáldsins séra Matthfasar, og
Hreiðar Geirdal, bróðir Höllu
skáldkonu á Laugabóli, af kyni
Skúla fógeta.
Karen og Matthfas áttu miklu
barnaláni að fagna. Börn þeirra
eru: Kristín, gift Valdimar
Öskarssyni, skrifstofumanni, þau
eiga þrjú börn; Elísabet, gift Lýði
Sörlasyni, hárskera, þau eiga tvö
börn; Matthfas Hreiðar, verk-
fræðingur, kvæntur Margréti Að-
alsteinsdóttur, hjúkrunarkonu,
þau eiga eitt barn; Alfreð Georg,
nemi, enn í foreldrahúsum. öll
þessi elskulegu börn eru foreldr-
um sfnum til mikils sóma og
þeirra raunverulegur fjársjóður.
Ég veit, að Matthías mun gæta
hans vel um ókomna tíma, ekki
sfzt þar sem sá sjóður hefur marg-
faldazt með tilkomu góðra tengda-
og barnabarna, sem þau hjón
mátu mikils.
Um leið og ég bið algóðan Guð
að gefa þeim öllum styrk og
vernda þau við fráfall hennar,
einnar hinnar beztu, vil ég þakka
henni allt, sem hún gerði fyrir
foreldra mína og okkur systkinin.
Blessuð sé minning hennar.
Jón Atli.
Ka eins og hún var alltaf kölluð,
var fædd 22. des. 1912. á
Fáskrúðsfirði. Foreldrar hennar
voru hjónin Karen Wathne og
Georg Georgsson læknir og
franskur konsúll þar.
Hún missti móður sína, þegar
hún fæddist og afi hennar og
amma, Elísabet og Friðrik
Wathne á Seyðisfirði, tóku hana
þá að sér og ólu hana upp.
Karen giftist Matthíasi
Hreiðarssyni tannlækni haustið
1940 og varð þeim fjögurra barna
auðið, en þau eru Kristín, sem
Framhald á bls. 16
t
Móðursystir mln
SIGURLAUG SABROE,
andaðist í Kaupmannahöfn 29.
ágúst sl. Útförin hefur farið fram.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sigurlaug Þorsteinsdóttir.
t
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vinarhug við fráfall og
útför konu minnar
ÁGÚSTUJÓNSDÓTTUR,
Skólavörðustíg 46,
Skúli Skúlason.
t
Innilegar þakkir færum við öllum
þeim sem sýndu okkur samúð
og hluttekningu við andlát og
jarðarför,
FRIÐJÓNS
ERLENDSSONAR
frá Reyðarfirði.
Rósa Friðjónsdóttir,
Erlendur Friðjónsson.
t
Eiginmaður minn,
HANNESBJÖRNSSON,
Keldulandi 11
verður jarðsunginn frá Hallgrímskirkju föstudaginn 6. september kl
1 3.30
Blóm og kransar afþökkuð, en þeir sem vilja minnast hans, láti
Hallgrímskirkju njóta þess
Fyrir hönd barna okkar, tengdabarna, barnabarna og systra hins látna
Jóna Björg Halldórsdóttir.
t
Eiginmaður minn.
EINAR SCH. THORSTEINSSON,
fyrrv. kaupmaður.
lést 3. september.
Hólmfrlður Thorsteinsson.
Bróðir minn.
t
ÞÓRARINN SIGURÐSSON.
fyrrverandi hreppstjóri
frá Þórarinsstöðum, Seyðisfirði,
lést í Borgarspítalanum þann 3. september.
Fyrir hönd aðstandenda
Sigrlður Sigurðardóttir.
t
Konan min, móðir, dóttirog systir
KRISTÍN PÁLSDÓTTIR,
verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, i dag, fimmtudaginn 5 sept. kl
13.30
Engilbjartur Guðmundsson, Páll Þór Engilbjartsson,
Þóra Sigurðardóttir, Einar Pálsson,
Ingvar N. Pálsson.
t
Hjartkær systir okkar og fóstursystir
MARGRÉT RANNVEIG EYJÓLFSDÓTTIR
sem andaðist 29. f.m verður jarðsungin frá Hallgrímskirkju föstudag-
inn 6 sept kl 3. þeir sem vildu minnast hennar eru vinsamlega beðnir
að láta Kristniboð eða kristilegt starf njóta þess.
Ástvinir hinnar látnu.
t
Útför elskulegrar eigihkonu minnar, móður, tengdamóður og ömmu,
KARENAR HREIOARSSON,
fer fram frá Dómkirkjunni I dag fimmtudaginn 5. september kl. 1.30.
Matthias Hreiðarsson,
Kristin Matthlasdóttir, Valdimar Óskarsson,
Eiísabet Matthíasdóttir, Lýður Sörlason,
Matthlas Matthlasson, Margrét Aðalsteinsdóttir,
Alfreð Matthlasson
og barnabörn.
t
Hjartans þakkir til ykkar allra, er sýndu okkur hlýhug og samúð við
andlát og útför móður minnar, dóttur okkar og systur,
RUNU HRANNAR KRIRTJÁNSDÓTTUR.
Sigurður Óskar Pétursson,
Dóróthea Kristinsdóttir, Kristján Kristjánsson.
Elfa B. Kristjánsdóttir, Gunnlaug Kristjánsdóttir,
Kristinn S. Kristjánsson.
t
Við þökkum hjartanlega vinum okkar og vandamönnum fjær og nær
fyrir hlýjar samúðarkveðjur vegna andláts föður okkar, tengdaföður og
afa,
ÁRNA ÞORSTEINSSONAR,
Skeiðarvogi 149.
Elín Árnadóttir, Jónas Hallgrímsson,
Skarphéðinn Árnason, Elfnborg Reynisdóttir,
Vigdís Helgadóttir og barnabörn.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför,
SNÆBJARGARINGAJÓNSSONAR
skrifstofustjóra.
Þórunn Kjerulf, Guðrún Jónsdóttir,
Anna Dóra Snæbjörnsdóttir, Ingólfur Jónasson,
Guðrún Snæbjörnsdóttir, Stefán Jónsson,
Snæbjörn Snæbjömsson, Egill Jónsson.
t
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu.
SIGRÚNAR SIGURJÓNSDÓTTUR,
Goðheimum 14,
Guðjón Sigurðsson,
Guðrún Guðjónsdóttir, Sverrir Þorleifsson,
HilmarG. Sverrisson, Fanney J. Þorsteinsdóttir,
Guðjón R. Sverrisson, Sverrir R. Hilmarsson.