Morgunblaðið - 05.09.1974, Qupperneq 25

Morgunblaðið - 05.09.1974, Qupperneq 25
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. SEPTEMBER 25 BRUÐURIN SEIv HVARF Eftir Mariu Lang Þýöandi: Jóhanna Kristjónsdóttir 45 Hún var klædd í gulan kjól og gula skó — og var ákaflega glæsi- leg ásýndum . . . Christer horfði á hana ádáunaraugum, en var þó annars hugar. — Játningu, sagði hann. — Það hljómar vel. Hún brosti til hans og pírði augun. — Já, sjáðu nú til . . . ég hef ekki sagt þér alveg allt, skal ég segja þér og ég skammast min dálítið fyrir það. Ég get sem hæg- ast logið Berggren fullan, en ég á erfiðara með að segja þér ósatt. Hún brosti blíðlega, en Christer lét það engin áhrif hafa á sig og sagði hörkulega: — Og hvers vegna gerðirðu það? — Vegna þess ég var svo hrædd um að segja eitthvað, sem kæmi HONUM illa, skilurðu. Ég var nefnilega svo mikill fáráðlingur, að á tímabili hélt ég, að það væri hann, sem hefði myrt Anneli! Og ég verð að viðurkenna, að ég er voða veik fyrir honum og mér fannst ég ekki geta gert illt verra með þvf að segja frá þvi, að ég heyrði i Anneli inni í eldhúsinu hjá honum nóttina, sem hún dó. En nú . . . nú segja allir, að þið hafið fundið morðingjann og það er allt annar maður og þá hugsaði ég með mér . . . — Heyrðu Dina mín! sagði Christer þrumu lostinn. — Um hvað ertu eiginlega að tala? Hjá hverjum var Anneli nóttina, sem hún dó? — Auðvitað hjá Lars Ove. Og þú verður að viðurkenna, að það var mjög nærtækt að gruna hann um morðið . . . eins og hann hefur hegðað sér einkennilega. Hún hló björtum hlátri eins og nú væri þungu fargi af henni létt. — Hugsaðu þér til dæmis í nótt þegar svo átti að heita, að hann væri heima, af því að hann hafði fengið svefnpillu hjá Daniel Severin. Hvað heldurðu þá, að hann hafi verið að gera . . .? Hann var hér í Skógum að rúnta um í bílnum sínum milli klukkan tvö og þrjú í nótt! Hefurðu nokk- urn tíma vitað aðra eins vitleysu? 11. KAFLI Þar sem Dina Richardsson gerði því skóna, að hinn eini sanni glæpamaður hefði fundizt og öllu málinu væri þar af leiðandi lokið, gerði hún sér enga grein fyrir, hversu hættulegur málflutningur hennar var fyrir Lars Ove Lars- son: Christer lagði það heldur ekki á sig að skýra henni frá því, hvemig málin stæðu. Hann tók undir handlegg henni og hraðaði sér með hana út í garðhýsahverf- ið, þar sem Lars Ove var að þvo bláa Saabinn sinn. Þegar hann var beðinn að gera grein fyrir tilgangi sínum með næturöku- ferðinni, setti hann upp undr- unarsvip. — Ég hef alls ekki farið út fyrir hússins dyr í nótt! Ég tók inn svefntöflur um hálf tólf leytið og — Æ, elsku bezti Lars minn, sagði Dina með öndina í háls- inum. — Hættu nú að segja alltaf ósatt. Nú hefur maðurinn, sem drap Anneli, fundizt og þá þarftu ekki. . . Hann hafði sleppt slöngunni og starði tryllingslega á þau til skipt- is. — Eruð þið bæði búin að glata glórunni, eða eruð þið að spila með mig? — Ég þori að sverja það! Dina sneri sér áköf að Christer. — Ég tók engar svefntöflur og ég varð andvaka og þegar ég leit út um svalagluggann um klukkan hálf eitt, sá ég bilinn aka hjá. Eg varð vægast sagt bæði hlessa og for- viða og ég sofnaði ekki strax — eingöngu til að fylgjast með því hvenær hann kæmi aftur. Og hann var I burtu í meira en tvo klukkutíma . . . — Biddu nú hæg, sagði Christer sefandi. — Sástu hver sat við stýr- ið? Það kom fát á Dinu. Svo sagði hún: — Nei . . . kannski ekki. Ég var þarna á efri hæðinni og sá bara bílinn. Ertu að gefa I skyn, að einhver annar . . . Lars Ove horfði líka fullur efa- semda á lögregluforingjann. — Ég læsi alltaf bílnum og hef lyklana I vasanum . . . — Og hvar voru fötin þín? — Inni I húsinu. Þau lágu á stólnum . . . við gluggann. Hann rétti fram höndina til skýringar, en þá rann það upp fyrir honum, hversu auðvelt var að teygja sig inn um gluggann og ná lyklunum úr vasanum. Þegar honum varð þetta ljóst, þagnaði hann, en bætti síðar hikandi við: — Ja, . . . glugginn var að vísu opinn. Ég sef alltaf við opinn glugga, annars fæ ég köfnunartil- finningu. — Og þú segist hafa sofið vært i nótt? — Já, ég var alveg rotaður af þessari svefntöflu. En að einhver skuli vera svo ósvífinn að stela lyklunum og taka bílinn minn traustataki . . . það er nú kannski heldur mikið af þvl góða! Christer var innilega sammála honum. Það var djarfur leikur og gaf til kynna mikla örvæntingu þess, sem I hlut hafði átt. En samt sýndi það verulega kænsku og villti um fyrir þeim, sem hugsan- lega sæju til ferða hans. Christer settist niður til að velta málunum ögn fyrir sér. Hann gaf hinum bendingu um að fara að dæmi sínu. Og hvar hann sat nú I gróskufullu grasinu reyndi hann enn að kalla fram mynd af manni þeim, sem þessi ódæðisverk gat hafa framið. — Hvers vegna? spurði hann — hefurðu haldið leyndu fyrir okkur, þvl, sem gerðist I þessu húsi nóttina, sem Anneli var myrt? Nei, I hamingju bænum, ekki byrja á sama gamla söngnum aftur! Ég get nefnt nokkur atriði, sem hrekja lygar þínar sam- stundis. Liljublóm, hárspennur á eldhúsgólfinu, kaffibolla með fingraförum Annelis. Og auk þess það, sem Dina sá . . . Hún beygði höfuðið og sagði vandræðalega. — Já. Mér þykir leitt, að það lítur út eins og ég hafi notað næturnar til að njósna um Lars Ove. En ég hef tvennt mér til afsökunar, annað er það, að ég er næsti nágranni hans og hitt er, að það er hann, sem ég hef talið mig vera ástfangna af. Ungi maðurinn roðnaði en Dina hélt þurrlega áfram. — Þú skalt ekki hafa neinar áhyggjur, þvl að ég geri mér ljóst, að það er að líða hjá. Ég held það hafi einhverra hluta vegna hvllt á mér vegna Anneli. Hún var alltaf miklu eftirsóttari og skemmti- legri en ég: þú virtist ekki koma auga á neina aðra en hana og ég stóð bara við hliðina á henni og var afbrýðissöm og öfundssjúk. Svo trúlofaðist hún Kim og ég vonaði þú myndir hætta að hugsa um hana. Ég varð alveg miður min á laugardaginn þegar rann upp fyrir mér, að þú varst enn alveg vitlaus I hana og að þú varst á einhvern hátt viðriðinn hvarf hennar. Ætlar þú að kaupa konijakkið? þú ferð yfir götuna. Farðu varlega þegar VELVAKAINIDI Velvakandi svarar i sima 10-100 kl. 1 0.30 — 1 1.30, frá mánudegi til föstudags. 0 Hólavallaskóli P.E. skrifar: „I dálkum Velvakanda var nýlega gerð athugasemd við nafn á nýjum skóla, Hólaskóla, sem tek- ur til starfa I Breiðholti I haust. Þessi skóli stendur I Hólahverfi, og nemendur, sem hann eiga að sækja, eiga allir heima við götur, sem heita nöfnum, sem enda á „hólar“, utan nemendur, sem búa við hluta af Vesturbergi. Ekki geta þó allir sætt sig við að skóli I Breiðholti I Reykjavík beri nafn Hólaskóla, bændaskólans á Norð- urlandi. En hólar eru þvílikt kennileiti á þessu svæði, að æskilegt væri, að það fælist I nafni skólans. En i þessu hverfi verða einmitt stærstu vellir, sem hægt verður að finna I Reykjavík. Þar á að koma stórt íþróttahverfi fyrir skólana og íþróttastarfsemi I hverfunum, og verða þar víðir vellir. Þvi mætti tengja þetta tvennt og nefna skólann Hóla- vallaskóla. Mér er ljóst, að Hólavallaskóli er gamalt nafn og sögulegt. En þar sem það er ekki notað lengur og alveg útilokað, að svo verði á sama hátt og áður, ætti það ekki að saka. Ekkert ætti að vera á móti þvi að blása lífi I gömul og góð nöfn. Og þetta nafn er bæði liðlegt og fer vel í munni. Ég legg þvi til, að nýi skólinn I Hólahverfi I Breiðholti verði nefndur Hólavallaskóli. P.E.“ • Á leið í skóla Og fyrst verið er að tala um skóla, er gott að minnast þess, að ekki er nóg, að skólinn heiti eitt- hvað og börnin þekki nafnið, heldur verða þau líka að vita, hvernig þau eiga að komast I skól- ann á sem öruggastan hátt. Nú fer I hönd sá tími, sem hættulegastur er bæði börnum og öðrum gangandi vegfarendum. Enda þótt skammdegið sjálft sé ekki alveg á næsta leiti, skaðar samt ekki að gera ráðstafanir til varnaðar I tima. Notkun endurskinsmerkja hef- ur færzt mjög I vöxt hér og I nágrannalöndunum undanfarin ár. Hugmyndir hafa verið uppi um það, að skólarnir sæu um dreifingu slikra merkja, og væri tlma og fyrirhöfn áreiðanlega vel varið, ef þessi háttur yrði tekinn upp. Að sjálfsögðu ætti að gera að- standendum barnanna að greiða fyrir merkin, þannig að bein fjár- útlát vegna þessa þyrftu ekki að verða teljandi. Nú mun það að vlsu vera svo, að ekki má stunda neins konar sölu I skólunum, en þessu mætti auð- veldlega breyta. Auðvitað myndi þetfa kosta kennara einhverja fyrirhöfn, en ekki trúum við þvi, að hún yrði talin eftir. % Yngstu börnin Litlu börnin, sem nú fara i sex ára bekk eru mörg hver ekki nema fimm ára, þegar þau hefja skólagöngu sína, og áreiðanlega eru allir á einu máli um, að fimm og sex ára börnum sé ekki treyst- andi til að ber ábyrgð á sjálfum sér i hringiðu umferðarinnar. Að vlsu hafa umferðaryfirvöld leitast við að búa svo um hnútana, að leiðir úr og I skóla séu vel merktar o.s.frv., en slíkar aðgerð- ir geta þó aldrei orðið svo full- komnar, að börnunum sé ekki hætta búin. Foreldrar hafa verið hvattir til að fylgja yngstu börnunum úr og I skóla, a.m.k. fyrstu vikurnar, enda er ekki vanþörf á því. Þann- ig geta þeir líka veitt börnunum þá umferðarfræðslu, sem nauð- synleg er I fyrstu. Við höfum fregnað, að endur- skinsmerki verði fáanleg I öllum mjólkurbúðum I Reykjavík eftir 20. september og eigi síðar en 1. október eiga slik merki að fást I mjólkurbúðum um allt land. En það er ekki nóg, að bifreið- arstjórar sjái börnin, — börnin þurfa ekki síður að vara sig á bllunum. Nú er það vitað, að slysatiðni er mest meðal 6 og 7 ára barna, enda eiga börn á þessum aldri erfitt með að gera sér grein fyrir fjarlægðum. Aðeins með stöðugri fræðslu og varúðarráðstöfunum má gera ráð fyrir, að hægt sé að sporna við aukningu umferðarslysa, og þvi gefur auga leið, að nauðsynlegt er að hefja fræðsluna sem allra fyrst. Blæfardalsárvirkjun Árni Öla skrifar: „Þetta nafn er I fréttabréfi frá Djúpi birtu I Morgunblaðinu 30. ágúst s.l. Væri Ieiðinlegt, ef það festist við virkjunina, þannig rit- að. Blær er hrútsheiti (ef. blæs; ft. blævar, ef. blæva). Þetta heiti er fornt og mun nú að mestu horfið úr málinu, nema hvað það kemur fyrir I orðinu „blæsma" (um ær). I orðabók Arna Böðvarssonar seg- ir, að nafnið blær sé úrelt. Lengst mun það hafa lifað á Vestfjörð- um, og á öldinni sem leið var maður I Barðastrandarsýslu kall- aður „blævaspillir", vegna þess að hann var þeirri ástríðu hald- inn, aðgera hrúta mannýga. Mikl- ar líkur eru til þess, að hrútsheit- ið ,,blær“ geymist enn I örnefn- um. Og hér er um eitt þeirra að ræða, því að þarna mun heita Blævadalur (ekki Blæfar), sem þýðir Hrútadalur, og áin, sem virkjunin er við kennd, mun því heita Blævadalsá.; Væri rétt að athuga þetta áður en hið afbakaða nafn verður lög- fest á opinber fyrirtæki. Arni ÓIa.“ — Afmæli Framhald af bls. 11 yfirlæknis við Tryggingastofnun ríkisins 1970 og hefur gegnt þvl starfi slðan með þeim ágætum sem vænzt var af þeirri reynslu, sem áður var komin á starf hans. Tengsl okkar hafa að sjálfsögðu orðið minni eftir að samstarfi okkar lauk I Tryggingastofnun- inni, en samband hefur bó ávallt haldizt milli okkar um sameiginleg Þegar menn eru sjötugir þá mæla lög svo fyrir um, að þeir hætti I opinberum störfum. Stefán mun gegna trygginga- yfirlæknisstarfi sínu til næstu áramóta, en þess er að vænta, að eftir það geti Tryggingastofnunin og aðrir opinberir aðilar notið reynslu hans og starfskrafta meðan aldur endist. Stefán hefur verið gæfumaður I einkallfi sfnu. Hann er kvæntur Elsu Kristjánsdóttur, hjúkrunar- konu, og eiga þau þrjár dætur, vel giftar og mörg barnabörn. Á afmælisdegi sinum dvaldist Stefán erlendis og þangað eru honum sendar góðar afmælisóskir og persónulega þakka ég honum fyrir okkar samstarf og ég geri ráð fyrir, að margir I læknastétt taki undir þær þakkir. Páll Sigurðsson. Biskup ákærður r í Israel Jerúsalem, 3. september. AP. GRlSK-kaþóIski erkibiskupinn Hilarion Capudji verður ákærður fyrir undirróður þegar hann verð- ur leiddur fyrir rétt á morgun. Hann verður ákærður fyrir að hafa staðið f sambandi við „er- lenda útsendara", að hafa haft vopn og sprengiefni ólöglega I fórum sfnum og unnið fyrir „ólögleg samtök“, skæruliða- hreyfinguna AI Fatah og baráttu- deild hennar, „Svarta septem- ber“. Biskupinn var handtekinn 8. ágúst þegar mikið magn vopna og sprengiefnis hafði fundizt I bif- reið hans. Hann var þá aó koma frá Líbanon. Hann er ákærður fyrir að hafa þrívegis smyglað vopnum fyrir A1 Fatah og átt fundi með tveimur yfirmönnum hreyfingarinnar. Stjórnin verður að ákveða hvort erkibiskupnum skuli varpað I fangelsi ef hann verður fundinn sekur eða vísað úr landi. Menn hallast helzt að því að honum verði vísað úr landi. Hörð átök hjá Saigon Saigon, 3. september. AP. HERSTJÓRNIN I Saigon sagði I dag að 75 hermenn NorðuiATet- nama og Viet Cong hefðu verið felldir I hörðum bardögum um- hverfis héraðshöfuðborgina Tan Uyen, um 25 mflur norðaustur af Saigon. Harðir bardagar geisuðu einnig umhverfis héraðshöfuðborgina Duc Duc, 25 mílur suðvestur af Danang á norðurströndinni. Talsmaður herstjórnarinnar sagði að kommúnistar hefðu auk- ið aðgerðir sínar á Tan Uyensvæð- inu eftir síendurteknar eldflauga árásir á flugstöðina I Bien Hoa og borgia sjálfa. Nú hefði verið grip- ið til mótaðgerða til þess að draga úr þessum þrýstingi. JRorgunblnbih nucLvsincRR <^-•22480

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.