Morgunblaðið - 08.09.1974, Page 1
36 SIÐUR OG LESBOK
169. tbl. 61. árg.
SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Verðbólga
og gjaldþrot
— slæmur efnahagur Evrópu
Mikil efnahagsleg vandamál
hafa steðjað að löndum Vestur-
Evrópu nú f sumar. Hafa þau
m.a. komið fram f auknu at-
vinnuleysi, hækkandi vöxtum
og mikilli verðbólgu. Hefur
verðbólga ekki verið jafnmikil
sfðan 1950. t kjölfar þessara
vandamála hefur alda gjald-
þrota banka og iðnfyrirtækja
gengið yfir.
Vandamál Evrópu, sem
leiddu af olíuskortinum síðasta
vetur eru reyndar ekki bundin
við þá heimsálfu eina, og því
eru litlar likur fyrir því, að
hver einstök ríkisstjórn geti
leyst vandamál lands síns án
þess að eiga viðskiptastríð á
hættu.
Fjórföldun ólíuverðs og sí-
hækkandi verð hráefnis síðast
liðið vor eiga þó ekki sök á
ástandinu nema að hluta, að því
er hagfræðingar segja. Benda
þeir á, að verðbólga hafi grafið
um sig í mörgum löndum, áður
en oliukreppa kom til sög-
unnar, og eins voru vextir þeg-
ar byrjaðir að hækka.
Vestur-Þjóðverjar voru fyrst-
ir til að grípa til ráðstafana
gegn verðbólgunni, en það kom
þeim i slæma klemmu. Inn-
flutningur minnkaði á meðan
útflutningur jókst, sem varð til
þess að greiðslujöfnuður þeirra
varð hagstæðari en nokkru
sinni fyrr. Með þessu juku þeir
á vandamál nágranna sinna,
sem eiga erfitt með að auka
útflutning sinn. Hefur vestur-
þýzki fjármálaráðherrann því
mátt heimsækja bæði ítalfu og
Frakkland í því skyni að bjóða
stórlán, sem hresst gætu upp á
greiðslujöfnuð þessara landa.
I Bretlandi hrannast vanda-
málin upp og hafa sumir hag-
fræðingar þar í landi spáð þvi,
að núverandi verðbólga kunni
að ganga að stjórnarfarinu
dauðu.
OECD, efnahags og framfara-
stofnunin hefur gefið út töflu
yfir verðbólgu í aðildarlöndum
sinum frá því í júní 1973 til
júnl 1974:
Prósent
ísland 43.8
Grikkland 30.2
Portúgal 25.6
Japan 23.6
Finnland 17.3
Bretland 16.5
Spánn 16.3
Italía 16.2
Danmörk 14.3
Frakkland 13.9
Belgía 12.6
Kanada 11.4
Bandarikin 11.1
Ástralia 10.2
Sviss 9.6
Holland 8.9
Svíþjóð 8.5
Noregur 8.2
Vestur-Þýzkaland 6.9
I GÆRMORGUN var Norðurlandamótið f köstum á stöng sett á
Laugardalsvelli, en mótið er haidið f Reykjavfk um þessa helgi.
Keppendur eru um 40, þar á meðal þessar tvær blómarósir frá Svfþjóð,
Lise-Lotte Kristianson og Krístina Anderson. Neðri myndin sýnir
setningarathöfnina. Ljósm Mbl. Sv. Þorm.
,,Lygn streymir Don” ekki eftir
Sholokov segir Solzhenitsyn
RUSSNESKI rithöfundurinn
Alexander Soizhenitsyn, sem nú
er f útlegð, segist hafa fundið
skýringu á máii, sem valdið hefur
sovézkum bókmenntafræðingum
hugarangri undanfarin 40 ár.
Fydor Kryukov
Segist hann hafa uppgötvað hver
sé raunverulegur höfundur
„Lygn streymir Don“, sem er eitt
merkasta bókmenntaverk, sem
skrifað hefur verið f Sovétrfkj-
unum eftir byltinguna 1917.
Þegar skáldsagan kom út árið
1928, var hún eignuð Mikhail
Sholokhov, sem reyndar var skrif-
aður fyrir henni og hlaut hann
þegar mikinn heiður fyrir verkið,
bæði f Sovétríkjunum og hinum
vestræna heimi. En samt hafa
alltaf verið uppi efasemdir um, að
hann hafi getað skrifað svo mikið
verk ekki eldri en hann var.
I nýútkominni bók Solzhenit-
syns er að finna skjöl, sem hann
hafði með sér frá Sovétríkjunum,
til að geta sýnt fram á, að höf-
undur frumhandrits „Lygn
streymir Don“ hefi verið Fyodor
Kryukov, liðsforingi í her
Kósakka. Kryukov ritaði margar
bækur um Don-hérðið, þar sem
hann er fæddur, en lézt úr tauga-
veiki við uppgjöf Kósakkahersins
fyrir Rauða hernum árið 1920.
Meginstoð fullyrðinga Solz-
henitsyns er mjög nákvæm
skýrsla um bókmenntalegar
greiningar og rannsóknir, sem
vinur hans hefur unnið í Sovét-
ríkjunum. Solzhenitsyn kallar
þennan vin sinn „D“, en hann lézt
áður en hann gat fundið verk sitt.
I formála bókar sinnar segist
Solzhenitsyn harma það, að hann
gæti ekki sýnt þessum vini sfnum
fylla virðingu með því að skýra
frá nafni hans, en þvf haldi hann
leyndu enn um sinn vegna að-
standenda hans, sem búa í Sovét-
ríkjunum. Hvetur hann sovézka
fræðimenn tii að halda rann-
sóknum áfram svo að hægt verði
að gefa skáldsögu Kryukovs út í
upprunalegri mynd.
Mikhail Sholokhov er fæddur
árið 1905 og var þvf aðeins 23 ára
gamall þegar fyrsta bindi „Lygn
streymir Don“ kom út. Þá hafði
hann verið rithöfundur að
atvinnu í sex ár og gefið út
nokkrar smásögur.
Strax eftir útkomu bókarinnar
varð uppi orðrómur um, að
Sholokhov væri ekki hinn rétti
höfundur bókarinnar, eða eins og
Solzhenitsyn segir: „Orðrómur
gekk um, að sá, sem titlaður væri \
höfundur bókarinnar, væri í raun
ekki sá rétti. Sholokhov hefði
fundið tilbúið handrit (sumir
segja dagbók), sem tilheyrði
látnum kósakkaliðsforingja, Og
notað það í eigin þágu.“
Þessi orðrómur varð til þess, að
hópur „öreiga" rithöfunda birti
Framhald á bls. 13.
Mikhaii Sholokhov
50
skotnir
Höfðaborg
7. september — Reuter.
LÖGREGLAN í Suður-Afrfku
hefur á fyrstu sex mánuðum
þessa árs skotið 50 manns til
bana. Enginn þeirra var hvft-
ur.
Það var lögreglumálaráð-
herra landsins, sem sagði frá
þessu. 42 hinna skotnu voru
Afrfkumenn, 7 blandaðir og 1
Asfumaður.
Tyrkir
vilja
fækka
Ankara
7. september — NTB
TYRKIR eru r'eiðubúnir til að
fallast á tilmæli Breta og
Bandaríkjamanna um, að þeir
fækki í herliði sínu á Kýpur,
sögðu áreiðanlegar heimildir í
Ankara.
Þetta þýðir, að nú er fátt í
vegi fyrir því, að friðarviðræð-
ur geta hafizt á ný milli Tyrkja
og Gríkkja.
Lýsa stríði
gegn Peron
Buenos Aires
7. september — AP.
UNGIR vinstrisinnar innan
Peronistahreyfingarinnar
lýstu þvf yfir f gærkvöldi, að
þeir ætli að hef ja vopnaða bar-
áttu gegn Marfu Estellu Peron,
forseta Argentfnu og stjórn
hennar.
Segir talsmaður vinstrisinn-
ana, að hún sé ekki lengur
fuiitrúi þjóðarinnar. Hópur-
inn, sem gengur undir nafninu
Montoneros, segir, að frú Per-
on eigi að leiða fyrir rétt fyrir
að hafa látið pynda þrjá
vinstri sinnaða unglinga til
dauða.
Mavros Mtt-
ir Makaríos
París, 7. september
— Reuter.
GRÍSKI utanríkisráð-
herrann Georges Mav-
ros fór á laugardag til
Genfar til fundar við
fyrrverandi forseta Kýp-
ur, erkibiskupinn Maka-
ríos. Átti fundur þeirra
að vera síðdegis á laug-
ardag.
Mavros sagði fyrir
brottför sína frá París,
að hann óskaði ekki eftir
því, að Makaríos kæmi
aftur til Kýpur eins og
nú standa sakir. Á fund-
inum ætlaði Mavros að
skýra Makaríosi frá
ástandinu á eynni og
hverjar tillögur Grikkir
hafa fram að færa til
lausnar.