Morgunblaðið - 08.09.1974, Qupperneq 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 8. SEPTEMBER 1974
7
Doði í norskum
stjórnmálum
Noregsbréf frá Skúla Skulasyni
Nesbyen 14. ágúst.
Ef gera skal grein fyrir norskum
stjórnmálum I dag, er óhjákvæmi-
legt að Ifta um öxl og rifja upp
nokkrar undirstöðustaSreyndir.
— Kosningarnar 10. sept. t fyrra
leiddu af sér aukna ringlureið t
flokkaskipuninni og fall minni-
hlutastjórnar Korvalds, enda var
henni aldrei ætlað að verða nema
til bráðabirgða.
Úrslit kosninganna urðu að
ýmsu leyti söguleg, en þó fór þvt
fjarri, að llnurnar skýrðust á
stjórnmáiasviðinu. Það eftirtektar-
verðasta var, að atkvæðamagn
verkamannaflokksins hrapaði úr
46,5 niður f 35,5% og þing-
mannafjöldi hans úr 74 í 62. En
hægri, næststærsti flokkurinn hélt
óbreyttri þingmannatölu, þó að
kjósendur hans yrðu 2% færri en
við kosningamar 1969. Hann hef-
ur 29 þingsæti. Þá er næst að
telja miðflokkanna: Kristilega
flokkinn og Sentrums Parti
Bortens. Kristilegi flokkurinn
bætti við sig 6 þingsætum og
hefur nú 20 þingsæti, en SP einu
sæti og hefur 21.
Þetta er allt sæmilega skýrt, en
nú vandast málið. Haustið 1969
töldust 13 vinstrimenn kosnir á
þing, en tveir flokkar, sem nefnd-
ust „Kommúnistapartfet" og
„Sosialistisk Folkeparti" fengu
hvorugur þingsæti. Þeir komu
hvorugur fram undir sama nafni
1969.en f stað þeirra birtist flokk-
ur, sem nefndist „Sosialistisk
Valgforbund" — einskonar
„Samtök" kommúnista, róttækra
vinstrimanna og óánægðra fyrr-
verandi fylgismanna Brattelis.
Þessi „samtök" (Sosialistisk Valg-
forbud = SV) fengu tæp 240 þús.
atkvæði og 16 þingmenn kjörna.
Hinsvegar missti gamli Vinstri-
flokkurinn 11 af sínum 13 þing-
sætum, svo að nú teljast aðeins
tveir þingmenn eftir f Vinstri-
flokknum, sem á fyrri hluta aldar-
innar var tíðum valdamesti flokk
ur landsins. þó að ekki væri hann
fjölmennastur. Þriðja vinstrimann
á þingi má þó nefna: — Helge
Rognlien. sem kallar eins manns
flokks sinn „Det nye Folkeparti"
— DNP.
Sigurvegarinn í kosningunum f
fyrra varð þannig Finn Gustavsen
mikill gáfnagarpur og hæfilega
ósvffinn til þess að gerast eftir-
lætisgoð f útjaðri vinstrifylkingar-
innar.
Enn má nefna. að f þessum
kosningum kom — eins og fjand-
inn úr sauðarleggnum — nýr
maður á leiksviðið: Anders Lange.
Hann er einskonar pólitfskur tvf-
buri Glistrups hins danska, sjötug-
ur að aldri og áður kunnastur fyrir
að hafa gefið út „Hundeavisen"
svonefnda. Hann hét kjósendum
sfnum þvf að berjast fyrir lækkun
skatta og tolla og gegn ágengni
hins opinbera ! almennum málum.
Út á þetta loforð sitt náði hann
atkvæðum 107 þúsund kjósenda,
sem fleyttu honum inn f Stór-
þingið ásamt þremur fylgi-
fiskum hans. En á þessum tfu
mánuðum. sem liðnir eru
frá kosningunum virðist ALP
(Anders Langes Parti) hafa
tapað fylgi, og auk þess er þar
hver höndin upp á móti annarri,
t.d. hótar varaformaðurinn nú að
stofna nýjan flokk. Má þvf gera
ráð fyrir, að þessa ALP-flokks gæti
Iftið næstu árin.
Þeir flokkar, sem skipta máli f
Stórþinginu núna eru þv! þessir:
Verkamannaflokkurinn (AP) með
62, „Sosialistisk Valgforbund"
(SV) með 16, vinstramegin, og
Hægri, Kr. F. og Senterpartier
með 29-21-20 = 70 þingsæti
hægramegin.
Þá vantar 7 þingsæti, þvf að
þingmönnum fjölgaði úr 150 f
155 við kosningarnar 1969. Fjór-
um þeirra ræður ALP yfir, svo að
hægra megin verður að telja 74
þingmenn, en 77 ef þessir
þremenningar, sem eftir eru af
vinstriflokknum, eru taldir til
borgaraflokkanna.
II.
Ef um SAMTÖK Brattelis og
Finns Gustavsen væri að ræða,
mundi núverandi stjórn Brattelis
hafa eins atkvæðis meirihluta á
þingi núna. En þvf fer fjarri, að
Bratteli geti talið Gustavsen
traustan fylginaut. Kosninganótt-
in var ekki liðin, þegar út-vinstri-
menn fóru að senda Bratteli tón-
inn og minna hann á, að honum
væri hollast að hafa sig hægan og
hlýða kröfum þeim, er þeir settu
honum. Meðal þeirra var ein sú,
að allir hlutafélagabankar skyldu
þjóðnýttir og fleiri kröfur voru
gerðar f þjóðnýtingarátt. Sjálfur
hafði Bratteli lofað þvf fyrir kosn-
ingarnar að styðja að rfkisrekstri á
ýmsum fyrirtækjum, sem einstakl-
ingar og félög hafa stjórnað hing-
að til.
En þegar til framkvæmda kom,
rakst Bratteli á ýmsar torfærur á
þjóðnýtingarleiðinni. Og svo mikið
er vfst, að fram að þessu hefur
minna kveðið að framkvæmdum á
þessu sviði en við hefði mátt bú-
ast eftir öllum kosningaloforð-
unum. Bratteli er mikill skyn-
semdarmaður og laginn stjóm-
málamaður og kann að sigla milli
skers og báru. Þessvegna er
stjórnarskúta hans enn á floti og
hefur komizt hjá alvarlegum
árekstrum.
Þegar brim og boðar rfsa fyrir
Noregsbréf
frá Skúla
Skúlasyni
stafni, er það úrræði tfðast að
skipa nefnd til að rannsaka málið.
Og slfkar nefndir eru sjaldnast
hraðvirkar, enda er þeim alls ekki
ætlað að flýta sér. Allmikið af
slfkum nefndum er nú starfandi f
Noregi. bæði frá tíð fyrrverandi
stjórnarog þeirrar núverandi. —
En á meðan þær starfa, finnur
almenningur og stjórnmálamenn
sér sitthvað til dægrastyttingar.
Til dæmis hefur það verið rætt
mjög ftarlega undanfarna mánuði,
hvort leyfa skuli fóstureyðingar
og hefur kvenfólkið tekið öflugan
þátt f þeim umræðum.
Eitt málið er það, sem eðlilegt
er, að fslendingar vilji fylgjast vel
með: Landhelgismálið f Noregi.
Norðmenn hafa löngum verið
kröfulinir f þvf máli, en Ifklegt er,
að hugur þeirra breytist núna með
haustinu. — Hingað til hafa flestir
þeir, sem látið hafa til sfn heyra
um það mál, virzt harla ánægðir
með 12 mflna landhelgina og jafn-
vel legið fslendingum á hálsi fyrir
50 mflna vfkkunina, án þess að
gera sér grein fyrir, að landhelgin
er íslendingum margfalt dýrmæt-
ari en Norðmönnum. En nú er svo
að sjá sem þeir séu farnir að ranka
við sér, að minnsta kosti á vestur-
ströndinni norðanverðri, og sjái
fram á, að norsku fiskimiðin eru f
hættu, ef ásókn þangað eykst frá
þvf sem nú er. En vitanlegt er, að
hún gerir það, þvf að togarar þeir,
enskir og annarra þjóða, sem nú
hefur verið bægt frá landhelgi fs-
lands, munu flestir leita til Nor-
egsstranda norðanverðra. — Bret-
ar. Rússar og Norðmenn hafa fy4r
skömmu gert með sér samning um
veiðar f Barentshafi, um hámarks-
afla hverrar þjóðarinnar um sig.
en það kemur upp úr dúrnum, að
Rússar hafa þegar veitt talsvert
fram yfir hámark.
Það þykir vfst. að landhelgislfn-
an verði tekin til rækilegrar athug-
unar, þegar þingið kemur saman f
haust. Trygve Bratteli lét heyra f
sér um það mál fyrir nokkrum
dögum og varaði eindregið við þvf
að gera einhliða ákvarðanir f land-
helgismálinu, en vildi bfða eftir
ákvörðunum ráðstefnunnar f Cara-
cas. En af gamalli ráðstefnu-
reynslu má ráða, að þeirra ákvarð-
ana verði langt að bfða. Hljóðið f
Norðmönnum hefur breytzt sfðan f
vor, og mér kæmi ekki á óvart, að
þeir yrðu búnir að vfkka sfna land-
helgi — að minnsta kosti við
Norður-Noreg — f 50 eða 200
mílur fyrir nýár, hvað sem Cara-
cas-ráðstefnunni Ifður.
— Náttúruverndin er mjög ofar-
lega á dagskrá norsku þjóðarinnar
núna f sumar. Fram til þessa hafa
vatnsvirkjanir verið leyfðar
tregðulftið, þótt þær hafi haft
náttúruspell ! för með sér, en nú
verður brotið blað f þeirri sögu.
Eitt dæmi þess er það. að nú hafa
yfirvöldin skorizt f leikinn og end-
urskoðað virkjunaráætlanir, sem
til stóð að framkvæma á Harðang-
ursöræfum og hefðu stórspillt ein-
um fegursta fossi Noregs, Vöring-
fossen f Harðangri, sem er yfir
160 metra hár. Annar frægur foss
f Sogni átti að verða fyrir sömu
meðferð, en þar tóku nágrannarnir
f taumana og ráku burtu verka-
mennina, sem sendir voru til að
byrja á virkjunarstörfunum.
Eftirlit er haft með því, að ofbeit
eigi sér ekki stað á öræfum lands-
ins, t.d. f Finnmörk og á Harðang-
ursöræfum. Á báðum stöðum eru
hreindýrahjarðir og er haft eftirlit
með þvf, að þær verði ekki of
stórar. En eins og stendur þykir
vfst. að þessi öræfi þoli meiri beit
en nú er þar.
— Árferði hefur verið gott f
sumar, en þó er stöku sveitum
spáð uppskerubresti vegna
þurrka. Annars hafa Norðmenn
ekki yfir neinu að kvarta — nema
sköttunum. Þeir fullyrða, að að-
eins tvær þjóðir f Evrópu hafi
hærri skatta, Svíar og Hollending-
ar. Enda hefur komið til tals að
gera tilraun til að lækka skattana
eitthvað á komandi þingi, en þá er
eftir að vita, hvar sú lækkun á að
verða, og þar togar hver sinn
skækil — hátekjumenn og lág-
tekjumenn. — En f efnahagsmál-
um er þó alvarlegast, hve verð-
bólgan fer hraðvaxandi, sú bólga
hefur aldrei verið alvarlegri en nú.
I vetur 1 5. febr. var að vfsu lög-
leitt svokallað „avansestopp" á
ýmsum nauðsynja vörum, þ.e.
bann við þvf að hækka álagningu
á vörum, þó að þær hækkuðu f
verði. Er áætlað að þetta spari
meðalfjölskyldu 110 kr. á ári, en
að kaupmaður með 1,1 milljón
nkr. umsetningu tapi 12—13 þús.
nkr. á þessari ráðstöfun. Nýlendu-
vörukaupmenn hafa nú skrifað
stjórninni og krefjast þess. að
þetta „avansestopp" verði afnum-
ið. ella muni þeir loka verzlunum
sinum f okt. f haust!
Ferðamannastraumurinn upp til
fjalla er sem stríðastur um þess-
ar mundir og allsstaðar fullt á
háfjallahótelunum. En það eru
ekki fyrst og fremst útlendingar,
sem fylla gistihúsin núna. heldur
eru það Norðmenn, og þykir þetta
benda á aukin auraráð almenn-
ings. Hinsvegar er hér mun minna
af bandarfsku fólki en áður var, og
Bretum hefur ekki fjölgað, eða að
minnsta kosti hafa þeir styttri við-
stöðu en áður. Þeim þykir of dýrt
að búa uppi á fjöllum ! Noregi, og
þó enn verra f borgunum. Enda
hefur verðlagið á gistihúsum
hækkað svo mikið í sumar, að
Norðmönnum blöskrar það sjálf-
um. En gistihúsarekendurnir
segja, að kaupkröfur starfsfólks-
ins hleypi kostnaðinum meir fram
en það, sem þarf til Iffsins viður-
halds. Fyrir nokkrum árum var
hægt að fá mat og húsnæði á
dágóðu gistihúsi fyrir nkr. 28,00
— nú kostar það heilt hundrað.
Það er þvf engin fprða, þó að
tjöldunum og mótelunum fari
Franihald á bls. 33
Fönn óskar að ráða tvær stúlkur. Upplýsingar í Fönn, Langholtsvegi 113, sími 82220. Brotamálmur Kaupi allan brotamálm langhæsta verði. Staðqreiðsla. NÓATÚN 27, sími 25891.
Trommuleikara vantar i hljómsveit úti á landi frá næstu mánaðarmótum. Uppl. í sima 99-1 555 Selfossi. Til sölu Fiat 127 3ja dyra árgerð 1973 i góðu standi. Upplýsingar í sima 73590.
Kaupið garn áður en ný hækkun dynur yfir. Mesta úrval borgarinnar er i HOFI, ÞINGHOLTSSTRÆTI 1. Tvist-saumur og Gobelin vörur nýkomið. Rya- og smyrnateppi á eldra verði. HOF, ÞINGHOLTSSTRÆTI 1.
Handavinnunámskeið. Nýtt námskeið að hefjast. Flos, fina og grófa nálin. Myndvefn- aður. Taumálun o.fl. Innritun næstu daga i sima 41955. Húsasmiðir — Húsgagna smiðir Vantar smiði í úti- og innivinnu. Uppl. gefur Björn Traustason í síma 83685 eftir kl. 8 á kvöldin.
2 stúlkur óskast á góð heimili i U.S.A. Engin barnagæzla. Upplýsingar i sima 31212 frá kl. 7.00. Hjólhýsi til sölu. Cavalier 1 200 T. 5. manna árgerð 1974. Verð kr. 310 000.00, sendist Mbl. fyrir 14. þ.m. merkt: Upplýsingasimi 43261.
Frystihólf Leiga fyrir frystihólf óskast greidd sem fyrst og ekki síðar en 30. september n.k. Annars leigð öðrum. Sænsk íslenzka frystihúsið. Til leigu 5 — 6 herb. íbúð i blokk við Háaleitisbraut. Tilboð er greini hugsanl. leigufjárhæð og fjöl- skyldustærð sendist Mbl. merkt: 9526
Einstætt tækifæri Góð íbúð i Reykjavik eða nágrenni óskast keypt. Útborgun i erlendum gjaldeyri. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „Tækifæri — 9 524" Kennari óskar að taka 2ja herb. ibúð á leigu, helzt i austurbænum. Tilboð sendist á afgr. Mbl. merkt: „7268".
Til sölu Benz 220 árgerð '70 með vökva- stýri. Ekinn 67.000 km. Skipti koma til greina. Simi 52905. Hey til sölu. Uppl. i síma 66245.
Frímerki mun borga 1 krónu fyrir hvert stimplað og óskaddað frimerki á pappir. Sendið frimerki eða tilboð (á islenzku eða ensku) til: J. Baker, 32 W. Monaville Road, Lake Villa, 11. 60046, U.S.A. Sendill Piltur eða stúlka óskast nú þegar til sendiferða hluta úr degi fyrir eða eftir hádegi. Upplýsingar á skrifstofunni. PÁLL ÞORGEIRSSON & CO. Ármúla 27.
Chevrolet Impala Custom Til sölu árg. 1969, bíllinn er 2ja dyra hard-top, 8 cyl„ sjálfskiptur með power stýri og power brems- um, i bilnum er útvarp og átta rása segulband. Uppl. i s. 53441. Óskum að taka 2ja — 3ja herb. ibúð á leigu i Reykjavik eða Kópa- vogi. Skipti á ibúð úti á landi kemur til greina. Upplýsingar i sima 831 90.
Ford Falcon '64 til sölu eða í skiptum fyrir yngri bifreið. Milligjöf staðgreidd. Uppl. i sima 36548. Til sölu strax Stór bensin Land Rover. Árg. 1972, gluggalaus. Upplýsinaar i sima 27782 kl. 7—9 e.h.
- Ung kona með Samvinnuskólapróf óskar eftir hálfsdagsvinnu sem fyrst. Tlb. sendist Mbl. fyrir 14 þ.m. merkt: 9528. Óskum eftir 6—8 herb. íbúð eða húsi. Allt að árs. fyrir- framgreiðsla. Upplýsingar í sima 22553 og 34191.
Keflavik Suðurnes Til sölu falleg 2ja herb. ibúð. Hentug fyrir fullorðin hjón. Bila og Fasteignaþjónusta Suður- nesja, simi 2925 eftir kl. 1 3. ?SmRRGFRLDRR 7f mnRKHÐ VÐRR
Kórskóli
Nýtt námskeið hefst 30. september.
Kennt verður í Vogaskóla á mánudagskvöldum
2 stundir í senn 110 vikur.
Kennd verða a/menn undirstöðuatriði tónlistar,
nótnalestur, heyrnarþjálfun og raddbeyting.
Innritun ísíma 2661 1 á skrifstofutíma.
Pólýfónkórinn.
ÍtW':