Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Fa /7 Ití l.t I.I H. t V ALUR? 22 022 RAUDARÁRSTIG 31 LOFTLEIÐIR BÍLALEIGA CAR RENTAL 21190 21188 LOFTLEIÐIR Æbílaleigan felEYSIR CAR RENTAL 24460 28810 PIOIMEER ÚTVARP OG STEREO KASETTUTÆKI MIKIÐ SKAL TIL t SAMVINNUBANKINN Ferðabílar hf. Bilaleiga S 81260. 5 manna Citroen G.S. fólks- og stationbilar 1 1 manna Chevrolet 8—22 manna Mercedes-Benz hópferðabilar (með bilstjórn). SNOGHÖJ Nordisk folkehejskole (v/Litlabeltisbrúna) 6. mán. námskeið frá 1 / 1 1 Sendið eftir bæklingi DK 7000 Fredericia, Danmark, s/mi 05-952219. Sérstætt skiptiboð Sendið 100 gallalaus íslenzk frímerki og við sendum yður 300 mismunandi fallegar sérút- gáfur alls 27 fullkomin sett. Gangverð fyrir hvert þessara setta er kr. 5 (danskar) eða samtals 1 35 kr. Sendið strax i dag 100 islenzk frimerki til: NORDJYSK FRIMÆRKE- HANDEL, FRIMÆRKER EN GROS, DK-9800 HJÖRRING. MEDEL AF OFF. n.b Við staðgreiðum einnig á hæsta verði fyrir islenzk frimerki. Sendið tilboð Sérstæðir þjóðhættir Þjóðviljinn birti fyrir skömmu greinarstúf eftir Árna Björnsson, þar sem hann fjall- ar um grein eftir einn af for- göngumönnum Varins lands. Að hætti hins sósfalfska þjóð- flokks lýkur höfundur skrifi sfnu með þvf að draga andstæð- ing sinn f dilk „réttdræpra fas- ista“. Það væri f raun réttri verðugt verkefni fyrir þjóð- háttafræðinga að gera vfsinda- lega rannsókn á þvf sérstæða háttalagi rökþrota sósfalista að grfpa jafnan til þess ráðs að gera alla þá, sem ekki aðhyllast sömu skoðanir og þeir sjálfir, að glæpahundum og erkióvin- um mannkynsins. Niðurlag áðurnefndrargrein- ar er svohljóðandi: „Ég og fleiri bentum f vor á það fasist- fska hugarfar, sem meðvitað eða ósjálfrátt lægi að baki að- gerðum tólfmenninganna. Hér gægist upp cinn horaður fingur þeirrar mórauðu krumlu." Eftir að enn einn sósfalistinn hafði opinberað þetta þjóð- háttalag sitt, barst Staksteinum Morgunblaðsins eftirfarandi erindi, sem birtist hér undir gömlu kenniheiti höf undar: Særingar A náströnd komma gægist upp horaður fingur krumlunnar rauðu, en f eitri mannskemdanna bfður dauði rógberans. „ÉG HORFI A ÞÁ.“ 1 myrkum dölum undirdjúpa innri mannsins er geisli svartur sem stöðugt sendir á tfðni haturs fyrirlitningar og hræðslu. I felumynd sinnar eigin ásjónu leitar hann. Og finnur afskræmda mynd með hrukkóttum dráttum þrælsins. Þvf njóta fúlir mannorðsþjófar sælukenndar þáeinnerbrotinn- eða beygður niðrf svaðið þetta er lögmál Iffsnæringar nfðinganna. Börkur blátannarskegg. SJÓNVARPSDA GSKRÁ ••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••••• A1NNUD4GUR 30. SEPTEMBER 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Börn f óbyggðaferð Fræðslumynd frá hollenska sjónvarpinu. Myndin lýsir ferðalagi 34 barna til Kenya f Áfrfku, en þangað var þeim boðið í til- efni þess, að þau höfðu safn- að fé til verndar sjaldgæfum dýrategundum. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.20 Járnbrautin Finnskt leikrit eftir Juhani Áho. Áðalhlutverk Leo Jokela og Anja Pohjola. Þýðandi Kristín Mántylá. Leikurinn lýsir ævintýrum roskinna hjóna, sem leggja land undir fót og halda til bæjarins, til þess að skoða eitt af undrum hins nýja tfma, járnbrautina og farar- tækin, sem eftir henni renna. Höfundurinn, Juhani Aho, cða Johannes Brofeldt, eins og hann hét réttu nafni, var einn af vinsælustu rithöfund- um Finna um sfðustu alda- mót, og þess má geta að sag- an, sem þetta leikrit byggist á, hefur verið endurprentuð f Finnlandi meira en 30 sinnum. (Nordvision — Finnska sjón- varpið). 22.55 Dagskrárlok. ÞRIÐJUDKGUR 1. OKTÓBER 1974 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Bændurnir Pólsk framhaldsmynd, byggð á sögu eftir Wladislaw Reymont. 11. þáttur. Arfurinn Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. Efni 10. þáttar: Bændurnir frá Lipce eru leystir úr haldi að Ántek ein- um undanskyldum. Hanka ákveður að kaupa honum frelsi með peningum, sem hún hefur fengið hjá tengda- föður sfnum. Jagna leggur nú Iag sitt við hreppstjórann, og þegar þorpsbúar verða þess vfsari, magnast óvildin til hennar um allan helming. Heilsu Boryna fer stöðugt hrakandi. Nótt eina staulast hann út á akrana f óráði og lýkur þar ævi sinni. 21.30 Iþróttir Meðal Meðal annars mynd frá leik Westham og Leicester City. Umsjónarmaður Ömar Ragnarsson. 22.10 Heimshorn Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Jón Hákon Magnússon. 22.40 Dagskrárlok. /V1IÐMIKUDKGUR 2. OKTOBER 1974 18.00 Steinaldartáningarnir Bandarfskur teiknimynda- flokkur. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. 18.20 Gluggar Breskur fræðslumyndaflokk- ur fyrir börn og unglinga. Þýðandi og þulur Jón O. Edwald. 18.45 FÍIahirðirinn Breskur framhaldsmynda- flokkur fyrir börn og ungl- inga. 3. þáttur Barn Ganesa. Þýðandi Jóhanna Jóhanns- dóttir. 19.10 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 Nýjasta tækni og vfsindi Skordýr gegn skordýri Segulgreipar Laukflysjunarvél Tölva á skurðstofu Vfmumælir Mótunarleir Blýmengun Skolphreinsun Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.00 Rómaborg Danskur sjónvarpsþáttur, þar sem rakin er saga forn- frægra bygginga f Rómaborg. Þýðandi Stefán Jökulsson. (Nordvision — Danska sjónvarpið) 21.35 Barneignir bannaðar (The LastChild) Bandarfsk sjónvarpskvik- mynd. Leikstjóri John Llewellyn Moxey. Aðalhlutverk Michael Cole, Janet Margo- lin og Van Heflin. Þýðandi Dóra Hafsteinsdótt- ir. Myndin gerist f Bandarfkjun- um árið 1994, eða að tuttugu árum liðnum. Fólksf jölgunin hefur verið geigvænleg og stjórnvöld hafa sett lög, sem banna hjónum að eiga meira en eitt barn. Aðalsögu- hetjurnar eru ung hjón, sem hafa misst sitt eina barn aðeins fárra daga gamalt. Og þegar Ijóst verður, að konan er ófrísk í annað sinn, hyggjast yfirvöldin taka f taumana. 22.45 Dagskrárlok. FÖSTUDKGUR 4. OKT0BER 1974 20.00 Fréttir. 20.25 Veður og auglýsingar 20.35 1 söngvanna rfki Kór Menntaskólans við Hamrahlfð syngur. Stjórnandi Þorgerður Ing- ólfsdóttir. Aður á dagskrá 4. aprfl 1974. 21.05 Kapp með forsjá Breskur sakamálamynda- flokkur. Þýðandi Kristmann Eiðsson. 21.55 Kastljós Fréttaskýringaþáttur. Umsjónarmaður Ólafur Ragnarsson. 22.30 Dagskrárlok. L4U64RD4GUR 5. OKTÓBER 1974 17.00 Enska knattspyrnan. 18.00 Iþróttir Meðal annars mynd frá Evrópumeistarakeppni f sundi. Umsjónarmaður Ómar Ragnarsson. Hlé 20.00 Fréttir 20.20 Veður og auglýsingar 20.25 Læknir á lausum kili Breskur gamanmyndaflokk- ur. Brandarakarlinn Þýðandi Jón Thor Haralds- son. 20.50 Það eru komnir gestir Ómar Valdimarsson tekur á móti Björgvin Halldórssyni, Rúnari Júífussyni og Sigur- jóni Sighvatssyni f sjón- varpssal. 21.20 Yuma Bandarísk kúrekamynd. Leikstjóri Ted Post. Aðalhlutverk Clint Walker, Barry Sullivan, Edgar Buchanan og Kathryn Hays. Þýðandi Guðrún Jörunds- dóttir. Sjónvarpskvikmynd þessi gerist f smábæ f Arizona um 1870. 1 bænum hefur rfkt hin versta skálmöld og þegar þangað kcmur nýr lögreglu- stjóri hitnar enn f kolunum. 22.30 „Rokk“ hittir „Barokk“ Sjónvarpsupptaka frá tón- leikum sem haldnir voru í Miinchen f sambandi við „Prix jeunesse" keppnina 1974. 1 þættinum er popptónlist ýmiss konar, sem færð hefur verið í búning hljómsveitar- verka, flutt af stórri sinfónfuhljómsveit. Stjórnandi er Eberhard Schöner. Þýðandi Þrándur Thorodd- sen. Meðal flytjenda eru, auk sinfónfuhljómsveitarinnar f Miinchen, John Lord, Glen Hughes, Tony Ashton og Yvonne EUimann. 23.40 Dagskrárlok. Messur á morgun Breiðholtsprestakall. Fjölskylduguðsþjónusta í Breiðholtsskóla kl. 2 síðd« Haustfermingarbörn (1974) komi til viðtals. Sr. Lárus Halldórsson. Langholtsprestakall. Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Séra Árelíus Níelsson. Guðsþjónusta kl. 2 siðd. Ræðu efni: Aö sökkva sorg sinni í kærleikshylinn. Séra Sigurður Haukur Guðjónsson. — Sóknar- nefndin. Frfkirkjan í Reykjavík. Messa kl. 2 síðd. Séra Þorsteinn Björnsson. Ffladelffa f Reykjavík Almenn guðsþjónusta kl. 8 síðd. Einar Gíslason. Arbæjarprestakall. Guðsþjón- usta í Árbæjarkirkju kl. 11 árd. Sr. Guðmundur Þorsteinsson. Laugarneskirkja. Messa kl. 11 árd. Séra Stefán Lárusson í Odda prédikar. — Sóknarprest- ur. Hafnarf jarðarkirkja. Messað kl. 11 árd. við upphaf héraðs- fundar. Séra Þorsteinn Lúter Jónsson prédikar. Séra Bjarni Sigurðsson þjónar fýrir altari. Séra Garðar Þorsteinsson. Asprcstakall. Messa f Laugarás- bfói kl. 11. Sr. Grimur Gríms- son. Hallgrfmskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 Séra Ragnar Fjalar Lárusson. Kirkja Óháða safnaðarins. Messa kl. 2. Séra Emil Björns- son. Háteigskirkja. Messa kl. 2 sfðd. Séra Arngrfmur Jónsson. Kópavogskirkja. Guðsþjónusta kl. 11 árd. Séra Arni Pálsson. Dómkirkja Krists konungs f Landakoti. Lágmessa kl. 8.30 árd. Hámessa kl. 10.30 árd. Lág- messa kl. 2 sfðd. Neskirkja, Barnasamkoma kl. 10.30 árd. Guðsþjónusta kl. 2. Séra Jóhann S. Hlíðar. Dómkirkja. Prestsvfgsla kl. 11 árd. Biskup vígir kandidatana Auði Eyr Vilhjálmsdóttur til Staðar í Súgandafirði, Jón Þor steinsson til Grundarfjarðar og Kristján Val Ingólfsson til Raufarhafnar. Séra Magnús Guðmundsson lýsir vígslu, en vígsluvottar auk hans, séra Sigurður Guðmundsson, séra Sigurður Kristjánsson, sr. Frank Halldórsson. Auður Eyr prédikar. Séra Þórir Stephen- sen þjónarfyriraltari. Grensássókn. Guðsþjónusta f safnaðarheimilinu kl. 2 síðdeg- is. — Athugið breyttan messu- tíma. Séra Halldór S. Gröndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.