Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 1
24SIÐUR OG LESBÓK LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Prentsmiðja Morgunblaðsins. „Bara dauðir hlutir” „Þetta voru bara dauðir hlutir og við höldum áfram að lifa og það ætlum við okkur lfka að gera“. Þetta voru orð Sig- mundar Björnssonar þegar hann kom heim til Akureyrar f gærkvöldi og við honum blöstu rústir f stað glæsilegs einbýlis- húss, þar sem hann bjð ásamt konu sinni Sigrúnu Gfsladótt- ur. Hús þeirra og innbú allt hreinlega tættist f sundur f geysiöflugri ketilsprengingu snemma f gærmorgun. Sjá nánar bls. 2 og 24. Ljósm. Mbl. Sverrir Pálsson. Washington Post og Reuter: 7 6 milljónir $ vegna breyt- inga á Keflavíkurflugvelli Washington 27. september frá Geir Haarde fréttamanni Mbl. BANDARÍSK yfirvöld eru eftir öllum sólarmerkjum að dæma hæstánægð með samkomulag það, sem Einar Ágústsson utanrfkisráðherra og Joseph Sisco rituðu upphafsstafi sfna undir hér í Washing- ton f gær. Heimildir herma. að Banda- rfkjamenn vonist til, að samkomulagið verði endanlega undirritað í október, þegar fslenzka stjórnin hefur haft tíma til að yfirfara það betur og gera grein fyrir því. Samkvæmt samkomulaginu er gert ráð fyrir því, að fækkað verði í varnarliðinu um 400 manns, að sögn Washington Post og er hér um að ræða menn, sem gegna tæknilegum og stjórnunarlegum störfum. Blaðið segir, að íslend- ingar verði þjálfaðir til að taka Wilson óttast klofning London 27. september Heuter. ROY Jenkins, innanrfkisráðherra f stjórn Harolds Wilsons og einn af helztu stuðningsmönnum EBE- aðildar Bretlands, hótaði f dag að segja af sér ráðherraembætti, ef stjórnin tæki ákvörðun um að segja Bretland úr EBE. Jenkins er annar ráðherra Verkamanna- flokksins til að gefa slfka yfir- lýsingu, en frú Shirley Wiiliams verðlagsmálaráðherra gaf sömu yfirlýsingu f gær. Yfirlýsingar þessar hafa valdið Wilson miklum áhyggjum og ótt ast hann nú klofning innan Karpov vann Sjöundu einvfgisskák þeirra Karpovs og Kortsnojs lauk f Moskvu Sgærkvöldi, er Kortsnoj fór yfir tfmamörkin f 31. leik. Kortsnoj beitti Petroffs vörn og einkenndist skákin af tauga- óstyrk hans og mjög ákafri tafl- Framhald á bls. 23. flokksins. Hann hélt í dag blaða- mannafund f Liverpool, þar sem hann sagði, að ágreiningurinn innan Verkamannaflokksins endurspeglaði ágreining lands- manna um EBE-aðildina. Hann hafði áður lýst því yfir, að það væri skylda og réttur Jenkins og frú Williams að yfirgefa ríkis- stjórn, sem þau væru ósammála í grundvallaratriðum. Wilson gagn- rýndi íhaldsflokkinn harðlega fyrir að vilja ekki hafa þjóðarat- kvæðagreiðslu um máiið. Edward Heath leiðtogi thalds- flokksins var fljótur að grípa tækifærið og sagði, að þessi klofningur Verkamannaflokksins hefði „sprengt í loft upp“ kosningayfirlýsingu flokksins um, að hann mundi beita sérfyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um EBE- aðild, ef hann sigraði i kosningun- um. Sagði Heath, að ljóst væri, að enginn meirihluti væri fyrir þjóðaratkvæðagreiðslunni innan flokksins, hvað þá að Bretland segði sig úr EBE. Nixon ber líklega ekki vitni Long Beach, Kalifornía 27. september AP. LÆKNAR Nixons, fyrrum Bandarfkjaforseta, sögðu f til- kynningu f dag, að forsetinn hefði tekið vel við sér f með- ferð þeirri, sem hann hefur fengið vegna blóðtappans f hægra lunga. Nixon var lagður f sjúkrahús sl. mánudag, og er gert ráð fyrir, að hann verði þar fram í lok næstu viku. Blóðtappi þessi er hættulegur og getur valdið bráðum bana, ef hann nær að berast að hjartanu. Fær Nixon bæði töflur og vökva f æð, sem vinna að þvi að leysa blóðtappann upp. Nú er allt útlit fyrir, að vegna heilsu sinnar verði Nixon ekki kallaður til að bera vitni í réttarhöldunum yfir John Erlichman fyrrum ráð- gjafa hans, sem hefjast í Was- hington á þriðjudag. Jaworsky Framhald á bls. 23. við þessum störfum. Þá segir blaðið, að Bandankjamenn hafi samþykkt að verja 60 milljónum dollara (7 milljörðum 122 milljón- um isl. króna) til breytinga, sem leiða af aðskilnaði almennrar flugstarfsemi og starfsemi vam- arliðsins, sem samþykkt var i samkomulaginu. Þá segir í fréttaskeyti, sem Mbl. barst frá Reuter-fréttastofunni, að kostnaðurinn við þær 468 íbúð- ir, sem Bandaríkjamenn hafa fall- izt á að reisa innan flugvallar- svæðisins, þannig að allir vamar- liðsmenn, sem nú búa utan þess, geti femgið ibúðir innan vallarins, nemi 16 milljónum dollara (eða 1,9 milljaðri ísl. króna). Skv. þessu er kostnaðurinn samtals 9 milljarðar fsl. króna fyrir Banda- ríkjastjórn. Einar Ágústsson utanrfkisráð- herra sagði í samtali í gær, að mjög fljótlega yrði byrjað að þjálfa Islendinga í fyrrnefnd störf og undirbúa framkvæmdir þær, sem frá hefur verið skýrt. Utfærsla Norðmanna: Ahyggjur hjá Bret- um og V-Þjóðverjum London og Bonn 27. september AP — NTB. SAMTÖK brezkra togaraeigenda svo og vestur-þýzka sjávarútvegs- ráóuneytið lýstu f dag yfir áhyggjum sfnum vegna yfirlýs- ingar norsku stjórnarinnar, um að hún mundi færa fiskveiðilög- sögu Norðmanna úr f 50 sjómflur á næsta ári og vernda ákveðin svæði utan tólf mflnanna nú á næstunni. Talsmaður v-þýzka sjávarút- vegsráðuneytisins sagði, að V- Þjóðverjar veiddu milli 50—100 þúsund lestir af fiski árlega und- an ströndum Noregs og þvf gæti útfærsla norsku fiskveiðilögsög- unnar i 50 mílur haft alvarlegar afleiðingar fyrir v-þýzkan sjávar- útveg. Sagði talsmaðurinn, að v- þýzka stjórnin óskaði eftir við- ræðum við norsku stjórniria um þessi mál. Talsmenn samtaka brezkra tog- araeigenda sögðu í dag, að sam- tökin væru reiðubúin til viðræðna við Norðmenn um aðgerðir til að vernda þorskstofninn undan Nor- egsströndum og lýstu þeirri von sinni, að yfirlýsing norsku stjórn- arinnar væri vísbending um, að hún vildi leysa fiskiveiðivanda- mál landsmanna með alþjóðleg- um viðræðum, en ekki einhliða útfærslu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.