Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Undarlegur skóladagur Eftir Heljar Mjöen og Berit Brænne Elgurinn: Jú ég trúi því að minnsta kosti vel, að allt hringsnúist í höfðinu á þér, þegar þú ert að stangast við félaga þína. Geitin: Me-e-e-e-e-e, já, þá smellur nú í, og þá sé ég bæði tungl og stjörnur. r^\. Elgurinn: Þú þarft ekki að segja mér neitt um það. Ég hef aldrei séð aðrar eins aðfarir. Nú er röðin komin að þér, Palli grís . .. Pall.. Palli... Grísinn: (aumur). Það er líklega eitthvað sorglegt, kennari. Elgurinn: Sorglegt, já já. Hætt er nú við. Heyrðu Palli, ef þú einbeitir þér nú að því að lesa og ástundar það af kappi, heldurðu þá ekki, að þú gætir tekið svolitlum framförum. Rúnki refur: (hermir eftir grísnum) Ég er hræddur um, að það sé þýðingarlaust, kennari. Grísinn: Ég er hræddur um, að það sé þýðingar- laust, kennari. Þegar ég sit og er að lesa, þá er alveg eins og loku sé skotið fyrir hérna í höfðinu á mér og allt stendur kyrrt... öff. Og þá skil ég ekkert. Elgurinn: Já, einmitt. Jæja, en þú ert góður drengur, Palli og það er aðalatriðið. Við minnumst ekkert á einkunnirnar. Grísinn: Ég þakka kærlega, kennari, ég skal gera mitt bezta, öff, öff. Elgurinn: Ágætt. Og að lokum og síðasta og versta atriðið . .. Rúnki refur. Rúnki: Rúnki refur ... já, auðvitað. Elgurinn: Letiblóðið ... hrekkjalómurinn ... Rúnki: Þessa skal verða hefnt. Elgurinn: Ja, gremjulegt. Hann gæti verið duglegastur í bekknum, ef hann kærði sig um það og svo... Rúnki: Svo liggu hann bara í leti og hefur í frammi strákapör. Elgurinn: Það er tilgangslaust að sitja hér og skammast, þegar hann er ekki einu sinni viðstaddur . . . og væri líka tilgangslaust, þótt hann væri hér. DRATTHAGI BLYANTURINN ANNA FRA STORUBORO - saga frá sextándu öld eftir Jón Trausta komið mér fram að mestu, og nú er ég lögmaður yfir hálfu landinu. Það, sem ég á til, hefi ég dregið saman með súrum sveita og þungum áhyggjum. Heldurðu, að mér standi á sama, hvað um það verður eftir minn dag? Nei, það á að ganga til þeirra, sem halda minningu minni í heiðri og færir eru um að hefja ættina okkar til nýrrar vegsemdar.“ „Böm Hjalta eru vel til þess fallin.“ „Smalabömin þín fá engan eyTÍ af minum eigum,“ mælti lögmaður nokkuð harðlega. Síðan bætti hann við i mildum bænarrómi: „Það er í fyrsta — og skal verða í síðasta — skiptið, sem ég bið þig vel; gerðu nú þetta að vilja mínum. Skildu við þennan Hjalta og taktu þeim manni, sem ég vil, að þú eigir.“ „Við skulum ekki tala fleira um þetta,“ mælti Anna. „Það, sem þú ferð fram á, nær ekki nokkurri átt.“ „Hvers vegna nær það engri átt?“ „Hjalta einum hefi ég gefið ást mína. Ég á enga ást til handa neinum öðrum, — ekki svo mikið sem neista af ást.“ „Maður, sem elskar þig, vinnur ást þína smátt og smátt, ef þú aðeins þiggur ást hans.“ „Hvers vegna ertu að ala á þessu lengur? Sérfiu ekki, að það er óhugsandi? — Sérðu þá engin ný tormerki á, að það geti tekizt?“ Lögmaður horfði á hana hvasst og hálfspyrjandi. Svo var sem eitthvert öfboð kæmi yfir hann. Hann spratt á fætur, tók um báða handleggina á önnu og kreisti þá, eins og hann ætlaði að nísta hold frá beini. Anna leit framan í hann og sá tárin brjótast fram í augun á honum. Hún sá það á hon- um, að hann gat ekkert orð sagt. Hann hafði varla vald á sjálfum sér. Hann þrútnaði af geðshræringu, eins og hann ætlaði að springa. Svo sleppti hann henni, lét fallast ofan að borðinu með hendumar fyrir andlitinu og grét. „Taktu þér ekki þetta svona nærri, bróðir!“ mælti Anna og lagði höndina hægt á öxlina á honum. „Gerðu heldur það eina, sem hægt er að gera til að bæta úr þvi. Lofaðu okkur Hjalta að giftast.“ Lögmaður spratt upp eins og eldur hefði snert hann. Hann stríddi af alefli við grátinn og reyndi að tala með styrkri rödd: „Þú skalt hætta þessum frjósama frillulifnaði þinum. Hing- að til hefi ég hlífzt við að beina hefndinni gegn sjálfri þér. Nú skal ég ekki gera það lengur. Og Hjalta skal ég drepa, hvar sem ég næ honum. Þótt allir menn og allir djöflar risi gegn mér, skal ég þvo þessa smán af ætt minni, — þvo hana burt með blödi, því að öðru vísi gengur hún ekki af úr þessu.“ Að þessu mæltu gekk hann úr loftinu án þess að kasta kveðju á systur sína. Anna stóð fyrst langa stund sem högg- dofa, föl sem nár af geðshræringu. Svo setti að henni ákafan grát. flkilorgunkofíiflu — Ég er búin að fá nóg af þessu kjaftæði um bréf, ferðalög, arf, sem tæmist og svo framvegis — ég vil fá mann. — Svona, láttu sem þú sjáir ekki nýja bílinn þeirra. — Þú ert ekkert hrædd- ur, er það? — Nei, en þú? — Uss, ekki hafa hátt, hann fékk sér heldur of mikið neðan I því og sefur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.