Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 3 Ur kirkju báru kistu dr. Sigurðar Nordals ráðherrarnir Geir Hallgrímsson, Ólafur Jóhannesson, Gunnar Thoroddsen og Vilhjálmur Hjálmarsson, Guðlaugur Þorvaldsson, háskólarektor, próf. Gylfi Þ. Gfslason, Andrés BjÖrnsson, útvarpsstjóri og dr. Jakob Benediktsson. Ljósm. Rax. Útför dr. Sigurðar Nordals gerð í gær sungnir sálmarnir: Ég veit minn ljúfur lifir og Allt eins og blómstrið eina. Dómkirkjukór- inn söng. Orgelleikari var Ragnar Björnsson, sem flutti sálmaforleik. Rekunum var kastað í kirkjunni. Ur kirkju báru kist- una ráðherrarnir Geir Hallgrimsson, Ölafur Jóhannes- son, Gunnar Thoroddsen og Vil- hjálmur Hjálmarsson, Guð- laugur Þorvaldsson, háskóla- rektor, próf. Gylfi Þ. Gislason, Andrés Björnsson, útvarps- stjóri og dr. Jakob Benedikts- son. Dr. Sigurður Nordal var jarð- settur í kirkjugarðinum við Suðurgötu. Ættingjar báru kist- una þar. Utförin fór fram á vegum ríkisins í samráði við ættingja hins látna. UTFÖR dr. Sigurðar Nordals var gerð frá Dómkirkjunni f gær, að viðstöddum forseta Is- lands og forsetafrú, biskupin- um yfir fslandi og frú hans, ráðherrum, ættingjum hins látna og vinum. Séra Jakob Jónsson jarðsöng. í ræðu sinni lagði presturinn út af orðum Mattheusarguð- spjalls 14:52, sagði að sér hefði komið í hug, er hann skyldi jarðsyngja SigurðNordal fræði maðurinn, sem bæði lærði og kenndi og húsráðandinn, sem ber fram gamalt og nýtt, því Mattheus væri sá meðal höfunda, sem varðveitti tengsl- in við hið gamla og bar fram gamalt og nýtt. En ritningar- greinin, sem út af var lagt hefst svo: Hafið þér skilið allt þetta? Þeir segja við hann: Já. En hann sagði við þá: Þess vegna er sérhver fræðimaður, sem er' orðinn lærisveinn himnaríkis, líkur húsráðanda, sem ber fram nýtt og gamalt úr fjársjóði sín- um. Sigurður Nordal hafði sjálfur óskað eftir því, að yrði sunginn sálmur, skyldi sunginn til enda sálmurinn eftir sr. Hallgrim Pétursson um dauðans óvissa tíma, þar sem m.a. segir: Einn vegur öllum greiðir/ inngang í heimsins rann/ margbreyttar lízt mér leiðir/ liggi þó út þaðan. Honum lýkur á orðun- um: Hvenær sem kallið kemur/ kaupir sig enginn fri/ þar læt ég nótt, sem nemur/ neitt skal ei kvíða því. Ef aðrir sálmar yrðu sungnir, hafði Sigurður óskað eftir, að þeir yrðu einnig eftir Hallgrím Pétursson. Voru ÍKVKYKJA 1 I-ItJA SJALli’ST^JISIiOSINU Mikill eldur kom upp í S.jálfstæðis- húsinu nýja við Bolholt um kl. 1 í nótt. Kveikt hefur verið í eldfimurn efnum í lyftu opi hússins á 1. hæð dg eldurinn breiðzt paðan át upp á aðra hæð og hina priðju, sern verið er að slá upp fyrir. -Stððu eldtungur hátt í loft upp frá hásinu, er eldurinn var sem mestur.' Slökkvistarf gekk vel og skemmd ir ekki verulegar en slökkviliðsmenn segja að þarna hefði orðið stðrbruni ef þakið hefði verið komið á húsið. Rætt um notkun gosefna á fundi Iðnaðarsjóðsins Attundi stjórnarfundur Norr- æna iðnaðarsióðsins var haldinn f Reykjavfk f gær. Var á fundinum meðal annars fjallað um notkun gosefna, til dæmis til bygginga, og gáfu þeir Hörður Jónsson, Ótt- ar Halldórsson og Þorleifur Einarsson skýrslur um ýmsa möguleika á notkun gosefna. Sjóðurinn, sem stofnaður var í fyrra, á að stuðla að betri nýtingu starfskrafta, meðal annars með því að styðja fjármögnun verk- efna, sem varða iðnaðinn í tveim eða fleiri Norðurlanda. Á þessu starfsári einbeitir sjóðurinn sér þó að f jórum aðalsviðum, þar sem reynt er að ná árangri, sem hag- nýta má f iðnaði. Eru það um- hverfisverndartækni, tækni á sviði heilbrigðismála, efnistækni og samgöngu og flutningatæki. Sjóðurinn hefur á þessu ári veitt lán að upphæð samtals rúm- Iega 146 milljónir ísl. króna. 12 þessara lána hafa farið til Dan- merkur, 13 til Finnlands, 14 til Noregs, 15 til Svfþjóðar og 4 til íslands. Þessi fjögur verkefni, sem tslendingar eru aðilar að, eru f prófunartækni eða hið svo kallaða Nordtest verkefni, en f það hafa 10% af fjárveitingu sjóðsins far- iö, öryggis á sjó og framtíðar siglinga, framleiðslu á trefja- styrktri steypu og hjálpartækjum fyrir blinda. Þar sem það eru aðeins fá verk- efni, sem fullnægja þeim skilyrð- um, að til árangurs leiði bæði á Islandi og í a.m.k. einu Norður- landa öðru hefur sjóðurinn víkkað starfsemi sína gagnvart íslandi og mun hann stuðla að tækniaðstoð og þjónustu við Islendinga, svo sem þjálfun starfsliðs og örvun upplýsinga- skipta. í framhaldi af þessari út- víkkun hefur verið ákveðin tækniþjónusta fyrir tréiðnaðinn fslenzka og munu menn verða sendir utan til þjáifunar í því skyni, að þeir geti haldið nám- skeið hérlendis. Þá er einnig fyrirhugað af hálfu sjóðsins að styrkja námskeið í verkefna- stjórn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.