Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 23 Gönguferðir á sunnudag Á MORGUN, sunnudag, efnir Ferðafélagið til tveggja göngu- ferða. — Hefst önnur kl. 9.30 og verður þá ekið upp í Hvalfjörð og gengið um Botnsdal að Glym, en hann er talinn vera um 200 metra hár og því hæsti foss landsins. Klukkan 1 sfðd. verður svo farin önnur styttri gönguferð um Mosfellsheiði. Brottfararstaður er B.S.I. — Nú eru haust litirnir hvað fallegastir og því tilvalið að ijóta útiverunnar á Iitríkasta :íma ársins. —— » ■»■»------ — Lyftist upp Framhald af bls. 24 þegar ég sá Stefán glenna upp augun, en sá þá bara reykbólstur- inn stíga upp. Rétt á eftir heyrð- um við hvellinn. Ég hringdi til lögreglunnar á augabragði og sagði, að húsið hans Sigmundar Björnssonar hefði sprungið f loft upp, en þeir vildu ekki trúa mér, sem kannski var varla von. Þeir spurðu mig vandlega að nafni og heimilisfangi og sögðust ætla að athuga þetta betur. En þar kom, að þeir urðu að trúa mér.“ ^ ^ — Sv.P. — Sofa þúsundir Framhald af bls. 3. ingar um hitunarútbúnaðinn að Löngumýri 20. „Þetta var stór tankur undir húsinu, sem tók 3 rúmmetra af vatni. Vatnið var hitað upp með rafmagni á nótt- unni fyrir allan sólarhringinn, en þá er raforkan ódýrust. í seinni tfð hafa verið settir tveir hitastillar f tanka af þessari tegúnd til að fyrirbyggja óhöpp. I morgun hefur annar af tveimur möguleikum gerzt, hitastillarnir hafa brugðist og hitinn komist upp úr öllu valdi og gufusprenging orðið, eða þá að of lítið vatn hefur komið í tankinn og gufa myndast þann- ig. Þetta var greinileg gufu- sprenging, en mikil orka mynd- ast, þegar vatn breytist í gufu. Þessi lokaða næturhitun hefur rutt sér til rúms á seinni árum, og nú eru hundruð húsa hituð þannig. Til að fyrirbyggja frek- ara tjón þarf að setja öryggis- ventla á öll kerfin, svo og neyzluvatnstanka, þar sem eru einstreymislokar. Það er mjög auðvelt að setja þessa ventla á kerfin. Eftir því sem hitunar- tæknin verður fullkomnari, þeim mun þarfara er að huga að öryggismálunum." FYLGJAST NAlÐ MEÐ „Tæknilið bæjarins hefur fylgzt mjög náið með öllu f sam- bandi við þessa sprengingu", sagði Bjarni Einarsson bæjar- stjóri í samtali við Mbl. „ Um leið og niðurstöður liggja fyrir munum við taka málið upp og beita okkur fyrir lagfæringum, ef taldar eru nauðsynlegar, að svo miklu leyti, sem bæjaryfir- völdin geta. En á þessu stigi er málið í höndum tækniliðsins og við bíðum átekta“. TJONIÐ LlKLEGA BÆTT Blaðamaður Mbl. hafði að síð- ustu samband við Stefán Gunn- laugsson á skrifstofu Bruna- bótafélags Islands á Akureyri, sem hefur með að gera skyldu- tryggingu allra húsa á Akur- eyri. Stefán sagði: „Við höfum strax samband við aðalskrifstofuna í Reykja- vík og létum hana vita um atburðinn. Nú bfðum við bara eftir niðurstöðum rannsókna. Við höfum beðið um öll gögn, m.a. ljósmyndir. A þessu stigi get ég ekkert sagt um það, hvort tjónið verður bætt, en ég tel það lfklegt. Við fyrstu sýn virðist þetta vera svipað og gerðist í Kjötiðnaðarstöð KEA, og það tjón verður bætt, og skipta upphæðir þar tugum milljóna. Atvik sem þessi ér að vísu ekkr að fínna í trygginga- skilmálum okkar, en því verður væntanlega breytt á næstunni. önnur tryggingafélög hafa að einhverju leyti tekið þetta inn í sína skilmála." — Nixon Framhald af bls. 1 sérlegur saksóknari í Watergatemálinu sagði, að fjarvera Nixöns myndi engin áhrif hafa á réttarhöldin, þau hefðu verið ákveðin, meðan Nixon var enn forseti og þá ekki gert ráð fyrir honum sem vitni. — Húsið tættist Framhald af bls. 24 niður á miðjan barnaleikvöll og sundrazt þar í mola, sem loddu þó saman á járnunum. Hvellurinn af sprengingunni varð ógurlegur, jörð skalf og rykmökkur steig upp frá húsinu og barst yfir nágrennið. Lögreglan kom fljótt á staðinn og einnig kom slökkvi- og sjúkra- lið til vonar og vara. Gatan var girt af á þessu svæði af ótta við, að veggir, sem uppi héngju, hryndu og eldur kæmi upp í rúst- unum, ekki sízt vegna bensíns, sem lak af bflnum, sem eyði- lagðist. Lögreglu og brunavörður hefur verið við rústirnar i dag og eftir hádegi var byrjað að flytja brakið burt. Húsinu hafði verið breytt í fyrravetur og það endurbætt á ýmsan hátt. Eftir það var það tvö herbergi, stofa, skáli og eldhús á íbúðarhæð, en f kjallara voru tvær geymslur, þvottahús, bflskúr og svo hitunarklefi, sem var í steyptu hólfi undir húsinu. Þar var vatnsgeymirinn, sem tók fjór- ar lestir af vatni og annar út- búnaður, m.a. tvöfaldir hitastillar öryggisrofar, sem settir voru upp í fyrra. Annar átti að rjúfa raf- straum við 80 gráður á Celcius, en ef hann brygðist, átti hinn að rjúfa straum við 90 gráður á Celcíus. Hvorugur virðist hafa gert skyldu sína. — Sv. P. — Karpov Framhald af bls. 1 mennsku. Kortsnoj eyddi miklum tíma í byrjun og hugsaði í eina og hálfa klukkustund um 15. leikinn. Skömmu síðar tók Karpov við og hugsaði um einn leik f 50 mínút- ur. Kortsnoj komst í mikið tíma- hrak og várð að leika algjöra hraðskák undir lokin, en þótt hann væri handfljótur, dugði það ekki, og þegar vísirinn á klukku hans féll, átti hann enn eftir að leika 9 leiki. Staðan í einvíginu að loknum 7 skákum er þá 2:0, Karpov f hag. Hvftt: A. Karpov Svart: V. Kortsnoj Petroffsvörn 1. e4 — e5, 2. Rf3 — Rf6, 3. Rxe5 — d6, 4. Rf3 — Rxe4, 5. d4 — d5, 6. Bd3 — Be7, 7. 0—0 — Rc6, 8. Hel — Bg4, 9. c3 — f5, 10. Db3 — 0—0, 11. Rbd2 — Kh8, 12. h3 — Bh5, 13. Dxb7 — Hf6, 14. Db3 — Hg6, 15. Be2 — Bh4, 16. Hfl — Bxf3, 17. Rxf3 — Bxf2, 18. Hxf2 — Rxf2, 19. Kxf2 — Dd6, 20. Rg5 — Hf8, 21. Da3 — Dd8, 22. Bf4 — h6, 23. Rf3 — He8, 24. Bd3 — He4, 25. g3 — g5, 26. Dc5 — g5, 27. Rxg5 — hxg5, 28. Bxg5 — Hee6, 29. Hel — Dg8, 30. h4 — Hg6, 31. Hxe6 — Hxe6 og hér fór Kortsnoj yfir tfmamörkin, en eins og sjá má er staðan enn mjög tvfsýn, þótt Karpov hafi að vfsu tvö peð fyrir skiptamuninn. 18936 Frjálst líf Elsa the lioness was BORN FREE ... Now her cubs are LIVING FREE dangerously. Afar skemmtileg og heillandi ný amerísk litkvikmynd gerð eftir bókinni „Living Free" eftir Joy Adamson. Myndin vinsæla „ Borin frjáls" var eftirsama höfund. Aðalhlutverk: Susan Hampshire Nigel Davenport. Sýnd í dag og sunnudag kl. 4, 6, og 8 Mynd fyrir alla fjölskylduna. FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI Grindavik FÉLAGSHEIMILIÐ FESTI Grindavik Stórdansleikur í kvöld HAUKAR og KLEÓPATRA sjá um fjörið. Sætaferðir frá B.S.Í. Ungó Ungó Hljómsveitin Júdas ásamt Gunna og Dóra, tveim splunkunýju poppstjörnum úr Hafnarfirði, skemmta i kvöld. Sætaferðir frá B.S.i. J V% 1 O ' y Félagsgarður í Kjós RMF TtPI skemmta í kvöld Ferð frá Akranesi og B.S.Í.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.