Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 11 Sextugsafmœli: Jón Pálsson póstfulltrúi Þrír firðir skerast inn í Húna- þing. Sá austasti heitir Húna- fjörður, en hét upphaflega Vatna- fjörður. samanber sveitaheitin Vatnsdalur neðri og efri. Fyrir botni hans eru miklar kostajarðir að fornu og nýju til búskapar. En áður fyrr var Iand þar miklu f jöl- skrúðugra að gróðri, meðan upp- hafleg gæði landsins voru óskert. Þá var landið vaxið skógi og vfði milli fjalls og fjöru. Kólkumýrar og Asar voru skóglendi fagurt og frftt. Bezta sönnun þess er Vatns- dæla, en þar segir svo: „Síðan sótti fiðið upp dalinn og sá þar góða landkosti að grösum og skóg- um. Var fagurt um að lítast. Lyfti þá mjög brúnum manna.“ En skipti fólksins og fénaðarins við landið, urðu hörð og bitur, en sérstaklega fyrir botni Húna- fjarðar. Á 12. öld var stofnsett á Þingeyrum klaustur að alþjóð- legri gerð. Þar var rekinn mikill og fjölbreytilegur búskapur, er setti bráðlega glögg merki á allt lff og starf í húnvetnskum sveitum. Það varð svo, áður en 12. öldin varð öll, að kristlingar á Þingeyrum höfðu komið ár sinni svo fyrir borð,' að Húnvetningar höfðu misst goðavaldið úr hérað- inu að nokkru. En það sem verra var, landið var eytt af gróðri af of setnum jörðum í blómlegasta hluta héraðsins vegna ágengni og ásóknar hinns nýja valds í hér- aðinu. Þessi þróun varð söm í raun aldanna, og á í sönnum og gildum rökum á líðandi öld skýr mörk í þvf, að Húnavatnssýsla er skóg- snauðasta hérað landsins. Allt fram á 18. öld voru leifar skóga í Húnaþingi, en voru þá orðnir í raun réttri aðeins aum hrísrif og arður þeirra rifhrís til eldiviðar. En sú var bótin í Húnaþingi og ber á Iíðandi stund fullan arð f raun, að landið blés þar ekki upp, þegar skógurinn var horfinn, eins og það gerði fyrir sunnan land. Hin norræna íshafsveðrátta sá fyrir því f staðviðri og hlýjum sumrum. ungum aldri orðið að vinna og leggja hart að sér, því að á upp- vaxtarárum hans var hörð lífs- barátta í sveitum landsins. Jón er líka mikill dugnaðar- og áhlaupa- maður að hverju sem hann gengur. Hugur Jóns stóð mjög til menntunar, en fárra var kosta völ á æskuárum hans í þeim efnum. Hann var við nám í Reykholti og Hvanneyri, og að þvf loknu fór hann til Danmerkur og kynti sér þar búskap. En að-lokinni dvöl í Danmörku fór hann til Noregs og var þar í rúmt ár. Jón er mjög hrifinn af Noregi, norskri menningu og þó langtum fremst af norskum búskaparháttum og norskum ræktunarmálum. Hann á marga vini og góða í Noregi og hefur bundist þeim órjúfanlegum vináttuböndum. I Noregi komst hann í kynni við fleira, er átti eftir að hafa mikil áhrif og^góð á ævi hans og lífsstefnu, eins og betur kemur fram f máli mfnu. Að utanförinni lokinni, hóf Jón Pálsson margskonar störf hér heima eins og gerist og gengur. En veturinn 1946 varð hann starfsmaður í pósthúsinu í Reykjavík, og hefur unnið þar sfðan. Hann sómir sér vel í póst- mannastéttinni, er ábyggilegur, minnugur og sérstakíega glöggur að leysa margþætt aðkallandi vandamál til að koma pósti til skila, þegar heimilisföng eru vafasöm eða óglögg. Jón Pálsson varð í æsku vitandi þess, að íslenzka þjóðin þarfn- aðist dugmikillá og traustra rækt- unarmanna, jafnt í grasrækt og skógrækt. Honum sveið ungum, Framhald á bls. 22. Skuldabréf Hef kaupanda að skuldabréfum til 10 ára með hæstu vöxtum. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: Skuldabréf — 9592. íbúar í Breiðholti 1 Kirkjukór Breiðholtssafnaðar óskar eftir söng- fólki í allar raddir. Uppl. í síma 71672 og 72684. Jón Pálsson er fæddur 28. september 1914 f Sauðanesi á Kólkumýrum. Foreldrar hans voru hjónin Páll Jónsson bóndi þar af Flatatunguætt í Skagafirði og Sesselja Þórðardóttir f rá Stein- dyrum í Svarfaðardal. Jón var elztur 12 systkina. Þá má því nærri geta, að hann hefur þegar á Framsagnarnámskeið hefst 1. okt. Upplýsingar í síma 14839. Þórunn Magnea Magnúsdóttir. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53, 55 og 57 tbl. Lögbirtingablaðsins 1 974 á íshúsi í Gerðahreppi talin eign Fiskiðju Suðurnesja. h.f., fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. okt. 1974 kl. 11. f.h. eftir kröfu Tryggingar- stofnunnar ríkisins og Iðnaðarbanka íslands h.f. Sýslumaður Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53, 55, og 57 tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á Bakkastíg 8, Ytri-Njarðvik þinglesinni eign Þórarins Þórarinssonar ofl., fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu Byggðasjóðs, fimmtudaginn 3. okt. 1974 kl. 10 f.h. Sýslumaður Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53, 55 og 57 tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á húsgrunni á spildu úr landi Miðneshrepps við Vesturgötu, Sandgerði, þinglesinni eign Eyjólfs Bjarnasonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu hdl. Garðars Garðarssonar, fimmtudaginn 3. okt. 1974 kl. 14.30. Sýslumaður Gullbringusýslu. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53, 55 og 56 tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á Skólavegi 10, efri hæð, Keflavik, talin eign Jóhanns Þórlindssonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfu hrl., Skúla J. Pálmasonar, fimmtudag- inn 3. okt. 1974 kl. 1 7.00. Bæjarfógetinn í Keflavík. Nauðungaruppboð sem auglýst var í 53, 55 og 57 tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á Klapparstíg 6, Keflavík þinglesinni eign Péturs V. Helgasonar, fer fram á eigninni sjálfri eftir kröfum Landsbanka Islands og Lögmanna, Vesturgötu 1 7, Reykjavík fimmtudaginn 3. okt. 1 974 kl. 1 6.00. Bæjarfógetinn i Keflavik. Nauðungaruppboð sem auglýst var i 53, 55 og 57 tbl. Lögbirtingablaðsins 1974 á Stafnesvegi 1, Sandgerði þinglesinni eign Ólafs Gíslasonar, fer fram á eigninni sjálfri fimmtudaginn 3. okt. 1 974 kl. 1 3.30. eftir kröfum Árna Gr: FiTtnssonar; Jóhanns Þórðarssonar; Jón N. Srgurðssonar, Guðjóns -Steingrímssonar, Björgvins Sigurðssonar og Árna Gunnlaugssonar hæstaréttarlögmanna. Sýslumaður Gullbringusýslu. Krani til sölu Til sölu er 20 tonna Lorain kranabifreið í góðu laqi. Hagstætt verð. Upplýsingar í síma 96- 41 162 eftir kl. 20. Tónlistarskóli Mosfellshrepps tekurtil starfa 1. október n.k. Aðalkennslugreinar: pianó, fiðla, gítar, málmblásturshljóðfæri, ásláttar- hljóðfæri, blokkflauta og nótnalestur (undirbúningsdeild). Umsóknum veitt móttaka í símum 20881 og 6631 9. Skólastjóri. Tilboð óskast í nokkrar fólksbifreiðar, vörubifreið, pick-up bifreiðar og pick-up bifreið með 4ra hjóla drifi er verða sýndar að Grensásvegi 9 þriðjudaginn 1. október kl. 1 2 — 3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5. Sala Varnarliðseigna. GLÆSILEGT URVAL AF VÖNDUÐUM OG HLÝJUM VETRARFATNAÐI Frá Hollandi, Belgíu, Danmörku og Bretlandi NYTT — NYTT KAPUR — JAKKAR BUXNADRAGTIR HÚFUR — TREFLAR þcrnhard lax^al KJÖRGARÐ/

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.