Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Veður veldur gangna- mönnum erfiðleikum HVÖSS norðanátt hefur verið undanfarið um allt land og kalt f veðri. Snjðað hefur á láglendi á Norðausturlandi, mjög hvasst hefur verið á S-Austurlandi og Austfjörðum, en kaldinn hefur verið mestur á vestanverðu land- inu. Á Hornafirði og Kambanesi komst vindhraðinn upp f 9 og 10 stíg. Veðurfarið undanfarið hefur valdið gangnamönnum margvfs- legum örðugleikum, skemmdir hafa orðið á bifreiðum á leið um sandana sunnanlands vegna sand- foks og skemmdir urðu á húsum f Mosfellssveit. Fréttaritari Morgunblaðsins á Seyðisfirði, Sveinn Guðmunds- son, sfmaði f gær eftirfarandi um erfiðleika gangnamanna í Loð- mundarfirði: Vonzku veður hefur verið hér undanfarna daga og hefur Fjarðarheiði verið ófær í tvo daga. Nú er veðrið heldur að skána og vonumst við því til, að vegurinn verði ruddur. Héraðs- menn hafa verið veðurtepptir hér og koma ekki fé sfnu upp yfir. Úr Loðmundarfirði berast þærfregn- ir, að gangnamenn þar eigi i mikl- um erfiðleikum með að koma fé sínu til Héraðs. Nú ætla þeir að reyna að reka það yfir Hjálma- dalsheiði, ofan í Seyðisfjörð og upp yfir Fjarðarheiði, þegar veður skánar. Erfiðleikar gangna- manna eru einkum f því fólgnir, að kindurnar eru óvanar þessari leið, þvf að hún er þveröfugt við það, sem vant er. I dag ráku gangnamenn féð yfir Fjarðará og misstu þrjár kindur, sem drukknuðu í ánni. Hjálma- dalsheiðin er nú valin, vegna þess að mennirnir treysta sér ekki til að reka ókunnugt fé yfir jökul. Gangnamenn halda nú kyrru fyr- ir f gangnamannakofanum í Stakkahlið, þar sem þeir eru nú að verða olfulausir og munu þvf þurfa að dúsa f kuldanum á morg- un, ef þeir komast ekki úr Loð- mundarfirði. Gangnamennirnir eru 8 með 1400 fjár, 19 nautgripi og 10 hesta. Á móti þeim munu fara 4—5 menn héðan frá Seyðisfirði til að aðstoða þá. Brezkur togari kærð- ur fyrir olíumengun Seyðisfirði — 27. september. HAFNARVÖRÐURINN hér, Ósk- ar Friðriksson, hefur kært til sýslumanns skipstjórann á brezka togaranum Kingstone Beryl H- 128 fyrir að dæla olfu f höfnina. Einnig hafa trillueigendur kært, að bátar þeirra séu útataðir f olfu. Togarinn hefur verið hér í höfn undanfarna tvo daga. I gær- morgun tók hafnarvörður eftir því, að olía kom f sjóinn frá togaranum. Hann kvartaði við skipstjórann, sem taldi að olían kæmi ekki frá togara sínum. Hafnarvörður sýndi honum þá, hvar olían kom út. Hættu Bretamir þá að dæla, en í morgun byrjuðu þeir aftur að dæla olf- unni í sjóinn og var þá kært til sýslumanns, sem lét lögregluna taka skýrslu af skipstjóranum. Skipstjórinn hélt þvf þar fram, að menn hans hafi verið að hreinsa fiskilestar og sama leiðslan liggi þar um frá fiskilest og vélarrúmi. Þegar þeir hafi svo verið að „lensa“, hafi olía frá vél- inni blandast saman við. Togarinn fór í kvöld, þegar við- gerð á honum var lokið, en hafði áður sett tryggingu fyrir spjöllum, sem togarinn hefur valdið með þessum hætti. — Svéinn. Hrútfirðingar eru rafmagnslausir STÓR hluti Hrútafjarðar hefur verið meira og minna rafmagns- laus frá þvf á miðvikudag, og er ekki fyrirsjáanlegt, að íbúar f firðinum fái úrbætur, fyrr en um miðja næstu viku. I samtali við Morgunblaðið í gær sagði Jónas Einarsson, kaup- félagsstjóri á Borðeyri, að raf- magn hefði farið af vegna bilunar f spenni á Reykjum í Hrútafirði. Náði bilunin yfir tvo hreppa — Staðarhrepp og Bæjarhrepp svo og Borðeyri. Reynt var að koma rafmagninu á aftur með því að tengja tvo minni spenna við raf- magnskerfið, en þegar á reyndi, þoldu þeir ekki álagið. Sagði Jónas, að þess vegna hefði verið ákveðið að taka upp rafmagns- skömmtun á þessu svæði, en það kæmi sér þó mjög illa fyrir slátur- húsið á Borðeyri, þar sem slátrun væri nú hafin af fullum krafti. Kvaðst Jónas raunar hafa sótt um undanþágu fy'rir sláturhúsið frá þessari skömmtun, þannig að það yrði starfhæft. Jónas kvaðst hafa borið það undir rafmagnsstjórann þar um slóðir, hvort ekki mætti leysa raf- magnsvandann í Hrútafirði með því að fá díeselstöð til að annast raforkuframleiðslu til bráða- birgða, en fengið þau svör, að það hefði þegar verið athugað og sllkar vélar væru ekki á lausu. Kvaðst Jónas ekki geta varizt því, að spyrja, hvort forráðamenn raforkumála dreifbýlisins teldu slíkt forsvaranlegt. Spennirinn, sem bilaði, hefur þegar verið sendur til Reykja- víkur til viðgerðar og er áætlað, að viðgerð ljúki á þriðjudag. Taldi Jónas þvl, að rafmagn yrði komið á I Hrútafirðinum um miðja næstu viku. Góð aðsókn að Septem 74 SVNINGIN Septem ’74, sem nú stendur yfir I Norræna húsinu, hefur gengið mjög vel og hefur aðsókn verið jöfn og góð að sögn Valtýs Péturssonar listmálara, en auk hans sýna verk sín Guð- munda Andrésdóttir, Jóhannes Jóhannesson, Karl Kvaran, Krist- ján Davíðsson, Steinþór Sigurðs- son og Þorvaldur Skúlason, en gestur sýningarinnar er Sigurjón Olafsson myndhöggvari. Um 20 myndir hafa selzt af þeim 60, sem eru til sölu, en alls eru 69 verk á sýningunni, sem lýkur n.k. sunnudagskvöld kl. 22, en hún er opin daglega frá kl. 14—22. Umboðsmannaskipti á Akranesi UM ÞESSAR mundir er Jón Bjarnason, sem verið hefur um- boðsmaður Morgunblaðsins á Akranesi um árabil, að láta af þeim störfum, en við tekur Guð- rún Valdimarsdóttir. Jón Bjarnason og kona hans hafa beðið Morgunblaðíð að koma á framfæri þökkum til áskrifenda blaðsins og annarra viðskipta- manna á Akranesi fyrir ánægju- leg samskipti á liðnum árum. Um leið vill Morgunblaðið þakka þeim hjónum vel unnin störf I þágu blaðsins. „Þar réð ein mínúta úrslitumí Rætt við húsráðanda í húsinu Langamýri 22 Ingva Rafni sagðist svo frá, þegar hann skýrði frá atburð- um: „Ég var nýlega farinn að heiman I bllnum með tvær dætur mínar, sem voru að fara I skólann. Þegar ég fór út I bílinn og opnaði útvarpstækið sagði þulurinn, að klukkuna vantaði 12 mlnútur I átta. Svo ræsti ég bílinn og tók telpurnar upp I, en bíllinn spólaði dálltið I brekkunni framan við húsið vegna hálkunnar. Telpurnar fóru síðan úr bílnum á horni Þórunnarstrætis og Þingvalla- strætis og rétt á eftir heyrðu þær sprenginguna, svo að þá hefur klukkuna vantað örfáar mlnútur I átta. Þá hefði mig ekki langað til að vera að spóla fyrir framan húsið. Konan mln var ekki komin á fætur og Ingvi litli sonur okkar, sem er á fjórða árinu, var á sveimi um húsið, þó að hann væri ekki klæddur. Hann hafði fengið fallegan vörubíl frá Italíu og var nú að leika sér að honum, fór meðal annars I stof- una og lék sér þar á gólfinu um stund. Hann fór svo þaðan fram á gang, þegar ég var nýfarinn út og lokaði vandlega á eftir sér, sem hann leggur þó alls ekki i vana sinn. Varla var liðin mínúta frá því, er hann fór út úr stofunni, þegar húsið lék á reiðiskjálfi með ógurlegum hávaða, svo að konan mín hélt, að kominn væri jarðskjálfti af hörðustu gráðu. Hún óttaðist mest, að þakið kæmi niður, hávaðinn þaðan var svo mikill af öllu brakinu, sem á því dundi. Þegar hún opnaði stofu- dyrnar, var ömurlegt um að litast, eins og sjá má og ægilegt til þess að hugsa, hvað orðið hefði, ef drengurinn hefði ekki farið út úr stofunni á réttri stundu. Þar réð ein mínúta úrslitum". — Sv.P. Akureyri, 27. september — HJÓNIN Sólveig Jónsdóttir og Ingvi Rafn Jóhannsson rafvirki búa ásamt börnum sfnum I hús- inu númer 22 við Löngumýri. Þau hjónin komu heim f fyrra- kvöld úr sömu skemmtiferð til Italfu og Sigrún og Sigmundur voru I. Hús þeirra skemmdist mikið við sprenginguna I Löngumýri 20. Meðal annars brotnaði út úr þakskeggi, suðurveggurinn sprakk á stóru svæði og gekk inn, þannig að rifa myndaðist upp við loftið. Rúður mölbrotnuðu og mikið sér á stofuvegg gegnt suður- gluggum eftir múrstykki, sem komu fljúgandi inn um glugg- ana. Gólfið var þakið múrstein- um, steypukögglum og gler- brotum og meðal þess, sem inn kom um stofugluggana, voru pottar og önnur búsáhöld úr eldhúsi nágrannanna, stór sleggja og um meters langur bútur úr steypustyrktarjárni, sem sýnilega hafði brotnað af langri stöng. Ingvi Rafn Jóhannesson og dóttir hans Sólveig I stofunni að Löngumýri 22 — næsta húsi við húsið, sem sprakk. Sofa þúsundir Akureyringa á „sprengju” áhverri nóttu? SOFA þúsundir Akureyringa á sprengju á hverri nóttu? Þess- arri spurningu var varpað að blaðamanni Mbl. nyrðra I gær. Og það kom I Ijós, að hundruð húsa á Akureyri eru með sams- konar hitunarkerfi og var f Löngumýri 20. Þetta eru ein- býlishús, hús fyrirtækja og opinberar byggingar, skólar og jafnvel sjúkrahús. Að mati slökkviliðsstjórans á Akureyri er auðvelt að bægja hættunni frá með þvf að setja öryggis- ventla á kerfin. Engar fastar reglur eru f gíldi um hitunar- tæki hér á landi, en eftir sprengingarnar tvær á Akureyri f sumar virðist full ástæða til að setja slfkar reglur. Tækninni fleygir stöðugt fram, og þá er þörf strangari öryggis- reglna. OPINBER RANNSÓKN „Ég fór strax á staðinn um leið og skrifstofan fékk vitn eskju um atburðinn", sagði Bogi Nilsson, aðalfulltrúi bæjarfógetans á Akureyri. „Ég kvaddi þegar 2 menn til að kanna orsakir sprengingar- innar, þá Stefán Stefánsson bæjarverkfræðing og Pétur Bjarnason, sem einnig er verk- fræðingur. Einnig kvaddi ég 2 menn til að meta skemmdirnar, þá Pétur Pálmason verk- fræðing og Gísla Ólafsson yfir- lögregluþjón. Þetta eru sömu menn og voru dómkvaddir til þessara verka eftir sprenging- una I Kjötiðnaðarstöð KEA I sumar. Niðurstöður af könnun þeirra eru væntanlegar á næst- unni, en óneitanlega minnir þessi sprenging mann mjög á sprenginguna hjá KEA.“ HIÐ OPINBERA SETJI REGLUR „Ég vil sem minnst um málið segja á þessu stigi“, sagði Stefán Stefánsson bæjarverk- fræðingur við blaðamann Mbl. I gærkvöldi, en hann er annar dómkvaddra manna, sem rannsaka eiga orsakir sprengingarinnar. „Það liggur þó ljóst fyrir, að næturhitunar- dúnkur hefur sprungið og valdið skemmdunum. Erlendis eru strangar reglur um ^|fk lokuð kerfi semþetta.en engar hérlendis. Sprengingin nú, svo og sú hjá KEA I sumar hljóta að leiða til þess að hið opinbera setji ákveðnar reglur um út- búnað hitunartækja." AUÐVELT AÐ BREYTA Tómas Búi Böðvarsson, slökkviliðsstjóri á Akureyri, veitti Mbl.greinargóðarupplýs- Framhald á bls. 23. Ur stofunni að Löngumýri 22 — næsta húsi við húsið sem sprakk.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.