Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 21 J \ Evelyn Anthony: LAUNMORÐINGINN Jðhanna v Kristjönsdóttir þýddi ✓ 8 það, sem þú segir mér að gera. Ég .skal bíða hér, þangað til þú kemur aftur, Bruno. Hann hafði lagt tfu þúsund doll- ara á bankareikning f hennar nafni í Libanonsbankann og séð svo um, að hún fengi sendar greiðsfur vikulega. Hann hafði ekki sagt henni, hvað hún ætti mikla peninga, því að hann taldi öruggara, að hún vissi það ekki. Ef hann kæmi ekki aftur, myndi bankinn halda áfram greiðslum til hennar og hún gæti lifað góðu lífi. Enda þótt hann hefði sagt henni það. var óvíst, að hún kærði sig nokkuð um það. Hún var ákaf- lega laus við að gera sér rellu út af peningum. Hún hafði aðeins áhuga á honum. Sjálfum fannst honum í aðra röndina óþægilegt að vera elskaður á þennan hátt. Hún hafði aldrei spurt, hvort hann elskaði sig. Af skarpri kven- legri eðlisávísun gerði hún sér kannski grein fyrir, að svo var ekki. Og það bætti samvizku hans að vita, að þótt eitthvað kæmi fyrir hann, hafði hann séð til þess, að hún hefði nóg að bfta og brenna. Ef hann hafði ekki getað elskað hana, þá hafði hann að minnsta kosti reynt að gera eitthvað fyrir hana. — Ég vil, að þú sért glöð og ánægð, þótt ég bregði mér f burtu. Og ég verð ekki lengi, sagði Keller. — Tfminn líður fljótt, það geturðu reitt þig á. — Fyrir mér verður hver dagur sem þúsund ár, sagði hún og lok- aði töskunni hans. Taskan var ný og gljáandi, sama máli gegndi um fötin, sem í henni voru. Hann var ólíkur sjálfum sér, fannst þeim báðum, í dökkum fötum, snyrti- legri skyrtu og með hálsbindi. Einhvern veginn hafði hún á til- finningunni, að hún væri að missa af honum. Hún óskaði að hann væri aftur kominn í gallabux- urnar og bolinn sinn. Það var sú mynd af honum, sem hún geymdi í hjarta sér. — Ég skrifa þér, Souha, sagði Keller. Það var ósatt og hún stundi þungan. — Ég kann ekki að lesa, sagði Souha. — Þú veizt það sjálfur. — Komdu til mín, sagði Keller, — komdu til mfn og hlustaði á mig. Hún gekk hikandi til hans og hann tók utan um hana. — Ég skal einhvern veginn koma boð- um til þín, ég fofa því. Og ég heiti því, að ég kem fljótt aftur. Og þá verðum við alltaf saman, og ég fer ekki aftur frá þér. Ætlaðru nú að brosa til min og vera góð. Tárin runnu niður kinnar henni og hann fann svo sárt til með henni, að hann var orðvana. Hún grét ekki eins og konur á Vesturlöndum gráta, sem reyna að hemja grát sinn, til að skemma ekki andlitssnyrtinguna. Hún grét sárt og skeytti um ekkert nema sorg sfna og söknuð yfir því að hann var að fara. Hún þrýsti sér að honum og leit svo upp til hans og reyndi að brosa. Það var bros gegnum tár og með þvf vildi hún sýna honum, að hún ætlaði að reyna að uppfylla óskir hans og þóknast honum. Keller kyssti hana blíðlega og síðan tók hann upp töskuna og gekk til dyra. — Þú biður mín, sagði hann. — Ég bfð, sagði hún. — Alla ævi ætla ég að bíða eftir þér. Hann lokaði á eftir sér og gekk niður stigana. Hann leit ekki aft- ur. Harín hafði kvatt. Það boðaði ólán að líta um öxl. King hafði gengið frá öllu skömmu eftir ferðina til Jebarta. Hann hafði samböndin og pening- ana. Hægur vandi var að útvega vegabréfin. Peningarnir voru sendir til hans frá Sýrlandi og í flugafgreiðslunni á vellinum var vegabréf og farmiði Kellers í inn- sigluðu umslagi. Hann þurfti nú ekki að gera annað en bíða þar til þau væru komin um borð í vélina. — Elisabeth Cameron, hér. Viljið þér senda upp eftir far- angrinum mínum. Hún lagði tólið á og gekk að snyrtiborðinu til að athuga hvort hún liti ekki sóma samlega út. Um allt hafi verið séð. Eddi King hafði farið kvöldið áður, hafði hann sagt henni, hann þurfti að koma við f Frankfurt að ræða um betra dreifinga«rkerfi f Vestur-Þýzkalandi á tfmariti sínu. Elisabeth var ekki hrifin af þeirri stefnu, sem í riti Eddi King var boðið. Hún var öfgakennd og féll í sama farveg og hinar íhaldssömu skoðanir Huntleys frænda henn- ar. Við rúmið hennar stóð vasi með hvítum rósum. Spjaldið hafði hún rifið f tætlur og hent f bréfa- körfuna. Þar sóð: „Þú ert dásam- leg stúlka. Eddi.“ Hún vissi ekki gjörla af hverju þetta gerði henni svona afskaplega gramt í geði. Henni gazt heldur ekki að blóm- unum. Einkennilegt að velja hvít- an lit. En Eddi var lfka einkenni- legur maður. Hann hafði sínar viðfelldnu og góðu hliðar, hún bar ekki brigður á það, og hann var skemmtilegur félagi og notalegur að mörgu leyti. Elisabeth var oft- ast sæmilega dús við hann. En ekki þegar hann sendi henni hvít- ar rósir. Þá var hann ekki lengur miðaldra maður og vinur frænda hennar. Þá var hann að reyna að vera eitthvað annað í hennar aug- um — og hans eigin. Kannski var þetta kjánalegt og óþörf tiltektar- semi. King meinti sjálfsagt ekkert með þessu og hvítu rósirnar merktu að lfkindum ekkert held- ur. Hún var bara kvíðin yfir ferðalaginu, sem var að fara í hönd. Að þurfa að verða samferða þessum ókunna manni til Banda- rfkjanna. King var ófáanlegur til að segja henni, hvað að baki lægi og neitaði algerlega að gefa skýr- ingu á því, hvers vegna maðurinn gat ekki ferðazt einn, fyrst hann hafði fullgilt vegabréf. Þetta virt- ist allt svo fáránlegt og hún skildi ekki tilgang frænda síns með þessu pukri. En kannski var frændi hennar rétt einu sinni að sýna fram á kænsku sína gagn- vart stjórnvöldum. Þegar maður- inn væri kominn til Bandarfkj- anna ætlaði Cameron kannski að leiða hann fram og sýna, hversu mikil göt væru í öryggiskerfi Bandarík-janna. Huntley hafði yndi af einhverjum slíkum kúnst- um. Hneykslismál voru nauðsyn- leg hafði hann sagt margsinnis. Þau veita stjórnmálamönnunum nauðsynlegt aðhald. Þeir verða að vita, að það er ekki hægt að leika á bandarísku þjóðina. Að minnsta kosti ekki meðan Huntley Camer- on hafði vakandi auga á hverjum fingri. King hafði sagt henni hvað hún ætti að gera. Borga reikninginn og fara í leigubíl, sem myndi bíða hennar klukkan ellefu. Ferðafé- lagi hennar yrði kominn í bílinn. A heimleiðinni þyrftu þau hvergi að skipta um vél, en millilent yrði í Rómaborg og Genf og sfðan hvergi fyrr en í New York. Tveir burðarkarlar bönkuðu og komu inn. Hún gekk á eftir þeim og lét rósirnar á náttborðinu eiga sig. Keller sá hana koma niður þrepin. Hann veitti henni sér- staka athygli, af þvf að hún var fögur, meira að segja á mæli- kvarða Beirutmanna, sem voru þó vanir að sjá fallegar konur. Hún stóð f efsta þrepinu og beið, Ijóst hár hennar blakti fyrir golunni. Keller hallaði sér aftur í sæt- inu. Hann hafði komið meó leigu bílinn, eins og honum hafði verið uppálagt. Hann hafði ekki vitað, hvern hann átti að hitta. Hann hafði sízt af öllu búizf við, að það væri kvenmaður. Hún leitekki á hann, þegar hún sté inn f bílinn. Dyrunum var skellt og ökumaður- inn leit um öxl til þeirra og sagði spyrjandi: — Til flugvallarins núna? Keller varð fyrir svörum. Hann hafði fengið fyrirmælin frá Fuad. Ná f tengiliðinn, fara til flugvall- arins, biðja um bréf á afgreiðslu- borði American Express, sem var merkt Nahum. 1 því væri vega- bréf og peningar. — Já, og flýttu þér. Hann tók upp sígarettupakka og sneri sér að stúlkunni. — Má bjóða þér að reykja? — Já, þökk fyrir. Hún beygði sig ögn nær honum, meðan hann kveikti f fyrir hana og hann sá, að vangasvipurinn var ekki síður fallegur. VELVAKAIMDI Velvakandi svarar I sima 10-100 kl. 10.30 — 1 1 30, frá mánudegi til föstudags. 0 Bindindissöm bréf streyma að Bindindismál eru greini- lega hugleikin mönnum um þess- ar mundir og eftirfarandi línur sendir „Gamli“ til Velvakanda: „Það er sagt, að það sé meira og minna um það, að unglingar neyti áfengis. Margt eldra fólk segir það nú vera fyrir sig, þvf að eldra fólkið smakki vfn, en það sé verra með unglingana. Mikið er, að fólk- ið skuli sjá það, en hverjum er um að kenna. Ekki kenna ungling- arnir fullorðna fólkinu að drekka áfengi, ætli það sé ekki bara öfugt, ætli það sé ekki eldra fólk- ið sem á sökina. Nú hafa staðið yfir fjárréttir um allt land og birt- ast myndir úr réttunum og ekki prýðir það þær, að þar séu menn, sem eru að drekka áfengi. Oft hefur verið farið illa með drukkna menn bæði f réttum og annars staðar og börn þeirra horft á grátandi. Góða fólk, athugið þetta. Berið virðingu fyrir börn- um ykkar. Gamli.“ Og Árni Helgason skrifar: „I Velvakanda fyrir nokkru skrifar einhver Sveinn Magnús- son eina af þessum „menningar- legu“ saknaðargreinum um það, hvað fáir barir séu hér á landi. Skilst manni, að þarna sé fólginn vandi áfengismálanna á Islandi og mest til bóta að hafa bari sem vfðast, helzt við hvern vinnustað. Vinnan gengur liklega svo miklu betur, ef menn geta fengið sér einn „léttan". Svona er þetta nú einfalt. Og auðvitað eiga allar við- varanir ofstækismann, sem mér skilst að séu þeir, sem reyna að vara fjöldann við áfenginu, að vera út f hött, því að öllu má kippa í lag með þvf að kenna fólki að drekka. Já, það er hamrað á nauðsyn fræðslunnar. En þess er ekki gætt, að lffið, sem er bezti skólinn, segir okkur skilmerki- lega, hvað er á seyði. Blasa ekki alls staðar við eyðilögð heimili, eyðilögð framtfð, lffshamingja f rústum? Vissulega. En þetta er bara af þvf að við höfum ekki nógu marga bari. Akurnesingar hafa sögu að segja. Þar var opnað- ur bar. Það varð til þess, að lög- reglan hafði ekki við og varð að fá auka menn til starfa. Sfðan var barnum lokað og þá varð allt annar svipur á bænum. Þegar þannig var komið, sá meirihluti bæjarstjórnar, að við svo búið mátti ekki standa; lögreglan yrði senn atvinnulaus og hvað tæki þá við? Og til þess að koma f veg fyrir slikt ástand, opnaði bæjar- stjórnin barinn aftur. „Grisir gjalda, gömul svín valda," stendur þar. Það þarf að auka almennan skilning, segir Sveinn þessi. En hann bendir ekki á, hvaða skilning á að auka og hvernig. Hann virðist halda, að fólk sjái ekki það, sem daglega gerist f kringum okkur. Áfengi er ffkni- og vanaefni og erfitt mun að kenna neyzlu slfkra efna. Dæmin sanna, að jafnvel bezta fólk getur orðið ofdrykkjumenn. Sjáandi sjá þeir ekki, var einu sinni sagt. Sumum virðist hentast að álpast áfram, blinduðum af ást- inni á „pelanum" sfnum eða við- horfum, sem þeir halda, að séu f tfzku, en eru löngu úrelt. Árni Helgason." % Fyrirspurn um „Djarfar“ myndir Ungur og áhugasamur maður um líkamsþokka kvenna hafði samband við Velvakanda og vildi koma þeirri fyrirspurn á framfæri, hvernig á þvf stæði, að ekki væru seld hér „djörf“, lit- skrúðug blöð með fjörlegum myndum af fáklæddum konum Hann kvaðst vilja benda á, að kvikmyndir með tilþrifamiklum ástarsenum væru sýndar hér átölulaust og inn á þær smygluðu sér gjarnan unglingar, enda þótt myndirnar ættu að heita bann- aðar. Nú er Velvakandi svo fáfróður að hann veit ekki, hvaða lög gilda um innflutning og sölu á slíkum ritum. En svo virðist sem þeir sem verulegan áhuga hafa, geti orðið sér úti um nauðsynlegt efni til viðhalds þessu áhugamáli sfnu. Hins vegar vekur Velvakand athygli á því, að honum finnst eftirfarandi vfsa vera enn í fullu gildi og spáir því, að ýmsir kink kolli til samþykkis „boðskap* hennar: Fegurð hrffur hugann meir ef hjúpuð er svo andann gruni enn þá fleira en augað sér . . . — 70ára Framhald af bls. 15 þurfti til að fanga f hugtak eina „ósegjanlega" tilfinningu. Hvorki daglegt mál né skáldskapur eru þó kennslubækur f sálarfræði, teldur hinar raunverulegu for sendur hennar. Án orða dvelur sálin f myrkri. En sálarfræðin gerir kleift að öðlast þá fjarlægð, sem þarf til þess að greina, flokka og skýra hina ótal þætti sálarinn- ar. Þegar saman fer hjá einum manni sjálfþroskað vit á fjöl- breytni sálarlffsins, næmur skilningur á blæbrigðum tung- unnar og öguð fræðileg hugsun, má mikils vænta. Áfmælisbarn þessadags, dr. Sfmon Jóh. Ágústs- son prófessor, hefur ekki aðeins þessa kosti til að bera; hann hefur og nýtt þá af eljusemi og dugnaði. Hin fjölmörgu ritverk hans og ritgerðir bera ekki aðeins vitni um frábært vald á máli, víðsýni og fjölbreytni í verkefnavali, heldur og það, sem enn meir er um vert: mannvit og mannskiln- ing. í skrifum sínum sameinar hann þetta tvennt: nákvæma fræðilega hugsun og nærgætna almenna skynsemi. Með þvf móti tekst honum að örva lesendur sína til sjálfstæðra íhugana, til'að skoða hug sinn og breytni af eigin rammleik og skilja betur viðbrögð og hugsanir annarra. Þroskaleiðir nefnist ein fyrsta bók dr. Sfmonar; segja má, að öll rit hans, ekki aðeins hin víðlesna Sálar- fræði hans, heldur einnig Leikir og leikföng, Rökfræði, List og fegurð, Álitamál, Um ættleið- ingu, Börn og bækur, séu leiðir fyrir lesendur til sjálfstæðs þroska, — leiðir, sem framtíðin mun kanna og fara ekki síður en samtíminn. Fyrir hönd þeirra mörgu, nem- enda sem annarra lesenda, er rit dr. Símonar hafa hjálpað til fyllri skilnings á sjálfum sér og öðrum, leyfi ég mér að flytja honum dýpstu þakkir og hugheilar árnaðaróskir. Sjálfum er mér ljúft að þakka dr. Sfmoni einstaka góðvild og gott samstarf, og óska ég honum og fjölskyldu hans heilla og hamingju. Afmælisbarnið verður að heim- an í dag. Páll Skúlason. MS MS MS — SV\I SIN MS SW MY Adols /ÍÁ£\ AUGl V^/TEIK NDAM ræti 6 simi MS ÝSIIMGA- SIISTOFA ÓTA 25810 BLTRVCCinC bœtír nánast altt! "Hann var svona st..M ALTRYGGINGIN b«tir eklci stór- laxinn sem hann missti, en vasann sem datt í gólfió f*r hann battann.' Velfió ALTRYGGINCU fjirir heimilió og fföíshyíduna! Abyrgdp Tryggingaríélag fyrir hindiiHlismenn Skúlagölu 63 - Reykjavík Sfml 2hl22

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.