Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 24
GNIS FRYSTIKISTUR RAFTORG SIMI: 26660 RAFIO JAN SIMI: 19294 LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Strákarnir, sem sáu húsið springa. Guðjón Stefánsson og Hallgrfmur Stef ánsson til vinstri. HUSIÐ TÆTTIST Akureyri, 27. september — ÍBÚÐARHtlSIÐ númer 20 við Löngumýri og allt sem f því var eyðilagðist gjörsamlega laust fyrir klukkan 8 f morgun, þegar gffurleg sprenging varð f nætur- hitunargeymi undir fbúðinni. Sem betur fór var húsið mann- laust, þvf að hjðnin, sem þar bjuggu, Sigrún Gfsladóttir og Sig- mundur Björnsson, deildarstjóri Vátryggingadeildar KEA, voru á ferðalagi. Engin slys urðu á fólki við sprenginguna, en brak úr hús- inu flaug vfða um nágrennið, lenti á nærliggjandi húsum og jafnvel inn f þau, svo að mikið tjón hlauzt af. Öhug sló á Akureyringa i morg- un, þegar fréttist um þessa sprengingu, enda skammt að minnast annarrar sprengingar svipaðs eðlis í Kjötiðnaðarstöð KEA í júlímánuði. Þar urðu tug- milljóna króna skemmdir, en eng- in slys á fólki. Næturhitun húsa með rafmagni er algeng hér í bæ og þvi spyrja margir í dag, hvort vænta megi enn einnar spreng- ingar og enn meiri eyðileggingar, jafnvel manntjóns, hvort öryggis- búnaði muni vera í einhverju áfátt, hvort menn geri sér ljóst, í hverju gallarnir séu fólgnir og hvort eitthvað sé unnt að gera til að koma í veg fyrir atburði af þessu tagi eða jafnvel enn alvar- legri atburði. Eru fleiri hús og heimili í bráðri hættu og þar með mannslíf? Hvað gerir öryggis- eftirlitið? Þessara og þvílíkra spurninga spyr maður mann. Hjónin, sem húsið áttu, hafa undanfarið verið á skemmtiferða- lagi erlendis með Karlakdrnum Geysi, en voru nýkomin til lands- ins og ætluðu að koma heim í dag. Þess vegna var settur straumur á næturhitunarkerfið fyrir tveimur dögum, svo að ibúðin yrði hlý og notarleg, þegar þau kæmu. Það var svo um það bil klukkan 07.55, að húsið sprakk bókstaflega í loft upp og hrundi nærri ger- samlega. Austur og suður útvegg- ir standa þó að mestu uppi, en allir sprungnir þversum og langsum og ónýtir eins og aðrir hlutar hússins og allt, sem i því var. Fallegt heimili er algjörlega i rústum og heimkoma húsráðenda dapurlegri en orð fá lýst. Norðurveggur hússins hrundi yfir fólksbíl, sem stóð þar og lagði hann saman að mestu. Bíllinn var eign Samvinnutrygginga, nýupp- gerður og sprautaður og ætlaður til sölu. Múrbrot og húshlutar þeyttust út á götuna, á næstu hús og yfir þau og vftt og breitt um nágrennið. Spýtnabrak, múr- steinar og hlutar úr steyptum veggjum og gólfum lentu inn í nokkur hús, þó að húsið númer 22, sem stendur næst norðan við hafi orðið verst úti, en það er stórksemmt bæði úti og inni. Til marks um sprengikraftinn má nefna, að stórt flykki úr stein- steyptu gólfi, sem var yfir vatns- geyminum og með-neti úr 12 millimetra járni, hatði rifið sig laust, slitið járnin eins'5og tvinna- spotta, þeytzt upp f gegnum þak- ið, flogið í stórum boga um 40 metra vegarlengd, skollið þar Framhald á bls. 23. „Höldum áfram að lifa” — segir eigandi hússins, sem sprakk Akureyri, 27. september — ÞAU Sigrún Gfsladóttir og Sig- mundur Björnsson komu heim til Akureyrar f kvöld. Sigmundur hafði þetta að segja um hina sér- stæðu og erfiðu Iffsreynslu þeirra hjóna: „Það er ákaflega hryggilegt að koma heím að öllu þvf f rústum, sem skilið var við f góðu og full- komnu lagi fyrir hálfum mánuði. Lffsþrek manns er að nokkru f rústum lfka. En hvað um það, þetta voru bara dauðir hlutir og við höldum áfram að lifa, og það ætlum við okkur lfka að gera“. — Sv.P. Gjöreyðilagðist Við ketilsprenginguna f Löngumýri 20 hrundi norður- gafl hússins yfir Skodabifreið og gjöreyðilagðist hún eins og sjá má. Bifreiðin var f eigu Samvinnutrygginga, nýupp- gerð og átti að fara á bflasölu f næstu viku. Ljósm. Mbl. Sv. P. Lyftist upp og féll syo saman Rætt við tvo sjónarvotta að sprengingunni á Akureyri Akureyri, 27. september. FRÉTTAMAÐUR Mbl. náði tali af tveimur sjónarvottum af at- burðunum f morgun, báðum 15 ára. Hallgrfmí Stefánssyni, Kringlumýri 2 og Guðjóni Stef- ánssyni, Ásvegi 21. Hallgrfmur iýsti þvf, sem fyrir augu hans bar þannig: „Ég ætlaði að fara að leggja af stað f skólann. Ég var kominn fram í forstofu og var að hugsa um, hvort ég ætti að fara á skóm eða stígvélum. Ég opnaði þá dyrn- ar og leit út til að athuga færðina. en þá sá ég hvar húsið handan við götuna bókstaflega lyftist upp, mér sýndist eina 3 eða 4 metra, og féll svo saman. Mikill rykmökkur þyrlaðist upp og steig ógurlega hátt upp í loftið, en barst svo til suðurs yfir næstu hús. — Ég trúði alls ekki mínum eigin augum, þegar ég sá húsið fara. Það var búið að vera kyrrt á sínum stað öll þessi ár og staðið þar rólegt fyrir augunum á mér. En ég fór strax í símann og til- kynnti lögreglunni um þetta. Það var á tali hjá þeim fyrst, en í næstu tilraun svöruðu þeir. Þeir voru svo komnir eftir 2 eða 3 mínútur." Guðjón Stefánsson sagðist hafa verið I herbergi Stefáns bróður síns, sem sat við skrifborð sitt og horfði út um gluggann. „Við bræðurnir vorum að tala saman, þegar Stefán sá húsið springa. Ég leit út í þeirri andrá, Framhald á bls. 23. ÍBA o g Víkingur dæmd í 3. deild? — STJÖRN Knattspyrnusam- bands Islands hefur ekkert dóms- vald. Það eru aðrir aðiiar innan knattspyrnuhreyfingarinnar, sem til þess hafa verið kjörnir, sem hafa það, og þeir hafa fellt sinn úrskurð. Þeim úrskurði ber að hlýta, hvort sem mönnum Ifkar betur eða ver. Um þetta atriði er stjórn KSt öll sammála og mun standa og falla með þeirri ákvörð- un sinni að hafa ekki afskipti af þeim dómum, sem löglega eru upp kveðnir. Þannig fórust Ellert B. Schram, formanni KSI, orð á fundi með fréttamönnum í gærdag, er hann kynnt afstöðu KSl-stjórnarinnar til þeirrar ákvörðunar Knattspyrnufélagsins Víkings og Iþróttabandalags Akureyrar að koma ekki til leiks þess, sem boð- aður hefur verið í dag í Keflavík — leik, sem á að skera úr um, hvort liðið heldur sæti sfnu í 1. deild. Bæði liðin, sem þarna eiga hlut að máli, Víkingur og IBA, hafa sent KSI símskeyti, þar sem þau skýra frá þvf, að þau muni ekki koma til leiksins, þar sem lögbrot hafi verið framið i Islandsmóti 1. deildar og það látið óátalið af KSI. Fjallaði stjórn KSl um málið á fundi sínum i fyrrakvöld og kynnti síðan liðunum afstöðu sína I gær, en bæði liðin reyndust ófá- anleg til þess að breyta afstöðu sinni. Kjarninn í afstöðu KSI til málsins kemur fram í þeim orð- um, sem höfð eru eftir Ellert B. Schram hér á undan, og telur stjórn KSl, að komi liðin ekki til leiksins, þá hafi þau firrt sig rétti til þess að taka frekar þátt í 1. deildar keppninni að ári. Mun því lið Hauka, sem varð í öðru sæti í 2. deild í sumar taka sæti í 1. deild, en á þessu stigi málsins vildu talsmenn KSl ekki tjá sig endanlega um það, hvort lið Vík- ings og IBA fengju að leika f 2. Framhald á bls. 22.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.