Morgunblaðið - 28.09.1974, Side 16

Morgunblaðið - 28.09.1974, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Kanada- ferð 75 ÞJOÐRÆKNISFÉLÖGIN í Reykjavík og á Akureyri hafa ákveðið að gangast fyrir ferð vest- ur um haf í tilefni af 100 ára landnámsafmæli Islendinga í Manitoba, en þar munu fara fram fjðlþætt hátíðahöld á Gimli dag- ana 2.—4. ágúst 1974. Flogið verður með þotu frá Keflavíkurflugvelli miðvikudag- inn 30. júlí 1975 beint til Winni- þeg. Gert er ráð fyrir að fljúga hteim frá Winnipeg, miðvikudag- inn 20. ágúst. Flugfargjaldið báðar leiðir verður kr. 24.800,00 miðað við núverandi gengi og verðlag. Hugmyndin er að skipuleggja sérstaka hópferð frá Winnipeg til Vancouver, B.C., ef næg þátttaka fæst. Skrifstofa Þjóðræknisfélagsins í Reykjavík verður opnuð í hús- inu Gimli við Lækjargötu, miðv.daginn 25. sept. n.k. og verð- ur hún opin virka daga frá kl. 3—6 e.h. Sími 28025. Þjóðræknifélagið á Akureyri mun og taka við þátttökutilkynn- ingum og mun formaður þess, Árni Bjarnarson, veita þeim viðtöku í bókav. Eddu, Hafnar- stræti 100. Sími 11334. Mikið byggt í Sandgerði Sandgerði 25, september. — MJÖG mikill fjörkippur er i bygg- ingaframkvæmdum hér, enda eru sífelld húsnæðisvandræði, og eru nú í byggingu á ýmsum bygginga- stigum 44 einbýlishús. H.f. Miðnes er að reisa nýja vinnslu- sali við frystihúsið og er það stórt stálgrindahús. Einnig er í bygg- ingu ný slökkvistöð og aðstaða fyrir slysavarnir í sama húsi. Síðastliðið vor var byrjað að út- hluta lóðum í skipulögðu hverfi fyrir 50 einbýlishús. Nú er að mestu búið að úthluta þeim lóðum og verið að vinna að skipulagi næsta áfanga. I sumar var lögð oliumöl á þrjár götur og byrjað var á gatnagerð í nýja hverfinu. Einnig var lokið við lagningu tveggja vfðra hol- ræsa til sjávar. I hafnarframkvæmdum á að vinna hér í haust fyrir um 70 milljónir króna. Að vísu átti að hefja þær framkvæmdir hér síðastliðið vor, en það dróst, að þær hæfust, þar til eftir miðjan ágúst. Til stóð að gera 130 metra grjót- garð og 90 metra langa bryggju við enda hans, en verðbólgan hækkaði verkáætlunina það mikið á árinu, að horfið var frá bryggjugeröinni á þessu ári, en þess í stað gerðir tveir grjótgarð- ar samanlagt um 300 metra lang- ir, og að þeim er reyndar verið að vinna nú og vonir standa til að því verði lokið fyrir áramót. Öfremdarástand hefur ríkt hér undanfarið í löggæzlumálum. Sér- staklega á það þó við um óknytti unglinga og hefur götulýsingin einkum orðið fyrir barðinu á þeim. Mjög brá til hins verra eftir að ríkið tók við löggæzlunni af sveitarfélaginu um síðustu ára- mót, en þá var lögreglan hér og víðar af Suðurnesjum sameinuð undir eina stjórn í Keflavík. Að sögn yfirvalda stafar þetta af mannfæð Keflavíkurlögregl- unnar. — Jón. X-9 >5JOR*NINGJARNIR FLyjA KAF- B'ATINN,, bvssubrendir'af LOGUM FLDVÖRPUNNAR' OG GANGUR SARDAGANS SNÝSTVt WMM ALLT UNNIÐ FyRlR GVG Kl KOMUM OKKUR tíURT. 'A MEBAN T/feKIFÆRl gefst' UÚSKA SMAFÚLK i’fwirs IF V0U STANP H£RE TALKIN610 A 0UILPIN6, EVERVONE 15 Ö0IN6 T0 THINK HO/m CRAZV IS rzzi biWV. AT LEAST IT LI5TENS! I 5URE CAN'T TALK TO THE PRINCIPAL OR THE PTA OR THE8CARP0F EPUCATlON! AT LEA5T, (UHEN I TALK TO THE 5CH00L 8UILDIN6,1T U5TEN5 TO WHAT I HAVE TO 5AYÍ 1/NFörrUNATELV, KIP, l'VE HEARD IT. ALL BEFORE I í rzrr nTT I Ef þú stendur þarna og talar við húsið, þá halda allir að þú sért orðin klikkuð! Hvers vegna? Húsið hlustar þð! Ekki get ég talað við skólastjór- ann eða fræðsluráðið eða mennta- málaráðherrann! Þegar ég tala við skólahúsið, þá hlustar það þó að minnsta kosti á mig! Því miður, krakki, þá hef ég heyrt þetta allt áður! j KOTTURINN feux'

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.