Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.09.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 28. SEPTEMBER 1974 Símon Jóhannes Agústsson - 70 ára Hvatur í spori mætir hann manni, hugurinn fullur af rann- sóknarefni, sem er svo vfðtækt, fjölþætt og tímafrekt, að trú- legra væri að framgjarn sálfræð ingur á röskasta skeiði hefði valið sér slíkt verkefni. Þrátt fyrir mikla kennslu og prófannir hefir dr. Sfmon lokið f jrra hluta verks- ins, þykku bindi, hinni þörfustu bók. Með seinna bindið er hann þegar vel á vegi. Eigi að sfður er það staðreynd, að dr. phil. Símon Jóh. Ágústsson er sjötíu ára f dag. Símon fæddist hinn 28. sept. 1904 í Kjós í Árneshreppi, Strandasýslu. Hann er kominn af dugmiklu alþýðufólki, foreldrar hans stunduðu búskap og sjósókn jöfnum höndum, og komust bæri- lega af, unz heimilisfaðirinn dó. Símon var þá 10 ára. Tók þá móðurafi hans, aldraður maður, við forstöðu búsins og mun hagur þess hafa þrengzt nokkuð. Þessi umskipti urðu tveimur árum síð- ar en Þórbergur var á leið til elskunnar sinnar öðru sinni, kom við f Kjós og spurði til vegar. „Uti á hlaðinu í Kjós stóð átta ára gamall drengur og virti fyrir sér þennan kynlega ferðalang. Tfu árum síðar settist hann að námi í fjórða bekk menntaskólans í Reykjavík. Þá bar það til einn dag, er hann gekk þar um stræti, að hann kennir þar á ferli sama manninn, sem staldrað hafði að- eins drykklanga stund heima á hlaðinu í Kjós haustið 1912." Óvenjulegar gáfur drengsins unga í Kjós komu snemma í Ijós og í fleiri þáttum en hinni glöggu athyglisgáfu, sem Þórbergur tók eftir. Hann sveif þó ekki á gullnu skýi inn í menntaskólann. Fyrir ungling frá efnalitlu heimili í af- skekktum landshluta var ósk um æðri skólamenntun nánast í ætt við óráðsóra. Hálfvaxinn ungling- ur komst Sfmon þó til Reykjavík- ur, stundaði verkamannsvinnu sem til féll, var síldveiðimaður og verkamaður á sfldarplani, las og lærði þegar tóm gafst til og tók sér loks einn vetur til að lesa skipulega undir gagnfræðapróf. Hann lauk þvf utanskóla vorið 1924, og stúdentsprófi þremur árum sfðar. En þótt leiðin frá Kjós til Reykjavíkur sé löng og kostnaðar- söm, er leiðin frá Reykjavfk til Svartaskóla í París enn þá lengri og fjárfrekari. Þann vanda að sigla þangað samsumars og hefja nám í fræðum, sem fáir þekktu hér né mátu, þann vanda hlyti Símon að hafa leyst með göldrum, ef hann hefði ekki þá þegar notið hins geðfellda hæfileika síns að afla sér trausts og vináttu góðra manna. I París opnaðist honum töfraheimur hinnar fáguðu frönsku menningar. Nærri lá að fjárskortur hindraði námið alger- lega, en seigla Símonar stóðst þá eldraun og hann lauk Licencié és Lettres prófi 1932. Menntaþrá hans var þó ekki svalað að fullu. Hann hélt aftur til Parfsar sem styrkþegi Hannesar Árnasonar- sjóðsins, stundaði m.a. rannsóknir við háskólana í Hamborg og Leipzig og lauk doktorsprófi glæsilega við Háskólann í París 1936 með hinu mikla riti sínu um kenningu þýzka uppeldisfræð- ingsins Georgs Kerschensteiners: La doctrine d’education de Georg Kerschensteiner. Paris 1936. Ekkert hæfilegt starf bauðst hinum unga doktor, er hann sneri heim. Hann flutti við Háskóla Is- lands fyrirlestra þá, sem kenndir eru við Hannes Árnason og styrk- þegum sjóðsins er skylt að flytja. Kom þá strax í ljós hve tamt Símoni er að skýra flókin við- fangsefni á ljósu alþýðlegu máli. Hann varð brátt eftirsóttur fyrir- lesari. Forstöðumaður Alþýðu- skólans var hann um skeið, en sá skóli mun vera vísir að Náms- flokkum Reykjavíkur. Hann vann einnig sem sálfræðilegur ráðu- nautur Barnaverndar Reykja- víkur og hefir um langt árabil verið ritari og ráðgjafi Barna- verndarráðs íslands. Við að hjálpa börnum í vanda kom sál- fræðin honum að góðu haldi, enda skildi Sfmon það flestum öðrum betur, hve miklu það varðar að vemda börnin ung og koma til hjálpar þeim, sem fyrir áföllum verða. Réttur og vernd barna hef- ir ávallt síðan verið eitt aðal- áhugamál hans. Símon tók þegar að rita og gefa út bækur; eru þær nú orðnar fleiri en hér sé rúm til að nefna. Um doktorsrit hans, þar sem hann kynnir frönskum lesendum kenningar eins áhrifamesta upp- eldisfræðings Þjóðverja á þessari öld, hefi ég þegar getið. Leikir og leikföng og Þroskaleiðir komu báðar út 1938. Kveður þar fyrst við nýjan tón í uppeldisfræði hér á landi. Mannþekking 1945, mikið rit, þar sem höfundur gerir grein fyrir meginviðfangsefnum hag- nýtrar sálarfræði. Sú bók mun jafnan verða talin til höfuðrita Símonar, hann hefir sífellt unnið að því að skýra nánar þau megin sjónarmið sem hann setti þar fram, nú síðast í Sálarfræði 1967. I þessum miklu ritum kemur ekki aðeins fram hin víðtæka þekking Sfmonar, heldur nýtur sín þar lip- urð hans á mál og ljósa framsetn- ing, sem lengi mun verða íslenzk- um sálfræðingum fyrirmynd. Auglýsingabókin kom út 1947, List og fegurð 1953, eins konar drög að fagurfræði, Álitamál 1959, greinasafn um ýmis sið- fræðileg og sálfræðileg vandamál, Um ættleiðingu 1964, og loks skal nefnt hið mikla rannsóknarverk, sem dr. Símon vinnur nú að, en fyrra bindi kom út 1972: Börn og bækur, Er þó aðeins hið helzta talið, mörg rit hans ekki nefnd, hinum fjölmörgu þýðingum hans á merkum ritum sleppt svo og ritum, sem til eru orðin að frum- kvæði dr. Símonar og hann hefir ritstýrt. Árið 1945 var dr. Símon skipaður prófessor við Háskóla ís- lands í heimspekilegum for- spjallsvísindum og hefir hann gegnt því embætti þangað til hon- um var veitt lausn frá því á þessu ári. Mun enginn kennari við Há- skóla tslands hafa brautskráð jafnmarga stúdenta og hann. Félagi f Vísindafélagi íslendinga var hann kjörinn 1943. Starfsævi dr. Símonar hefir verið annasöm, enda er hann óvenjulega fjölhæfur maður og á sér margþætt áhugamál. Drengur- inn frá Kjós, sem á unglingsárum sínum reri til fiskjar, þar af eina vetrarvertíð til hákarlaveiða, lauk æðstu lærdómsgráðu við einn frægasta háskóla álfunnar og fékk að stunda áhugafræði sín um áratugi. Gæfan hefir því bros- að ljúft við honum. En hún hefir þó einnig reynzt hverflynd. Ég gat þess fyrr, að 10 ára gamall missti Símon föður sinn. Fyrri eiginkona hans, Aðalheiður Sæmundsdóttir, lézt í febrúar 1946, og harmaði Símon sáran missi ástríkrar eiginkonu og móð- ur tveggja ungra sona þeirra. Árið 1948 kvæntist Símon Stein- unni Bjamadóttur, höfðinglegri konu, sem gekk ungum sonum hans í móðurstað. Eldri sonurinn Hákon, óvenjulega gáfaður mað- ur, dó rétt um tvftugsaldur, en hinn yngri, dr. Baldur, er náttúru- vísindamaður og starfar hér á landi. Þannig fléttast harmar og hamingja saman í lífi dr. Símon- ar, en ég vona þó, þegar hann lftur yfir farinn veg, að honum séu hamingjustundirnar hugstæð- ari. Ég lýk þessum línum með beztu kveðju og óskum til dr. Símonar og frú Steinunnar. Megi þeim auðnast heilsa og líf um mörg hamingjurík ár.' ‘Þau hjónin verða fjarverandi í dag. Matthfas Jónasson. Á einokunartímanum var smfðajárn blendið og mjöl mis- jafnt. Síðan stendur okkur fáum og smáum stuggur af því orði einu saman. Þegar einokun á mörkuðu sviði auðkennir allt þjóðlíf, verður þróun þess einhægfara og stirnuð í flestri grein. Hitt gerist líka, ef þróun er ör, að margur maður einokar nauð- ugur viljugur ýmsa þætti í at- vinnulffi, fræðimennsku og listum, svo að dæmi séu nefnd. Það hefur orðið hlutskipti ís- lenzkrar þjóðar, að margir þegnar hennar, sem um þessar mundir eru að komast á bezta aldurinn að skilningi Rannveigar heitinnar á Svaðastöðum, eru frá einokunar- tíma af síðara taginu. Raunar er tíðara og lætur betur í eyrum, ekki sízt á hátíðisstundum, að kalla þá brautryðjendur. Nafngift sú er sjálfkrafa dómur um ágæti þeirra, en skírskotar litt eða ekki til þess, sem í húfi var sökum aðstæðna og atvika að starfi þeirra. Símon Jóhannes Ágústsson er einn þeirra. Hann lauk löngu og ströngu námi með glæsibrag, þarí lýstist manndómur hans, hann hefur skilað og mun enn skila ágætum verkum, það var lán þjóðar hans. sökum fólksfæðar í landi og fræða sinna hlaut hann að einoka mörg meginsvið þeirra. Svipaða sögu er að segja af félögum hans í fræðunum, þeim er næstir fóru á undan honum eða voru jafnsnemma honum á ferð. Þeir einokuðu að sínum hlut rit- störf og kennslu f heimspeki og uppeMisgreinum. Verk þeirra auðkennndust af staðgóðri þekk- ingu, hófsemi og víðsýni. Þeim var lagið að flytja fræði sín á svo ljósu máli, að þau urðu alþýóu manna vel þeginn og gagnsam- legur fengur. Slfkt er mikil íþrótt, og veltur ekki hvað minnst á hugarfari höfundar. Einokunartími er liðinn í fyrr- nefndum greinum, — sem betur fer — en því skyldara er að þakka, að málmurinn var skír og mjölið gott, er soltnum lýð var flutt. Línum þessum er hvorki ætlað að skila úttekt á verkum Símonar né lýsingu á fágætlega list- fengnum raunsæismanni, stór- látum ljúflingi og alþýðlegum heimsborgara, heldur flytja honum einfaldar þakkir fyrir samvinnu, sem hófst fyrir þrjátíu og einu ári og hefur staðið óslitið síðan, þvf að þann tíma allan hefur hann dæmt úrlausnir kennaraefna í uppeldisgreinum, fyrst við Kennaraskólann og síðan Kennaraháskólann. Hann kenndi um skeið við skólann og kennaraefni hafa mjög notið rit- starfa hans. Við lauslega athugun virðist mér ekki ofmælt, að bækur hans um sálfræðileg og uppeldis- fræðileg efni hafi að öllu saman- lögðu skipað meira rúm á bóka- skrá kennaraefna en nokkurs annars höfundar. Ætla má að senn séu taldir dagar hefðbundinna prófdómara- starfa. Á slíkri breytingu er full þörf. Jafnvfst er hitt, að fá störf reyna meira á glöggskyggni, grandvarleik og vandvirkni en dómarastörf á prófi, ekki sfzt skriflegu prófi. Þar reynir og á réttsýni, þekkingu og dómgreind. Prófdómari verður að meta á sjálfstæðan hátt mörg álitamál og skera úr þeim, bæði f og með gerð verkefna og mati á úrlausnum. í raun starfar hann á dómstigi, þar sem dómi verður sjaldnast áfrýjað. Af þvf má marka ábyrgð hans og vald. Skriflegar úrlausnir á prófum ber og tíðast að með þeim hætti, að meta verður þær í mikilli tfmaþröng, og því freisting mikil að vinna sér verkið létt, ekki sízt ef fjarri fer, að dags- stundirnar megi endast til að leysa það sæmilega af hendi. Þá reynir ekki á trúmennskuna eina, heldur og þrekið. Þeir dómarakostirsem hér hafa verið taldir brugðust Símoni aldrei. Umtak verksins má nokkuð marka af þvf, að fjöldi úrlausna, sem hann hefur dæmt á kennaraprófi, skiptir mörgum þúsundum, nákvæma tölu þeirra veit ég ekki. Fyrir þetta mikla elju- og vandaverk, unnið í hljóði og þó í snörpum lotum samtímis öðrum skyldustörfum þakka ég honum f nafni allra þeirra er nutu þar að mannkosta hans. Broddi Jóhannesson. Lífið leikur menn misjafnt. Enn margbreytilegri eru viðbrögð manna gagnvart staðreyndum lifsins. Hvort tveggja, það sem fyrir kemur og andsvar manna, endurvarpast í sálarlffinu, öðlast eins og nýtt líf í minningu, hug- boðum, kenndum og draumum manna. Sálarlíf mannsins er meir en hann sjálfur; það er heild alls þess, sem hann reynir í endurnýj- aðri mynd, það er spegill allrar hans reynslu frá þvf hann fyrst lítur dagsins ljós; en dýpri og víðari spegill en svo, að nokkrum sé unnt að skyggnast í hann til fulls. Til að skilja sálarlff manna, hugstríð og kenndir, hugarflug og drauma, þarf meir en sálarfræði. Til þess þarf hugvit og næman skilning á mennina sjálfa. Dag- legt mál á gnótt orða til að lýsa sálarlífinu, gera það skiljanlegt, og skáld leita oft árum saman að hinu eina rétta orði, orðinu, sem Framhald á bls. 21. Electrolux Við bjóðum nú heimilistæki ífjórum litum, aukhvíta litarins, þ.e. Ijósgrænan lit, gulan lit, rauðan lit og koparbrúnan lit, einsog á myndinni hér til hliðar. 1 1 Electrolux |

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.