Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 3

Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 3 Jón G. Magnússon, bæjarritari ( Kópavogi, og Karl Árnason hjá Ahaldahúsi Kópavogs við nýju vagnana, sem teknir verða í notkun á næstunni. Ngir strœtisuagnar í Kópauogi KÓPAVOGSBÆR hefur fengið tvo nýja strætisvagna, sem teknir verða f notkun eftir um það bil í JUNlBYRJUN f sumar héldu niðjar hjónanna Sæmundar Guð- brandssonar, hreppstjóra á Lækjarbotnum, og Katrinar Brynjólfsdóttur, Ijósmóður. ætt- armót að Brúarlundi í Landsveit. Á mótinu myndaðist sjóður vegna veitinga, sem þar voru seldar. Var ákveðið að fyrir upphæðina Með aflann til Bretlands Siglufirði, fimmtudag. SKUTTOGARINN Dagný sigldi héðan i dag áleiðis til Bretlands með farm sinn, um 80 tonn af fsvörðum fiski en af því voru um 30 tonn koli. Þá var togarinn með 60—70 tonn af heilfrystum fiski. Togarinn selur í næstu viku. tvær vikur. Vagnarnir eru af gerðinni Mercedes-Benz 305, taka allt að 80 farþegum, og munu skyldi Skarðskirkju gefin gjöf. Margt gat komið til greina, en það, sem kirkjan þarfnaðist mest, var rafhitun. Þó að sjóðurinn nægði engan veginn til þessa verks, ákvað þetta góða fólk að gefa kirkjunni þessa stórgjöf, sem nemur a.m.k. 100 þús. kr. Var komið fyrir 11 rafmagnsofnum í kirkjunni og sáu um framkvæmd og uppsetningu verksins þeir frændurnir Kári Þórðarson, raf- veitustjóri í Keflavík, Sverrir Sæmundsson, skrifst.m., og Daði Ágústsson, rafmagnstæknifræð- ingur, báðir búsettir f Reykjavík. öllum þeim, sem stóðu að þess- ari miklu og góðu gjöf, færir sóknarnefnd og sóknarprestur innilegustu þakkir. Gjöfin var af- hent við guðsþjónustu í Skarðs- kirkju sunnud. 6. þ.m. H.G. vera hinir fyrstu þessarar tegund- ar, sem teknir eru f notkun utan Vestur-Þýzkalands, þar sem þeir eru framleiddir. Reykjavík hefur einnig fest kaup á fimm slíkum vögnum, og verða þeir teknir í notkun á næst- unni. Að sögn Karls Árnasonar hjá Ahaldahúsi Kópavogs komu vagn- arnir hingað til lands í júní- byrjun, þótt ekki hafi reynzt unnt að fá þá afgreidda fyrr en nú. Þessi töf hefur haft í för með sér mikla verðhækkun, en þegar samið var um kaupin i marz- mánuði sl. var verðið um 6 millj. fyrir hvorn vagn, en siðan hefur hækkunin orðið um 50%, þannig að kaupverðið er um 9 milljónir. Vagnarnir koma yfirbyggðir frá verksmiðjunni, og geta flutt 80 farþega hvor. Þegar hinir tveir nýju vagnar hafa verið teknir í notkun hafa Strætisvagnar Kópavogs 7 vagna í förum. Tveir vagnanna hafa ekið um 120 þús. km. vegalengd á ári, en til samanburðar má geta þess, að þeir vagnar, sem mest er ekið í Reykjavík fara um 80 þús. km. á ári. Skarðskirkja fær stórgjöf Kjarabaráttunefnd námsmanna: „...munu alls ekki una neinni skerðingu” NVLEGA hélt nýstofnuð kjara- baráttunefnd námsmanna fund með fréttamönnum, en aðild að nefndinni eiga Nemendafélag Tækniskólans, Skólafélag Kennaraháskólans, Skólafélag Vélskólans, Stúdentaráð háskóla tslands og SÍNE. Markmið nefndarinnar er að „sporna við tilraunum stjórn- valda í átt til niðurskurðar f fjár- veitingu til Lánasjóðs fslenzkra námsmanna (LtN) og fylgja eftir þeirri stefnu námsmanna, að námslán nemi 100% umframfjár- þarfar á yfirstandandi skólaári (1974/75).“ Að sögn kjarabaráttunefndar- innar verður gert ráð fyrir 600 milljón króna framlagi til Iána- sjóðsins i fjárlögum fyrir árið 1975. Kjarabaráttunefndin telur hins vegar, að lánasjóðurinn þurfi að fá 810 milljónir króna til ráð- stöfunar, eigi raungildi lána að haldast óbreytt, en það var 83% á árinu 1974. Baráttunefndin benti á ákvæði i lögum um námslán og námstyrki frá 1967, en þar segir svo f 2. grein: „Stefnt skal að því að opinber aðstoð við námsmenn skv. lögum þessum nægi hverjum námsmanni til að standa straum I af árlegum námskostnaði, þegar eðlilegt tillit hefur verið tekið til aðstöðu hans til f járöflunar. Fari svo sem horfir, þ.e.a.s. að Alþingi samþykki að veita 600 milljónir til lánasjóðsins á næsta ári mun því raungildi lánanna nema 61.5%. Kjarabaráttunefnd námsmanna telur þessa málsmeðferð vera lagabrot, þar sem slík fram- kvæmd sé ekki í samræmi við lagaákvæðið hér að ofan. Kjarabaráttunefndin kvað það skýlausa kröfu námsmannasam- takanna, að námslán næðu á þessu ári 100% markinu, en lág- markskröfu, að lánin héldu raun- gildi sínu miðað við yfirst'andandi ár. Sú spurning kom fram á fund- inum, hvort námsmenn teldu sér ekki skylt að taka þátt í að axla þá efnahagsbyrði, sem nú hvíldi á almenningi hér á landi. Svarið var á þá lund, að nefndin telur erfiðleika f efnahagslífi þjóðarinnar ekkert nýtt, heldur sé hér um að ræða tylliástæðu, sem jafnan sé slegið fram þegar námsmenn geri kröfur um bætt kjör. Þá segir orðrétt í yfirlýsingu kjarabaráttunefndarinnar: „Námsmannasamtökin munu alls ekki una neinni skerðingu námslána frá því sem nú er við haustúthlutun. Tilraun stjórnvalda í þá átt verður ekki tekið þegjandi eða án gagnaðgerða. Námsmannasam- tökin munu einskis láta ófreistað til að verjast slíkum árásum og lýsa um leið allri ábyrgð og afleið- ingum slfkra tilrauna á hendur stjórnvöldum!“ Þess skal að lokum getið að á s.l. ári voru lánþegar 2.927 á árin 1971— 72 voru þeir 2113, og 1972— 73 2813. Arið 1970—71 námu námslán 62,9% umframfjárþarfar, árið 1971—72 fór hlutfallið upp í 77.4%. Á fyrsta ári vinstri stjórnar var hlutfallið 77,8%, en árið 1972—74 hækkaði það í 82,7%. Við afgreiðslu fyrstu fjárlaga í tíð vinstri stjórnar var kveðið svo á, að lög um námslán skyldu endurskoðuð. Ári seinna var svo skipuð nefnd, og skilaði hún til- lögum um ný lög nokkrum mán- uðum síðar. Þær tillögur hafa þó ekki komið til meðferðar á Al- þingi, og eru því lögin frá 1967 enn í gildi óbreytt. DRUKKINN t FYRRINOTT ók bifreió út af Suðurgötunni í Hafnarfirði, og hafnaði hún f stórgrýti utan vegar. Þegar lögreglan kom á staðinn lá ökumaðurinn við hliðina á bifreiðinni, og virtist hann hafa fengið höfuðhögg. Auk þess taldi lögreglan, að ÓK UTAF maðurinn væri undir áhrifum áfengis. Hann var fluttur á slysadeild Borgarspftalans, þar sem meiðslin voru athuguð og blóðsýni tekið. Bifreiðin var úr Reykjavfk, og ökumaðurinn einnig. Smygl í þremur skipum MBL. SKYRÐI frá þvf f gær, að smygl hefði fundizt f Alsey VE sl. þriðjudagskvöld. I gær barst fréttatilkynning . frá Toll- bæzlunni f Reykjavfk um mál- ið, og fleiri, sem hún hefur afgreitt að undanförnu. Fer til- kynningin hér á eftir: Er m/b Álsey kom erlendis frá til Vestmannaeyja sl. þriðjudagskvöld fann tollgæzl- an eftirtalinn varning í bátn- um, sem smygla átti til lands- ins: 115 fl. áfengi, 63 ks. áfengt öl — 1515 fl —, 6400 vindlinga, eitt sjönvarpstæki og nokkuð af öðrum varningi svo sem kjúkl- ingum og „kínverjasprengj- um“. Rannsókn fer fram á, hverjir eiga varninginn. Sama kvöld fann toligæzlan einnig smyglvarning I m/s Hólmanesi, er skipið kom er- lendis frá til Eskifjarðar. Var þar um að ræða 81 fl. áfengi og 9 ks. af áfengu öli —.216 fl. Eigendur þess varnings reynd- ust vera matsveinn og vélstjóri á skipinu. Loks má geta þess, þó nokkuð sé umliðið, að tollgæzlan fann smyglvarning í m/s Norðra þann 15. sept. sl., er skipið kom til Raufarhafnar frá útlöndum. Fundust í skipinu 205 fl. áfengi, 23 ks. áfengt öl. — 522 fl., 2200 vindlingar, eitt út- varpstæki, eitt sjónvarpstæki o.fl. Eigendur smyglvarnings- ins voru stýrimaður, tveir vél- stjórar og bryti. TVEIR í ÁREKSTRI I GÆR var harður árekstur á nokkuð. Annar skarst á enni, Grensásvegi, á móts við nyrðri en hinn hlaut áverka á hálsi. enda Skeifunnar. FiatbfH ók Báðir bflarnir skemmdust aftan á Datsunbfl, og meiddust mikið. ökumenn beggja bifreiðanna 23 ÞÚSUND ENDUR- SKINSMERKI í SÖLU aðan bækling í þessu tilefni. Þessi nýbreytni hefur hlotið góðan hljómgrunn. Oliufélagið Skeljungur og Kassagerð Reykjavíkur voru fyrst til að panta siík merki fyrir starfs- fólk sitt og fjölskyldur þeirra. Þá hefur Lífeyrissjóður Vest- mannaeyinga pantað merki og Hólabrekkuskóli einnig fyrir alla nemendur sfna. Umferðarráð vill leggja sér- staka áherslu á þá staðreynd, að endurskinsmerki eru ekki síður nauðsynleg fullorðnu fólki en börnum og unglingum, því full- orðnir eru meira í umferðinni er skyggja tekur. UMFERÐARRAÐ hefur nú þegar dreift til sölu 23 þús. endurskinsmerkjum, sem er mun betri árangur en búist var við á aðeins tveimur vikum. I upphafi setti ráðið sér það tak- mark, að selja 40.000 merki f vetur og hefur þvf þegar verið dreift rúmlega helmingi þess magns. Umferðarráð bryddaði á þeirri nýbreytni við fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og skóla, að þessir aðilar keyptu endur- skinsmerki fyrir starfsfólk sitt og viðskiptavini, þar sem á væri prentað nafn og/eða merki við- komandi. Gaf ráðið út sérprent- KÓPAVOGUR LEIÐIR DEILDARKEPPNINA FYRSTA umferð deilda- keppni skákfélaganna fór fram um sfðustu helgi og urðu úrslit sem hér segir: Taflfélag Kópavogs sigraði skáksveit Hreyfils með 17‘A vinning gegn 2V5. Taflfélag Reykjavíkur sigraði Skákfélag Akureyrar með 16 vinningum gegn 4 og Skáksamband Suður- lands sigraði Skákfélag Hafnar- fjarðar með 13V4 vinningi gegn 6VL Næsta umferð verður tefld 27. október og keppa þá saman Skákfélag Akureyrar og Hreyf- ils á Akureyri, Taflfélag Reykjavíkur og Skákfélag Hafnarfjarðar í Reykjavík og Skáksamband Suðurlands og Taflfélag Kópavogs f Hvera- gerði. ENGIR MEIRI HÁTTAR KVILLAR í BORGINNI I ÞANN mund er vetur hefur innreið sfna skjóta jafnan upp kollinum ýmsir kvillar samfara kólnandi veðráttu og þá helzt kvef og hálsbólga. Að sögn borgarlæknis hefur dálftið borið á þessum ártfðarbundnu veirusjúkdómum undanfarið en að öðru leyti kvað hann heilsufar borgarbúa fremur gott um þessar mundir. Þó kvaðst hann hafa fregnað, að magakveisa gengi f borginni, en hún virtist vera injög væg. ganga yfir á nokkrum klukku- stundum og kæmi þvf ekki fram á skýrslum heimilis- lækna. Borgarlæknir var spurður að því hvort nokkuð bæri á því, að inflúensa væri farin að stinga sér niður. Svaraði hann þvi til, að fregnir frá nágrannalöndun- um hermdu, að ekkert væri farið að bera þar á inflúensu og taldi síður von á, að ný tegund inflúensu ætti eftir að leggjast á borgarbúa í vetur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.