Morgunblaðið - 18.10.1974, Qupperneq 11

Morgunblaðið - 18.10.1974, Qupperneq 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTOBER 1974 11 eru börn einstæðra foreldra og þau hafa flest gengið í gegnum meiri erfiðleika en ýmsir jafn- aldrar þeirra. Það hlýtur að setja sinn svip. — Og þú telur, að skóladag- heimili eigi rétt á sér. — Miklu meira en það. Þau eru afskaplega þýðingarmikil. Ingi Kristinsson, skólastjóri í Mela- skólanum, sagði til dæmis við mig í fyrravetur, að þetta væri allt annað líf fyrir börnin í skólanum. Nú flygju þau áfram í námi, væru rólegri og ánægðari. Það segir sig sjálft: hér hafa þau fengið at- hvarf og skjól, en þurftu áður annaðhvort að bjarga sér sjálf eða vera á þeytingi milli ættingja með misjöfnum árangri. Hér er þeirra annað heimili, þau borða, læra, sækja aukatíma og þau koma hér öll eftir skólann, jafnvel þótt hon- um ljúki ekki fyrr en að ganga fimm. Þau koma hingað, fá að drekka og fara heim til sín um eða upp úr fimm. Síðasti klukku- tíminn getur oft verið erfiður börnunum, þau hafa langan og jstrangan vinnudag að baki og eru tíTöin þreytt. Þá reynum við sér- sta’felega að hafa ofan af fyrir þeim með því að fá þau til að safnasrsaman í söng og gitarleik, við segjum þeim sögur eða spjöll- um saman. Það hefur góð áhrif á þau. Það, sem mest er um vert fyrir utan að hér hafa þau athvarf, er, að þau hafa nóg fyrir stafni í leik og starfi. Þau fara heim til sín undirbúin fyrir næsta dag, svo að það léttir líka af foreldrunum og börnunum þegar heim er komið. Samkomulagið er upp og ofan, rétt eins og gengur á öðrum heim- ilum en oft gott. Strákarnir prjóna og sauma og f öllu fylgjast kynin að, enda þótt þess verði vart, að stúlkurnar sækjast meira eftir því en strákarnir að fara f dúkkuleik. Fyrir jólin höfum við smá jölaskemmtun fyrir þau, skreytum heimilið og eigum smá- gjafir handa hverju barni. i föndrinu hefur hvert barn einnig útbúið litla gjöf handa foreldrum sínum, sem þau fara með heim og hafa mikla ánægju af því. Þetta heimili er aðeins lítið dæmi um þörfina, sagði Hall- grímur að lokum. — Ég er viss um það væri til bóta að stórhækka gjaldið fyrir börnin, ef það gæti orðið til að peningana mætti nota til að koma upp miklu fleiri skóla- dagheimilum. Og ekki aðeins Við matborðið: soðið kjöt og kartöflur með jafningi og rabbabarasúpa voru á boðstólnum f þetta skipti. fyrir börn einstæðra foreldra. Margt gift fólk býr við þær að- stæður, að það þyrfti sárlega á þvf að halda, að börnin gætu fengið að vera á skóladagheimilum og það er hart að geta ekki sinnt nema litlum hluta þeirra, sem sækja um. Fyrir nú utan það, að ég tel, að það sé mannbætandi fyrir börnin að vera á skóladag- heimilum og búa við það öryggi og margvíslegu iðju f leik og starfi, úti og inni, sem völ er á. h.k. 1 legókubbaleik. Samkeppni um gæðamerki EIN VIKA TIL STEFNU Útflutningsmiðstöð iðnaðarins minnir á að nú er aðeins ein vika til stefnu til að skila tilJögum í samkeppni um gerð gæðamerkis fyrir iðnaðar- vörur til útflutnings. Samkeppnisreglur fást á skrifstogu Útflutnings- miðstöðvar iðnaðarins, Hallveiqarstíq 1, sími 24473. Veitt verða þrenn verðlaun, fyrstu verðlaun kr. 110.000.00 oq önnur oq þriðiu verðlaun kr. 25.000,00* VATIMSÞÉTTUR KROSSVIÐUR: Harðviðarkrossviöur (4, 6, 9, 12, 18 mm) Mótakrossviður plasthúðaður (12, 15, 18 mm) Combi-krossviður (greni, birki) (3, 4, 6/, 9, 12 mm) Ath. Söluskattur hækkar 1. október n.k. W TIMBURVERZLIININ VðLUNDUR hf. Klapparstig 1 Skeifan 1 9 Símar: 18430 — 85244 Píróla Píróla Píróla Píróla Píróla aj o £ jc 'O £ JS o u £ ju o h. £ Píróla Píróla Píróla Píróla Píróla s > sr 5 > F 5 y 5T 3 D) l 0) Ert þú orðin leið á þér? Hvernig væri að breyta til og líta inn hjá okkur, við bjóðum meðal annars permanent, litanir, lokkalýsingar, lagn- ingar og blástur. Einnig úrval af snyrtivör- um. P.S. Höfum oðið lengur á laugardögum. Hárgreiðslustofan Píróla, Njálsgötu 49, s. 14787. Vegamótaútibú Landsbanka Islands er opið mánudaga til föstudaga, kl. 13 til 18.30. Auk fyrri þjónustu útibúsins mun Vegamótaútibúið hér eftir annast öll almenn gjaldeyrisviðskipti. Nýtt og rúmbetra húsnæði til i ukins hagræðis fyrir alla þá, sem eiga viðskipti við Landsbankann. Viö höfum flutt starfsemi okkar aö Laugavegi 7 éSb LANDSBANKINN ^ Vegamótaútibú

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.