Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 15 Örlagatímar fram- undan HEIMURINN stendur á þröskuldi nýs tíma og næsti áratugur verður annaðhvort „eitt merkra tfmabila mann- legrar sköpunar eða upphaf stórkostlegrar upplausnar“, segir Henry Kissinger utan- rfkisráðherrra f viðtali við James Reston f N. Y. Times. Hann vil draga stórlega úr vígbúnaðarkapphlaupinu og hvetur til nýs skilnings um að allar þjóðir séu háðar hver annarri svo komast megi hjá óstjórnlegum glundroða í stjórnmálum, efnahagsmálum og þjóðfélagsmálum. Án slíks skilnings telur hann, að „sú vestræna siðmenning, sem við þekkjum, leysist upp því þetta mun í fyrsta lagi hafa f för með sér nokkur reiptog og þar sem hver heimshluti um sig reynir að hagnast sem allra mest á sérstökum yfirburðum sínum“. „Þetta leiðir óhjákvæmilega af sér styrkleikapróf af ein- hverju tagi,“ heldur Kissinger áfram. „Þau munu magna innanlandserfiðleika í mörgum löndum og þau munu þá færast í meira og meira einræðishorf. Eg geri þá ráð fyrir, að við upplifum hættuástand, sem engin valdaforysta ráði við og sennilega hernaðarárekstra." Kissinger skorar á Kina og Sovétríkin að taka þátt í upp- byggingu alþjóðamatvæla- banka: „Ég tel, að við getum ekki um ófyrirsjáanlega fram- tíð leyst vandamálin ef Sovét- ríkin og Kommúnista-Kína sætta sig ekki við eigin skuld- bindingar eða treysta því ein- faldlega, að afgangur heims- framleiðslunnar leysi vanda- mál þeirra frá ári til árs.“ Hann harmar, að Víetnam- strfðið hafi bitnað á „jákvæðari þáttum utanrfkisstefnunnar" og að Watergate-málið hafi orðið til þess að mest orka hafi farið í „að varðveita það, sem er fyrir kerfi í stað þess að byggja á þeim grunni, sem hefur verið lagður". Hann harmar einnig, að sögn Restons, að hafa verið of fús til að sætta sig við óbreytt ástand jafnvel með stuðningi við einræðisstjórnir. Áherzla hafi verið lögð á for- gang bandarfskra hagsmuna en Reston telur, að örlög stjórna Portúgals og Grikklands hafi valdið efasemdum hjá honum. Kissinger segir, að sem sagn- fræðingur geri hann sér grein fyrir því, að öll menningarríki fortíðarinnar hafi liðið undir lok. Sagnfræðingurinn verði að sætta sig við þá „tilfinningu, að harmleikur sé óumflýjanleg- ur“ en stjórnmálamaðurinn verði að ganga út frá því, að vandamál sé hægt og verði að leysa og sú sé afstaða sín. Hnignun megi venjulega rekja til minnkandi sköpunargáfu og innblásturs og sé því óum- flýjanleg. Hann telur engan vafa leika á því, að afskipti erlendis hafi valdið djúpum vonbrigðum f Bandaríkjunum. „Við höfum borið byrðina i mannsaldur. Flestar áætlanir hafa verið seldar Bandaríkjamönnum með þeim rökum, að þær mundu binda enda á fyrirhöfn. Nú verðum við að sannfæra Banda- rikjamenn um, að fyrirhöfninni ljúki aldrei. Það verður erfitt vandamál." En þótt „álagið" sé kannski meira nú en fyrir tíu árum telur Kissinger meiri möguleika á, að áfram miði til betra heimsskipulags sumpart vegna þess, að vandamál mat- væla, eldsneytis og peninga séu svo alvarlegs eðlis, að þau sé ekki hægt að forðast. Árið 1969 hafi verið talið óhugsandi, að orkuskortur yrði f heiminum, og til ársins 1972 hafi verið talið, að matvælabirgðir heims- ins væru óþrjótandi. Þegar Bandaríkjamenn geri sér grein fyrir jafnstórum vandamálum hafi þeir venjulega mjög gott lag á þvf að leysa þau. Auk þess telur hann Banda- ríkjamenn hafa þroskazt, en þroski felist að miklu leyti í því „að gera sér grein fyrir tak- mörkunum sínum, fyrir því, að menn séu ekki ódauðlegir, geti ekki allt og að öðlast síðan þann styrk af þessari vitneskju til þess að setja markið hátt þrátt fyrir allt.“ Hann telur Banda- rfkjamenn hafa komizt yfir þetta. Þeir hafi verið óþrosk- aðir að því leyti að „þeir töldu útlistun vandamálanánast jafn- gilda lausn þeirra.“ Þeir hafi síðan farið út í hina öfgana og að þvi leyti verði Kennedytím- inn líklega talinn „endalok eins tímabils fremur en upphaf nýs — hið síðasta stóra blómaskeið barnalegrar útgáfu bandarfskr- ar hugsjónastefnu." Um utanríkisstefnuna sagði hann: (1) Rétta stefnan gagn- vart Sovétríkjunum og Kína er „óaðfinnanlegur heiðarleiki" við bæði ríkin svo hvorugt gruni Bandaríkin um að reyna að nota annað rfkið gegn hinu. (2) Mótsögn vorra tíma er, að á sama tíma og þjóðirnar þurfa að finna sameiginlega stefnu gagnvart sameiginlegum vandamálum hefur andi þjóð- ernishyggju og þjóðlegs sér- stæðis orðið mjög sterkur. Hvort hann hættir störfum kvað hann komið undir trausti Fords forseta á sér, en það væri „ekkert vandamál", stuðningi þingsins og stuðningi almenn- ings. „Ef umræðurnar valda of miklum flokkadráttum verð ég að skoða ástandið aftur og ég held ekki, að nokkur sé ómiss- andi eða ætti að móta stefnu, sem gerir hann ómissandi." Um horfur í lok aldarinnar kvaðst hann vona, að Banda- ríkin, Vestur-Evrópa og Japan fyndu ekki aðeins leiðir til að sigrast á núverandi efnahags- erfiðleikum heldur einnig sam- eiginlega stefnu til að leysa sameiginleg vandamál. Heimar kommúhista og þeirra, sem ekki væru kommúnistar, ættu endanlega að hafa komizt að þeirri niðurstöðu, að stríð væri óhugsandi. „Ég held, að hvers konar til- raun til yfirdrottnunar á kjarn- orkuöld (annaðhvort) af hálfu kommúnista eða kapitalista- landa) muni fela í sér áhættu, sem hefði hörmungar í för með sér og ætti ekki að líðast. Ef við viðhöldum nægum styrk til þess að koma i veg fyrir að yfirráð kommúnista verði knúin fram með valdi, tel ég, að umbreyting samfélaga kommúnista sé óhjákvæmileg." Norskir sjómenn krefjast út- færslu í 50 mílur fyrir 1. marz Osló 17. október. Frá fréttaritara Morgunblaðsins Ágústi I. Jónssyni. LANDSSTJORN Norska fiski- mannasambandsins setti fram þá kröfu sfna á miðvikudag að um áramót yrðu f sfðasta lagi friðuð ákveðin svæði við strendur Noregs og þá ekki tekið tillit til sjónarmiða annarra fiskveiði- þjóða. Þá samþykkti landsstjórn fiskimannasambandsins að frá áramótum 1975—1976 lýsti Noregur yfir 200 mflna efnahags- lögsögu, jafnvel þótt ekki lægi fyrir viðurkenning á alþjóðavett- vangi. □ Fiskimannasambandið lýsti sig fylgjandi þeirri ákvörðun Rfkisstjórnar Brattelis að færa landhelgina ekki einhliða út f 50 mflur. Komist Jens Evensen, fisk- veiðilögsögu og hafréttarráðherra Noregs, hins vegar ekki að sam- komulagi við rfkisstjórnir þær, sem hann ræðir við þessa dagana krefst fiskimannasambandið þess að Norðmenn færi landhelgina einhliða út f 50 mflur á svæðinu frá Skomvær til Grense Jakobselv, við landamæri Sovét- rfkjanna sfðasta lagi 1. marz 1975. Landsstjórnin kemur að nýju saman til fundar þegar fyrir ligg- ur niðurstaða í samningaviðræð- um Evensens, væntanlega í byrj- un nóvember. Þessi mál voru öll samþykkt samhljóða á landsfundinum. Þó er ljóst að sjómenn f Norður- Noregi hefðu viljað ganga mun lengra. Þessu til staðfestingar lýsti formaður fiskimannasam- bandsins í Flnnmörk því yfir að fundinum loknum að hann væri enn þá fylgjandi einhliða út- færslu í 50 mílur frá áramótum og sama máli gegndi um aðra sjó- menn í Finnmörk sem er nyrzta fylki Noregs. Norska fiskimannasambandið leggur rfka áherzlu á hið alvar- lega ástand norska N-íshafs þorskstofnsins. Segir sambandið að það kunni að reynast nauðsyn- legt fyrir Norðmenn að grípa til einhliða aðgerða, svo forðast megi óbætanlegan skaða á stofninum. Þá benti sambandið á að ekki mætti gleyma hagsmunum þeirra norsku sjómanna sem veiða við strendur annarra landa. Heath býðst tíl þess að hætta UPPGJÖRIÐ í brezka íhaldsflokknum eftir kosn- ingarnar er komið á það stig að Edward Heath hefur boðizt til þess á leyni- fundi að láta af forystu flokksins og taka við stöðu talsmanns hans í.utanríkis- málum í svokölluðum skuggaráðuneyti flokksins að því er áreiðanlegar heimildir herma. Enn er óvíst hvort stutt- ur tími líði eða nokkrir mánuðir þar til nýr maður tekur við forystunni, en á það er bent að fram verði Fordá atkvæða- veiðum Indianapolis, 17. okt. — AP. FORD Bandarfkjaforseti var- aði við þvf gærkvöldi, að stór- sigur demókrata f kosningun- um f næsta mánuði kynni að valda „löggjafarlegu einræði" f Bandarfkjunum. Hann sagði að þessi hætta myndi aukast enn ef margir kjósendur ákvæðu að sitja heima á kjördag til þess að hegna góðum frambjóðend- um repúblfkana fyrir „mis- gjörðir annarra“. Var þessi ræða sú fyrsta af mörgum sem Ford hyggst halda f mörgum fylkjum Bandarfkjanna á næst- unni til þess að reyna að afla flokknum fylgis f þingkosning- unum f nóvember. að fara rækileg könnun á kostum og göllum þeirra sem til greina koma þar sem reynsla íhaldsmanna af frammistöðu Heaths og fyrirrennara hans, Sir Alec Douglas Home, í viðureign þeirra við Verkamanna- flokkinn hafi ekki verið nægilega góð. Edward du Cann, sem gæti komið til greina, hefur lýst áhyggjum margra íhaldsmanna með ummælum þess efnis að „enginn forystumaður sé reiðu- búinn til þess að taka þegar í stað við forystu flokksins". Hann bendir á að næsti leiðtogi flokks- ins verði að vera „gæddur gáfum Heaths, stjórnsýsluhæfileikum hans og dugnaði“ og þar að auki verði hann að vera gasddur hæfi- leikum til þess að laða mikinn fjölda kjósenda til íhaldsflokks- insfrá Verkamannaflokknum. Flestir virðast telja aðWilliam Whitelaw, formaður íhaldsflokks- ins, geti sameinað þetta tvennt en í viðtali við The Times vildi hann aðeins láta hafa þetta eftir sér: „Enn sem komið er hefur ekki verið vakið máls á því hver eigi að verða nýr leiðtogi flokksins. Ted Heath er leiðtogi flokksins og ég mun halda tryggð við hann og flokkinn." Vinsældir Whitelaws eru mikl- ar í flokknum og mönnum er William Whitelaw. frammistaða hans í embætti ráð- herra Noðrur-Irlands í fersku minni ekki sizt samningahæfi- leikar hans. En sumir óttast að hann sé ekki nógu vel að sér f efnahagsmálum til þess að hafa i fullu tré við Harold Wilson for- sætisráðherra. öðrum finnst hann of „bráður" og enn öðrum finnst hann minna of mikið á „gamaldags sveitahöfðingja" til að stjórna „nútimalegum flokki" að sögn stjórnmálafréttarit- ara. Sir Keith Joseph, sem Daily Telegraph hampar, hefur hins vegar staðið fyrir skeleggum árás- um á efnahagsstefnu Wilsons. Hann nýtur einnig mikils stuðn- ings í flokknum og blaðið telur hann hafa forskot fram yfir Whitelaw í keppninni um leið- togastöðuna. Hins vegar þykir mörgum hann „of kuldalegur og lokaður“ og það eru slíkir eigin- leikar sem hafa komið af stað kröfunum um að Heath viki. Edward du Cann, formaður svo- kallaðrar 1922-nefndar flokksins, nýtur stuðnings andstæðinga Heaths, en ýmsum finnst nóg um fjármálastarfsemi hans, að sögn brezkra þingfréttaritara. Robert Carr hefur einnig verið nefndur og jafnvel frú Margaret Thatcher, sem kemur vel fyrir sig orði en er talin of hægrisinnuð. Einnig hefur heyrzt að Sir Christopher Soames, fulltrúi í stjórn Efnahagsbandalagsins, muni bráðlega snúa sér aftur að brezkum stjórnmálum og gæti komið til greina. Verður S- Afríku vik- ið úr S.Þ.? Sameinuðu þjóðunum, 17. október — AP. ÖRYGGISRÁÐ Sameinuðu þjóðanna kemur saman á föstudagskvöld til þess að fjalla um „samband Sam- einuðu þjóðanna og Suður- Afríku“, eins og talsmaður samtakanna orðaði það í dag. Tilefni þessa fundar ráðsins er áskorun Sam- taka Afríkuríkja um að Suður-Afríku verði vikið úr S.Þ. vegna aðskilnaðar- stefnu landsins í kynþátta- málum. . I Samtökum Afríkuríkja eiga sæti 42 ríki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.