Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 19

Morgunblaðið - 18.10.1974, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974 19 Hákon Guðmundsson fyrrv. yfirborgardómari - Sjötugur Hákon Guömundsson yfir- borgardómari í Reykjavík fram til sfðustu áramóta er sjötugur í dag. Af því tilefni vil ég bera fram hjartanlegar hamingjuóskir hon- um til handa og þakka honum ágæta samvinnu um mörg ár í stjórn Skógræktarfélags Islands, en þar átti hann sæti frá 1957 til 1972. Formaður félagsins var hann allt frá 1962, en sem vara- formaður þess hafði hann gegnt formannsstörfum nokkru lengur sakir vanheilsu Valtýs Stefáns- sonar. Hákon er fæddur á Hvoli í Dyr- hólahreppi, einum af syðstu bæj- um þessa lands, árið 1904. Foreldrar hans voru Guðmundur Þorbjarnarson, síðar kenndur við Stóra-Hof á Rangárvöllum, og kona hans Ragnhildur Jónsdóttir. Guðmundur á Hofi var mikill at- hafnamaður og landskunnur fyrir störf í margvíslegum félagsmál- um. Þegar Hákon hafði aldur til var hann settur til mennta, fyrst í Flensborgarskólanum en síðan í Menntaskólanum í Reykjavfk. Þar bar fundum okkar fyrst sam- an, enda þótt hann væri bekk á undan mér, því að við einir bárum þetta sjaldgæfa nafn í öllum skólanum um mörg ár. Að stúdentsprófi loknu árið 1925 lá leið hans í lögfræðideild Háskólans, og þar lauk hann lög- fræðiprófi Alþingishátfðarárið 1930. En þar var hann skráður einn af stofnfélögum Skógræktar- félags Islands er það var stofnað meðan á Alþingishátfðinni stóð. Að námi loknu tóku við fulltrúa- störf hjá lögriianninum í Reykja- vík í fáein ár uns hann var skipað- ur hæstaréttarritari, og því starfi gegndi hann í 28 ár. En árið 1964 varð hann yfirborgardómari f Reykjavík, og því starfi gegndi hann til síðustu áramóta. Þannig hljóðar lífshlaup hans í stuttu máli, en þar með er minnst sagt af störfum hans. Auk embættisstarfa hefur Hákon Guðmundsson gegnt ótal trúnaðarstörfum á langri starfs- ævi, svo mörgum, að ekki verður allt upp talið hér. Til sumra þeirra hefur hann verið skipaður af valdstjórninni, en önnur og fleiri hafa verið ólaunuð félags- störf, sem hann hefur verið kos- inn til fyrir traust það, sem menn báru til hans. Hann var skipaður formaöur Félagsdóms þegar hann var stofnaður árið 1938, og gengdi hann því starfi þangað til fyrir fáum dögum, er hann sagði því starfi lausu. Þá hefur hann verið formaður stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna rfkisins síðan 1961. Um skeið hafði hann mikil af- skipti af flugmálum og var for- maður Flugmálafélags tslands f Framhald á bls. 29. ÚTGERÐARMENN Bátavélar Eigum til afgreiðslu nú þegar 300 hestafla Volvo Penta bátavél. Sýningarvél á staðnum. Allar upplýsingar hjá sölumönnum vorum. VELTIRHF, Suðurlandsbraut 16, Reykjavík Sími 35200 Barnaplata þeirra Magnúsar og Jóhanns frá Keflavík er komin aftur á markaðinn JOKE S.F., BOX 59, SÍMI 92 - 1687 Ný tveggja laga hljómplata meðJohn Miles fáanleg í næstu hljómplötuverzlun

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.