Morgunblaðið - 18.10.1974, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974
21
Sigurlaug Guðnadóttir frá
Heiði -Minning
F. 15. ágúst 1910.
D. 9. okt. 1974
Heiði heitir yzti bær í Sléttuhlíð
í Skagafjarðarsýslu. Bærinn
stendur á öxl við rætur fjalls, er
heitir Heiðarhyrna. Öll mín barns
og bernskuár sat þennan bæ
Guðni Jónsson, valinkunnur
ágætismaður, og Stefanía kona
hans.
Yngsta barn þeirra hjóna var
Sigurlaug, sem í dag er borin til
moldar i Fossvogsgarði f Reykja-
vík. Sigurlaug var fædd 15. ágúst
1910 á Heiði. Hún var lang yngst
barna foreldra sinna.
Guðni var kominn mörg ár á
sextugs aldur, þegar honum fædd-
ist þessi dóttir við konu sinni, sem
var ailmiklu yngri. Um fæðingu
hennar, sem kom óvænt, mátti
segja eins og hljóðar um annan
föður, sem gat son á efri árum, að
hann hafi unnað henni lang mest
allra barna sinna, „því að hann
átti hana í elli sinni“.
Guðni unni öllum börnum sín-
framarlega á Stafárdal. Þar eð ég
hafði ekki fundið þær, geng ég
dalinn Heiðarmegin til baka. Er
ég hafði gengið nær allan dalinn
niður eftir, sé ég unga stúlku sitja
á steini við ána, og horfir frá sér
numin á fjallshlíðina austan ár-
innar, sem var öll lauguð fögru
aftanskini. Hún var í bláum
sumarkjól, með slegið gullbjart
hár, sem hrundi niður herðar og
bak. Ég hrökk við og snarstopp-
aði. Mér datt í hug huldumær, en
það átti allmikið rúm í hugum
manna er ég var ungur. Þær
kváðu vera svo töfrandi fallegar,
hvíslaði óyfirveguð hugsun í
hjarta mínu. En óðara sé ég, að
þetta er Lauga á Heiði. Hún hefur
verið að sækja kýrnar, því að þær
voru nokkru fjær á leiðinni heim.
Hún hefur töfrazt af vorkyrrðinni
og kvöldroðanum. Það skyldi ég
mæta vel. Hún horfði á vesturhlíð
hins tignarlega fjalls, Gimbra-
klettsins. Hún virtist vera upphaf-
in í leiðslu.og áinniðaði rétt við
fætur hennar og lóan söng i món-
um. Vorið ríkti. Ég hugleiddi það
nokkra stund, hvort ég ætti nokk-
uð að trufla þessa eðlislægu og
upphöfnu mynd. Eg bar skyn á
ungmeyna og vissi hvað hún gat
verið dreymin, hljóð og djúp,
Framhald á bls. 23
KODAK
Litmqndir
á(3^dögum
HANS PETERSEN H/f.
BANKASTR. 4 SÍMI 20 313
GLÆSIBÆ SÍMI 82590
Kodak ■ Kodak ■ Kodak ■ Kodak I Kodak
um. En það hygg ég, að yngsta
dóttirin hafi fengið tvöfaldan hlut
kærleika hans. Margar líkur
hniga að því. Gjafarinn mikli, sem
gefur aðeins góðar gjafir, gefur
Guðna þennan sólargeisla, þegar
sem dimmast var í lifi hans.
Guðni hafði gengið í ábyrgð,
ásamt fleirum, fyrir stórri skuld.
Ábyrgðin féll síðar á hann einan,
af þvi að hann vildi ekki hlaupast
undan því, sem hann hafði lofað.
Hann vildi heldur missa allar
eigur sínar. Af þessari sterku eik
er Sigurlaug sprottin.
Á Heiði er fagurt sólarlag, er
sól rennur að unnum. Ég sé það
fyrir mér i anda, er Guðni hefur
horft á sólina hníga í hafið sem
eldrauðan hnött, eins og teikn
yfir sorgum hans þetta kvöld er
eigur hans voru seldar allar.
Þegar uppboðsmenn eru allir
farnir, hverfur hann hljóður og
einn inn í bæ sinn. Þá kvakar
Sigurlaug litla, sem þá er á fyrsta
ári, til hans. Hann tekur hana i
arma sér og þrýstir henni að solln-
um barmi. Trúlega var það þessi
litla mannvera, sem huggaði hann
bezt þetta sorgarkvöld, og marga
daga og kvöld, sem eftir komu.
Sem barn, og alla ævi, hafði
Sigurlaug sérlega bjart litaraft.
Hún var einkar hýr og glaðleg,
Ijúf og kyrrlát. Á þessum hlýju
brosum hennar var eins grunnt
og á geislum sólar, þegar himinn
er breiddur léttum Maríut'ásum.
Hvílíkt græðslulyf á undina, sem
blæddi í brjósti föðurins, að mega
taka þetta barn i arma sína og una
við bros þess.
Og mærin þroskaðist að vizku
og vexti og varð eftirlæti allra,
jafnt á sfnu eigin heimili og á
nágrannaheimilinu, Reykjarhól:'
Hún tók ágætis próf í barnaskóla,
því að innri maður hennar og
samvizkusemi við nám voru eins
björt og hinn ytri maður. Anna,
yngsta systir mín og hún, gerðust
miklar vinkonur, báðar á líkum
aldri. Sigurlaug kom því oft í nær-
mynd við mig, er hún var barn og
unglingur. Ég veit þvf um hvað ég
er að skrifa.
Systir mín tók sjúkdóm um
fermingaraldur, sem braut hana
fyrir lífið. En vinátta þeirra, sem
á barnsárunum var bundin, var
svo fölskvalaus, að hún brast
aldrei. Alla ævi skrifaði Sigur-
laug þessari veiku vinkonu sinni
og sendi henni gjafir. Ævinlega
kom hún til hennar, er hún fór
um Norðurland, eftir að hún var
orðin búsett í Vestmannaeyjum.
Þá sat hún á rúmi hennar lang-
tímum saman, og lét sér gleymast,
að hún var í sumarleyfi með
manni sínum.
Eg tek eina mynd úr þeim fjöl-
breyttu myndvef, sem ég geymi
um Sigurlaugu sem barn og ung-
ling.
Starárdalur heitir dalur einn,
sem er suðaustur frá Heiði. Strax
frá Heiðartúni hallar inn í þenn-
an dal. Frá bænum er fögur sýn
yfir dalinn og fjöllin i kring, eink-
um austan Stafár. Vordag einn
hafði ég verið að leita kinda
ef þú vilt
vera öruggur um aö
tengdamamma gisti
ekki eina nóttina enn ...
er betra aö hafa bílinn
á TOYO snjóhjólböröum
TOYO snjóhjólbaröar
koma þér heilum heim
og aö heiman!
Útsölustaður:
Hjólbarðasalan
Borgartuni 24 Sími 14925
Umboð á íslandi
KRISTJÁN G. GÍSLASON HF
GÓLFTEPPI OG GLÆSILEGAR
TEPPAMOTTUR í ÚRVALI