Morgunblaðið - 18.10.1974, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÖBER 1974
Helgi Hermann Eiríks
son fv. Iðnskólastjóri
Fæddur 3. maí 1890.
Dðinn 10. oktðber 1974.
Hvaðan hingað,
héðan hvert?
Þetta eru ráðgátur, sem Helgi
Hermann hugleiddi oft um sína
daga hér á jörð, og hvort sem
hann hefur fundið viðeigandi
svör eða ekki, þá leit hann á dauð-
ann án ótta eða kvíða, taldi hann
frekar boða hvíld og ró eftir at-
hafnasama og ianga ævi. — Hann
var virkur þátttakandi I llfinu
fram á síðustu daga, eftir þvi sem
\ |>rekið frekast leyfði og hefði illa
unað sfnum hag Iengi óvirkur,
sökum heilsuleysis eða elli. —
Helgi Hermann Eiríksson var
fæddui> 3. mai 1890 að Efri-
Tungu, Örlygshöfn við Patreks-
f jörð. Foreldrar hans voru Eirík-
ur bóndi Eirlksson, Mábergi á
Rauðasandi, Magnússonar og
kona hans Jóna Bergljót Thorodd-
sen, dóttir Einars Jónssonar
Thoroddsen á Látrum. —
Helgi vandist I æsku sinni og
uppeldi sveitastörfum sem títt
var, tók þátt I iðnaðarstörfum
heimilisins, lærði vel til verka,
m.a. vefnað til hlítar. 11—12 ára
réðst Helgi til sjós, sem hálfdrætt-
ingur, þótt ungur teldist og stóð
sig vel og sýndi þá þegar skap-
festu sína og dugnað, sem fylgdi
honum alla ævi. Hann stundaði
sjóinn síðan I 8 ár, fyrst sem há-
seti, síðan yfirmaður. — Hugur
Helga stóð þó til meiri mennta og
með tilstyrk Richardsbróður síns
sótti hann til Akureyrar, þar sem
hann lauk gagnfræðaprófi 1911,
— og sama ár skipstjóraprófi á
smáskipum. — Stúdentsprófi
lauk hann frá M.R. 1913, eftir að
hafa lesið 5. og 6. bekk utanskóla
á einum vetri, cand phil. prófi
lauk hann í Kaupmannahöfn
1914, prófi sem námuverkfræð-
ingur frá háskólanum I Glasgow
1919 og sérnámi í málmfræði og
rafmagnsfræði ,við sama skóla
vorið 1920.
Að loknu námi og reyndar áður
en því lauk, hóf Helgi rann-
sóknarstörf með tilliti til nýtingar
íslenzkra jarðefna. A árunum
1920—1925 vann hann við silfur-
bergsnámur að Helgustöðum
eystra, bergrannsóknum víða um
land auk mælinga og annarra
verkfræðistarfa fyrir opinbera
aðila.
Árið 1922 gekk Helgi að eiga
Jóhönnu Sigþrúði Pétursdóttur,
prests á Kálfafellsstað, Jónssonar
háyfirdómara Péturssonar og
Helgu Skúladóttur frá Sigrlðar-
stöðum I Ljósavatnsskarði. Var
hjónaband þeirra farsælt en barn-
laust. Stóð frú Jóhanna þétt við
hlið Helga I öllum þeim um-
svifum, sem störfum hans fylgdu
og bjó honum mjög vistlegt heim-
ili, að Sóleyjargötu 7 I Reykjavík.
Var þar oft gestkvæmt bæði til
fundarhalda, viðtala og sam-
kvæma svo báðum var sómi að, en
Helgi var glaðvær maður og þau
bæði hjón gestrisin mjög en
aldrei óhófsfólk. Frú Jóhanna var
iðnlærð sem ljósmyndari áður en
hún giftist Helga og skildi því
betur en ella baráttu hans fyrir
menntun og virðingu fyrir iðnaði
I landinu.
Hún lézt síðla árs 1958, mikill
harmdauði manni sínum, ættfólki
og vinum.
Árið 1923 tók Helgi við stjórn
Iðnskólans í Reykjavík, eftir Þór-
arinn B. Þorláksson, en var jafn-
framt kennari við Kvennaskólann
I Reykjavík til 1929. — Auk starfa
sinna sem skólastjóri, allt til árs-
ins 1954, gegndi Helgi margvís-
legum störfum á vegum Reykja-
víkurborgar, margháttuðum fé-
lagsmálum iðnaðarmanna og
verkfræðinga. Hann sat I bæjar-
stjórn árin 1938—46, sem fulltrúi
Sjálfstæðisflokksins, I bæjarráði
’41—46, I fræðsluráði, æskulýðs-
ráði og mörgum fleiri nefndum
borgarinnar. Hann var eftirlits-
maður með byggingu Hitaveitu
Reykjavíkur 1942—43. Hann var
form. Iðnráðs Reykjavíkur og
Landssambands iðnaðarmanna I
20 ár, sat I stjórn iðnlánasjóðs frá
stofnun hans 1935. Hann var einn
af stofnendum Sambands
iðnskóla á íslandi og formaður
þess, meðan hann var skólastjóri.
Hann sat í stjórn Sparisjóðs
Reykjavíkur og nágrennis árin
1932—1953, seinasta árið fof-
maður, eða þar tii hann gerðist
fyrsti bankastjóri Iðnaðarbank-
ans við stofnun hans það ár.
Iþróttamál lét Helgi og til sín
taka, var einn af frumherjum
golffþróttarinnar hér á landi, for-
maður Golfklúbbs Reykjavlkur og
síðar Golfsambands íslands I 10
ár.
Helgi ritaði mjög margt um iðn
aðar- og fræðslumál, samdi
kennslubækur og fræðirit um
jarðlög og efnafræði auk aragrúa
annarra greina um hugðarefni sfn
og áhugamál. Auk þess, sem hér
er rakið, átti Helgi drjúgan þátt I
samstarfi Norðurlandanna um
fræðslumál iðnaðarmanna og var
hin sfðari ár talinn: „The grand
old gentleman" þeirra samtaka.
— Fleiri opinber störf Helga
verða ekki hér upp talin, þótt
margt sé ónefnt, enda yrðu þar
seint gerð full skil. — Hinsvegar
má þess ekki vera ógetið, að innan
Oddfellowreglunnar var hann
þvílíkur starfsmaður og áhuga-
maður um hverskonar uppbyggi-
leg málefni að vart verður til jafn-
að, enda starfaði hann innan
Reglunnar óslitið, með elju og at-
orku fram á síðustu ævidaga, eða I
53 ár. Mun stúka hans, stúkan nr.
1 Ingólfur, nú sjá um útför hans
og votta ftonum þannig þökk sína
og virðingu. Munu flestir Oddfell-
owar landsins vilja taka I sama
streng.
Eins og margir vita, var Iðnað-
armannafélagið I Reykjavík stofn-
að 1867 til eflingar hagsmunum
og menntun iðnaðarmanna I land-
inu. Það rak ýmiskonar námskeið
og kvöldkennslu fyrir unga iðnað-
armenn framan af, en I formanns-
tíð Knuds Zimsen verkfræðings,
Jóns Þorlákssonar, sem einnig
varð borgarstjóri og síðar ráð-
herra, efndi félagið til reglulegs
skólahalds haustið 1904 sam-
kvæmt reglugerð er Jón gerði til-
lögu að og samþykkt var. Þetta er
Iðnskólinn I Reykjavík, og varð
Jón fyrsti skólastjóri hans. Iðnað-
armannafélagið átti og rak skól-
ann óslitið I rúm 50 ár, með styrk
frá ríki og bæ. Það byggðí og, að
mestu fyrir eigið framtak. Iðn-
skólahúsið við Lækjargötu, sem
tekið vár i notkun 1906. — Allt
frá því að Helgi kom heim frá
námi og aðallega frá 1923, er
hann tók við stjórn skólans, voru
störf hans fyrir iðnað og iðn-
fræðslu, mjög tengd félaginu.
Lagði hann þar gott til flestra
mála og var félaginu alla tíð góð-
ur og styrkur liðsmaður. Kann
félagið Helga hinar beztu þakkir
fyrir störf hans og stuðning,
ekki síst I 31 árs skólatíð hans, um
leið og það vottar minningu hans
virðingu og ættingjum hans sam-
úð. —
Helgi hlaut margvíslegan sóma
um sína daga fyrir vel unnin
störf. Hann var sæmdur stórridd-
arakrossi hinnar íslenzku fálka-
orðu, samsvarandi dönsku heið-
ursmerki, sænsku heiðursmerki,
heiðursmerki Landssambands
iðnaðarmanna úrgulli, gullmerki
Iðnaðarmannafélagsins I Reykja-
vík á 100 ára afmæli þess auk
ýmissa virðingarmerkja annarra.
Hann var heiðursfélagi margra
félagssamtaka iðnaðarmanna og
þeirrar Oddfellowstúku, sem
hann var fyrst og fremst félagi I
og enn mætti lengur telja. —
Undirritaður kann frá því að
segja, eftir rúmlega 40 ára kynni
og 30 ára samstarf, að hinn harði
húsbóndi og dugmikill athafnar-
maður, sem alltaf gerði þó meiri
kröfur til sjálfs sín en annarra,
gat stundum gengið fram af sam-
starfsfólki sfnu I að halda því að
verki, boða til funda á frídögum
o.s.frv. En hann hefir nú, fyrir
áratugum síðan, öðlast fulla virð-
ingu okkar, vináttu og þakkar-
hug. Nemendur hans kunnu sum-
ir varla að meta hörku hans, en
virtu hann jafnan að námi
loknu, semgóðan mannogréttsýn
an, enda hafði Helgi hreina lund
og ljúfa til að bera, það vissu þeir,
er þekktu hann nokkuð að ráði. —
Helgi var tengdur Iðnskólanum
I Reykjavík alla tlð eftir að hann
varð skólastjóri og á honum Ienti
það fyrst og fremst, lengi vel, að
berjast við „kerfið", — eins og nú
er kallað, reyna að vekja skilning
ráðamanna þjóðfélagsins fyrir
bættri verkmenntun I landinu og
útvega fjármuni I því skyni að
byggja viðunandi húsakosi fyrir
iðnfræðsluna. — Löng og erfið
barátta fyrir þessu hófst skömmu
eftir að hann tók við skólanum og
fyrsti sigur vannst er þáverandi
iðnaðarmálaráðherra skipaði
byggingarnefnd árið 1944, til þess
að undirbúa og sjá um byggingu
nýs skólahúss á Skólavörðuholti.
— Baráttan fyrir fjárveitingum
var hörð. — Skólar fyrir iðnaðar-
menn voru utan við ,,kerfið“, —
og Helgi var kvaddur til annarra
starfa áður en flutt yrði I hið nýja
hús við Skólavörðutorg, þó hvergi
nærri fullbyggt árið 1955.
Þegar lög um iðnskóla voru
samþykkt á Alþingi 1955 sköpuð-
ust ný viðhorf m.a. að þvi leyti, að
heimilað var, að upp yrði tekin
verkleg kennsla I skólunum, — og
fjárhagsábyrgð vegna iðnskól-
anna og iðnskólabygginga var létt
af iðnaðarmannafélögunum og
yfirfærð á ríki og sveitarfélög
sameiginlega, líkt og tíðkaðist um
kostnað við gagnfræðaskóla. —
Þessi nýja aðstaða kallaði á
breytta stjórnsýslu, aukin umsvif
skólanna og innreið verkkennslu i
fræðslukerfið. — En því miður
gleymdist ráðamönnum þjóðar-
innar þá, — og oft sfðar, að aukin
umsvif og verkefni kostuðu meiri
peninga. — Baráttan um fram-
kvæmdafé hélt því áfram og var
erfið á þeim árum. — Þótt Helgi
væri nú hættur sem skólastjóri,
hélt starf hans sem formaður
byggingarnefndar áfram og þegar
byggingaráformum var breytt
1963 til samræmis við kröfur
tímans um verkkennslu I skólum,
þurfti auknar fjárveitingar, en
tregðan á því sviði var söm við sig.
Málaleitan byggingarnefndarinn-
ar um að byggingarframkvæmdir
yrðu felldar undir sömu stofnun
og aðrar skólabyggingar I borg-
inni var synjuð og var nefndinni
og Helga því nauðugur einn kost-
ur að halda áfram þungri baráttu
fyrir fjárveitingum við skilnings-
lltil yfirvöld. 10 ára viðbótar bar-
áttutími bættist við. Og Helgi sat
enn við stjórnvöl byggingar-
nefndarinnar ásamt öðrum
nefndarmönnum, upphaflega
skipuðum, þar til segja má að
hann eygði þann dag að skila
mætti af sér störfum og afhenda
byggingaráfanga II. Það ætlaði
hann að gera formlega við 70 ára
afmælishátlð skólans, er haldin
verður upp úr næstu mánaða-
mótum. — Þessa langþráðu
óskastund mun Helgi nú ekki lifa
hérnamegin grafar,, en ekki efasl
ég um að hann muni, verða við-
staddur, sé lífió þess eðlis að slíkt
sé hægt, — hann trúði því, tel ég,
það mun koma fram I ljóðum
hans, sem þó örfáir vissu, að væru
til.
Helgi var mjög vinsæll meðal
kennara sinna og starfsliðs skól-
ans og vildu þar allir sóma hans
sem mestan, svo sem kennara-
félag skólans hefir sýnt og ein-
stakir aðilar I ræðum og ritum við
ýms tækifæri. —
Forráðamenn skólans hafa og
haft góðan hug til Helga og stóð
skólanefnd að því með fjárstuðn-
ingi fleiri aðila, að ævisaga hans
var skráð og gefin út I tilefni 80
ára afmælis hans 1970. Bókina
reit Guðmundur G. Hagalín rit-
höfundur eftir sögu Helga sjálfs
Þökkum + innilega auðsýnda
samúð við fráfall eiginkonu
minnar, móður, tengdamóður og
ömmu, LAUFEYJAR
JÖRGENSDÓTTUR,
írabakka 8.
Eiginmaður, börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Hugheilar þakkir fyrir auðsýnda
samúð og vináttu við andlát og
útför bróður okkar,
HANNESAR
KJARTANSSONAR,
Hrauni, Hnlfsdal.
Anna Kiartansdóttir,
Friðrik Kjartansson.
t
Fósturmóðir okkar,
GUÐRÚN SÆMUNDSDÓTTIR,
lézt að heimili sinu, Flókagötu 1 0, þann 1 6, þ.m
Sæunn Gunnarsdóttir, Lilja Þórhallsdóttir.
+
Konan min og móðir okkar,
REGÍNA ÞÓROARDÓTTIR,
andaðist, fimmtudaginn 1 7. okt.
Bjarni Bjarnason,
Edda Bjarnadóttir, Kolbrún Bjarnadóttir.
+
ÓLÖF GUÐFINNSDÓTTIR,
Sundstræti 24, ísafirði,
verður jarðsett frá ísafjarðarkirkju laugardaginn 19. okt n.k. kl.
14 00.
Börn, tengdaborn, barnabörn.
+
Öllum þeim, sem sýndu okkur samúð og vinsemd við fráfall sonar
okkar,
ÞORLEIFS KRISTINS ÁRNASONAR,
þökkum við af alhug Guð blessi ykkur öll.
Fyrirokkar hönd, systkina, tengdabarna og annarra vandamanna,
Þórgunnur Þorleifsdóttir,
Árni Guðiaugsson.
+
Jarðarför móðurokkar, tengdamóður, ömmu og langömmu,
LOVfSU RANNVEIGAR KRISTJÁNSDÓTTUR,
fer fram frá Suðureyrarkirkju laugardaginn 1 9. október kl. 2.
Þorgeir Ibsen, Edda Lárusdóttir,
Lovisa Ibsen, Egill Guðjónsson,
Arína Ibsen, Lilja Ölafsdóttir,
Halldór Ibsen, Sigþrúður Tómasdóttir,
Guðmundur Ibsen, Sesselja Guðnadóttir,
Helgi Ibsen, Þorbjörg Þorbjörnsdóttir,
Guðfinnur Jón Ibsen, bamabörn og bamabarnabörn.
+ Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför
BIRGITTU GUÐBRANDSDÓTTUR, Njálsgötu 40.
Vandamenn.
+
Innilegar þakkir fyrir hlýhug og vináttu við fráfall og útför dóttur
minnar, systur okkar og mágkonu,
GUÐFINNU SIGURÐARDÓTTUR,
Laugavegi 41.
Einnig vil ég færa læknum og hjúkrunarfólki Borgarspitalans kærar
þakkir fyrir góða umönnun I veikindum hennar.
Fyrir hönd barna minna og tengdabarna,
Ástrfður Jónsdóttir.