Morgunblaðið - 18.10.1974, Síða 30

Morgunblaðið - 18.10.1974, Síða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 I iÞRdnAFRíniR Monngsiiiis Hjalti leikur 400. leikinn HJALTI Einarsson, hinn gamalkunni leikmaður FH- liðsins og landsliðsins, nær merkum áfanga, er hann hleypur inn á völlinn til leiks við SAAB í Evrópu- bikarkeppninni. Þetta verður í 400. skiptið sem Hjalti ver mark FH í meist- araflokki, og munu fáir leikmenn hérlendis hafa leikið svo marga leiki. Munu FH-ingar heiðra Hjalta sérstaklega af þessu tilefni. Það er trú margra íþrótta- manna, að þeim gangi illa, þegar þeir eru heiðraðir í leikbyrjun. „Blómaleikir“ eru því illræmdir hjá mörgum. Hins vegar mun mörgum í fersku minni frammi- staða Hjalta í einum slíkum „blómaleik“ sínum. Sá var á móti rúmensku heimsmeisturunum um árið, — er Island gerði jafn- tefli við þá í ógleymanlegum leik í Laugardalshöllinni. Er vonandi að Hjalti verði í öðrum eins ham í leiknum á móti SAAB. Sá sem næstur kemur Hjalta að leikjafjölda i FH-liðinu er Árni Guðjónsson, sem leikið hefur 263 leiki með liðinu. Sá sem fæsta meistaraflokksleiki á að baki er svo hinn ungi en bráðefnilegi Sæ- mundur Stefánsson. FH-liðið í leiknum við SAAB verður annars þannig skipað: Leikir meðFH Landsl. Unglingal, Hjalti Einarsson 399 71 0 Geir Hallsteinsson 256 80 4 Viðar Símonarson 71 64 8 Gils Stefánsson 207 0 0 Sæmundur Stefánsson 31 0 0 Árni Guðjónsson 263 0 0 Jón Gestur Viggósson 206 0 7 öm Sigurðsson 97 0 4 Gunnar Einarsson 80 4 13 Þórarinn Ragnarsson 88 0 0 Ólaf ur Ei narsson 127 0 3 Birgir Finnbogason 190 34 8 Fyrirliði liðsins á leikvelli er Geir Hallsteinsson, en þjálfari er Birgir Björnsson. & Fjölbreyttur matseöill OpiÖ alla daga í hádeginu og á l<völdin. HÓTEL LOFTLEIÐIR holre^ Heimilismatur ipriöjubagur Soóin ýsa með hamsafloti eða smjöri jfimmtubagur Steiktar fiskbollur með hrísgrj. og karry Haugarbagur Soóinn saltfiskur og skata meó hamsafloti eóa smjöii iílánubagur Kjöt og kjötsúpa itlibbtkubagur Léttsaltaó uxabrjóst meó hvítkálsjafningi jföötubagur Saltkjöt og baunir S>unnubagur Fjölbreyttur hádegis- og sérréttarmatseóill Hjalti Einarsson tekur við verðlaunum fyrir FH-sigur f móti. Á morgun leikur hann sinn 400. leik með FH-liðinu. Reynslu- keppni fyrir HM ARGENTÍNUMENN, sem verða framkvæmdaaðilar næstu heims- meistarakeppni í knattspyrnu, hafa ákveðið að efna til „mini“ heimsmeistarakeppni annað hvort seint á árinu 1975 eða í byrjun árs 1976. Skal keppni. þessi fara fram í fjórum borgum í Argentínu: Mar del Plate, Cor- doba, Mendoza og Rosario. Er þetta gert í því skyni að þjálfa starfsfólk fyrir heimsmeistara- keppnina og reyna aðstæður allar. Flest liðin sem taka munu þátt I þessari keppni verða frá Suður- Ameríku, en nokkrum Evrópulið- um verður svo boðið til leiks. Reyndir menn hjá SAAB SEGJA MÁ, að valinn maður sé f hverju rúmi hjá sænsku meistur- unum Saab, sem leika seinni leik sinn f Evrópubikarkeppninni f handknattleik við FH á laugar- daginn f Laugardalshöllinni. Fjórir leikmanna liðsins eru margreyndir landsliðskappar og sjö að auki hafa leikið nokkra unglingalandsleiki. Kunnasti leikmaður SAAB-liðs- ins, Björn Anderson, risinn í sænskum handknattleik, mun þó sennilega ekki leika með liðinu að þessu sinni, en hann varð fyrir meiðslum í sumar og mun ekki búinn að jafna sig af þeim. Þó er ekki útilokað að Andersson verði með, hann er alla vega í hópnum sem SAAB gefur upp fyrir leikinn. SAAB-liðið í leiknum gegn FH verður þannig skipað: Markverðir: Hans Johnsson, 25 ára — hefur leikið 24 landsleiki. Jan Wagell, 22 ára — hefur leikið 1 unglinga- landsleiki. Mats Sjöberg, 23 ára — hefur leikið 4 unglingalands- leiki. Greger Larsson, 25 ára — hefur leikið 5 unglingalandsleiki. Jan Jonsson, 26 ára — hefur leik- ið 36 landsleiki. Lars Enström, 24 ára — hefur leikið 31 landsleik. Leif Olsson, 25 ára, hefur leik- ið 5 unglingalandsleiki. Per-Ove Andersson, 20 ára — hefur leikið 3 unglingalandsleiki. Claes Lager- ström, 19 ára. Bo-Lennart Pers- son, 22 ára — hefur leikið 4 ungl- ingalandsleiki. Kent Gustavsson, 23 ára — hefur leikið 4 unglinga- landsleikí. Björn Andersson, 24 ára — hefur leikið 65 landsleiki. Göran Berg, 23 ára. Lars Jonsson, 20 ára. Rolf Jonsson, 24 ára. Mikael Nystrand, 18 ára — hefur leikið 2 unglingalandsleiki. Rolf Jacobsson, 20 ára. Þjálfarar liðsins eru Roger Hedell og Jan-Áke Frekriksson. SAAB varð sænskur meistari í handknattleik í fyrra eftir mikla baráttu. Þar er keppnisfyrir- komulagið þannig í 1. deild, að 10 lið leika allir við alla I tvöfaldri umferð. Að lokinni þeirri keppni hafði IFK Malmö hlotið 29 stig, Frölunda 27 stig, Hellas 23 stig og SAAB 22 stig. Þessi fjögur félög kepptu síðan sín á milli um sænska meistaratitilinn. Vann SAAB Frölunda f undanúrslitum og mætti síðan Hellas i úrslita- keppni. Var hún mjög þtvísýn, en eftir þrjá leiki sigraði SAAB. Fyrsta leikinn vann SAAB 21:15, Hellas vann annan leikinn 17:14, en SAAB þann þriðja 20:17, eftir framlengdan leik. Heil umferð um helgar SU NVBREYTNI verður tekin upp f 1. deildar keppninni f handknattleik í vetur, að nokkrum sinnum verður leikin heil umferð um helgar, þ.e. tveir leikir fara þá fram á laugardögum og tveir á sunnudögum. Hingað til hafa leikir í 1. deildinni venjulega verið á miðvikudögum og sunnu- dögum, en mótanefnd HSl ákvað að gera tilraun til þess að breyta út af, m.a. með tilliti til þess, að laugar- dagsleikir f knattspyrnunni hafa jafnan verið bezt sóttir. Fyrsta leikhelgin verður laugardaginn 30. nóvember og sunnudaginn 1. desem- ber. Þá leika á laugardaginn Haukar — ÍR og Grótta—FH og á sunnudaginn Ár- mann—Víkingur og Fram—Valur. Sfðan verður leikhelgi 14. og 15. desember, 18. og 19. janúar og 1. og 2. marz. Stuðlar OPIÐ í KVÖLD! DansvJð til kl. 1 Matur framreiddur frá kl. 19.00 Borðapantanir frá kl. 16.00 í sima: 52502 Borðum eigi haldið lengur en til kl. 21.00 Veitingahúsið SKIPHOLL Strandgötu 1 - Hafnarfiröi - “5? 52502 Alþýðuhúsið Hafnarfirði FYRSTI STÓRDANSLEIKURINN eftir sumarfrí í kvöld BIRTA LEIKUR FRA KL. 9 - 1.00. Aldurstakmark 16 ára.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.