Morgunblaðið - 18.10.1974, Síða 31

Morgunblaðið - 18.10.1974, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 18. OKTÓBER 1974 31 Pressuleikur Ákveðið hefur verið að pressuleikur í handknatt- leik fari fram f Laugar- dalshöllinni n.k. sunnu- dagskvöld. Mun landsliðið sem heldur utan í næstu viku til keppni við Ung- verja, Vestur-Þjððverja, Svisslendinga og Luxem- borgara fá sína „general- prufu“ fyrir ferðína, og má búast við skemmtilegum leik. Val landsliðsins er óneitanlega nokkuð um- deilt, og því fróðlegt að sjá hvernig því vegnar f keppni við lið blaðamann- anna. Liverpool á toppinn og Arsenal á botninn Ómar Ragnarsson — vítaskytta og aðalskorari liðs treua- manna sendir þarna knöttinn í netið í leik gegn dómur- um f fyrra. Stjórn HSÍ mætir íþrótta- fréttamönnum Nokkrir leikir fóru fram í knattspyrnunni i fyrrakvöld og f gærkvöldi, og urðu úrslit þeirra þess valdandi, að lið höfðu sæta- skipti, bæði á toppinum f fyrstu deild og á botninum. Liverpool náði fyrsta sætinu f deildinni, þar sem Ipswich Town tapaði leik sfn- um fyrir Burnley, og jafntefli f leik Tottenham og Carlisle og tap Arsenal fyrir Manchester City þýðir það, að Tottenham kemst nú upp fyrir Arsenal á botninum. Úrslit leikja urðu annars sem hér segir: 1. deild: Everton — West Ham United 1:1 Burnley—Ipswich Town 1:0 Birmingham — Leeds United 1:0 Sheffield Utd. — Derby 1:2 Luton—Middlesbrough 0:1 Manchester City — Arsenal 2:1 Newcastle — Wolves 0:0 Tottenham —Carlisle 1:1 2. deild: Portsmouth — Manch. United 0:0 Sunderland — Sheffield Wed. 3:0 Cardiff — York 3:2 Oldham — Notts County 1:0 3. deild: Halifax — Southend 3:1 Plymouth — Aldershot 1:0 Brighton—Grimsby 3:1 Chesterfield — Bournemouth 0:0 Peterborough — Bury 3:1 Staðan í 1. deild eftir leiki þessa er sú, að Liverpool hefur for- ystuna með 17 stig eftir 12 leiki, Ipswich er 1 öðru sæti með 17 stig eftir 13 leiki, en er með óhag- stæðara markahlutfall er Liver- pool. Síðan kemur svo Man- chester City, sem einnig hefur hlotið 17 stig. Á botninum eru Luton Town með 8 stig, Tottenham með 7 stig og Arsenal með 7 stig. Manchester United hefur for- ystu í 2. deild og er komið með 21 stig að loknum 13 leikjum, en Sunderland hefur krækt í annað sætið, er með 18 stig að loknum 12 leikjum. I fyrrakvöld fóru einnig fram nokkrir leikir í deildarbikar- keppninni og urðu úrslit þeirra sem hér segir: Aston Villa—Crewe 1:0 Blackburn—Hartlepool 1:2 Liverpool — Bristol City 4:0 Norwich — West Bromwich 2:0 Stoke—Chelsea 1:1 1 fjórðu umferð leika því saman: Colchester — Southampton, Chester — Leeds, Newcastle — Fulham, Manchester United — Burnley, Sheffield United — Nor- wich, Liverpool — Middlesbrough, Ilarlepool — Aston Villa og Ipswich — Chelsea eða Stoke, en tvö stfðastnefndu liðin verða að leika þriðja leikinn um rétt til að taka þátt f fjórðu umferðinni. Blaðamenn völdu í gær lið sitt fyrir leikinn á sunnudaginn og verður það þannig skipað: Markverðir: Ölafur Benediktsson, Val Gunnar Einarsson, Haukum Aðrir leikmenn: Gunnsteinn Skúlason, Val (fyrir- liði) Geir Hallsteinsson, FH Björgvin Björgvinsson, Fram Hilmar Björnsson, KR Stefán Jónsson, Haukum Hörður Sigmarsson, Haukum Brynjólfur Markússon, ÍR Ágúst Svavarsson, IR Árni Indriðason, Gróttu Stefán Gunnarsson, Val Stefán Halldórsson, Víking Trausti Þorgrfmsson, Þrótti. Birgir Björnsson landsliðs- þjálfari og landsliðseinvaldur staðfesti á fundi með fréttamönn- um í gær, að leitað hefði verið eftir því við Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson að þeir gæfu kost á sér í landsliðið, en hvorugur hefði viljað ljá máls á því að svo stöddu. Þeir Geir og Björgvin ásamt Gunnsteini Skúla- syni, eru reyndustu menn pressu- liðsins, en auk þeirra hafa margir leikið fleiri eða færri landsleiki. EFTIR LANGA fundi og stranga ákvað stjórn Handknattleikssam- bands Islands að verða næsta fórnardýr hins frábæra liðs fþróttafréttamanna! Verður leik- ur þessara aðila forleikur að leik landsliðsins og pressuliðsins I Laugardalshöllinni á sunnudags- kvöldið, og eftir því sem fréttir herma eru báðir aðilar nú farnir að búa sig undir átökin af mikl- um krafti. Fararstjóri—fréttamaður I GÆR birtist f Þjóðviljanum klausa nokkur, þar sem einn af blaðamönnum blaðsins lýsir undrun sinni á þvf, að Helgi Daníelsson, hafi verið kostaður utan á leiki Islands við Dan- mörku og Austur-Þýzkaland af KSl, en síðan hafi hann ritað um Ieiki þessa í Morgunblaðið. Jafnframt er birt viðtai við Friðjón Friðjónsson, einn af stjórnarmönnum KSt, scm virðist vera harmi lostinn, en ftrekaðar tilraunir blaða- mannsins til að ná sambandi við formann KSl út af máli þessu báru ekki árangur. Þá fjallar Vfslr einnig um mál þetta í gær, en blaðamaðurinn er um það skrifar þar var þeim mun heppnari en Þjóðvilja- maðurinn, að hann náði f Ellert B. Schram, formann KSl, til þess að fá svar við spurningu sinni. Úr þvf sem komið er, telur undirritaður rétt að skýra mál þetta nokkuð, og þá fyrst og fremst fyrir þá sök, að leitast er við af framangreindum blöðum að gera Helga Daníelsson tor- tryggilegan. Eins og fram kemur í Þjóð- viljagreininni, lék fslenzka knattspyrnulandsliðið leik við Norðmenn þar ytra fyrir nokkr- um árum. Einn af fararstjórum íslenzka landsliðsins í þeirri ferð var Hallur Simonarson, fréttamaður hjá Vfsi. Ritaði hann sfðan um leik þennan f blað sitt, rétt eins og hann hefði verið sendur af því til þess að fylgjast með leiknum. Helgi Danfelsson hefur starf- að sem íþróttafréttamaður Morgunblaðsins meira og minna undanfarin ár, og þegar Helgi var valinn fararstjóri liðsins hafði undirritaður sam- band við hann og bað hann um að skrifa um leikina f Morgun- blaðið. Hefur Helgi gert slíkt áður, þegar eins hefur staðið á, t.d. um Iandsleiki Islendinga í Færeyjum, en þeir munu ekki hafa þótt það merkilegir að mönnum hafi þótt taka þvf að gera við það athugasemdir. Helgi tók að sér að skrifa um umrædda leiki fyrir blaðið með þeim fyrirvara að hann væri þarna sem fararstjóri, og því óvíst hversu mikinn tfma hann hefði. Hafði sfðan undirritaður samband við Helga eftir leikina og fékk upplýsingar hjá honum og var það algjörlega á mína ábyrgð að Heigi var titlaður fréttamaður blaðsins í umrædd- um greinum, enda taldi ég að þegar væri fordæmi fyrir þvi að fararstjórar KSl væru jafn- framt fréttamenn blaða. Næsta sem skeður í máli þessu er síðan það, að undirrit- uðum barst það til eyra að for- maður KSI væri óánægður með það, að Helgi hefði verið titlað- ur fréttamaður Mbl. í umrædd- um greinum, og hafði ég þá samband við hann. Reyndist mér mjög auðvelt að ná til for- mannsins. Vitnaði ég í samtali okkar til þess sem áður hafði gerst og var það mat mitt að sama regla ætti þá að gilda fyr- ir Morgunblaðið og gerði fyrir Vísi á sfnum tíma. Formaður- inn benti hins vegar á, að hann hefði ekki haldið um stjórnvöl- inn hjá KSl, þegar það mál gerðist, og væri það stefna sín að fararstjórar í ferðum KSI störfuðu ekki jafnframt á veg- um blaða, en þeim væri að sjálf- sögðu heimilt að gefa allar þær upplýsingar sem þeir gætu veitt. Óskaði Ellert eftir leið- réttingu í blaðinu, og var hún birt daginn eftir samtal okkar, — að mínu mati, eins og for- maðurinn óskaði eftir. Þessi ieiðrétting varð svo til þess að blaðamenn Vísis og Þjóðviljans geystust fram á ritvöllinn og er jafnvel farið að blanda Sjálf- stæðisflokknum f málið. Undirrituðum þykir það mið- ur hvernig vegið hefur verið að Helga Danielssyni í máli þessu, þar sem hann á enga sök, og er ég viss um að hann hefur rækt fararstjóraskyldur sfnar ekki síður en Hallur Símonarson gerði á sfnum tima, jafnvel þótt hann veitti sfðan Morgunblað- inu umbeðnar upplýsingar um leikina. Og að lokum: Þjóðviljinn hef- ur eftirfarandi eftir Friðjóni Friðjónssyni, gjaldkera KSl, sem var einn af fararstjórum fslenzka liðsins í ferðinni: „Friðjón Friðjónsson, gjald- keri KSl, sagðist harma svona misnotkun sem þarna hefði komið fram. Hann sagðist ekk- ert hafa vitað um að Helgi væri fréttamaður Mbl. í ferðinni, en stjórn KSI hefði viljað verð- launa Helga fyrir vel unnin störf sem formaður mótanefnd- ar KSl i sumar með þvi að gera hann að fararstjóra í þessari ferð. En síðan hefði hann séð, þegar hann kom heim, að Helgi hefði verið fréttamaður Mbl. í ferðinni. Slíkt hvarflaði ekki að mér og ég harma þetta, sagði Friðjón.“ Af þessu „gefna tilefni". Átti Friðjón Friðjónsson ekki sæti í stjórn KSl, er blaðamaður var valinn sem fararstjóri KSl? Hreyfði hann mótmælum við þvf, eða hefur það komið fram hjá gjaldkeranum, að hann hafi harmað að umræddur blaða- maður sendi blaði sinu fréttir af þeim leik sem hann fór á sem fararstjóri KSI? Æskilegt væri að fá svör við þessu frá gjald- keranum. Steinar J. Lúðvfksson. Lið íþróttafréttamanna á ein- stakan feril að baki — hefur ekki tapað leik, jafnvel þótt það hafi keppt við eigi slakari iið en dómaraúrval, sem hefði auðvitað aila lagaklæki íþróttarinnar á tak- teinum f leikjunum. Hefur mestu um munað hið mikla öryggi, sem íþróttafréttamannaliðið hefur sýnt i vítaköstum sínum, en þau hefur Ómar Ragnarsson jafnan tekið með hinum mesta glæsi- brag. Munu nú deilur uppi innan stjórnar HSl hverjum verði fórn- að i markið í leik þessum, en slíkt hlutverk þykir ekki öfundsvert þegar von er á skotum íþrótta- fréttamanna, sem hitta a.m.k. stundum f mark! Norður- landaþing UM þessa helgi þinga Norrænir frjálsíþróttaleiðtogar í Reykjavík. Koma hingað 9 menn frá Norður- löndunum til þessa fundar, sem hefst í Stjórnarherberginu á Hótel Loftleiðum kl. 9.30 i dag, Þetta er 31. fundurinn, sem leið- togar frjálsra íþrótta á Norður- löndum halda, og jafnframt þriðji fundurinn, sem fer fram hérlend- ís.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.