Morgunblaðið - 19.11.1974, Qupperneq 1
40 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
229. tbl. 61. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974
Prcntsmiðja Morgunblaðsins.
Grikkland:
Karamanlis hefur nú frjálsar hendur
til að gera stjórnarskrárbreytingar
Mikið áfall fyrir vinstri öflin
Aþenu 18. nóvember,
Ap—Reuter—NTB.
„VIÐ eigum eðlilega við mörg og
erfið vandamál að etja og þar rfs
Kýpurdeilan hæst, en við munum
takast á við vandamálin fast og
ákveðið," sagði Konstantion
Karamanlis, forsætisráðherra
Grikklands, á fundi með frétta-
mönnum f dag, eftir að Ijóst var
að flokkur hans, Nýi lýðræðis-
flokkurinn, hafði unnið gffur-
legan sigur f kosningunum f
Grikklandi. Fékk flokkurinn
54,56% atkvæða og 213 þingmenn
af 300. Með svo mikinn meiri-
hluta getur Karamanlis komið
stjórnarskrárbreytingum í gegn-
um þingið og er það álit frétta-
skýrenda að styrk stjórn undir
forsæti Karamanlis geti á
skömmum tíma leyst til fram-
búðar vandamál Grikklands og
rennt traustum stoðum undir lýð-
ræði f landinu á ný eftir 7 ára
einræðisstjórn herforingja. Kosn-
ingaúrslitunum hefur verið
fagnað vfða um heim. A
fundinum sagði Karamanlis einn-
ig, að það væri undir NATO
komið hver yrðu framtiðartengsl
Grikklands við bandalagið og
benda þessi ummæli til að
Karamanlis muni áfram nota hót-
unina um alger slit við NATO f
sambandi við lausn Kýpurdeil-
unnar.
Karamanlis mun tilkynna um
nýja stjórnarmyndun á miðviku-
dag eða fimmtudag og telja
stjórnmálafréttaritarar að hann
muni veita Miðflokkasamband-
inu, flokki George Mavros utan-
ríkisráðherra, aðild að stjórninni,
en sambandið fékk 20,41%
atkvæða og 65 þingsæti. Aðrir
Karamanlis veifar til stuðn-
ingsmanna sinna eftir að hafa
greitt atkvæði á sunnudags-
morgun.
Gífurlegar örvggisráðstafan-
flokkár, sem komu mönnum á
þing var Samgrfski sósíalista-
flokkurinn, sem fékk 13,61%
atkvæða og 12 menn kjörna og
Sameiningarflokkur vinstri
manna, sem fékk 9.20% og 10
menn kjörna. Aðeins flokkar, sem
fá yfir 17% atkvæða koma til
greina við úthlutun uppbótar-
þingsæta.
Kosningaúrslitin eru gífurlegt
áfall fyrir vinstri öfl í Grikklandi,
því að flokkur Karamanlis er
hægri flokkur og einnig Mið-
flokkasambandið, sem vill nánari
samvinnu við vestrænar þjóðir og
fulla aðild Grikklands að EBE.
Stjórnmálafréttaskýrendur
segja hið mikla fylgi Karamanlis
endurspegli þrá grísku þjóðarinn-
Framhald á bls. 39
Japans og Bandaríkjanna gegnum
þingið.
Fremur litið var um mótmæla-
aðgerðir í Tókió í morgun, en þó
voru 200 manns handteknir, er
þeir réðust gegn lögreglunni
skammt frá flugvellinum i dag.
Fréttamenn segja, að þrátt fyrir
að öfgamenn hafi reynt að æsa til
mótmælaaðgerða vegna komu for-
setans virðist sem svo að Japanir
séu svo uppteknir af eigin vanda-
málum, efnahagslegum og þjóð-
félagslegum, að þeir hafi nóg með
þau og hafa undirtektir verið
fremur dræmar. Þó gengu um 40
þúsund vinstri menn um miðbik
Tókioborgar í gær, framhjá
bandariska sendiráðinu til að
mótmæla heimsókninni svo og
stjórn Tanakas forsætisráðherra,
Framhald á bls. 39
seti um borð I þyrlu, sem flutti
hann inn f miðborg Tókíó, f gesta-
höll rfkisstjórnarinnar, þar sem
hann hvflist til morguns, til að
jafna sig eftir rúmlega 10 þúsund
km flugferð og venjast tfma-
mismuninum. Hin opinbera
heimsókn hefst þvf ekki fyrr en á
morgun, en Hirohito Japans-
keisari kemur til gestahallar-
innar til að bjóða forsetann form-
lega velkominn.
Heimsókn Fords til Japan er
mjög söguleg, þar sem hann er
fyrsti Bandaríkjaforseti, sem
kemur i opinbera heimsókn til
Japans, en hætta varð við för
Eisenhowers fyrrum Bandaríkja-
forseta árið 1960 vegna gifurlegra
mótmælaaðgerða í Japan, er
þáverandi Japansstjórn reyndi að
knýja nýjan öryggissáttmála milli
Ford og Kissinger við komuna til
Tókíó f gær.
Moro mynd-
ar stjórn
Kóm, 18. nóvember AP — NTB.
KRISTILEGI demókrataflokkur-
inn á Italfu samþykkti f dag ein-
róma að veita Aldo Moro heimild
til að mynda minnihlutastjórn til
að binda endi á 47 daga stjórnar-
kreppu f landinu og reyna að
leiða þjóðina út úr hinum mikla
efnahags- og þjóðfélagsvanda,
sem hún á nú við að etja.
Stjórnin verður mynduð með
Lýðveldisflokknum, sem aðeins
hefur örfáa þingmenn, en auk
þess hefur Moro tryggt stuðning
sósíalistaflokksins (marxista) til
að koma frumvörpum f gegnum
þingið. Stjórnarmyndunarheim-
ildin er mikill sigur fyrir Moro,
en hann hefur sætt ásökunum
fyrir að standa ekki nægilega fast
gegn tilraunum kommúnista til
að fá aðild að stjórninni.
Bæjarstjórnarkosningar fóru
fram á Italfu f gær og unnu
kommúnistar nokkuð á í þeim
kosningum, en Kristilegir demó-
| kratar töpuðu einhverju fylgi.
Tókíó, 18. nóvember,
AP—Reuter—NTB.
EINHVERJAR mestu öryggisráð-
stafanir í sögu Japans voru
gcrðar f dag, er einkaþota Geralds
Fords Bandarfkjaforseta lenti á
Tókfóflugvelli f dag. 25 þúsund
lögreglumenn voru á verði allt f
kringum flugvöllinn og eftir ör-
stutta móttökuathöfn, þar sem 10
opinberir embættismenn tóku á
móti Ford, gekk Bandarfkjafor-
Dagblað Alþýðunnar:
Rússar ógna ör-
yggiNorðurlanda
Peking, 18. nóv. Reuter.
DAGBLAÐ Alþýðunnar í Pek-
ing birti f gær grein, þar sem
ráðist er harkalega að Rússum
fyrir stóraukin flotaumsvif á
höfunum, sem liggja að Norð-
urlöndunum. Segir í greininni
að þessi hafsvæði hafi verið
hrifsuð undir sovézk yfirráð af
endurskoðunarsinnum í
Moskvu.
I greininni segir að stöðugt
fleiri sovézk herskip sigli nú
um Barentshaf og Eystrasalt
og teygi æfingasvæði sín út i
Norðursjó og inn á mitt N-
Atlantshaf og ógni öryggi við-
komandi landa mjög alvarlega.
ír vegna heimsóknar Fords