Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NOVEMBER 1974 13 Loftleiðir fá góðan vitnisburð í virtu neytendablaði „ÞRÁTT fyrir velauglýsta stad- hæfingu Pan American um að öll flugfélögin fljúgi á sama far- gjaidsverði, geta tvö flugfélög, er fljúga milli Evrópu og Amerfku — Loftleiðir og International Air Bahama boðið töluvert hagstæð- ari fargjöld en Pan American og hin 26 flugfélögin innan IATA- samtakanna sem ákvarða fargjöld alþjóðlegu flugfélaganna, sem halda uppi áætlunarferðum á þessari Ieið.“ Eitthvað á þessa leið farast hinu virta tímariti Consumer Report orð nýlega, en þetta rit er málgagn neytendasamtaka i Bandaríkjunum, sem Rapl Nader er helzti forsvarsmaður fyrir. í nýlegu hefti þess er fjallað sér- staklega um hvernig komast megi frá Bandaríkjunum til Evrópu flugleiðis með sem ódýrustum hætti. Eru þar tíunduó öll far- gjöld sem til boða standa og hvers kyns kosta kjör sem flugfélögin bjóða upp á í hinum ýmsu tegund- um fargjalda. í þessari grein er fjallað sér- staklega um Loftleiðir og Inter- national Air Bahama, dótturflug- félag Loftleiða, og er skemmst frá því að segja að bæði félögin fá þar mjög hagstæðan vitnisburð hvað fargjaldaverð snertir, eins og ofangreind tilvitnun ber með sér. í greininni er rakið, að Loftleiðir hafi haldið uppi áætlunarferðum til Bandarikjanna í rúmlega 20 ár og hjá félaginu hafi aldrei orðið mannskaði öll þessi ár. Fram kemur hvernig Loftleiðir og Air Bahama geti undirboðið IATA- flugfélögin í áætlunarfluginu yfir Atlantshafið með sérstakri að- stöðu sinni í Luxemborg. Einnig er i greininni sagt frá því að Air Bahama hafi i sumar boðið upp á sex ferðir milli Luxem borgar og Nassau á Bahamaeyj- um hvora leið, en frá Nassau megi komast til Miami á 45 minútum og fyrir 50 dollara. Hins vegar sé ferðin með Air Bahama yfir At- lantshafið um 10 dollurum hærri en með Loftleiðum. „Ef þér hyggist fara til staðar einhvers staðar nærri Luxem- borg, getur bo»-gað sig fyrir yóur að fljúga með Loftleiðum eða International Air Bahama til Luxemborgar og halda ferðinni áfram þaðan fremur en að fljúga beint á áfangastað með einhverju IATA-flugféIaganna,“ segir síðan í greininni. Þá er á það bent, að bæði Loftleiðir og Air Bahama bjóði upp á eins til 21. dagsferðir fram og til baka, sem séu sérlega hagstæðar fyrir þá sem hyggjast dveljast í Evrópu skemur en 14 daga og þess vegna ósambærileg við 14 til 21. dags ferðirnar sem önnur flugfélög bjóða upp á. Rithöfundurinn Flosi Ölafsson, cand phil. f útgáfu Árna Elfar. Á bókarkápu er skýrt frá því aó „Hneggjað á bókfell" sé sér- staklega tileinkuð starfsiiði Póstþjónustunnar í Reykjavík, „sem barist hefur við höfuð- skepnurnar í pósthúskjall- aranum frá þvi póstsögur hófust, við hin ægilegustu starfsskilyrði, og rækt skyldu sína, bæði í blíðu og striðu, sem og flóði og fjöru." Þjónar þetta ritverk Flosa þrennum tilgangi, samkvæmt umsögn útgefanda, þ.e.: „I fyrsta lagi er hægt að lesa hana, í öðru lagi gefa hana NúhneggjarFlosi Flosi Ólafsson rithöfundur og leikari er snemma á ferðinni með jólabók sína í ár. í fyrra kom bók hans „Slett úr klauf- unum" ekki á markað fyrr en fáum dögum fyrir jól, en seldist þó vel að sögn höfundar. Nú er önnur bók FloSa, „Hneggjað á bókfell", komin á markaðinn, og er hún eins og fyrri bókin myndskreytt með skopteikn- ingum eftir Árna Elfar. Þessari nýju bók sinni skiptir Flosi i tvo höfuðþætti, „Hermur“og„Þjóðspjöll". Um þau þáttaheiti segir í formála: „Vert er að geta þess að bæði þessi orð eru nýyrði i tungunni, en skáldbróðir Flosa, ritvinur hans og einlægur aðdáandi, Indriói G. Þorsteinsson, gaf honum þessi orð í skáldalaun fyrir ónefnt kvæði. „Herma er þýðing á alheims- orðinu parodie, en þjóðspjall skýrir sig sjálft.“ og í þriðja lagi er hugsanlegt að kíkja í hana áður en hún er gefin. í bókinni er víða komið við, en allt á innihaldið rætur sínar í islensku umhverfi þjóð- hátiðarársins í ár, atburðum þess, mönnum og málefnum." FIosi Ólaísson á bókfell Bætt 18 lögreglumönnum við W í Reykjavík A næsta ári verður bætt við 18 nýjum lögreglumönnum f Reykjavík, en engum nýjum lög- reglumanni hefur verið bætt við Lýður Björnsson formaður Sagnfræðingafélagsins AÐALFUNDUR Sagnfræðinga- félags íslands var haldinn 4. nóv. sl. Fráfarandi formaður, Björn Teitsson magister, gerði grein fyrir starfsemi félagsins sl. starfs- ár, en það hefur fengið sagnfræð- inga til að halda fyrirlestra um rannsóknarverkefni sín, haldið umræðufundi um nýútkomnar bækur sagnfyæðilegs efnis og um sögukennslu í skólum. Ennfrem- ur efndi félagið ásamt skólarann- sóknadeild menntamálaráðuneyt- isins til ráðstefnu um námsefni í sögu og samfélagsfræði í grunn- skóla sl. vor og fulltrúi þess sótti þing norrænna sagnfræðinga. Á aóalfundinum var mikið rætt um sögulegar sýningar og hlutverk félagsins á þeim vettvangi. Stjórn félagsins fyrir starfsárið 1974 — 1975 skipa Björn Teitsson magister, Eirikur Þormóósson cand. mag., Helgi Skúli Kjartans- son B.A., Jón Þ. Þór cand. mag. og Lýður Björnsson cand. mag., sem er formaður. sfðan nýju lögin voru sett um að rfkið tæki við löggæzlu af sveitar- félögum á árinu 1972. Hafa orðið af þessu mikil vandræði, þvf á sama tfma hefur vinnutfmi lög- reglumanna stytzt, orlof lengst, borgin þanist út f Breiðholt og Árbæ og umferð farið sfvaxandi. — Þetta er mikilvæg bót, sem ekki ber að vanþakka, sagði Sigurjón Sigurðsson lögreglu- stjóri, er hann var spurður um þetta. En ekki nóg samt, því ég bað um 100 lögreglumenn í viðbót og færði að því rök. Það er t.d. samdóma álit allra, sem með þessi Farmenn og fiskimenn átelja V-Þjóðverja „FUNDUR stjórnar F.F.S.t. fimmtudaginn 14. nóv. kl. 09.00 1974, ályktar eftirfarandi um uppkastið að landhelgissamningn- um við V-Þjóðverja. Sambandsstjórn telur þau samningsdrög, sem fyrir liggja ó- aðgengileg, og skorar þvi á rikis- stjórn og Alþingi að semja ekki á framkomnum samningsgrund- velli, og alls ekki meðan VÞjóð- verjar halda við þá kröfu sína, að fá veiðiheimildir fyrir frystitog- ara innan fiskiveiðilögsögunnar. Fundurinn átelur harðlega þá þvingunaraðferð, sem fram hefur komió að V-Þjóðverjar nota sam- bandsþjóðir sinar til að knýja fram nauðungarsamninga i þessu máli. Þá krefst stjórnin þess að land- helgisgæzlunni verði beitt til hins itrasta til verndar fiskiveiðilög- sögunni." mál fara að aukin umferðarlög- gæzla sé enn bezta ráðið til að fækka slysum og að góðri um- ferðarlöggæzlu er beinlínis sparn- aður. Áður en nýju lögin gengu í gildi 1972 var gert ráð fyrir einum lög- reglumanni á móti 500 íbúum og ríkislögreglumönnum að einum þriðja á móti heildartölunni, og var þá alltaf lágmarkstölu haldið. Með nýju lögunum var gert ráð fyrir þvi að dómsmálaráðherra ákvarðaði þetta að fenginni til- lögu lögreglustjóra, en þó ekki nema samkvæmt fjárveitingum, og þær urðu engar til viðbótar. Nú eru um 200 lögreglumenn i Reykjavík að meðtöldum rann- sóknalögreglumönnum, sem eru 30—32 talsins. Frá Fiskiþingi: Fiskleit og hafrannsóknir SAMÞYKKT tillaga á Fiskiþingi borin fram af fiskiðnaðar- og tækninefnd: 33. Fiskiþing telur, að hraða beri sem mest leit og rannsóknum á hinum ýmsu tegundum skeldýra og smáfiska, svo nokkur vissa fáist um magn þeirra og vaxtar- hraða. Einnig telur þingið, að athuga þurfi hvort hægt sé og hagkvæmt að veiða aðrar ónýttar fisktegund- ir á djúpmiðum, til vinnslu. Vill þingið fela stjórn Fiskifélagsins og fiskimálastjóra, að fylgjast vel með þessum athugunum, og ýta á eftir framkvæmdum. Nefndarmenn áttu tal við Hrafnkel Eiriksson fiskifræðing, og upplýsti hann, að stöðugt væri unnið að leit og athugunum á skel- og fisktegundum, með hag- nýtingu fyrir augum, en of hægt gengí vegna skorts á fjármagni. Taldi hann, að áfram yrði haldið leit að rækju og fljótlega yrði aukin athugun á magni kúfísks. Þá sagði hann, að unnið hefði verið að undirbúningi á athugun kræklings í Hvalfirði. Vegna þess, að leit og athugun á hinum ýmsu tegundum geta ekki farið frarn nema stuttan tíma i senn, geti verið hyggilegra að taka báta og minni tæki, ef hægt er, á leigu fremur en kaupa. sportbíll sem tekið er eftir! Strompleikur Laxness í útvarpinu STROMPLEIKURINN, gamanlcikrit Halldórs Lax- ness, verður flutt í útvarp- inu n.k. fimmtudagskvöld kl. 20,15. Stefán Baldursson leikstjóri mun flytja inn- gangsorð að verkinu, en meðal leikara eru Guðbjörg Þorbjarnardóttir, Róbert Arnfinnsson, Þorsteinn Gunnarsson, Brynja Bene- diktsdóttir, Valur Gíslason, Kristbjörg Kjeld og Valde- mar Hclgason. Kynnist MAZDA 929, bíl sem er glæsilegur út- lits, en án alls prjáls Undir vélarhllfinni er 1 800 cc. vél, sem er í senn aflmikil og sérlega sparneytin í innréttingunni er lögð sérstök áherzla á þægmdi farþega og ökumanns: Framsætin eru stólar með afturhall- anlegum bökum og höfuðpúða.teppi á gólfum og pluss eða vinyláklæði á sætum, öflug miðstöð og loft- ræstikerfi með 3 hraða blásara. vindlingakveikjari og bak- sýnisspegill með nætur- stillingu. Og öryggið gleymist heldur ekki Tvöfalt hemlakerfi — diskahemlar að framan meðaflátaki (power- bremsur). stýrisás. sem leggst saman við árekstur, stál- bitar I hurðum og toppi, bólstrað mælaborð. 3 hraða rúðuþurrkur og rúðusprauta, rafmagnshituð aftur- rúða, snúningshraðamælir klukka og fl. Komið, hrmgið eða skrifið og fáið nánari upplýs- ingar um MAZDA 929 SiBÍLABORG HF. HVERFISGÖTU 76 S/MI 22680

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.