Morgunblaðið - 19.11.1974, Side 16
\0 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthias Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6. simi 10 100.
Aðalstræti 6, simi 22 4 80.
Áskriftargjald 600.00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35.00 kr. eintakið.
Kosningarnar í Grikk-
landi sl. sunnudag
marka óneitanlega þátta-
skil í stjórnmálasögu lands-
ins. Þar hefur ekki setið
þing, kjörið á lýðræðis-
legan hátt, síðan herfor-
ingjarnir gerðu byltingu
1967. Og væntanlega mun
nú í kjölfar kosninganna
verða mynduð á nýjan leik
þingbundin ríkisstjórn í
Grikklandi. Þegar herfor-
ingjarnir hrökkluðust frá
völdum sl. sumar og borg-
araleg ríkisstjórn tók við
völdum, fengu Grikkir á ný
að njóta lýðréttinda og
pólitískum föngum var
sleppt. Þessir atburðir í
Grikklandi eru því
fagnaðarefni meðal allra
lýðræðisþjóða.
1 flestra augum virtist
herforingjastjórnin svo
föst í sessi, að menn áttu
almennt ekki von á því, að
lýðræðislegir stjórnar-
hættir yrðu endurreistir í
Grikklandi í bráð. Síst gátu
menn vænst þess, að hún
hrökklaðist frá völdum án
átaka eins og raunin varð
á. Sumir höfðu haldið því
fram, að Grikkir væru ekki
nægilega þroskaðir til þess
að halda uppi lýðræðislegu
stjórnkerfi, og einmitt af
þeim sökum stæði herfor-
ingjastjórnin föstum
fótum. Allt þetta reyndist á
misskilningi byggt. Inn-
viðir herforingjastjórn-
arinnar voru ekki sterkari
en svo, að hún féll á sjálfs
síns bragði.
Það var mikið áfall fyrir
lýðræðisþjóðir í Evrópu og
einkum þó Atlantshafs-
bandalagsþjóðirnar, þegar
herforingjarnir tóku með
hernaðarofbeldi völdin í
Grikklandi. Margir Grikkir
háðu hetjulega baráttu
fyrir frelsi landsins í
neðanjarðarhreyfingum
heima fyrir og á opin-
berum vettvangi erlendis.
Og innan Atlantshafs-
bandalagsins reyndu Norð-
urlandaþjóðirnar m.a. að
beita pólitískum þrýstingi
til þess að veita lýðræðis-
öflunum stuðning. Þær
raddir heyrðust oft og ein-
att að rétt væri að vikja
Grikkjum úr bandalaginu,
þar sem einföldustu lýð-
réttindi voru þar fótum
troðin. Atlantshafsbanda-
lagið hefur á hinn bóginn
ekki hlutast til um innan-
ríkismálefni aðildarþjóð-
anna og var því ávallt í
erfiðri aðstöðu gagnvart
Grikklandi.
Nú hafa herforingja-
stjórnir fallið bæði í Grikk-
landi og Portúgal. í Portú-
gal er þó enn allt í óvissu
um það, hvort lýðræðis-
öflin verða ofan á, þegar
upp verður staðið. I Grikk-
landi gerist það á hinn bóg-
inn, aö það eru traustustu
lýðræðisöflin, sem taka við
stjórnartaumunum eftir
fall herforingjastjórn-
arinnarogleiðaþjóðina úr
fjötrum til frelsis. Mikill
kosningasigur Karamanlis
forsætisráðherra staðfestir
á afar skýran hátt hug
þjóðarinnar í þessum
efnum. Ýmsir höfðu búist
við, að sósíalistar undir
forystu Papandreu myndu
sópa að sér fylgi i þessum
kosningum. Sú varð hins
vegar ekki raunin á og
kosningaúrslitin eru veru-
legt áfall fyrir sósíalista.
Karamanlis er gamall og
rótgróinn stjórnmála-
maður í Grikklandi. Hann
var forsætisráðherra 1955
til 1963 og margir líta svo
á, að það hafi verið timabil
stöðugleika og heilbrigðra
stjórnarhátta í Grikklandi.
Þegar Karamanlis kemur
nú úr sjálfskipaðri útlegð
setja Grikkir á ný traust
sitt á hann. Þessi úrslit
grísku kosninganna hljóta
að vera fagnaðarefni meðal
lýðræðisþjóðanna og von-
andi eiga þau eftir að
styrkja lýðræðislega
stjórnarhætti í sessi þar í
landi.
Hinu er ekki að leyna, að
aðstaða Grikkja er mjög
erfið eins og sakir standa.
Það verkefni bíður þings-
ins, sem nú hefur verið
kjörið, og þeirrar ríkis-
stjórnar, er við tekur, að
semja nýja stjórnarskrá
fyrir landið og á grundvelli
hennar verður efnt til
nýrra þingkosninga síðar.
Þá verður það og viðkvæmt
mál, þegar tekin verður
ákvörðun í þjóðaratkvæða-
greiðslu um framtíð kon-
ungdæmisins, en hún mun
fara fram innan skamms.
Spurningin um endur-
reisn konungdæmisins
snýr einvörðungu að
Grikkjum sjálfum. Á hinn
bóginn verður fróðlegt að
fylgjast með því, hvernig
hin nýja stjórn tekur utan-
ríkismálefnum og hver af-
staða hennar verður til
annarra þjóða. Kýpurævin-
týri herforingjanna og sú
auðmýking, sem Grikkir
urðu þar fyrir, hefur
greinilega rist djúpt i hugi
fólksins. Grikkir þurfa því
að endurheimta sjálfsvirð-
ingu sína á ný eftir þær
ófarir. Þeir hafa að miklu
leyti skellt skuldinni á
Bandaríkjamenn. í því
sambandi er þó athyglis-
vert, að sósíalistar er höfðu
forystu um þær ásakanir,
skyldu bíða slíkan ósigur,
sem raun varð á. Eigi að
síður er hér um að ræða
atriði, sem haft getur veru-
leg áhrif á utanrikisstefnu
Grikkja á næstunni.
Hvað sem slíkum innan-
landserfiðleikum viðvíkur,
skiptir hitt mestu, að lýð-
ræði hefur nú verið endur-
reist á rústum herforingja-
veldis. Sú þróun og ein-
dreginn sigur lýðræðisafl-
anna í kosningunum sl.
sunnudag eru Grikkjum til
mikils álitsauka og víst
mun virðing þeirra vaxa í
augum þjóðanna.
Ur fjötrum til frelsis
jT
Islenzka
formúlan
Kommúnistar á útifundi I Lissa-
bon.
WASHINGTON — Þrálátur
orðrómur um samsæri CIA um
að veikja portúgölsku stjórnina
vekur þá spurningu hvað dr.
Kissinger átti við þegar hann
sagði. „Ég fæ ekki séð hvers
vegna við þurfum að halda að
okkur höndum og horfa upp á
það að land gangi kommúnist-
um á hönd vegna ábyrgðarieys-
is þjóðarinnar."
Dr. Kissinger gerði þessa at-
hugasemd samkvæmt skjölum,
sem birt voru nýlega, í umræð-
um „fjörutíu manna nefndar-
innar“ 1970 um leynilegar að-
gerðir í Chile.
Erfitt er að leggja trúnað á
orðróminn frá Lissabon, þótt
ekki væri nema vegna þess að
fróðir heimildarmenn í Wash-
ington eru sammála um, að það
væri heimska á hæsta stigi að
róa undir byltingu í Portúgal.
En Kissinger hefur aðrar leiðir
til að framfylgja markmiðum
sínum og ýmsir stjórnmála-
menn í NATO-löndum eru ugg-
andi um að hann geti gengið of
langt. Þeir halda að hann reyni
að nota NATO með kænsku-
brögðum til að hafa áhrif á inn-
anlandsstjórnmál aðildarland-
anna.
Kommúnistarnir, sem nú
sitja f ráðherrastólum í Portú-
gal, og kommúnistar á Italíu
segja að þeir vilji ekki úrsögn
landanna úr NATO. Ef þeir
beiti sér fyrir úrsögn úr NATO
liti út fyrir að færzt væri nær
sovézku herbúðunum og beir
muni glata stuðningi almenn-
ings. Ymsir telja aðild að
NATO tryggingu fyrir lýðræði
og þar með forsendu þess, þótt
öfugsnúið sé, að lönd þeirra
geti veitt sér að hleypa komm-
únistum í ríkisstjórn.
Með samþykki við aðild
Portúgals að NATO getur því
virzt að Washington-stjórnin
gefi ráðamönnum í Róm bend-
ingu um að ítalía geti einnig
verið áfram f NATO og jafn-
framt haft nokkra kommúnista
í stjórn. Vitaskuld er þetta ekki
sá boðskapur sem Washington-
stjórnin vill koma á framfæri
°g hún hefur stundað býsna
fiókið baktjaldamakk til þess
að kynna sjónarmið sín.
Nú hefur fundi landvarna-
ráðherra NATO og kjarnorku-
skipulangsnefndar bandalags-
ins verið frestað. Ein ástæðan,
sem stjórnin í Washington
nefndi, var sú að ekki væri
hægt að ljóstra upp stórmikil-
vægum leyndarmálum í áheyrn
ríkisstjórnar, sem kommúnistar
ættu sæti í og gæti komið þeim
áleiðis til Moskvu.
Hún gerði einnig þeim
itölsku stjórnmálamönnum,
sem eru hlynntir samsteypu-
stjórn með aðild kommúnista,
viðvart um að verið gæti að þeir
yrðu að lokum að velja milli
slíkrar samteypustjórnar og
NATO-aðiIdar.
Þetta var alls ekki eins ófág-
uð íhlutun um innanrfkismál
annarra landa og stjórninni f
Washington hefur oft verið
borið á brýn. Hana var hægt að
réttlæta og hún var réttlætt á
þeirri einföldu forsendu að í
Bandaríkjunum gilda viss lög
um meðferð leynilegra upplýs-
inga og að þjóðþingið tæki
stjórnina til bæna ef hún færi
ekki eftirþeim.
Bak við þetta allt býr marg-
slungin saga samningaumleit-
ana n.illi Bandaríkjanna og
samherja þeirra í NATO er
hófst með leit að lausn, sem
sum aðildarrfki aðhylltust og
hefði getað komið í veg fyrir
frestun. Þau kynntu sér ræki-
lega „íslenzku formúluna" sem
eitt sinn leyfði samsteypustjórn
f Reykjavik, er kommúnistar
áttu sæti í, að meðhöndla leyni-
legar NATO-upplýsingar.
En ísland ræður ekki yfir eig-
in varnarliði og var fúst að láta
sér lynda takmarkað flóð upp-
lýsinga frá NATO. Um ákvarð-
anir í utanríkismálum, er tóku
til gagna frá NATO, var fjallað
samkvæmt samkomulagi milli
utanríkisráðherrans og forsæt-
isráðherrans og þær voru ekki
ræddar í ríkisstjórninni. Jafn-
vel þótt Portúgal gæti sætt sig
við þessa formúlu — en svo er
ekki — mundi hlutverk vinstri-
sinnaðra hermanna f stjórn-
rnálakerfinu og f varnarbákn-
inu valda frekari vandkvæðum.
„Islenzka formúlan" var því
lögð á hilluna og stjórninni I
Lissabon gefið til kynna að hún
gæti hjálpað upp á sakirnar ef
hún tæki ekki þátt f Rómar-
fundinum af fúsum vilja.
Portúgal hefur aldrei áður átt
aðild að kjarnorkuskipulags-
nefndinni en skömmu fyrir fall
Caetano-stjórnarinnar sóttu
Portúgalar um þessa aðild, sem
þeir höfðu alltaf haft rétt á, og
nú þóttust þeir ekki taka eftir
þvf að þeim var gefið í skyn að
þeir skyldu halda sig í burtu.
Beiðni Portúgala um efna-
hagsaðstoð þegar Gomes forseti
var nýlega f heimsókn f Wash-
ington kallaði einnig fram kur-
teislegan fyrirlestur frá Kiss-
inger um vandkvæðin á því að
fá þjóðþingið til þess að sam-
þykkja fjárveitingar nú orðið,
einkum til landa sem eru bendl-
uð við kommúnisma.
Portúgalskir embættismenn
halda því fram, af jafnmikilli
kurteisi, að efnahagsaðstoð
mundi afstýra yfirvofandi at-
vinnuleysi f stórum stíl og sam-
farandi stjórnmálaólgu sem
gæti hrundið landinu lengra til
vinstri. Með þvf að draga að-
stoðina á langinn og nota hana
sem pólitískt vopn geti verið að
Washington-stjórnin flýti fyrir
einmitt þeim afleiðingum sem
hún vilji koma í veg fyrir.
Engar þær ferðir, sem hafa
verið farnar á vegum CIA og
bandaríska utanríkisráðuneyt-
isins til Portúgals til að kanna
hvert vindurinn blæs, engar
heimsóknir háttsettra sósíal-
demókrata frá Vestur-Evrópu
Framhald á bls. 31