Morgunblaðið - 19.11.1974, Side 17
Tvær brey tingar í kvöld
BIRGIR Björnsson, landsliðsþjálfari og einvaidur, ákvað að gera tvær breytingar á landsliðinu,
sem leikur við Þjóðverja f kvöld, frá leiknum á sunnudaginn. Ragnar Gunnarsson, markvörður úr
Armanni, kemur inn f liðið í stað Hjalta Einarssonar, FH, og Páll Björgvinsson úr Vfkingi kemur f
stað Gunnars Einarssonar, FH. Er þetta f þriðja sinn, sem Páll er valinn f landsliðið, og Ragnar á
einnig tvo landsleiki að baki.
Leikurinn f kvöld hefst kl. 20.30. Hin ágæta frammistaða fslenzka liðsins f leiknum á sunnudags-
kvöldið gefur vonir um möguleika á sigri f leiknum f kvöld. En til þess að þær vonir megi rætast
þarf fslenzka liðið að fá góðan stuðning frá áhorfendum, sem það reyndar fékk á sunnudagskvöldið.
Forsala aðgöngumiða að Iandsleiknum verður f Laugardalshöll frá kl. 18.00 f dag og er fólki
ráðlagt að tryggja sér miða f tfma, þar sem búast má við, að uppselt verði á leikinn.
tSLENZKG bandmintonleik-
mennirnir sóttu ekki gull f greip-
ar andtæðinga sinna á hinum
Norðurlöndunum á NM f band-
minton, sem fram fór f Ösló nú
um helgina. Friðleifur Stefáns-
son komst að vfsu f aðra umferð f
einliðaleiknum en aðrir leikir
töpuðust bæði í einliðaleik og tvf-
liðaleik, þannig að um frekari
þátttöku tslendinganna var ekki
að ræða.
Þó svo að þeir Haraldur
Kornelíusson, Steinar Pedersen,
Friðleifur Stefánsson og Óskar
Guðmundsson séu sennilega okk-
ar sterkustu badmintonleikmenn
þá eiga þeir þó enn langan veg
ófarinn áður en þeir standa jafn-
fætis beztu mönnum Dana og
Svía. Þeir félagarnir sem og aðrir
islenzkir badmíntonáhugamenn
geta þó glatt sig við þá staðreynd,
að 1976 verður Norðurlanda-
meistaramótið í badminton haldið
á íslandi. Búast má við þátttöku
allra beztu badmintonleikmanna
Norðurlanda, manna eins og
Sveind Pri, sem telja verður ann-
an sterkasta badmintonleikmann
í heimi um þessar mundir.
Haraldur Kornelíusson mætti
fyrrnefndum Svend Pri í fyrstu
umferð og hafði lítið að gera í gin
ljónsins. 1 fyrri lotunni náði Har-
aldur þó fimm punktum, betri
árangri en búizt hafði verið við.
Seinni lotuna vann svo hinn
sterki Dani 15—1.
Gegn Noregsmeistaranum
Thoresen gekk Steinari Pedersen
nokkuð vel framan af og var kom-
inn í 12—5 þegar úthaldið brást. 1
framlengdum leik sigldi Norð-
maðurinn örugglega fram úr og
vann 18—13. Seinni lotan endaði
15—6, þeim norska í vil.
Óskar Guðmundsson átti aldrei
möguleika gegn Svianum Hellein,
sem er Evrópumeistari unglinga.
i fyrri hrinunni fékk Óskar ekki
punkt, en einn f þeirri síðari,
15—0 og 15—1.
Friðleifur Stefánsson hafði yf-
irburði í fyrri leik sínum við Dahl
frá Noregi og vann 15—6. Seinni
hrinan var svo jafnari en Friðleif-
Haraldur Kornelíusson — lenti á
móti hinum óopinbera heims-
meistara Svend Pri frá Dan-
mörku f fyrsta leik, og stóðst
honum eðlilega ekki snúning.
ur hafði betur í framlengingunni
og vann 18—16. 1 næstu umferð
mætti Friðleifur Dananum
Flemming Delfs, geysilega sterk-
um og skemmtilegum leikmanni.
Úrslitin gátu ekki orðið nema á
einn veg. Daninn hlaut að sigra. 1
fyrri leiknum fékk Friðleifur 4
punkta og 2 f seinni.
í tvíliðaleiknum slógu Svein Pri
og Poul Pedersen þá Óskar og
Friðleif út strax í fyrstu umferð-
inni. Úrslitin urðu 15:2 og 15:5
fyrir Danina.
Haraldur og Steinar mættu hins
vegar Norðmönnunum Thoresen
og Ringdal og hefðu átt að geta
sigrað en frammistaða þeirra var
slök og sigurinn varð Norðmann-
anna: 15—6 og 15—9, án mikilla
átaka.
Þar með var islenzki þátttöku
Iokið i þessu Norðurlandamóti, og
það, sem eftir var mótsins, máttu
Islendingarnir gera sér að góðu
að fylgjast með úr áhorfendastúk-
unni. Finnunum gekk þó ekkert
betur og eins og landinn unnu
þeir aðeins eínn leik.
Allir meistaratitlarnir fóru til
hinna snjöllu Dana og má með
sanni segja, að mótið hafi verið í
einkaeign þeirra. Úrslitaleikirnir
fóru sem hér segir:
Einliðaleikur karla: Svend Pri
vann Flemming Delfs 9—15,
15—10 og 15—5.
Tvíliðaleikur karla: Svend Pri
og Poul Pedersen unnu Flemm-
ing Delfs og Eglo Hansen 15—10
og 15—6.
Einliðaleikur kvenna: Lena
Koppen, Danmörku, vann
Annettu Börgesen, Svíþjóð, 11—1
og 11—6.
Tviliðaleikur kvenna: Lena
Koppen og Imre Nielsen unnu
Termille Kaargard og Önnu Flint
10—15 — 15—10 og 18—15.
Tvenndarleikur: Eglo Hansen
og Termille Kaargard unnu Poul
Pedersen og Önnu Flint 15—12
og 15—12.
Axel Axelsson meö verðlaunagrip þann er Morgunblaðið veitti honum
sem markakóng Islandsmótsins 1974.
Rætt við Axel Axelsson um
veru hans í Þýzkalandi
— Ég kann sérstaklega vel við
mig í Þýzkalandi og er ánægður
hjá Dankensen, sagði Axel Axels-
son, handknattleiksmaðurinn
góðkunni f viðtali, sem Morgun-
blaðið átti við hann um helgina
en þá tók Axel við verðlaunum
markakóngs Islandsmótsins f
handknattleik 1974, sem Morgun-
blaðið veitti honum. — Þetta
hefur verið okkur nýtt og
skemmtilegt líf, sagði Axel, — og
ég hef getað helgað fþróttinni
þann tfma, sem mig hefur lengi
langað til. Auk þess hefur maður
kynnzt nýjum viðhorfum og nýju
fólki, sem hefur verið okkur ein-
staklega alúðlegt og almennilegt.
Axel hefur nú leikið fjóra leiki
með liöi sinu í 1. deildar keppn-
inni þýzku og hefur það sigrað i
öllum leikjunum og hefur forystu
i riðlinum. I þessum fjórum leikj-
um liðsins hefur Axel skorað 20
mörk, eða fimm mörk að meðal-
tali í leik, sem erglæsileg frammi-
staða, ekki sízt þegar tekið er tillit
til þess, að v-þýzk lið eru þekkt
fyrir að leika harðan og góðan
varnarleik. Nokkur þessara
marka hefur Axel skorað úr víta-
köstum, en hann tekur öll vita-
köst fyrir lið sitt.
— Það er mjög skemmtileg
stemmning i iiðinu, sagði Axel.
Við æfum þrisvar sinnum í viku,
tvo tima í senn, og leikum svo
yfirleitt einu sinni til tvisvar í
viku. Eftir æfingarnar borðum
við saman og ræðum við þjálf-
arana um æfinguna og árangur
liðsins og leikmanna á henni.
Menn eru hvattir til þess að segja
það umbúðalaust, sem þeir meina,
og það er jafnan reynt að komast
strax til botns i þeim vanda-
málum, sem kunna að skjóta upp
kollinum.
Axel sagði, að gifurlegur
munur væri á æfingunum hjá
Dankensen og þeim, sem hann
hefði kynnzt áður. Fyrst og
fremst hefði liðið æft í allt sumar,
og leikmennírnir ekki fengið
nema hálfsmánaðarhlé. Var
sumartiminn mest notaður til
þess að byggja upp líkamann,
enda væri likamsstyrkur leik-
manna í þýzka handknattleiknum
áberandi miklu meiri en islenzkra
leikmanna. Þegar að keppnistima-
bilinu leið var svo farið að æfa
upp leikkerfi, en Axel sagði, að
lið hans legði mikið upp úr
„taktik" og væri réyndar talið það
lið i Þýzkalandi, sem léki mest
með leikkerfum. Leikkerfin voru
síðan reynd og mótuð í æfinga-
leikjum, oftast við lið i þrióju og
f jórðu deild.
Þegar Axel var að þvi spurður
hver væri megin munurinn á því
að leika handknattleik i Þýzka-
Iandi og á Islandi, svaraði hann að
þar kæmi margt til. Fyrst og
fremst hefði það komið sér á
óvart hversu miklu harðari hand-
knattleikurinn væri i Þýzkalandi,
og þar væri ekki óalgengt, að leik-
menn gerðu sig seka um hreinan
ruddaskap i leik. — Maður fær
ósjaldan beinlínis á kjaftinn,
sagði Axel, — og menn kunna hin
ótrúlegustu brögð, sem þeir hika
ekki við að beita, ef þvi er að
skipta. Það eina, sem heldur
þessu svolítið niðri, er, að dóm-
ararnir eru yfirleitt mjög góðir og
ákveðnir. Þá kom það mér nokkuð
á óvart hversu gífurlegur munur
er að leika á heimavelli og á úti-
velli. Það heyrir til algjörrar
undantekningar ef ekki er upp-
selt á leiki, og geta áhorfendur
því skipt þúsundum, og þeir láta
sannarlega til sin heyra, og hjálpa
liðum sinum ótrúlega mikið. Eftir
fyrsta leik okkar á heimavelli í
vetur, þótti forráðamönnum
liðsins sem áhorfendur hefðu
ekki tekið nógu virkan þátt i
leiknun, og í viðtölum við blöðin
eftir leikinn hundskammaði þjálf-
arinn okkar áhorfendur. Sagði að
það væri alltaf eins. Áhangendur
Dankensen væru verstu áhang-
endur í Þýzkalandi og gerðu
ekkert til þess að hjálpa liðinu.
Og það var eins og við manninn
mælt. Næst þegar við lékum
heima var slík stemmning í hús-
inu, að ég hef aldrei kynnzt öðru
eins. Ekki einu sinni i leiknum
góða á móti Frakklandi í fyrra-
vetur, þegar áhorfendur i Laugar-
dalshöllinni komu okkur þá meira
til hjálpar en ég man eftir að hafi
gerzt hér heima áður. Nei —
heimavöllurinn hefur ótrúlega
mikið gildi, þar sem þannig áhorf-
endur eru.
Eins og allir, sem fylgzt hafa
með handknattleik og ferli Axels
Framhald á bls. 23
Landsliðsmennirnir og félagarnir úr Fram: Pétur Jóhannesson, Axel Axelsson og Björgvin Björgvinsson.
Nýtt og skemmtilegt líf
FRIÐLE3FUR SÁ EENI, SEM VANN LEIK
Nwðurlandamótið í badminton á Lslandi 1976