Morgunblaðið - 19.11.1974, Síða 21

Morgunblaðið - 19.11.1974, Síða 21
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974 21 Góð skotnvting en markvarzla slök MBL. lét gera yfirlit yfir frammistöðu einstakra leikmanna íslenzka lands- liðsins f leiknum gegn Austur-Þjóðverjum. Þegar þetta yfirlit er skoðað, vek- ur slök frammistaða mark- varðanna mesta athygii, en að öðru leyti virðast leik- menn hafa staðið sig ágæt- lega, með örfáum undan- tekningum þó. Birgir Finnbogason stóð i markinu nokkru lengur en félagi hans, Hjalti Einarsson. Birgir fékk á sig alls 13 mörk. Hann varði 4 skot, eitt langskot og 3 llnuskot. Hjalti fékk á sig 11 mörk og varði aðeins eitt skot af lln- unni. Hvorugum markvarðanna tókst að verja þau vítaskot, sem Þjóðverjarnir fengu. I sókninni á Axel Axelsson flest skot, 7 talsins, og uppskeran varð 4 mörk. Eitt af skotum. Axels varði markvörðurinn, eitt vörnin og eitt fór i stöng. Þá tapaði Axel boltanum þrisvar og átti tvær línusendingar, sem gáfu mark. Björgvin Björgvinsson átti 6 skot að marki, þar af lentu 4 I markinu en 2 I stöng. Þá krækti hann i eina vftið, sem Island fékk. Björgvin tapaði þrisvar boltanum. Einar Magnússon kom bezt allra út úr sókninni, átti 6 skot að marki og 5 mörk. Eitt skota hans fór fram- hjá. Þá átti hann eina lfnusend- ingu, sem gaf mark. Einar glaðaði aldrei boltanum. Ólafur H. Jóns- son átti 4 skot að marki og 2 mörk, eitt skot varði markvörðurinn og annað fór framhjá. Þá átti Gunn- ar eina línusendingu, sem gaf mark. Viðar Simonarson átti 2 skot og 2 mörk, en á móti tapaði hann boltanum fimm sinnum, sem er mjög slakt. Arni Indriða- son, nýliðinn byrjaði vel, gerði 2 mörk I byrjun úr jafnmörgum til- raunum, en fékk lítið að vera með í sókninni eftir það. Pétur Jóhannsson átti eitt skot og eitt mark. Jón H. Karlsson og Stefán Halldórsson áttu ekki skot að marki. Hér að framan er aðeins getið sókna, sem gengu upp, ann- að hvort með marki eða á annan hátt. Annars er athyglisvert, að nýt- ingin í sókninni er nú betri en í mörgum fyrri landsleikjum. þótt við svo sterkan andstæðing hafi verið að etja. Þannig varði hinn frægi markvörður liðsins ekki nema 3 skot í leiknum, önnur rötuðu í markið, og þá flest þrumuskot, fóru framhjá, í stöng eða þá að þau voru varin af vörn- inni. Skotnýtingin er þvi með bezta móti. Hins vegar tapast bolt- inn óþarflega oft vegna skrefa, rangra sendinga eða annars, eða alls 14 sinnum. Þá var markvarzl- an afar slök eins og fram kemur í byrjun. Björgvin Björgvinsson sýndi glæsileg tilþrif f leiknum. Þarna er hann að skora eitt marka sinna, eftir Hnusendingu frá Axel Axelssyni, sem sjá má bak við Pétur Jóhannesson. Ljðsm. Friðþjófur. Glœsilegur sóknarleikur vó ekki upp á móti lekri vörn og opnu marki Jan Christensen ísland — A-Þýzkaland 21:24 ÞAÐ duldist engum, sem horfði á handknattleikslandsleik Islands og Austur-Þýzkalands i Laugardalshöll- inni á sunnudagskvöldið, að það er engin tilviljun, að þýzka liðið hefur tvísvar f röð staðið á næst efsta þrepi verðlaunapallsins þegar verðlaun fyrir heimsmeistarakeppnina f hand- knattleik hefur verið útdeilt. A.m.k. hefur maður tæpast séð lið leika öllu betur á fjölum Laugardalshallar- innar en Þjóðverjarnir gerðu á sunnudagskvöldið, og stundum hafði maður það á tilfinningunni, að þeir gætu nánast allt. Að margra dómi eiga þeir nú á að skipa bezta hand- knattleiksliði heims. Þeir hafa lítið sem ekkert breytt liði sfnu frá sfðustu heimsmeistarakeppni, og ætla ekki að gera það fyrr en eftir Olympíuleika, en liðið hefur þegar hafið undirbúning fyrir þá, og vann t.d. nýlega sigur f mjög sterku hand- knattieiksmóti. Það verður því aö teljast góð út- koma hjá islenzka landsliðinu að tapa ekki fyrir þessu liði nema með þremur mörkum, en úrslit leiksins urðu 24—21 fyrir Þjóðverjana, enda má mikið vera ef íslenzka liðið hefur í annan tíma sýnt eins góðan sóknar- leik og það gerði í þessum ieik. Flest markanna, sem íslenzka liðið skoraði i leiknum, voru stórglæsileg — sum skoruð með svo föstum skotum að tæpast var hægt að koma auga á knöttinn fyrr en hann lá i marki Þjóðverjanna. Var ekki nema von að markvörðurinn Siegfried Voigt, sem af mörgum er talinn einn sá bezti í heimi, hristi höfuðið stundum. En þessi ágæti sóknarleikur ís- lenzka liósins, sem undir venjulegUm kringumstæðum hefði átt að nægja til sigurs, gerði það ekki að þessu sinni, fyrir þá sök, að varnarleikur islenzka liðsins var ákaflega óöruggur og markvarzlan var nákvæmlega engin. Þeir Birgir og Hjalti vörðu samtals 5 skot í leiknum og þar af tvö fyrir hreina tilviljun. Þettá var sannarlega ekki þeirra dagur, en það verður að segjast, þeim til afsökunar, að oftast skutu Þjóðverjarnir úr galopnum færum. Var það stundum næstum grátlegt að sjá hvernig þeir skoruðu og unnu jafnan upp það sem íslenzka liðið hafði afrekað með sóknarleik sínum. Og ennfremur ber auðvitað að taka það með i reikninginn að það er mjög erfitt að hemja Þjóðverjana, sóknarleikur liðsíns er mjög fjöl- breytilegur og ógnandi, þannig að það var ekki við því að búast, að lið, sem aðeins hefur fengið eina stutta sam- æfingu, megnaði að stöðva hann að neinu marki. Það, sem fslenzku vörnina vantaði fyrst og fremst í þessum leik, var meiri hreyfing og samvinna. Þjóð- verjarnir fengu aó láta knöttinn ganga of mikið, óhindraðir, og þegar komið var út á móti þeim, voru leik- mennirnir nær undantekningarlaust of seinir að bakka aftur inn i vörnina, þannig að þeir misstu menn á bak við sig. Þetta breytir þó engu um það að allmörg mörk, — nóg til að ráða úr- slitum í leiknum, voru hálfgerð klaufamörk. Sum jafnvel skoruð með skotum langt fyrir utan punktalínu. Það, sem gerði sóknarleik íslenzka liðsins svo góðan sem raun bar vitni, var, að tveir einstaklingar komu þar stórkostlega vel út. Þetta voru þeir Axel Axelsson og Einar Magnússon, en Einar lék þarna sinn bezta lands- leik fyrr og síóar, og gerði ýmsa hluti, sem maður var farinn að halda að honum myndi aldrei takast aó gera í landsleik. Ögnunin hjá Einari var stórkostleg í þessum leik. Hann var á tiðum hreint óstöðvandi fyrir Þjóð- verjana. Það eina, sem var að hjá Einari í þessum leik, var, að hann hefði gjarnan mátt reyna að skjóta meira sjálfur. Vonandi verður þessi gállinn á Einari eftirleiðis, og þarf þá ekki að sökum að spyrja. Hann veróur ein bezta skytta, sem nokkurt lið hefur yfir að ráða. Leikstill Axels Axelssonar hefur tekið nokkrum breytingum frá því í fyrra. Axel er greinilega harðari i horn að taka en áður og hreyfingar hans bera því glöggt vitni, að hann er í góðri æfingu, og að skothörku hans þarf ekki að spyrja. Öryggi hans í skotum virðist einnig meira en áður. Sum skot hans voru gjörsamlega óverjandi i þessum leik, ýmist stöngin inn eða þversláin inn. Þá var þáttur Björgvins Björgvinssonar ekki lítill f þessum leik. Bæði skoraði hann falleg mörk, og eins var stöðug hætta af honum, þannig að Þjóðverjarnir gátu aldrei leyft sér að sleppa honum úr gæzlu eitt andartak. Sumar send- ingarnar, sem Björgvin fékk inn á linuna í þessum leik, voru ekki vandaðar, en oftast hafði hann knött- inn í þeirri viðureign, þó ekki væri til annars en að fá dæmt aukakast. Þeir, sem einna slakast komu út úr sóknarleiknum, voru þeir Viðar Símonarson og Gunnar Einarsson. Gunnar var ekki eins ákveðinn og hann er venjulega með FH-liðinu, enda skortir hann enn reynslu í landsleikjum, og Viðar gerði alltof mikið til þess að dempa niður hraðann í leik Islendinga með stöðug- um niðurstungum og hnoði inn í vörnina. Viðar hefur oft fengið hrós og það með réttu fyrir þann hæfileika sinn að róa spil, sem er að lenda út í vitleysu, en að þessu sinni notaði hann of mikinn tíma og gaf knöttinn stundum alltof seint frá sér. Auk þess átti Viðar svo of margar send- ingar i tvisýnu i þessum leik. Beztu menn þýzka liðsins í leiknum voru þeir Reiner Ganshow og Volfgang Lakenmacheer. Þarf engan að undra að þessir tveir leikmenn skyldu valdir í heimslið það, sem lék í Júgó- slaviu á dögunum í tilefni afmælis júgóslavneska handknattleikssam- bandsins. En þegar á heild þýzka liðsins er lítið, má segja, aó þar sé hvergi veikan blett að finna. Þetta er greinilega þrautþjálfað lið, sem bíður upp á stórkostlega fjölbreytni í sókn- inni, og hraðan og ákveðinn varnar- leik. Gífurleg leikreynsla hjálpar líka þessum mönnum, en þeir Lacken- macheer og Ganschow eiga nú 160 og 168 landsleiki að baki. Mikið má vera ef þetta verður ekki liðið, sem á eftir að heyrast mikið frá á Olympíuleik- unum 1976 og i næstu heimsmeistara- keppni. Stjórn liðsins virðist einnig vera mjög góð og innáskiptingar Birgir Björnsson Handknattleiks- skóli stofnaður Handknattleikssamband Is- lands hefur ákveðið að gangast fyrir stofnun Handknattleiks- skóla, sem verður sennilega starf- ræktur að Laugarvatni. A fundi með fréttamönnum fyrir skömmu skýrði Hilmar Björnsson, umsjónarþjálfari HSt, frá þvi, hvernig fyrirkomulag skólans væri hugsað, en sagði að enn væri þó starf hans ekki full- mótað. Skólinn er ætlaður fyrir unglinga sem leika í 4. flokki, 3. flokki og 2. flokki karla annars vegar og fyrir 3. flokk kvenna, 2. flokk kvenna og stúlkur sem eru i unglingalandsliðinu hins vegar. — Hugmyndin er að taka f skóla þennan 20—30 nemendur úr hverjum aldursflokki, og verður sá háttur hafður á við val þeirra, að viðkomandi félag tilnefnir það fólk sem það vill verðlauna sér- staklega annaðhvort fyrir getu i iþróttinni og/eða félagsanda. Ætl- unin er að skólinn standi í viku fyrir hvern flokk, og hann verði síðan kallaður saman eina til tvær helgaryfir vetrarmánuðina. Tilgangurinn með þessu, sagði Hilmar, — er fyrst og fremst að reyna að byggja upp frá grunni með framtiðarsjónarmið í huga. Skólar sem þessi tíðkast viða er- lendis, þar sem áherzla er lögð á að fá fram toppfólkið i íþróttinni snemma. Mfn. tsland A-Þýzkaland 1. 0:1 Ganshow 2. 0:2 Lakenmacheer 2. Einar 1:2 5. Einar 2:2 7. Ární 3:2 8. Ami 4:2 9. 4:3 Ganshow 10. Axel 5:3 11. 5:4 Engel 13. Viðar 6:4 13. Björgvin 7:4 14. 7:5 Lakenmacheer 15. 7:6 Böhme 18. 7:7 Engel 21. Einar 8:7 21. 8:8 Lakenmacheer 22. Axel 9:8 25. 9:9 Lakenmacheer 25. Björgvin 10:9 26. 10:10 Kahlert 27. Viðar 11:10 29. 11:11 Lakenmaeheer 30. Pétur 12:11 30. 12:12 Ganshow Hálfleikur 31. 12:13 Böhme 32. 12:14 J. Rost (v.) 33. Axel 13:14 34. 13:15 Hildebrand 34. Axel 14:15 35. 14:16 Engel 38. Olafur 15:16 39. 15:17 Kahlert 43. 15:18 Ganshow 44. Einar 16:18 44. 16:19 Lakenmacheer 45. Einar (v.) 17:19 48. 17:20 J. Rost (v.) 49. 17:21 Ganshow 51. Björgvin 18:21 Axel Axelsson stekkur upp og án þess að markvörðurinn fái komið við vörnum hafnar knötturinn í markinu. Heinz Seiler Wolfgang Lakenmacker Wolfgang Lakenmacker no. 6. — Lið ykkar leikur hraðann og harðan handknattleik. Þið leikið mun hraðar en t.d. Danir og Svi- ar. Markvarzlan var ykkar höfuð- verkur í þessum leik. Beztir Is- lendinganna i þessum ieik voru Axel og Björgvin. Við erum á leið til Svíþjóðar, þar sem fara mun fram keppni Brottvísanir af velli: Pétur Jó- hannesson og Ólafur H. Jónsson í 2 mín., Klaus Gruner og Dietmar Schmidt í 2 mín. Misheppnuð vítaköstÆngin. Dómarar:Henning Svensson og Jan Christensen frá Danmörku. Þeir dæmdu leikinn rétt sæmilega. Er greinilegt, að þeir eru mjög ragir við að dæma vítaköst og slepptu Þjóð- verjunum við þrjú slík, og Islending- um við eitt. En þeir misstu aldrei leikinn úr höndum sér, eins og þeir gerðu, er þeir dæmdu leik SAAB og FH í Sviþjóð á gögunum. Eitt geta þó íslenzkir dómarar af þeim la^rt: Að vera fljótir að koma sér á sinn stað á vellínum, t.d. þegar hraðupphlaup eru á ferðinni. — stjl. Ólafur H. Jónsson ólafur og Svíinn hlutu hjá Al- þjóðahandknattleikssambandinu, og reyndar ekki vitað um dóminn fyrr en þeir komu hingað til lands einnig, en þjálfarinn breytti greini- lega mikið liðinu eftir því hvaða menn voru inná hjá íslendingunum, einkum er líða tók á leikinn. Stundum fundust manni Þjóð- verjarnir vera nokkuð harðir í varnarleiknum, en áberandi var hversu fljótir þeir voru að brjóta á manninum og stöðva hann, þannig að þeir fengu ekki dæmd á sig vitaköst. Það var helzt Björgvin, sem þeir náðu ekki að taka i tima, og var hann stundum nokkuð hart leikinn. 52. 55. 56. 57. Gunnar 58. Björgvin 60. Olafur 18:22 18:23 18:24 19:24 20:24 21:24 Hildebrand J. Rost (v.) Engel Mörk Islands: Einar Magnússon 5, Björgvin Björgvinsson 4, Axel Axelsson 4, Ólafur H. Jónsson 2, Árni Indriðason 2, Viðar Sfmonarson 2, Pétur Jóhannesson 1, Gunnar Einars- son 1. 1STUTTU MALI: Mörk A-Þýzkalands: Wolfgang Landsleikur I Laugardalshöll 17. Lakenmacheer, 6, Reiner Ganshow 5, nóv. Hans Engel 4, Jiirgen Rost 3, Wolf- URSLIT: ISLAND — A ÞÝZKA- gang Böhme 2, Axel Káhlert 2, LAND 21—24 (12—12). Jiirgen Hildebrand 2. Gangur leiksins: Æthim að fá það út sem unnt er sögðu Þjóðverj EFTIR landsleikinn á sunnudaginn ræddi Morgunblaðið við nokkra leikmenn og dómara leiks- ins. Allir voru þeir sam- mála um að þetta hefði verið góður og skemmti- legur leikur, en umsagnir þeirra fara hér á eftir: Henning Svensson og Jan Christensen, dómarar. — tslenzka liðið spilaði mjög vel fyrstu 40 minúturnar. Eftir það var eins og og af liðinu drægi. I fyrri hálfleiknum byggði liðið mikið upp á langskotum, en þau sáust allt of lítið I þeim síðari. Islenzka liðið er í mikilli framför, þó var markvarzlan ef til vill veik- asti punkturinn. — Þeir Svensson og Christensen dæmdu leik F.H. og Saab í Svf- þjóð, en sem kunnugt er var Ólaf- ur Einarsson dæmdur frá þátt- töku í alþjóðaleikjum um þriggja mánaða skeið eftir þann leik. Dómararnir kváðust aldrei hafa heyrt eins strangan dóm og Heinz Seiler, aðalþjálfari þýzka liðsins: — Þetta er bezti leikur, sem ég hef séð til islenzkra handknatt- leiksmanna. Að vísu var mark- varzlan ekki nægjanlega góð, þótt þeir hafi góðar hreyfingar. Það er fljótlegt að læra á þá. Það lió, sem við erum með hér á landi, er okkar sterkasta lið. Á þessum kjarna munum við byggja okkar handknattleikslið á Olympiuleik- unum 1976. Henning Svensson armr þeirra átta lióa, sem efst urðu í siðustu Heimsmeistarakeppni. Það verður góður prófsteinn á getu okkar. Við lögðum hart að okkur i kvöld, og það munum við einnig gera á þriðjudaginn. Við ætlum okkur að fá allt það út úr leik okkar, sem unnt er. Birgir Björnsson, þjálfari. Já ég er ánægður með úrslitin. Það er ekki mikið að tapa fyrir þessu stórkostlega liói með þriggja marka mun. Okkur tókst það sem við ætluðum okkur, að gefa þeim ekki frið til að stilla upp sókninni. Að vísu sköpuðust þeim oft ákjósanleg færi fyrir vikið, færi sem markverðirnir höfðu ekki minnstu möguleikaað verjaskot úr. Hraði Þjóðverjanna er stór- kostlegur, og i liðinu er enginn veikur hlekkur. Ja, ég var bara ánægður með dómgæzluna, þó alltaf megi deila um einstök atvik. Ólafur Jónsson, fyrirliði ís- lenzka liðsins: — Eðlilega er ég ánægður. Þjóðverjarnir eru gífurlega sterkir. Þeir hafa snjallar skyttur og mjög góða línumenn, sem sagt hvergi veikur hlekkur. Við höfum verið að þreifa fyrir okkur með lið, og ég held að úrkoman úr þessum leik megi taljast bærileg. Mér þóttu þeir Ganschow (nr. 2) og Lakenmacheer (no. 6) bezt- ir Þjóðverjanna. Ég hef alls ekki út á dómgæzluna að setja svona i heild. Björgvin Björgvinsson: — Nei, ég gaf aðeins kost á mér I þessa tvo leiki. Það er svo ekki að vita um framhaldið, ég er önnum kafinn við að koma' þaki yfir höfuðið. Það kom margt gott fram I þessum leik, og reyndar einnig neikvætt. Varnarleikurinn var alls ekki nógu sterkur hjá okkur, það vantar „center“. Sóknar- leikurinn var aftur á móti oft góður, einkum i fyrri hálfleik. Mér finnst mjög ánægjulegt að hafa Axel aftur við hlið mér. Dómararnir voru hreint ágætir, ekkert út á þá að setja. Frakkar náðu jafntefli TVÖ mörk á sfóustu 10 mfnútun- um færðu Frakklandi algjört heppnisjafntefli f leik við Austur-Þýzkaland f Evrópubikar- keppni landsliða f knattspyrnu, en leikið var f Parfs á laugardag- inn. Sem kunnugt er þá eru þessi lið með tslandi f riðli f Evrópu- keppnínni. Jafntefli f þessum leik eykur mjög sigurlfkur Belgfumanna f riðlinum, en þeir hafa unnið báða leikina, sem þeir hafa leikið til þessa — við Islend- inga og Frakka. Vinni Belgfu- mennirnir A-Þjóðverja í næsta mánuði, er liðin leika sinn fyrri leik, verður að telja Belgfumenn- ina nokkuð örugga að komast f úrslitakeppnina. t leiknum á laugardaginn var staðan 1:0 fyrir Austur-Þýzkaland i hálfleik. Var það Jurgen Sparwasser, sem markið skoraði á 25. mínútu. I þessum hálfleik átti Þjóðverjarnir að auki tvö algjör- lega opin marktækifæri, sem þeir misnotuðu klaufalega. Frakkarn- ir komust hins vegar ekkert áleið- is í gegnum vörn Þjóðverjanna og þau skot þeirra, sem komu á markið, varði Júrgen Croy, mark- vörður, næsta auðveldlega. Þegar svo Hans-Júrgen Kreische skoraði annað mark Þjóðverja á 57. mín. áttu flestir hinna 50.000 áhorfenda, sem fylgdust með leiknum í Paris, von á því, að þar með væri gert út um leikinn. Við þetta bættist svo, að leikmenn franska liðsins virtust bæði vera orðnir þreyttir og von- lausir. Á 80. mínútu varð svo skyndileg breyting er Jean-Marc Guillou slapp allt í einu i gegnum vörn Þjóðverjanna og skoraði. Eftir það reyndu Frakkarnir að keyra hraðann upp og jafna. Tókst það á síðustu mínútu leiksins er Jean Gallice skoraði. Staðan í riðlinum er nú þessi: Belgía 2 2 0 0 4:1 4 A-Þýzkaland 2 0 2 0 3:3 2 Frakkland 2 0 11 3:4 1 Island 2 0 11 1:3 1 Á laugardaginn léku einnig lið Frakklands og A-Þýzkalands í Evrópubikarkeppni unglinga i knattspyrnu. Sá leikur fór fram í Erfurt og lauk með jafntefli 1:1. Mark Frakkanna skoraði Berdoll í fyrri hálfleik, en Krebs jafnaði fyrir Þjóðverjana úr vitaspyrnu i seinni hálfleik. Frakkar verða að teljast sigurstranglegir i þessum riðli, þar sem þeir unnu Belgiu á dögunum með einu marki gegn engu, á útivelli.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.