Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974
Kristinn óstövandi
er IR sigraði Val
Kristinn Jörundsson var hreint
óstöðvandi fyrir Valsmenn þegar
tR og Valur mættust um helgina.
Ekki aðeins að hann skoraði 48
stig ( leiknum, heldur var hann
með mjög góða skotnýtingu, sér-
staklega f fyrri hálfleik, en þá
missti hann varla skot framhjá.
Þetta, ásamt samstilltum leik
annarra leikmanna IR, gerði það
að verkum, að Vaiur varð að horfa
á eftir tveim dýrmætum stigum,
en iR-ingar hljóta að vera ánægð-
ir með árangur helgarinnar, sigur
gegn UMFN og Val.
Kolbeinn Kristinsson lék ekki
með IR í þessum leik, og mun
ekki leika meira með liðinu i
vetur vegna meiðsla. í hans stöðu
kom Jón Jónasson, og skilaði hlut-
verki sínu með mikilli prýði. Þá
hafði það ekki Iítið að segja fyrir
IR, að Birgir Jakobsson lék aftur
með, og þrátt fyrir, að hann sé
æfingalítill, þá styrkir hann liðið
greinilega. — Valsmenn tefldu
fram öllu sínu sterkasta í þessum
leik, og liðið er greinilega á réttri
leið þrátt fyrir þetta tap.
Ef við lítum á gang leiksins, þá
komst ÍR yfir í byrjun 10:5, en
Valsmenn skoruðu næstu 10 stig
og höfðu yfir þar til undir lok
hálfleiksins að IR jafnaði og
komst yfir, 49:41 í hálfleik.
Valsmenn jöfnuðu siðan fljót-
lega í byrjun s.h. en þá léku þeir
maður gegn manni i vörninni (
stað svæðisvarnarinnar, og eftir
þetta var leikurinn i járnum.
Liðin skiptust á um að vera 1—4
stig yfir, og rétt fyri'r leikslok
var jafnt 82:82. En þá var það sem
úthaldsyfirburðir Kristins
Jörundssonar komu glögglega í
ljós, hann virtist óþreyttur og
geystist í hraðaupphlaup hvað
eftir annað og skoraði 13 stig fyrir
IR lokakaflann gegn aðeins
þremur stigum Valsmanna, sem
virtust þá orðnir þreyttir, a.m.k.
ef miða má við það hversu oft þeir
töpuðu boltanum lokamínútur
leiksins.
Sigur IR 95:85 má því telja fylli-
lega verðskuldaðan, og þeir eru
nú efstir í 1. deild og eru eina
liðið, sem ekki hefur tapað leik.
IR liðið lék þenna leik líkt og
leikinn gegn UMFN mjög vel, þó
þáttur Kristins Jörundssonar
væri nú yfirgnæfandi í leik liðs-
ins. Varnarleikurinn var góður
allan tímann þrátt fyrir 85 stig
Vals, en þau voru að miklum
meirihluta skoruð úr skotum fyr-
ir utan. Það eina, sem má gagn-
rýna I leik liðsins, var, að Agnar
virðist „frystur" á stundum, en
það komast ekki allir að þegar
Kristinn er í stuði.
Valsliðið lék þennan leik að
mörgu leyti vel, en gaf sig þó í
lokin. Þeir Torfi og Kári voru
bestu menn liðsins, og Þórir
Magnússon var góður i síðari hálf-
leik.
1R 3 3 0 255:223 6
KR 4 3 1 384:320 6
IS 3 2 1 229:219 4
Valur 4 2 2 347:334 4
Armann 2 1 1 169:163 2
UMFN 3 1 2 224:241 2
Snæfell 4 1 3 247:298 2
HSK 3 0 3 195:252 0
STIGHÆSTU LEIKMENN:
Kolbeinn Pálsson KR 98.
Stefán Bjarkason UMFN 79.
Einar Sigfússon Snæfell 77.
Kristján Agústsson Snæfell 73.
Kári Marísson Val 73.
Torfi Magnússon Val 73.
Kristinn Jörundsson IR 69.
Bjarni Jóhannsson KR 68.
Þórir Magnússon Val 66.
Jóhannes Magnússon Val 62.
VITASKOTANVTING (8 SKOT
EÐA FLEIRI).
Kolbeinn Kristinsson, IR
10:9=90%
Jón Jörundsson, lR
12:10=83,3%
Sófur Guðjónsson, KR
8:6=75%.
Eirikur Jónsson, Snæfell
8:6=75%.
Simon Olafsson, Ármann
22:16=72,7%
Bjarni Gunnar, tS
10:7=70%.
Kolbeinn Pálsson, KR
18:12=66,6%
Ingi Stefánsson, IS
15:10=66,6%.
Kristinn Jörundsson IR
20:23=65%
—gk—.
KR vann HSK eftir
Stighæstir:
IR: Kristinn 48, Agnar 17, Jón
Jörundsson 10.
jafnan fyrri hálfleik
KR VANN 30 stiga sigur yfir
botnliðinu, HSK, á laugardag.
Lengi vel framan af leiknum leit
þó ekki út fyrir neinn yfirburða-
sigur. HSK hafði nefnilega
forustuna lengi vel framan af
fyrri hálfleik, og það var ekki
fyrr en um miðjan siðari hálfleik
sem KR liðið náði afgerandi for-
skoti og sigraði siðan með 107
stigum gegn 77.
HSK liðið sýndi mjög góðan leik
í byrjuninni á meðan allt mistókst
hjá KR-ingum, og voru margir
farnir að velta því fyrir sér hvort
nú myndi eitthvað óvænt ætla að
gerast þegar HSK hafði yfir 23:15
um miðjan fyrri hálfleik. Bræð-
urnir í HSK liðinu þeir Bjarni og
Birkir Þorkelssynir voru aðal-
menn HSK, en þegar hér var
komið sögu tók Kolbeinn Pálsson
til sinna ráða. Hann skoraði 14
stig í röð, og kom KR yfir, staðan í
hálfleik var 53:45. Þegar 6 mín.
voru liðnar af seinni hálfleik var
7 stiga munur fyrir KR, en það
sem eftir var leiksins var eins og
eitt lið væri á vellinum. KR-ing-
ar tóku öll völd i sínar hendur, og
unnu mikinn yfirburðasigur, 107
stig gegn 77.
Kolbeinn Pálsson bar af í KR-
liðinu í þessum leik, og var sama
hvort var i vörn eða sókn. Bjarni
var og góður þann tíma, sem hann
gat leikið, en hann var í miklum
villuvandræðum í leiknum. Þá
kom Sófus Guðjónsson aftur á
óvart, og virðist nú vera betri en
áður. Árni Guðmundsson var
einnig mjög góður.
HSK liðið lék ágætlega meðan
úthaldið entist, en greinilegt er,
að liðið er ekki f góðri úthalds-
æfingu. Birkir er sem fyrr aðal-
maður liðsins, en Bjarni bróðir
hans og Gunnar Arnason komu
einnig mjög sæmilega frá leikn-
um.
STIGIN:
KR: Kolbeinn 40, Bjarni 22,
Arni 14, Kristinn og Sófus 10
hvor.
HSK: Birkir 21, Bjarni 14,
Gunnar Jóakimsson 11, Gunnar
Arnason 12.
Valur: Torfi Magnússon 26,
Kári og Þórir 22 hvor, Hafsteinn
Hafsteinsson 7 stig.
gk-
Eftir mjög góðan leik um fyrri
helgi gegn IS, var almennt reikn-
að með, að UMFN myndi veita IR
talsverða keppni, og liðið ætti
e.t.v. einhverja sigurmöguleika.
En það fór á annan veg. IR-Iiðið
mætti mjög ákveðið til þessa
leiks, og með sinum Iangbesta
leik á keppnistfmabilinu hafði
það algjöra yfirburði yfir Njarð-
vfkinga og vann auðveldan og
öruggan sigur 94:77.
A annað hundrað áhorfendur
frá Njarðvík fylgdu liðinu til
þessa leiks, og var mikil og góð
stemning á áhorfendapöllunum
þegar leikurinn hófst. Var þá
greinilegt, að iR-ingar ætluðu sér
ekkert nema sigur i þessum leik,
og eftir að Stefán Bjarnason hafði
skorað fyrstu körfu leiksins fyrir
UMFN skoruðu bakverðir IR þeir
Kristinn og Kolbeinn 4 stig.
Stefán bætti einu stigi við fyrir
UMFN úr viti, en aftur svaraði ÍR
með 4 stigum. Um miðjan hálf-
leikinn var IR með 7 stiga forskot
17:10, og sá munur hélst út hálf-
leikinn, sem endaði 43:35. Nokk-
uð sæmileg forusta, en þó ekki
það mikil, að UMFN gæti ekki átt
möguleika í seinni hálfl.
En leikur ÍR í seinni hálfleik
var mun betri en í fyrri hálfleik
mikil og góð barátta í vörninni
þar sem boltinn var miskunnar-
laust hirtur af Njarðvíkingum, og
síðan sérlega vel útfærð hraða-
upphlaup. Staðan breyttist líka úr
47:39 i 63:45 og síðan í 75:51.
Fimm mín. fyrir leikslok var IR
með 29 stig yfir, en Njarðvikingar
skoruðu þá 14 stig í röð og löguðu
stöðuna. Lokatölur urðu sem fyrr
sagði 94:77 fyrir IR.
Þeir fimm leikmenn, sem léku
mestan hluta leiksins fyrir IR,
Kristinn, Kolbeinn, Agnar, Þor-
steinn og Jón, áttu allir mjög
góðan leik á þessu sinni, og liðið
verður ekki auðunnið ef það
leikur á þennan hátt í mótinu.
Vörnin er mjög góð, t.d. var
Stefáni Bjarkasyni haldið niðri
lengst af, og hraðaupphlaup liðs-
ins hafa fengið á sig allt annan
svip við afturkomu Kristins í
liðið. Jón Jörundsson á hvern
leikinn öðrum betri þessa dagana,
og réðu Njarðvíkingarnir ekkert
við hann. Þá átti Þorsteinn mjög
góðan leik, svo og Agnar.
Gunnar Þorvarðarson varð
langbestur Njarðvfkinganna,
enda var talsvert lausara um
hann heldur en Stefán Bjarkason
sem var í strangri gæslu. Báðir
bakverðirnir hafa oft leikið betur,
sérstaklega Brynjar. En þetta var
yfir höfuð ekki neitt afar slakur
leikur hjá liðinu, ÍR-ingarnir voru
bara mun betri aðilinn.
STIGIN:
IR: Kristinn 21, Agnar 20, Jón
og Kolbeinn 18 hvor, Þorsteinn
17.
UMFN: Stefán 27, Gunnar 26,
Brynjar 12, Einar Guðmundsson
8, Guðbrandur Lárusson og
Sigurður Hafsteinsson 2 hvor.
Þórir Magnússon hefur betur f baráttu við Agnar Friðriksson og skorar
körfu. Ljósm. Mbl. Friðþjófur Helgason.
Toppleikur ÍS gegn KR
og þeir sigruðu 90:85
„Það er ekki að spyrja að
þvf,“ sagði Einar Bollason
þjálfari KR eftir leik KR og IS,
„þeir eiga ávallt toppleik gegn
okkur, og allsæmilegur leikur
okkar dugði ekki gegn þeim.
Mér er það algjör ráðgáta
hvernig UMFN fór að þvf að
vinna þá, þeir hlióta að hafa átt
algjöran botnleik þá.“ — Já,
það er rétt. ÍS liðið átti mjög
glæsilegan leik gegn KR um
helgina, og allt virtist heppnast
hjá þeim, bæði körfuskot og
annað. KR-Iiðið lék þennan leik
alls ekki illa, en greinileg
þreyta frá leiknum daginn áður
virtist sitja í sumum leikmönn-
um liðsins.
Það var Ijóst strax f upphafi,
að stúdentarnir ætluðu að selja
sig dýrt, þeir mættu til leiksins
fullir baráttuvilja, og það var
aldrei gefið neitt eftir. Þeir
tóku Ifka forustuna strax f sfnar
hendur, héldu henni allan hálf-
leikinn, og höfðu yfir 44:37 f
leikhléi.
Fljótlega f sfðari hálfleik
jafnaði svo KR, og komst reynd-
ar yfir. Þeir náðu þó aldrei
nema tveggja stiga forskoti, þá
sigu stúdentar framúr á ný. Um
miðjan hálfleikinn var IS 7 stig
yfir, en 5 mfn. fyrir leikslok var
jafnt 80:80, og spenna gífurleg.
Stúdentar skoruðu sfðan 8:1, og
þrátt fyrir stffa pressu KR-inga
lokakaflann tókst þeim ekki að
rétta sinn hlut að neinu ráði.
Lokatölur urðu 90:85 fyrir IS,
og þeir fögnuðu mikíð enda
finnst þeim ekki jafn gaman að
sigra neitt lið eins og KR.
Allir leikmenn IS léku þenn-
an leik mjög vel, og engin veila
var finnanleg f liðinu. Mest
komu þeir þó á óvart Þórður
Óskarsson og Ingi Stefánsson,
sem báðir áttu sinn besta leik f
vetur, sérstaklega þó Þórður,
sem varla missti skot allan leik-
inn. Ingi er algjör „vinnuhest-
ur“, sem gefur sig aldrei. Þá er
þáttur Steins Sveinssonar ekki
lftill. en hann stjórnar öllum
leik liðsins. Albert Guðmunds-
son var mjög sterkur f fráköst-
unum, og fáir ieikmcnn eru
fljótari að skila frá sér boltan-
um eftir varnarfráköst en
hann, en það er mjög mikið
atriði upp á hraðaupphlaupin.
Það var greinilegt f þessum
leik, að þreyta frá leiknum dag-
inn áður sat f þeim Kolbeini
Pálssyni og Kristni Stefáns-
syni. Sérstaklega átti þetta við
um Kolbein, en hann var nán-
ast sem skugginn af sjálfum
sér. Langbesti maður liðsins f
þessum leik var Bjarni
Jóhannsson, sem átti stórleik.
Þá kom Gunnar Gunnarsson
skemmtilega á óvart, og átti
mjög góðan leik. Birgir Guð-
björnsson lék þennan leik
meiddur, en Þröstur Guð-
mundsson virðist vera búinn að
jafna sig eftir meiðsli og styrkir
liðið.
Stighæstir. 1S: Bjarni Gunnar
21, Þórður og Ingi 16 hvor,
Steinn 15, Jón Héðinsson 10,
Albert Guðmundsson 7, Jón
Indriðason 3 og Guðni Kolbeins
2. — KR; Bjarni 23, Gunnar 22,
Þröstur 15, Kolbeinn 10, Krist-
inn Stefánsson 6, Hilmar
Viktorsson 4, Sófus Guðjónsson
3 og Bragi Jónsson 2.
STAÐAN
UMFN átti ekki möguleika gegn ÍR