Morgunblaðið - 19.11.1974, Qupperneq 26

Morgunblaðið - 19.11.1974, Qupperneq 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974 5. ársfundur Hafnasambandsins: Gunnar B. Guðmundsson endurkjörinn formaður FIMMTI ársfundur Hafnasam- bands sveitarfélaga var haldinn f Iðnaðarmannahúsinu, Hafnar- firði, föstudaginn 15. nóvember sl. Fundinn sátu fulltrúar yfir 40 hafna, sem sveitarfélög reka, full- trúar frá samgönguráðuneyti, Hafnarmálastofnun og fleiri gest- ir. Gunnar B. Guðmundsson, hafnar- stjóri, formaður Hafnasambands sveitarfélaga. Gunnar B. Guðmundsson, hafnarstjóri formaður sambands- ins, flutti ársskýrslu. Samgöngu- ráðherra, Halldór E. Sigurðsson, ávarpaði samkomuna. Erindi fluttu: Gunnar H. Agústsson, hafnarstjóri í Hafnarfirði, og verkfræðingarnir Gisli Viggós- son og Gylfi Isaksson. Erindi Gylfa fjallaði um meginverkefni fundarins, fjárhagsstöðu hafna og gjaldskrármál. Erindi Gylfa var stórfróðlegt og í það lögð mikil vinna. Erindið leiddi í ljós, að hafnirnar 40 skorti 44 milljónir í tekjur til að mæta útgjöldum 1973, og var þá framkvæmda- kostnaður ársins ekki meðtalinn, sem var um 100 milljónir i kostn- aðarhluta hafnanna. Hlutur hafn- anna í greindum rekstrar halla var mjög mismunandi og afkoma hinna smærri fiskihafna stórum verst. Gunnar B. Guðmundsson var endurkjörinn formaður Hafna- sambandsins. Aðrir i stjórn sam- bandsins voru kjörnir: Bolli Kjartansson, bæjarstjóri Isafirði, Pétur Bjarnason, hafnarstjóri Ak- ureyri, Sigurður Hjaltason, sveitarstjóri Höfn, Hornafirði, og Alexsander Stefánsson, sveitar- stjóri, Ólafsvík (tilnefndur af stjórn sambands isl. sveitar- félaga). Valduppbygging leikhúsa Norræn ráðstefna haldin á næsta ári AKVEÐIÐ er að á næsta sumri verði haldin f Helsingfors norræn leikhúsráðstefna fyrir leikhús- starfsfólk á vegum svonefndrar VASA-nefndar. Efni ráðstefn- unnar verður: Valduppbygging r Akæran — ný skáldsaga Ulf ars Þormóðssonar KOMIN er út hjá bókaútgáfunni Skuggsjá skáldsagan Akæran og með undirtitlinum Sóknarnefnd- in gegn séra Páli eftir (Jlfar Þor- móðsson. Er þetta önnur skáld- saga Ulfars en bókin er alls 157 bls. Á bókarkápu segir m.a. um efni bókarinnar: „Hver er réttur þinn til að lifa lífinu eins og þér sjálfum hentar? Hvert er viðhorf almennings, ef þú gengur aðrar brautir en honum eru þóknan- legar? Hefur þú þrek til að ganga í berhögg við það álit? Það gerði séra Páll, og því fór sem fór.“ og stjórnunarfyrirkomulag leik- húsa og áhrif þeirra á listrænan árangur. A VASA-námskeiði, sem haldið var i fyrra, kom fram að þörf væri á að breyta stjórnunarfyrirkomu- lagi leikhúsa í þá átt, að starfs- fólkið fengi meiru ráðið um starf- semina en verið hefði. Gerðu þátt- takendur að tillögu sinni að hald- ið yrði ráðstefna um þessi mál. Nú hefur verið ákveðið að ráð- stefna þessi verði haldin i Helsingfors dagana 13. — 19. júni næsta ár, og er hún ætluð full- trúum allra starfsgreina innan leikhússins. VASA-námskeiðin, sem hófust 1963 í Vasa i Finnlandi, eru undirbúin af norrænni nefnd, sem skipuð er af menntamálayfir- völdum hvers lands. I nefndinni eiga nú sæti: Holger Perfort leikari (Danmörku), Heikki Mákelá leikstjóri (Finnlandi), Kristin Olsoni leikhússtjóri (Finnlandi), Stefán Baldursson leikstjóri (Islandi), Knut Rhomassen leikhússtjóri (Noregi) og Káre Santesson leik- stjóri (Sviþjóð). Hin nýja þjónustumiðstöð Véladeildar S.l.S. við Höfðabakka. r Véladeild S.I.S. opnar nýja þjónustumiðstöð Véladeild Sambands fslenzkra samvinnufélaga opn- aði nýja þjónustumiðstöð að Höfðabakka 9 í Reykjavík s.l. föstudag. Þar eru nú til húsa undir einu þaki varahlutaverzl- un fyrir alla GM-bifreiðavara- hluti, verkstæði til standsetn- ingar á nýjum bflum, ryð- varnarstöð og almennt þjón- ustuverkstæði fyrir allar teg- undir bfla, frá General Motors, sem deildin flytur inn. Að sögn Jóns Þórs Jóhanns- sonar framkvæmdastjóra Véla- deildarinnar, þá er langþráðu takmarki náð með tilkomu þessarar nýju og fuilkomnu þjónustumiðstöðvar, þvf hér eftir mun Véladeildin hafa að- stöðu til að veita viðskipta- vinum sínum mun betri þjón- ustu en áður. og matstofa fyrir starfsfólk og fundastofa til námskeiðahalda á samtals 480 fermetrum. Á neðri hæðinni er þjónustuverk- stæðið, ryðvörn og standsetn- ingarverkstæði á 1248 fermetra gólffleti. Þar er hægt að koma fyrir 25 bifreiðum samtímis. Nær allur tækjabúnaður verk- stæðisins er nýr og aðstaða öll eins nýtizkuleg og fullkomin og kostur er á. Starfsmenn þjónustumið- stöðvarinnar eru um 20 talsins, og forsvarsmenn eru þessir: Bjarni Ölafsson þjónustufull- trúi, Guðmundur Helgi Guð- jónsson, verkstjóri þjónustu- verkstæðis og ryðvarnarstöðv- ar, Sveinbjörn Jónsson, verzlunarstjóri amerískra GM- varahluta, og Sveinn Matthías- son, verzlunarstjóri evrópskra GM-varahluta. Þjónustumiðstöðin er í nýju iðnaðarhverfi í útjaðri Reykja- víkur. Húsið, sem Islenzkir aðalverktakar og Sameinaóir verktakar byggðu stendur ör- skammt frá vegamótum Vestur- ’ lands- og Suðurlandsvegar. Tók Véladeildin bygginguna á leigu tilbúna undir tréverk, en hefur sjálf annast innréttingu i sam- ráði við Teiknistofu S.Í.S. og sérfræðinga General Motors. Á efri hæðinni er varahluta- verzlun á 1100 fermetra gólf- fleti svo og skrifstofur, eldhús Yfirmenn Véladeildarinnar og forsvarsmenn þjónustumiðstöðv- arinnar talið f.v.: Jón Þór Jóhannsson, Sören Jónsson, Geir Gunn- arsson og Bjarni Ólafsson. Ljósm. Mbl.: ÓI.K.M. Háskólafyrirlestur um lyfjafræði DR. PHARM. Jens G.Harald.for- stöðumaður lyfjarannsóknadeild- ar A/S Dumex í Kaupmannahöfn, mun halda þrjá gestafyrirlestra í boði læknadeildar Háskóla ís- lands sem hér segir: Þriðjudaginn 19. nóvember kl. 20,15: Urenheder som ársag til uönskede virkninger af lægemidl- er. Fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20,15: Historien bag Antabus. Laugardaginn 23. nóvember kl. 14.15: Udviklingen af den industrielle fremstilling af læge- midler (Hringborðsumræða). Allir fyrirlestrarnir verða haldnir i hátíðasal Háskólans og eru öllum opnir, en eru sérstak- lega ætlaðir iæknum og lyfjafræð- ingum. Þess skal getið, að dr. Harald hefur flestum lyfjafræðingum meiri reynslu á sviði lyfjafram- leiðslu þar eð hann hefur starfað að henni í heimalandi sínu sam- fleytt um 40 ára skeið fyrst hjá A/S Medicinalco og síðar hjá A/S Dumex. Dr. Hald, sem er eínn þeirra dönsku vísindamanna, er upp- götvuðu Antabus, hefur starfað mikið i samtökum danskra iðnað- arlyfjafræðinga og er nú heiðurs- félagi þeirra. Þá er dr. Hald ís- lenzkum lyfjafræðingum að góðu kunnur því að hann starfaði hér á landi í Laugavegs Apóteki á árun- um 1932—34 og er kvæntur ís- lenzkri konu, frú Hildi Grimsdótt- ur. 23 ára stúlka með Samvinnuskólapróf óskar eftir vinnu. Tilboð merkt: 8773 sendist Mbl. fyrir hádegi á laugardaginn 23. nóv. n.k. Trésmiðir 2—3 trésmiði vantar í uppslátt á raðhúsi, einnig vantar menn í innivinnu. Uppl. í síma 1 7481 kl. 1 9—20. Húsbyggjendur athugið Tek að mér allskonar múrverk utan sem innanhúss ennfremur uppáskrift vegna nýbygginga. Vönduð og ábyggileg vinna. Gunnar B. Johansen, múrarameistari, símar 73217 og 22778. Kona óskast Kona óskast til að dvelja að kvöldi til og um nætur hjá sjúklingi (konu), sem hefur fótavist, og þarfnast lítillar hjálpar. Frítt fæði og húsnæði. Laun skv. samkomulagi. Engin húsverk. Þær, sem áhuga hafa á þessu starfi, leggi inn umsókn merkt: „8772" til afgr. Morgunblaðsins fyrir 22. nóvember n.k. Ungur maður með Verzlunarpróf og sérhæft verzlunar- próf úr framhaldsdeild óskar eftir fram- tíðarstarfi. Tilboð sendist afgr. Mbl. merkt: „A—8775". Vanur skipstjóri óskast á 200 tonna bát til netaveiða frá Þorlákshöfn og til loðnuveiða. Upplýsing- ar hjá Sjófangi h.f., síma 24980 og 32948.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.