Morgunblaðið - 19.11.1974, Síða 28
2S MORGUNBLÁÐIÐ, ÞRIÐJUDÁGUR 19. NÓVÉMBÉR Í9'74
Á hljómleikunum á sunnudag.
leggja
Það er ekki oft sem líta
getur þúsund skellihlæjandi
íslendinga — þaðan af síður
að sjá þá hlæja samfleytt í
hálfu þriðju klukkustund eða
því sem næst, eins og gerðist
í Háskólabíói sl. sunnudag á
hljómleikum píanóleikarans
og grínistans fræga Viktors
Borge, ásamt Sinfóníuhljóm-
sveit íslands og kóleratúr-
söngkonunni Marylyn
Mulvey. Það tók Borge ekki
nema nokkrar sekúndur að
losa um hömlur íslenzka
áheyrendaskarans; — allt frá
þvi hann byrjaði að vísa til
sætis þeim, sem komu of
seint, dundu hjartanleg
hlátrasköll í húsinu, þar mátti
víða sjá vota vanga og vasa-
klúta á lofti, bæði uppi á
sviðinu og úti í salnum. Heita
mátti, að hver hreyfing og
hvert orð yrði mönnum
hlátursefni — og samspil
Borges og söngkonunnar var
með afbirðum.
Þó var það með nokkrum kvlða
sem blaðamaður Morgunblaðsins
lagði leið slna að tjaldabaki að
hljómleikunum loknum til að hitta
Viktor Borge að máli smástund.
Hvernig skyldi þessi maður vera
utan sviðs? Kannski löngu búinn að
fá sig fullsaddan af blaðamönnum
spyrjandi fávíslegra spurninga,
kannski yrði hann afundinn og leið-
inlegur; það er sagt, að margir
skemmtilegustu menn I sviðsljósi
séu hinir mestu þurradrumbar I sam-
ræðum utan sviðs.
En þvl fór fjarri. Viktor Borge
reyndist einstaklega elskulegur mað-
ur og þægilegur viðmóts, notalega
glettinn og hlýlegur I framkomu.
Ég byrjaði á þvl að segja, að mér
þætti leitt að þurfa að angra hann
með spurningum eftir svo langa og
stranga hljómleika, en hvort hann
hefði smástund aflögu fyrir Morgun-
blaðið. Hann svaraði að bragði: Ekki
segja. að þér þyki það leitt, bíddu
með að vera leið, þar til þú hefur
gildari ástæðu til þess. . . auðvitað
hef ég stund aflögu, hvað viltu lang
an tlma einn mánuð, tvo
mánuði. . . ?
Það var ákveðið að ég hitti hann,
þegar fréttamenn og útvarps og
sjónvarps hefðu þjarmað að honum
með hljóðnemum slnum og mynda-
vélum. Á meðan ræddi ég aðeins við
bandarisku söngkonuna. sem nú
hafði losað sig við hvita síða kjólinn
og glitrandi skartið og var komin I
siðbuxur og rauða peysu.
Borge hafði sagt á hljómleikunum.
að hún hefði fengið fyrstu verðlaun I
nokkurskonar söngkeppni fyrir
Metropolitan óperuna I New York.
— og ég spurði. hvenær þetta hefði
verið og hvort hún hefði sungið þar
slðan.
Marylyn Mulvey kvað þetta hafa
verið fyrir 3—4 árum, en um þær
mundir hefðu hún verið samnings-
bundin ferðaflokki Metropolitan og
haldið þar áfram um hrið. Síðan
hefði hún unnið með óperuflokki
New York State Theater og fyrir
tveimur árum kynnzt Viktor Borge
og byrjað að vinna með honum:
..Síðan hef ég verið sihlæjandi"
bætti hún við.
Marylyn er uppalin I Connecticut
og byrjaði söngnám þar þegar fimm
ára að aldri en hélt siðan áfram að
læra i New York og i Philadelphia við
„The Aceademy of Vocal Arts". Hún
sagðist reyna að taka boðum um
hljómleikahald, þegar þau gæfust, ef
hægt væri að koma þeim heim og
saman við ferðaáætlun Borges, en
hún væri stif og hljómleikar hans svo
tíðir, að til þess gæfist ekki mikill
timi. Enda kvaðst hún una þessu
prýðilega; það væri sér sérstök
ánægja að geta sameinað með þess-
um hætti söng og gamansemi. „Ann-
ars geri ég auðvitað ósköp litið fyrir
utan að syngja. sagði hún, — er
aðeins þarna á sviðinu eins og áheyr-
endurnir i salnum. Ég veit aldrei upp
á hverju hann kann að taka, hef að
vísu nokkra hugmynd i meginatrið-
um af því að ég hef lært á hans
tegund af gamansemi, en við vinnum
ekki eftir neinu handriti eða fyrir-
fram gerðu plani, þetta er mest
improvíserað. Borge gerir sór grin-
mat úr öllu, sem fram fer, og enginn
veit fyrirfram hvernig viðbrögðin
verða. hvort heldur er meðal áheyr-
enda eða hljómsveitanna. þvi að við
erum aldrei með sama fólkinu tvö
kvöld i röð."
— Varstu ánægð með undirtektir
islenzku áheyrendanna í dag?
— Já. svo sannarlega, ég vildi, að
við gætum tekið þá með okkur.
Skopmynd af
því venjulega.
Ég spurði Viktor Borge sömu
spurningar, þegar við höfðum tekið
okkur sæti í kaffistofunni niðri i
Háskólabiói. Hann virtist líka harla
ánægður.
— En sjáðu til, sagði hann, ég var
einmitt að segja við hina frétta-
mennina að það er ekkert til, sem
heitir „slæmir áheyrendur," aðeins
„slæmir eða misjafnir flytjendur."
Það kemur ekki til greina, að hundr-
uð, jafnvel þúsundir manna kaupi
aðgöngumiða að hljómleikum eða
sýningum til að vera slæmir
áheyrendur eða áhorfendur — menn
kaupa miða vegna þess, að þeir telja,
að þeir muni hafa ánægju af því, sem
fram fer.
Hvað mina áheyrendur varðar,
hélt hann áfram. vita þeir yfirleitt
fyrirfram, hver ég er og hafa hug-
mynd um hvers megi vænta. Þess-
vegna er ég svona fljótur að komast f
samband við þá. Áheyrendur eru
aðeins slæmir, þegar eitthvað sér-
stakt angrar þá, ef flytjandinn kemur
ekki eða er með ónot; ef of kalt er i
salnum eða of heitt; ef þeir ekki
heyra það. sem fram fer og þar fram
eftir götunum. Og hver getur láð
þeim það?
— Þvi er oft haldið fram, að við
íslendingar og yfirleitt Norðurlanda-
búar séum heldur þurrir og kaldir i
viðbrögðum og þungir f lund.
— Þeir, sem það segja, hafa
sennilega ekki verið færir um að
kalla fram aðra eiginleika. Ég trúi þvi
ekki, að islendingar hefðu getað
sýnt jafn mikla hlýju og glaðværð f
dag, ef þeir hefðu ekki þessa eigin-
leika til að bera. Sá, sem segir þá
þurra, ætti að hypja sig heim og
leggja sig. Þetta er eins og með
kennara, þeim tekst misjafnlega vel
að kalla fram það bezta f börnum og
öðru námsfólki.
Milli flytjenda og áheyrenda
verður að skapast gagnkvæmur
skilningur — og það gerist í dag. Ég
var þarna og fólkið var þarna og við
komumst i samband. Um leið og ég
var kominn á sviðið. voru áheyr-
endur hluti af þvi, sem fram fór, lika
þeir, sem komu of seint. stúlkan,
sem flutti til stólanna og drengurinn,
sem ég tók fram á sviðið með már i
lokin. Það var ekki undirbúið fremur
en flest annað sem ég gerði. Það
vildi bara svo til að hann var staddur
bak við tjöldin, þegar ég kom fram.
Ég nota hvert tækifæri, sem gefst til
að draga upp skopmynd af venjulegri
hegðun fólks og framkomu i hljóm-
leikasal. Taktu til dæmis hljóðfæra-
leikarana. Þeir voru ekki endilega að
hlæja að mér, heldur að andstæð-
unni við þær hátíðlegu aðstæður,
sem þeir eiga að venjast á hljóm-
leikum, hátiðleika hljómsveitarstjóra
og áheyrenda, hinni stífu formfestu
manna á sviði".
Alltaf hræddur
Ég spurði Viktor Borge, hvort hann
hefði nokkru sinni séð eftir því að
hafa sveigt út af hinni venjulegu
hljómleikabraut píanóleikarans, —
en sem kunnugt er, var Viktor Borge
undrabam I píanóleik á sinum tíma,
átti glæsilegan námsferil að baki og
sýnilega greiða hljómleikabraut
framundan, þegar hann hætti hljóm-
leikahaldi.
Hann svaraði spurningunni neit-
andi: „ Ég hefði dáið úr hræðslu ef ég
hefði haldið þannig áfram," sagði
hann alvarlegur i bragði.
— Þrátt fyrir margra ára reynslu
við að leika opinberlega?
— Já, ég var alltaf ólýsanlega
hræddur, áður en ég átti að leika
opinberlega — og er það ennþá.
Tækni Borges í pfanóleik útheimtir
að sjálfsögðu stöðugar æfingar og
kom fram í samtalinu að þær hafa
ekki verið sársaukalausar að undan-
förnu. Hann kvaðst ekki hafa viljað
hafa orð á því á hljómleikunum, ekki
viljað vera að afsaka neitt, sem hann
gerði þar, — en hann væri til þess
að gera nýbyrjaður að starfa aftur
eftir að hafa orðið að gangast undir
aðgerð vegna þrýstings á taug, sem
lamaði að mestu aðra hönd hans.
„Hún er núna fyrst að komast f lag,
en æfingar eru ennþá sársaukafullar
og ég verð um að velja verkefni, sem
ég get flutt án merkjandi erfiðleika.
Ef ég væri bundinn við hinn geysi
kröfuharða flutning sigildra tónverka
eins og einleikarar I píanó jafnan
eru, væri ég sennilega búinn að vera.
Þetta er að visu mjög að lagast, en
ég tel mig lánsaman að starf mitt
skuli ekki eingöngu vera undir spila-
mennskunni komið.... Að vfsu
þætti mér ágætt að halda öðru
hverju hljómleika án þess að opna
munninn," bætti hann við og hlð.
Margar sögur hafa verið sagðar
um orsakir þess að Borge sneri af
hinni hefðbundnu hljómleikabraut
— en hann visar þeim alveg á bug.
„Það var ekkert sérstakt eitt atvik,
sem olli, ég var bara svona
gerður. annarsvegar fór saman
kimni- og athyglisgáfa. hinsvegar
tónlistargáfa og tónlistarmenntun,
rétt eins og sumir eru stórir en aðrir
smáir, sumir kunna þetta, aðrir hitt.
Allflestir reyna að gera það bezta
þeir mega úr eiginleikum sinum og
aðstæðum. Mfnir eiginleikar og
aðstæður skipuðu mér á þennan
bekk. Þar með er ekki sagt, að ég
telji mig ekki geta gert ýmislegt
annað. Ég hef fleiri áhugamál en ég
hef tima til að sinna, bæði innan
ramma tónlistarinnar, sem er ógnar-
víður og fyrir utan hann.
Vildi stjórna óperu
Ég spurði Borge hvernig tónlist
hann léki sjálfur sér til ánægju
heima fyrir, ef einhverja — og hann
sva ra ði:
„Þessu er ekki auðvelt að svara,
ég hef dálæti á margskonar músik og
mörgum tónskáldum, — en ég geri
mikið af þvi að leika af fingrum fram
— improvisera — vegna þess að
mér þykir ekki sérlega gaman að
vera bundinn við að gera eins og
aðrirsegja fyrirum. Tökum til dæmis
næturljóðið litla eftir Chopin (auka-
lagið á hljómleikunum) — þetta er
lag, sem er leikið svo oft að það
verður dálítið leiðigjarnt. Þess vegna
tek ég mér það bessaleyfi að breyta
því svolitið i meðförum. Ég iit ekki á
þetta sem stórsynd. tónskáld allra
tima hafa leyft sér að leika sér að
stefjum annarra tónskálda. Þetta er
mikið gert I „poppheiminum" — og
á þeim timum tækni og vélvæðingar
sem við nú lifum, finnst mér — með
allri virðingu fyrir tónskáldunum og
hana hef ég engu minni en aðrir
hljómlistarmenn — okkur leyfast að
leggja svolftið frá sjálfum okkur,
svona öðru hverju, svo framarlega
sem við særum engan með þvi. Hvað
það varðar, sem ég leik fyrir sjálfan
mig — ég hef almennt áhuga á
tónum. hljómum og hljómsveitarút-
setningum."
— Við höfum frótt hingað til ís-
lands að þú hafir í vaxandi mæli
fengizt við hljómsveitarstjórn á
siðari árum.
— Það er ekki nýtilkomið, hefur
raunar verið mér áhugamál frá þvi ég
var átta ára strákur. En það er ákaf-
lega erfitt að hasla sér völl á nýju
sviði f músik. þegar maður er kom-
inn út á ákveðna braut. Menn segja
sem svo: „Hvað eigum við að gera
við fleiri hljómsveitarstjóra, það er
nóg til af þeim." En ég hef ákaflega
gaman af þessu og læri yfirleitt utan
að þau verk, sem ég stjórna. Ég gæti
vel hugsað mér hljómleika, þar sem
svolitið minna væri um grin og þvi
meiri músik — og mig mundi langa
til að stjórna einhverntíma óperu.
— Ég spurði Borge. hvort hann
fengi aldrei löngun til þess eftir sýn-
ingar að vera reglulega leiðinlegur
og hvort honum sjálfum leiddist
aldrei að skemmta fólki. Þvi svaraði
hann neitandi. Ekki meðan músik
væri með í spilinu. „Það er helzt mér
leiðizt, ef pianóið er illa stillt, en
hljóðfærið hér hefur góðan tón og
það hef ég líka," bætti hann við og
hló, „— ég er ekki að gorta af því,
Framhald á bls. 39
Samtal við Victor Borge
og Marylyn Mulvey