Morgunblaðið - 19.11.1974, Side 29

Morgunblaðið - 19.11.1974, Side 29
29 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974 Fríkirkjusöfnuðuriim í Reykjavík 75 ára UM MANAÐAMÓTIN októ- ber—nóvember 1899 var borið um bæinn svohljóðandi skjal: „Vér undirskrifaðir, sem erum óánægðir með ýmislegt í fyrir- komulagi þjóðkirkjunnar og komnir til þeirrar sannfæringar, að fríkirkjufyrirkomulagió muni reynast heppitegra, og sé eftir hlutarins eðli í alla staði réttara, lýsum því hér með yfir, aó vér viljum taka þátt í að stofna fri- kirkjusöfnuð hér í Reykjavík. Vér viljum fylgja málefni þessu fram í einum anda með stillingu og staðfestu og gera allt, sem í voru valdi stendur til þess, að það megi fá góðan framgang og verða til eflingar sannri trú og siðgæði meðal vor.“ Tuttugu og átta Reykvíkingar munu hafa haft forgöngu í þessu, en ekki er vitað til fulls, hve margir skrifuðu undir. Á stofn- fundi safnaðarins, sem haldinn var í Góðtemplarahúsinu 19. nóvember 1899 gengu 250 manns i söfnuðinn. Sr. Lárus Halldórs- son frá Hofi í Vopnafirði var ráð- inn prestur. Hann hafði áður þjónað frikirkjusöfnuði á Reyðar- firði, sem var hinn fyrsti hér á landi. í fyrstu safnaðarstjórn voru þessir menn kjörnir: Arin- björn Sveinbjarnarson bókbind- ari, Þórður Narfason trésmiður, Sigurður Einarsson verkamaður, Jón Brynjólfsson skósmiður og kaupmaður, og Gísli Finnsson járnsmiður. Afkomendur þessara manna og annarra stofnenda safnaðarins hafa fram á þennan dag reynzt honum hollir og virkir í safnaðarlífi. Guðsþjónustur voru haldnar i Góðtemplarahús- inu tvisvar i mánuði unz kirkja hafði verið reist. Kirkjubyggingin var mikið átak fyrir hinn fá- menna og fátæka söfnuð, en tókst þó á 3 árum. Hinn 22. febrúar 1903 var kirkjan vigð. Þá voru í söfnuðinum um 1000 sálir, og séra Ólafur Ólafsson tekinn við prests- þjónustu. Er kirkjan var risin fjölgaði ört. Fljótt var ákveðið að stækka hana allt að þvi um helming. Það var gert þegar á næsta ári eftir teikningu Rögn- valds Ólafssonar arkitekts. Eftir viðbótina var hún vigð í annað sinn 12. nóvember 1905. Sr. Ólaf- ur hætti prestsskap við Fri- kirkjuna hér árið 1922. Þá tók séra Árni Sigurðsson við. Þegar hann var kosinn voru um 4000 manns á kjörskrá. Og með þvi að söfnuðurinn var alltaf vaxandi, var kirkjan enn lengd 1924. Bætt var við hana kór og hvelfing hækkuð og fékk þá mynd, sem hún nú hefur. Uppdrátt að þessari stækkun gerói Einar Erlendsson húsa- meistari. Sr. Ólafur vígði hana í 3. sinn 21. des. 1924. Séra Árni var prestur safnað- arins í 27 ár. Hann andaðist í starfi 20. sept. 1949. Mikill kenni- maður var hann eins og hinir fyrri. Á hans dögum óx söfnuður- inn enn stórum og náði þeim fjölda, er hann hefur mestur ver- ió, eða á níunda þúsund sálir. Siðastliðin 25 ár hefur Reykja- vík þanizt út meir en nokkru sinni fyrr, og þjóðkirkjan myndað fjölda safnaða. Fríkirkjan hefur þó furðanlega haldió sinu. Langt er nú að sækja kirkjuna á móti þvi, sem áður var fyrir mikinn hluta safnaóarfólks, og að staðsett á áhrifasvæðum hinna ungu og áhugasömu safnaða. Samt hefur tryggð þess yfirleitt ekki brugðizt við hina gömlu kirkju. Enginn reipdráttur að kalla hefur átt sér stað milli Frikirkjunnar og safn- aða Þjóðkirkjunnar, enda kenningarlega séð enginn munur á. Núverandi formaður safnaóar- stjórnar er Valdimar Þórðarson, kaupm. Barnaguðsþjónustum i kirkjunni stjórnar Guðni Gunnarsson. Tvö félög eru innan safn- aðarins, honum til eflingar, kven- félag og bræðrafélag. Kvenfélagið var stofnaó 6. marz 1906 og er eitt af elztu kvenfélögum landsins og hið elzta kirkjulega. Bæói félögin hafa reynzt söfnuðinum mikill styrkur. Frú Bryndis Þórarins- dóttir, ekkja séra Árna, er for- maður kvenfélagsins og hefur verið það í meira en 40 ár. For- maður bræðrafélagsins er Sigur- oddur Magnússon. Organisti er Sigurður ísólfsson og hefur verió það í 35 ár. Kórformaður er frú Margrét Halldórsdóttir, og safn- aðarprestur sr. Þorsteinn Björns- son frá 4. febrúar 1950. Við upphafsvígslu Fri- kirkjunnar var sungið vígsluljóð eftir skáldið Benedikt Gröndal. Fyrsta erindið er þetta: Lof sé þér, Herrann hár um heimsins gjörvöll ár! Þitt lofið hérna hljómi með háum þakkarrómi. Þín náó og andi yfir oss öllum býr og lifir. Afmælisóskin skal nú vera sú, að lofsöngnum linni þar ekki um ókomin ár. Þorst. Björnsson. Erfiðleikarnir hurfu með nýjum sýrumæli — engin fúkalyf 1 TILEFNI fréttar I Morgunblað- inu 13. nóv. s.l., þar sem Gunnar Bjarnason, fyrrverandi hrossa- ræktarráðunautur, fullyrðir að penicillín hafi verið í mjólk, sem barst til Mjólkurbúsins á Höfn í Hornarfirði og því hafi ostagerð verið þar ómöguleg, vil ég taka fram eftirfarandi. Sl. 7 ár hef ég haft eftirlit með framleiðslu á mjólk, sem berst til mjólkurbúsins í Höfn. Allan þann tima hefur ekkert komið fram, sem bent gæti til þess að um mis- notkun á penicillíni eða öðrum fúkkalyfjum væri að ræða. Bænd- ur um allt land eru undir eftirliti héraósdýralækna, hvað snertir notkun fúkkalyfja og gera þeir sér almennt ljóst hver hætta er því samfara að selja mjólk, sem i er fúkkalyf, enda er slíkri mjólk hellt niður, eins og lög gera ráð fyrir. 1 Mjólkurbúinu i Höfn er fram- leiddur ostur í góðum gæðaflokki, sem fluttur er til Bandarikjanna. Framleiðsla á öllum osti væri ómöguleg, ef fúkkalyf væri í mjólkinni, þess vegna er ostagerð i sjálfu sér bezta eftirlitið með þessum lyfjum. Erfiðleikar þeir, sem upp komu, er nýja Mjólkur- búið var tekið í notkun, stöfuðu af notkun sýrustigsmælis, sem reyndist ónothæfur. Um leið og nýr mælir var tekinn í notkun hurfu erfiðleikarnir sem dögg fyrir sólu. Ummæli Gunnars Bjarnasonar eru hans eigin hugarsmið og eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Rétt er að geta þess, að Radar- stöðin á Stokksnesi, sem rekin er af Bandariska hernum, hefur um árabil keypt mjólk og mjólkuraf- urðir á Höfn, og aldrei séð ástæðu til að gera athugasemdir. Mat- vælaeftirlit bandariska hersins mun þó vera með því kröfuharð- asta, sem þekkist. Héraðsdýralæknir Höfn, Hornafirði Birnir Bjarnason HEKLA H.F. Laugavegi 1 70—172 Sími 21240. SÖLUSTAÐIR GOODfÝEAR HJÓLBARÐA Reykjavík: Varahlutaverzlunin Lauga- vegi 1 72, sími 21 240. Good Year þjónustan, Lauga- vegi 1 72, sími 21 245. Hjólbarðaverkst. Sigurjónsl Gíslasonar sími 15508 ísafjörður: Vélsmiðjan Þór h.f., sími 94-3041 Húnavatnssýsla: Vélaverkst. Viðir— Halldór, sími landsími Sauðárkrókur: Vélsmiðjan Logi s.f., sími 95-51 65 Ólafsfjörður: Bílaverkst. Múlatindur, sími 96-621 94 Dalvík: Bilsverkst. Dalvíkur, sími 96-61 1 22 Akureyri: Baugur h.f., sími 96-21 685 Egilsstaðir: Þráinn Jónsson, sími 97-1 136 Neskaupstaður: Eiríkur Ásmundsson, sími 97-7447 Reyðarfjörður: Aðalsteinn Eiríksson, sími 97-41 99 Hornafjörður: Jón Ágústsson B.P., sími 97-8260 Kirkjubæjarkl.: Steinþór Jóhannesson, sími 99-7025 Vestmannaeyingar: Hjólbarðavinnust. Strandv., sími 98-39 Keflavík: Hörður Valdimarsson, Skólav. 1 6, sími 92-1426. IVETRARAKSTRIA GOOD VEAR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.