Morgunblaðið - 19.11.1974, Qupperneq 39
22. skákin
1 22. einvfgisskákinni brá
Karpov í fyrsta skipti út af vanan-
um og lék nú 1. Rf3. Upp kom
katalónsk byrjun og náði
Kortsnoj að jafna taflið án mik-
illa erfiðismuna. Snemma urðu
allmikil uppskipti og eftir 30
leiki urðu keppendur sammála
um að þýðingarlaust væri að tefla
lengur.
Hvítt: A. Karpov
Svart: V. Kortsnoj
Katalónsk byrjun
1. Rf3 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. g3 —
d5, 4. d4 — dxc4, 5. Da4 — Rbd7,
6. Dxc4 — b6, 7. Rg2 — Bb7, 8. 0-0
— c5, 9. Hdl — a6, 10. dxc5 —
Bxc5, 11. b4 —Be7, 12. Bb2—b5,
13. Dd4 — Hc8, 14. Rd2 — 0-0, 15.
a3 - Hc2, 16. Rcl - Hc7, 17. Bxb7
— Hxb7, 18. Rb3 — Da8, 19. Hacl
— Hc8, 20. e4 — Hbc7, 21. Hxc7
— Hxc7, 22. f3 — Dc8, 23. Hcl —
Hxcl, 24. Rxcl — Bd8, 25. Dc3 —
Da8, 26. Dd3 — Rb6, 27. Rc2 —
Rc4, 28. Bd4 — Dc8, 29. Dc3 —
Dd7, 30. Rd3 — h5, jafntefii.
23. skákin
Þegar 22. einvfgisskák Karpovs
og Kortsnoj hafði Iokið með jafn-
tefli munu flestir hafa búizt við
þvf að Kortsnoj tefldi stfft til
vinnings f þcirri 23. Sú varð þó
ekki raunin á: Karpov valdi held-
ur fáséð afbrigði drottningar-
indverskrar og náði fljótlega að
jafna taflið. Eftir 29 leiki var
ljóst að ekki var eftir neinu að
slægjast og sömdu keppendur þá
um jafntefli. Heldur sviplítil
skák, en hvað gerist í þeirri síð-
ustu?
Hvftt: V. Kortsnoj
Svart: A. Karpov
Drottningarindversk vörn
1. d4 — Rf6, 2. c4 — e6, 3. Rf3 —
b6, 4. g3 — Bb7, 5. Bg2 — Be7, 6.
Rc3 — Re4, 7. Bd2 — Bf6, 8. 0-0
— 0-0, 9. Dc2 — Rxd2, 10. Dxd2 —
d6, 11. Hadl — Rd7, 12. Rel —
Bxg2, 13. Rxg2 — De7, 14. Rel —
c5, 15. Rc2 — Hac8, 16. b3 —
Hfd8, 17. e4 — Rb8, 18. Hfel —
cxd4, 19. Rxd4 — Db7, 20. He3 —
a6, 21. De2 — Rc6, 22. Rxc6 —
Dxc6, 23. Hed3 — h6, 24. a4 —
Dc5, 25. Dd2 — b5, 26. axb5 —
Bxc3, 27. Dxc3 — axb5, 28. Hd4 —
Dc7, 29. Db4 — e5, jafntefli.
Vantar vitni
FÖSTUDAGINN 15. nóvember
var ekið á fólksbifreið K 1470,
sem er Mercedes Bens dókk-
græn að lit, þar sem hún stóð í
Reykjahlíð. Þetta gerðist milli kl.
17 á föstudag til klukkan 18 á
laugardag. Vinstra frambretti og
framstuðari beygluðust. Vitni, ef
einhver eru, vinsamlegast hafi
samband við lögregluna.
Um borð í
Ægi ekki Óðni
Skýrt var frá því hér í blaðinu
sl. laugardag að varningur, sem
tekinn hefði verið úr brezka
togaranum Port Vale er hann
strandaði á dögunum, hefði verið
um borð í varðskipinu Öðni. Hér
misritaðist nafn varðskipsins því
það var um borð i varðskipinu
Ægi sem varningur þessi var
varðveittur.
— Ford í Japan
Framhald af bls. 1
sem nú á mjög i vök að verjast
vegna hneykslismáls i sambandi
við fjárreiður forsætisráðherrans
og telja flestir að hann muni
neyðast til að segja af sér innan
skamms.
Heimsókn Ford til Japans
hefur sætt mikilli gagnrýni
heimafyrir, svo og heimsókn hans
til S-Kóreu og Sovétríkjanna.
Stafar gagnrýnin einkum af því,
að enginn varaforseti er í Banda-
ríkjunum, þar sem Nelson Rocke-
feller hefur enn ekki hlotið stað-
festingu í embættið. Kæmi eitt-
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. NÖVEMBER 1974
39
hvað fyrir Ford þýddi það, að Carl
Albert, forseti fulltrúadeildarinn-
ar, yrði næsti forseti Bandarfkj-
anna.
Forsetinn varði ákvörðun sina,
er hann sagði við brottförina frá
Washington: „Ég fer nú i fyrsta
skipti i opinbera heimsókn til
erlendra ríkja eftir að ég tók við
forsetaembætti og fer þessa för
fullviss um það, að hún er mjög
mikilvæg fyrir bandariska þjóðar-
heill.“
Henry Kissinger utanrikisráð-
herra er i föruneyti forsetans og
eitt helzta viðfangsefni forsetans
og Kissingersfyrirutan viðræður
um öryggislnál, er að reyna að fá
Japani til að fallast á tillögur
Kissingers um aðgerðir til að
lækka oliuverð og tryggja efna-
hagslegt öryggi vestrænna þjóða.
Japanir sem flytja inn nær alla
sina oliu hafa þegar lýst yfir
stuðningi við franska tillögu um
fund oliuframleiðenda, neytenda
og þróunarlandanna. Kissinger er
þeirrar skoðunar að slikan fund
eigi ekki að halda fyrr en oliu-
neysluþjóðirnar hafi komið sér
saman um aðgerðir til að spara
oliu og tillögur um að veita oliu-
gróða Arabarikjanna til Vestur-
landa i formi lána og fjárfestinga.
Ford forseti sagði í einkaviðtali
við U.S. News and World Report,
sem birt var i dag, að síðar i vetur
mundi koma i ljós hvort sjálfvilj-
ugar aðgerðir til að spara oliu
bæru árangur, en varaði við, að ef
vetur yrði harður, myndi þurfa að
gripa til harkalegra aðgerða til að
spara olíu.
— Grikkland
Framhald af bls. 1
ar eftir stjórnmálalegri ró og stöð-
ugleika fremur en róttækum
breytingum í efnahags- og stjórn-
málum landsins. Karamanlis var
ómyrkur i máli í kosningabarátt-
unni, er hann varaði Grikki við
þeim hættum sem framundan
gætu verið og hann lagði mikla
áherzlu á, að aðeins styrk stjórn
gæti komið í veg fyrir að herfor-
ingjaklika gæti hrifsað til sin
völdin á nýjan leik.
Meðal þekktustu frambjóðenda
vinstri flokkanna, sem ekki náðu
kosningu, voru þau Melina
Mercuri og Mike Theodorakis,
sem bæði voru i framboði i
Pirreus.
Formenn andstöðuflokkanna
lýstu þvi yfir, er úrslitin voru
kunn, að kjósendur hefðu fallið í
þá gildri að trúa þvi að flokkur
Karamanlis væri eini flokkurinn,
sem gæti hindrað að herforingj-
arnir hötuðu kæmu aftur fram á
sjónarsviðið. Mavros sagði að sú
áróðurslina Karamanlis hefði ráð-
ið úrslitum, svo og klofningur i
sínum flokki, er Andreas
Papandreous gerðist leiðtogi
Samgríska sósíalistaflokksins.
Mavros sagði að það ástand sem
nú hefði skapast væri aðeins
millibilsástand.
Papandreous tók i sama streng
varðandi kosningaáróður Kara-
manlis, en sagði að úrslitin hefðu
valdið sér vonbrigðum. Hann
sagði hins vegar að töluverður
fjöldi griskra kjósenda hefði látið
í ljós vilja til að láta framkvæma
stefnu sósialista i landinu.
Hrakfarir kommúnista I kosn-
ingunum hafa vakið hvað mesta
athygli, en þeir fengu innan við
10% atkvæða og segja stjórnmála-
fréttaritarar að þessi úrslit rétt-
læti ákvörðun Karamanlis um að
leyfa flokknum að starfa á ný
eftir að hafa verið i banni í 27 ár.
5,8 milljónir voru á kjörskrá i
Grikklandi, en skylda er að fólk á
aldrinum 21—70 ára neyti kosn-
ingaréttar sins.
Karamanlis hefur heitið þvi að
beita sér fyrir umfangsmiklum
breytingum á stjórnarskrá lands-
ins og verður sú fyrsta undirbúin
er þjóðaratkvæðagreiðsla um
framtíð konungdæmis í Grikk-
landi verður haldin 8. desember
n.k. Karamanlis hefur forðast að
taka afstöðu i málinu, en hefur
sagt að griska þjóðin verði sjálf að
taka ákvörðunina. Þó er vitað að
hann vill að komið verði á stofn
lýðveldi, þar sem forsetinn verð-
ur valdamesti maður landsins og
hyggst hann sjálfur bjóða sig
fram, ef slík verða úrslit þjóðarat-
kvæðagreiðslunnar.
— Viktor Borge
Framhald af bls. 28
þetta er meðfæddur eiginleiki eins
og svo margt annaS, eitt af því sem
ekki verSur Isert. Sumir hafa mikla
tækni og geta geystst meS drama-
tlskum áhrifum um hljómborSiS —
en hafa kannski ekki góSan tón, og
njóta sln þá e.t.v. ekki I veikum leik.
Ýmislegt annaS bar á góma I sam-
taiinu, sem of langt yrSi aS rekja.
m.a. afstaSa hans til bama — hann
hafSi viS orS á hljómleikunum, aS
hann hefSi andúS á börnum en sýndi
svo allt annaS I samtaii sfnu viS þau
— einnig ást, þetta útjaskaSa hug-
tak. sem svo margir sveipuSu hræsn-
isfullu fórnarhjali en væri I raun og
veru runnin aS hreinni eigingirni.
„MaSurinn elskar sjálfan sig fyrst og
fremst — og aSra sjélfs sln vegna.
Hann aShyllist eitthvaS, dáir eitt-
hvaS og girnist þaS vegna þess, aS
hann telur sjálfan sig betur kominn
meS þvl aS eignast þaS. Og viS
ræddum um eigingirni manneskj-
unnar, sem hann sagSist telja
hennar sterkasta afl. „Jafnvel I góS-
gerSarstarfsemi er eigingirnin
meginhvötin," sagSi hann, „fólk
gefur af þvl þaS hefur sjálft af þvl
ánægju — og þaS er ágætt. Sumir
gefa opinskátt, vegna þess aS þeir
hafa ánægju af þvl, aS lýSum sé
Ijóst. hve góSgjarnir þeir eru; aSrir
án þess aS láta nafns slns getiS
vegna gleSinnar yfir aS gefa án þess
aSrir viti — en trúSu mér til, meS-
vitaS eSa ómeSvitað liggur aS baki
ósk eSa hugmynd um aS búa I hag-
inn fyrir sig hinum megin. aS ónafn-
greind gjöf sé guSi þóknanleg."
Borge sagSist ekki hugsa mikiS
um trúmál — þaS væri til svo lltils
aS velta þvl fyrir sér, hvort Iff væri
eftir þetta líf og hann hefSi ekki
tekiS til þess afstöSu. „LffsviShorf
mitt er ákaflega einfalt." sagSi
hann, „ég llt á mennina llkt og
Ijósaperur. ViS erum öll tengd viS
orkugjafa og gefum Ijós, sum lltil,
aSrir sterk. enn aSrir allt þar á milli.
Oft eru aSstæSurnar þannig, aS skin
hinna einstöku Ijósa njóta sln ekki
sem skyldi, en það er annaS mál.
Ljósin sklna misjafnlega lengi og sá
dagur kemur aS þau slökkna, öll —
og þar meS búiS? Ekki veit ég þaS."
— Lánakjör- mb)
Framhald af bls. 40
Búnaðarbankans undanþegin
verðtryggingu. Almennir vextir
stofnlánadeildaripnar eru nú
12%, en voru 8,5%.
Verðtrygging á lánum frá Fisk-
veiðasjóði, sem voru hærri en 500
þúsund krónur voru að 1/10 hluta
vísitölutryggð miðað við vísitölu
byggingarkostnaðar. Þessi regla
er óbreytt, þegar um kaup á fiski-
skipum er að ræða, en sé lánað til
frystihúsa eða vinnslustöðva eru
25% lána verðtryggð. Þá hækka
vextir um 3,5% á lánum úr sjóðn-
um og verða 9% á lánum til skipa-
kaupa, en 10,5% á lánum til
frystihúsa og vinnslustöðva.
Utlán Iðnlánasjóðs til bygginga
voru verðtryggð fyrir. 25% láns-
ins voru verðtryggð miðað við
byggingarvísitölu, en nú mun
helmingur lánsfjárupphæðarinn-
ar verða vísitölutryggður. Vextir
hækka einnig á byggingalánum
úr 11% í 12,5%. Þá hækka vextir
af vélalánum úr 11,5% i 13%.
— Sjávarútvegur
Framhald af bls. 38
slikri hækkun fyrst í stað, en
seinna mundi fiskverð hækka
aftur þar sem margir sjómenn
mundu neyðast til þess að hætta
störfum.
Jafnframt hefur J.G. Fulton,
fulltrúi sjávarútvegsins i Skot-
landi kvartað yfir þvi að sjómenn
frá Islandi, Noregi og Færeyjum
stundi síldveiðar við Hjaltlands-
eyjar og selji aflann í breskum
höfnum á sama tíma og veiðar
Breta þar hafi verið stöðvaðar þar
sem þeir hafi að mestu fyllt upp
sinn kvóta, sem sé minni en kvóti
útlendinganna.
Formaður félags er kallast
Fisheries Organistations Society,
Greville Howards ofursti, heldur
því enn fremur fram að rússnesk-
ir og pólskir togarar ógni fisk-
stofnum við suðvestanvert Bret-
land með „ryksuguaðgerðum".
Laing hvatti jafnframt til
endurskoðunar á fiskimálastefnu
Efnahagsbandalagsins. Hann
sagði að þar sem Bretar gætu ekki
beitt sjómenn aðildarlandanna
misrétti mundi 200 mílna út-
færsla bitna á brezkum sjó-
mönnum.
— Dr. Kjartan
Framhald af bls. 40
mannskjör komu tvær tillögur frá
nefndinni þ.e.a.s. um dr. Kjartan
Jóhannsson og Eggert G. Þor-
steinsson.
Flokksstjórn Alþýðuflokksins
er skipuð 56 mönnum. Sex æðstu
embættismenn flokksins eru
kjörnir sérstaklega eins og að
ofan greinir. Þá eru kjörnir 30
menn úr einstökum kjördæmum
og voru þeir allir sjálfkjörnir.
Síðan eru kjörnir í almennum
kosningum 20 menn til viðbótar.
Alls voru 63 i framboði við kjör
þessara 20 flokksstjórnarmanna.
Af þeim, sem féllu, má nefna auk
Björgvins Guðmundssonar, Sig-
urð Ingimundarson, Björgvin Sig-
hvatsson, Jón Axel Pétursson,
Óskar Hallgrimsson og Ragnar
Guðleifsson, sem allir hafa setið i
flokksstjórninni um árabil. Kosn-
ingu hlutu: Árni Gunnarsson,
Magnús H. Magnússon, Asgeir
Jóhannsson, Jón Þorsteinsson,
Haukur Helgason, Jóhann Möller,
Sigurður Guðmundsson, Vil-
mundur Gylfason, Örlygur Geirs-
son, Finnur Torfi Stefánsson,
Bragi Sigurjónsson, Sigþór
Jóhannsson, Helgi Skúli
Kjartansson, Baldvin Jónsson,
Jón Sigurðsson, Arnbjörn Krist-
insson, Stefán Gunnlaugsson,
— Lítið brot
Framhald af bls. 27
fimmtán manna sem sóttu málið
gegn einum séu þar ekki útfærð-
ar.
Á öórum stað í bréfi Guðmund-
ar Öla segir hann orðrétt: „þá
kynni að vera til sú barnatrú, sem
væri svo sérgóð og lítið kristin að
hún vildi aðeins leggja net sín til
fiskidráttar i eigin þágu og alls
ekki veita öðrum minnsta hlut í
gjöfum Guðs“. Já nærri er nú
höggvið sumum. Ætli barnatrú sr.
Halldórs hafi verið þessi?
Þá fer nú að skiljast hvers
vegna prófessorar Háskólans
tættu hana af honum að sjálfs
hans sögn, og þá skilst líka þeir
þegja yfir þeim þætti greinar Vig-
fúsar er að þeim lýtur.
Það skyldi þó ekki vera að séra
Halldór sé farinn að tina til ein-
hverja hnullunga í stað þeirra
sem hann sá á bak og sé byrjaður
að byggja aftur upp sinar fyrri
trúarskoðanir og sé orðinn leiður
á hinum nöktu kirkjuveggjum?
— Það furðulega við „bréf-
korn“ Guðmundar Óla er þó það
að hann reynir hvergi að gagn-
VEGNA viðtals við hjónin Helgu
Kristjánsdóttur og Arnór Sigur-
jónsson i Morgunblaðinu fyrir
nokkru kom Helga aó máli við
blaðið og baðst leiðréttingar á því,
að foreldrar Stephans G.
Stephanssonar hafi dvalið á Mýri
í Bárðardal á árunum 1870—1873.
Þann tíma dvaldi Stefán G. 1
Mjöadal, sem var bær fyrir innan
Mýri, en nú í eyði, hjá Jóni,
frænda föður Helgu, og Sigur-
björgu, föðursystur hennar.
Varðandi nokkur önnur atriði i
viðtalinu vill Helga taka fram, að
það, sem segir um dagbókarskrift-
ir hennar, sé einkum minningar
frá starfsemi hennar i kvenfélags-
og heimilisiðnaðarmálum fyrr á
árum, en ekki um atburði liðandi
stundar.
Þá segir Helga einnig um dag-
bókarskrif sín, að maður sinn fái
aldrei annað en tímaákvarðanir
úr dagbókum hennar. Hún tekur
fram viðvikjandi bókasafninu i
Ási, að þar hafi verið rúmlega
þúsund bindi, þegar þau hjónin
tóku við umsjón þess i byrjun
maímánaðar sl. Seinna bættust
við nokkur hundruð ágætra bóka.
Helga getur þess að gefnu
tilefni, að hún hafi aðeins einn
mann i enskutima og segir
ennfremur um önnur atriði: „Hér
vinn ég engin húsverk, ég sé
aðeins um morgunverð okkar
hjóna og bý um rúrnin. Ég les
aldrei iþróttafréttir eða hlusta á
þær, en það gerir maðúrinn minn.
Ekki veit ég, hvaða bók „I for-
Guðríður Eliasdóttir, Gunnar
Eyjólfsson og Björgvin
Vilmundarson.
Á þinginu var samþykkt að
kjósa fimm manna nefnd til þess
að endurskoða stefnuskrá flokks-
ins og hugmyndafræði. Tillögur
nefndarinnar á að leggja fyrir
aukaflokksþing, sem halda skal á
næsta ári. 1 þessa hugmynda-
fræðinefnd voru kjörnir Vil-
mundur Gylfason, Árni Gunnars-
son, Finnur Torfi Stefánsson,
Helgi Skúli Kjartansson og Jón
Þorsteinsson.
Þá samþykkti flokksþingið
viljayfirlýsingu um að taka upp
forkosningar við val á fram-
bjóðendum flokksins við alþingis;
bæjar- og sveitarstjórnarkosn-
ingar. Flutningsmenn voru Vii-
mundur Gylfason o.fl. Ennfremur
var samþykkt að kjósa sérstakt
verkalýðsmálaráð á flokksþing-
inu, en starfsemi þess hefur legið
niðri undanfarin ár.
Á flokksþinginu voru sam-
þykktar breytingar á flokks-
stjórninni í því skyni að fjölga í
forystusveit flokksins eins og það
var kallað. Áður voru sérstaklega
kjörnir i flokksstjórn: formaður,
varaformaður og ritari. Eftir
breytinguna eru sérstaklega
kjörnir: Formaður, ritari, gjald-
keri, varaformaður, vararitari og
varagjaldkeri.
rýna grein Vigfúsar, en þess í stað
bregður honum um heift og
ódrengskap.
Þar kemur vopnið allnærri
þeim er leggur.
Ég held honum sé hollt að lesa
234—237. grein xxv. kafla refsi-
laga áður en hann tæki svona til
orða aftur. Svona níðhögg lýsa oft
betur þéim sem sendir en þeim
sem höggið á að fá.
Annars væri fróðlegt að fá að
vita hvar og hverjir þessir ein-
földu prestar eru sem náttúru
hafa til lýðskrums og Guðmundur
Óli óttast mest að ekki kunni að
þegja og tækju nú opinbert og
upp úr þurru til við að berja á
stétt sinni og samherjum, eins og
Guðmundur Oli orðar það. Við
hvað er maðurinn hræddur? Á að
múlbinda alla presta nema þá
kannski hempuklædda hrossa-
bændur? Ef svo er væri illa farið.
Því miður hefur Guðmundur Öli
Ólafsson ekki getið staðar síns né
stöðu, vona ég því að hann mis-
virði ekki við mig, þó ég nefni
hann aðeins skirnarnafni án
nokkurs titils.
Virðingarfyllst,
Berjanesi 26.10.1974.
Andrés Andrésson
sæiudal" er og ég hef aldrei lesið
hana.“
Helga Kristjánsdóttir bætir sið-
an við:
„Fyrst tilefni gefst hefi ég
ánægju af að rifja upp dvöl mina
hér og aðstöðu i Dvalarheimili
aldraðra i Ási í Hveragerði.
Innan dyra lætur stofnunin
gera allt, sem við þurfum með
fyrir okkur, svo sem að gera
hreint og ryksuga. Þvottinn fáurn
við heim til okkar þveginn, strok-
inn og viðgerðan. Utan dyra er
allt snyrt og þrifið, séð um blórn
runna og grasbala. A vetrum er
mokaður snjór af stéttum, oft dag-
lega í snjóatið.
Hér eru tvær glæsilegar setu-
stofur, í sambandi við borðstof-
urnar, sín i hvoru húsi. Þar liggja
blöð frammi og þar eru útvörp og
sjónvörp, sem þeir geta notið, sem
vilja. Póst fær maóur við mat-
borðið og eigin blöð, þeir, sem
þau kaupa.
Hárgreiðsla, rakstur og fóta-
snyrting er hér ókeypis fyrir vist-
fólkið. Svo er hér hjúkrunarkona
og ókeypis lyf og læknishjálp.
Fæði er hollt og gott og veizlu-
matur um helgar og hátiðir.
Ég hef aldrei fundið mig
frjálsari en hér. Við getum bland-
að geði við aðra þegar við viljurn,
en höfurn fullkomið næði og njót-
um þess eftir vild.
Þökk sé þeini, sem gera okkur
kleift að búa við slíkar aðstæður i
ellinni," segir Helga Kristjáns-
dóttir að lokum.
Athugasemd vegna viðtals
— og fáein orð um As í Hveragerði