Morgunblaðið - 19.11.1974, Blaðsíða 40
nucivsmcnR
<±t ,^22480
ÞRIÐJUDAGUR 19. NÓVEMBER 1974
1250 þús.
króna sekt
Afli og veiðarfæri upptæk
að verðmæti 5,3 milljónir
IJm hádegisbil á laugardag skar varðskipið Þór á togvfra vestur-þýzka skuttogarans Flensburg SK
124, þar sem skipið var að veiðum 10 sjómflur innan fiskveiðitakmarkanna á Halanum. Skip og
'oátar, sem orðið höfðu þýzkra togara varir á þessum slóðum létu Landhelgisgæzluna vita og var
varðskip raunar Iagt af stað á svæðið áður cn tilkynningar fslenzku skipanna bárust. Annar þýzkur
togari var á sömu slóðum, en hffði og sigldi á haf út, er hann sá, hvernig fór fyrir félaga hans.
Myndin er tekin, þegar Þór klippti.
DOMUR f máli skipstjórans á
skuttogaranum Snorra Sturlusyni
RE, er tekinn var á laugardags-
kvöld að meintum ólöglegum
veiðum á alfriðaða svæðinu norð-
ur af Kögri, var kveðinn upp við
bæjarfógetaembættið á Isafirði f
gær klukkan 16. Skipstjórinn,
sem ekki viðurkenndi mælingar
varðskipsins og kvað þær stangast
á við sfnar mælingar, var dæmdur
f 1.250 þúsund króna sekt f Land-
helgissjóð, en afli og veðarfæri,
sem metin voru á 5.294,-
krónur voru gerð upptæk.
Síðdegis á laugardag kom
varðskipið Þór að Snorra Sturlu-
syni, togara Bæjarútgerðar
Reykjavíkur, og samkvæmt mæl-
ingum varðskipsins var togarinn
að veiðum innan áðurnefnds
friðaðs svæðis. Þór tók togarann
inn til Isafjarðar, þar sem málið
var tekið fyrir. Við vitnaleiðslur
komu fyrir dóminn skipherra
varðskipsins og þrfr stýrimenn,
skipstjóri togarans, Guðbjörn
Jensson og 1. stýrimaður hans.
Guðbjörn benti á að mælingar
varðskipsins stönguðust á við
Hert lánakiör frá stofnlána-
_ V a 5% og jafnframt varð sú breyl
™ J m * á, að 30% af lánsupphæð
sjooum atvinnuvega
SAMKVÆMT heimild bráða-
birgðalaga nr. 28 frá 21. maí 1974,
sem síðar hafa verið staðfest af
Alþingi, er rfkisstjórn heimilt að
ákveða lánakjör stofnlánasjóða
atvinnuveganna. Hefur rfkis-
stjórnin nú með bréfi dagsettu
17. október falið Seðlabanka Is-
EITT IIIINORAt)
ÍOO
Einn hinna þriggja seðla án númera og undirskrifta sem komizt hafa f
umferð. Ljósm. Mbl. Friðþjófur.
Seðlar án númera og
undirskrifta í umferð
VEGNA mistaka seðlaprent-
smiðju f London, sem Seðlabanki
tslands skiptir við, hafa á undan-
förnum dögum komizt hér f um-
ferð 100 króna seðlar sem vantar
á númer og undirskriftir. Að sögn
Sigurðar Arnar Einarssonar,
skrifstofustjóra Seðlabankans,
veit bankinn um 3 slfka seðla.
Sigurður Örn sagði ennfremur, að
ekki væri vitað um dæmi þess að
svona seðlar hefðu áður komizt f
umferð hér á landi. Erlendis hef-
ur þetta einstaka sinnum komið
fyrir, og f siíkum tilfellum hafa
seðlarnir orðið mjög verðmætir.
Sigurður Örn sagði, að 100 seðl-
ar væru i hverju seðlabúnti.
Vegna mistaka í prentsmiðjunni
hefði einn seðill til viðbótar farið
i búntið, og væru seðlarnir því
101. Hann sagði, að þarsem seðill-
inn væri ónúmeraður og óundir-
skrifaður, teldist hann ekki útgef-
inn af bankanum, þótt hann væri
frá honum kominn. Fyrir bank-
ann væri hann einskis virði, þótt
safnarar litu kannski öðrum aug-
um á hann. Sigurður Örn sagði að
lokum, að búið væri að hafa
samband við seðlaprentsmiðjuna
í London, og væri málið nú i at-
hugun.
Þá hafði Mbl. samband við
þekktan myntsafnara. Hann
sagði, að mjög erfitt væri að geta
til um verðmæti seðlanna, það
færi eftir þvi hver margir kæm-
ust í umferð. Myntsafnarafélagið
héldi uppboð mánaðarlega, og
væri það eini ákvörðunaraðilinn.
Safnarinn sagði að iokum, að er-
lendis kæmu svona afbrigði af og
til á uppboð, og næðu þeir oft
mjög háu verði.
lands að tilkynna breytingu á
lánakjörum Stofnlánadeildar
landbúnaðarins, Fiskveiðasjóðs
og Iðnlánasjóðs. Hefur hluti lána
verið vfsitölutryggður og vextir
hækkaðir. Áður hafði fyrrverandi
ríkisstjórn ákveðið að vfsitöiu-
tryggja hluta af útlánum Bygg-
ingasjóðs rfkisins og hækka vexti.
Með bréfi, sem sent var um
mánaðamótin júní/júlí ákvað
fyrrverandi ríkisstjórn hækkun
vaxta húsnæðismálalána úr 4% í
breyting
var
verðtryggt miðað við bygginga-
vísitölu. Eins og áður segir hefur
núverandi ríkisstjórn nú með
bréfi, ákveðið að verðtryggja 25%
af lánsfjárhæð frá Stofnlánadeild
landbúnaðarins og er miðað Við
byggingavísitölu. Nær verðtrygg-
ingin til lána, sem fara til íbúðar-
húsabygginga, vinnslustöðva,
ræktunarsambanda, verkstæða og
annarra hliðstæðra málaflokka.
Undanþegin verðtryggingu eru
lán til almennra fjárfestinga
bænda, þ.e.a.s. til ræktunar, úti-
húsabygginga, dráttarvélakaupa,
bústofnskaupa, gróðurhúsa og
einnig eru útlán Veðdeildar
Framhald á bls. 39
mælingar sínar, en einnig kom
fram að á þessum slóðum væri
mjög erfitt um vik meó staðar-
ákvörðun, þar sem svæðið væri
mjög djúpt úti eða um 40 sjómílur
frá landi.
Útgerð skipsins setti í gær
tryggingu fyrir afla og veiðar-
færum skipsins og lét það úr höfn
við svo búið. Dómari i málinu var
Þorvarður Þorsteinsson bæjar-
fógeti, en meðdómendur voru
Símon Helgason, fyrrum skip-
stjóri og Guðmundur Guðmunds-
son, fyrrum skipstjóri.
Flokksþing Alþýðuflokks:
Dr. Kjartan felldi
BENEDIKT Gröndal var kjörinn
formaður Alþýðuflokksins á
þingi flokksins sl. sunnudag. Rit-
ari Alþýðuflokksins var kjörinn
Björn Jónsson, forseti A.S.l.
Björn fékk 77 atkvæði en Jón
Þorsteinsson 46 og Björgvin
Guðmundsson 7. Dr. Kjartan
Jóhannsson var kjörinn varafor-
maður með 84 atkvæðum, en
Eggert G. Þorsteinsson, fyrrver-
andi ritari Alþýðuflokksins, fékk
48 atkvæði. Við kjör f flokks-
stjórn, sem skipuð er 56 mönnum,
gerðist það m.a., að Björgvin
Guðmundsson, borgarfulltrúi
Alþýðuflokksins, féll með
miklum atkvæðamun ásamt fleiri
forystumönnum.
Við formannskjör var Benedikt
Gröndal einn í kjöri. Hann fékk
121 atkvæði, Jón Þorsteinsson
fékk 3, Örlygur Geirsson fékk 1
og Björgvin Guðmundsson fékk 1
og auðir seðlar voru 13. Gjaldkeri
Alþýðuflokksins var kjörin
Kristín Guðmundsdóttir, for-
maður Landsambands Alþýðu-
flokkskvenna, með 107
atkvæðum. Garðar Sveinn Árna-
son fékk 28 atkvæði. Vararitari
var kjörinn Karl Steinar Guðna-
son meó 126 atkvæðum. Vilmund-
ur Gylfason, Ólafur Harðarson og
Jón Þorsteinsson fengu eitt at-
kvæði hver. Varagjaldkeri var
kjörinn Eyjólfur Sigurðsson með
116 atkvæðum. Auðir seðlar og
ógildir voru 20. Vilmundur Gylfa-
son, Jón Þorsteinsson og Elin
Eggert
Guðjónsdóttir fengu eitt atkvæði
hvert. Svokölluð nefndarnefnd
flokksþingsins gerði tillögur um
menn í æðstu stjórn flokksins.
Formaður nefndanefndar var
Gylfi Þ. Gíslason. Allar tillögur
nefndarinnar voru samþykktar
eins og að ofan greinir, að þvi
undanteknu, að við varafor-
Framhald á bls. 39
Gengishækkun gagnvart dollar
GENGI islenzkrar krónu
breyttist gagnvart Bandaríkja-
dollar um helgina. Við sfðustu
skráningu krónunnar fyrir
helgi, föstudag, var sölugengi
dollars 118,10 krónur, en þegar
gjaldeyrisdeild bankanna
skráði gengi klukkan 13 í gær
var sölugengi dollarsins fallið
niður í 117,40 krónur. Þvf hefur
orðið gengishækkun krónunnar
gagnvart dollar, sem nemur
0,59%.
Eins og margoft hefur komið
fram í fréttum er gengi
krónunnar fljótandi sem
kallað er. Bandaríkjadollar
hefur undanfarna viku staðið
höllum fæti á alþjóðagjald-
eyrismörkuðum og hefur það
nú komið fram á gengisskrán-
ingu hériendis. Kaupgengi doll-
arsins er nú sléttar 117 krónur.
Síðast þegargengi krónunnar
breyttist var það 9. október sið-
astliðinn og hækkaði þá krónan
um 0,51%. Hækkun krónunnar
gagnvart dollar nemur þvi
1,1% á siðustu 5 vikum.