Morgunblaðið - 07.12.1974, Side 18

Morgunblaðið - 07.12.1974, Side 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 Hækkun rekstrar- gjalda minni en með- alhækkun verðlags Eins og áður hefur verið greint frá mælti Birgir lsleifur Gunnarsson, borgarstjóri, fyrir frumvarpi að fjárhagsáætlun fyrir Reykjavfkurborg árið 1975 á borgarstjórnarfundi sl. fimmtu- dag. 1 ræðu sinni gat borgarstjóri þess m.a. að þrátt fyrir magn niðurskurð framkvæmda, væri gert ráð fyrir þvf f fjárhags- áætluninni að lögð yrði sérstök áhersla á áframhald skólabygg- inga, einkum f nýjum hverfum, byggingu stofnana fyrir aldraða, aukningu á framlögum til heil- brigðisstofnana f borginni, svo og hækkað framlag til umhverfis- og útivistarmálefna. 1 ræðu borgar- stjóra kom einnig fram, að rekstrargjöld Reykjavfkurborgar hækka samkvæmt fjárhagsáætlun um 44,4%, sem er talsvert innan við meðalhækkun verðlags. Nánar verður greint frá ræðu borgarstjóra síðar. Sigurjón Pétursson sagði, að laun hafnarverkamanna hefðu hækkað um 41% frá því í desem- FRA BORGAR- STJÓRN ber 1973. Þetta sýndi þá tekju- breytingu, sem orðið hefði hjá því fólki, sem standa ætti undir aukn- um útgjöldum borgarinnar. Síðan minntist borgarfulltrúinn á hækkun útsvara, sem nemur 67,8%. Sagði hann, að sú hækkun stafaði fyrst og fremst af hærri launatekjum og eins vegna 10% álags á útsvör, sem nú væri reiknað með að leggja á. Utsvör væru nú 117 þúsund krónur á hvert heimili í borginni i stað 71 þús. kr. í ár. Þessi hækkun kæmi fyrst og fremst niður á þeim, sem lægst hefðu launin. Aðstöðugjald- ið hækkaði um 51,3% eða talsvert minna en útsvörin. Þannig væri greinilegt, að skattþunginn lenti á almennum launamönnum. Borgarfulltrúinn sagði, að fjár- hagsáætlunin sýndi spennu og ráðdeildarleysi. Reykjavíkurborg væri á leið inn í vaxandi fjárhags- erfiðleika. Allir tekjustofnar væru nú fullnýttir, nema aðstöðu- gjaldið. Kristján Benediktsson gerði að umtalsefni orð borgarstjóra, er hann ræddi um of lítinn sveigjan- leika f tekjuöfiun sveitarfélag- anna. Borgarfulltrúinn sagði, að með þessu væri borgarstjórinn að kvarta yfir því að geta ekki hækkað útsvör enn meir en orðið hefði. Þá sagði hann, að til raun- verulegra eignabreytinga eða framkvæmda færu 700 milljónir króna, en það væri mun lægri upphæð en gert hefði verið ráð fyrir við gerð fjárhagsáætlunar í desember fyrir ári. Þá sagði borgarfulltrúinn, að tekjur borgarinnar hækkuðu um 2000 millj. kr. frá fjárhagsáætlun þessa árs. Tekjurnar næmu nú samtals 5900 milljónum króna. Af 2000 millj. kr. heildarhækkun ætti útsvarið stærstan hlut eða 1300 millj. kr., sem væri 68% hækkun, og þá væri borgarstjór- inn búinn að bæta við neyðar- prósentustiginu. Guðmundur Magnússon ræddi m.a. um fjárhag strætisvagnanna og benti á, að farþegum færi fækkandi á sama tíma og borgin stækkaði. Ástæðan væri sú, að stór hluti borgarbúa notaði einka- bíla. Varaborgarfulltrúinn taldi, að umferðarmálin og strætis- vagnakerfið þyrfti að taka til gagngerðrar endurskoðunar og sagði ennfremur, að það væri rétt- lætismál, að fargjöld yrðu ekki hækkuð meir en orðið væri. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, benti á, að ákveðið hefði verið að lóðarhafar greiddu því sem næst 50% af kostnaði við gatnagerð og holræsi. Hins vegar hefði verið talið rétt að þetta hlut- fall væri haft lægra að því er varðaði fjölbýlishús. Þá benti borgarstjóri á, að kostnaður við stjórn borgarinnar hefði farið hlutfallslega lækkandi á undan- förnum árum og væri nú aðeins 3% rekstrargjalda borgarinnar. Albert Guðmundsson itrekaði að stórar upphæðir færu til mál- efna aldraðra. Borgin hefði brugðið fljótt við og byrjað undir- búning á framkvæmd þeirrar samþykktar, sem borgarstjórn gerði um þessi efni fyrr á þessu ári. Bygging B-álmu Borgar- sjúkrahússins hefði farið út um þúfur vegna þess að vinstri stjórnin neitaði að taka þátt i kostnaði við framkvæmdirnar. Þá sagði borgarfulltrúinn að sveigjanleiki þyrfti að vera meiri í tekjustofnalögum. Kjörnir borgarfulltrúar ættu að hafa úrslitavald um, hversu mikil gjöld væru lögð á borgarana, en nú væri borgarfulltrúum stjórnað með tilskipunum og ekki væri nema von að Reykjavikurborg kæmist í greiðsluvandræði við slíkar aðstæður. Birgir Isleifur Gunnarsson, borgarstjóri, og Olafur B. Thors, forseti borgarstjórnar. Rekstur dagvistunarstofnana: Ríkið greiðir 12% en ber að greiða 30% A FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag var tillögu Þorbjörns Broddasonar um breytingu á stjórn dagvistunarstofnana vísað til félagsmálaráðs og annarrar umræðu í borgarstjórn. Við um- ræðuna upplýsti Markús Örn Antonsson, formaður félagsmála- ráðs, m.a. að ríkisvaldið ætti lög- um samkvæmt að greiða 30% af Ný hafnar- reglugerð A FUNDI borgarstjórnar sl. fimmtudag var til annarrar um- ræðu tillaga að nýrri reglugerð fyrir Reykjavíkurhöfn og tillaga að nýrri gjaldskrá fyrir höfnina. Aður hefur verið greint frá efni tillagnanna. Að lokinni annarri umræðu var reglugerðin sam- þykkt meó 12 atkvæðum gegn tveimur. Áður hafði verið felld tillaga borgarfulltrúa Fram- sóknarflokksins um lækkun hafnargjalda með 12 atkvæðum gegn 2. rekstri dagvistunarstofnana en í raun hefði framlag þess aðeins verið 12%. Þá sagði hann, að Reykjavíkurborg hefði í raun greitt 48% en ætti aðeins að greiða 30% samkvæmt lögum. Þorbjörn Broddason mælti fyrir tillögu sinni, sem gerir ráð fyrir, að þegar verði hafinn undir- búningur þess að breyta stjórnun dagvistunarstofnana borgarinnar í það horf, að hún verði í beinni umsjá kjörinna fulltrúa borgar- innar. Tillagan gerir jafnframt ráð fyrir, að félagsmálaráð semji drög að nýjum reglum um rekstur dagvistunarstofnana. Þorbjörn taldi, að Sumargjöf hefði unnió merkt brautryðjendastarf á sinni tið, en nú væri rétt að borgin tæki við stjórn dagvistunarstofn- Markús Örn Antonsson sagðist vera í meginatriðum fylgjandi þeirri reglu, að stjórnunin væri á hendi sömu aðila og legðu fram fjármagnið. Fram til þessa hefði Reykjavíkurborg kostað dag- vistunarstofnanirnar en Sumar- gjöf rekið þær. Sumargjöf hefði rekið umfangsmikið og merkilegt starf á þessu sviði. Borgarfulltrúinn sagði, að nú væri starfrækt 33 dagvistunar heimili í Reykjavík og þar af væru 28 í eigu Reykjavíkurborgar og á þessum heimilum ynnu 200 borgarstarfsmenn. Samkvæmt fjárhagsáætlun næsta árs væri gert ráð fyrir aó varið yrði 155 millj. kr. úr borgarsjóði til rekstrar heimilanna. Kostnaður á hvert barn væri um 20 þús. kr. á mánuði. Lögum samkvæmt ætti ríkið að greiða 30%, sveitar- félagið 30% og aðstandendur barnanna 40%, en í reynd greiddi rikió 12%, Reykjavikurborg 48% og foreldrarnir 40%. Ríkisvaldið hefði því ekki staðið við þá lög- gjöf, sem sett hefði verið um þetta efni. Þá sagði borgarfull- trúinn, að ríkið mundi aðeins greiða 8% af kostnaði við rekstur leikskóla á næsta ári í stað 20%. Borgarfulltrúinn lagði til, að til- lögu Þorbjörns Broddasonar yrði visað til athugunar félagsmála- ráðs. Skólanefnd Iðnskóla BORGARSTJORN hefur tilnefnt eftirtalda þrjá menn í skólanefnd Iðnskólans: Óla Vestmann Einarsson, Ólaf Jónsson og Sig- urð Magnússon. Til vara voru kjörnir: Hilmar Guðlaugsson, Aðalsteinn Jóhannsson og Jón Thor Haraldsson. — Orkumál Austfjarða Framhald af bls. 16 fyrir stórvirkjun á staðnum, heldur muni hún að nokkru leyti geta orðið hluti af stórvirkjuninni. Um þetta atriði segir i þeirri álitsgerð frá verk- fræðistofu Sigurðar Thoroddsen, sem ég nefndi hér áðan, að lita megi á þessa virkjun sem I. áfanga svo- nefndrar Fljótsdalsvirkjunar, sem er virkjun á sama falli með vatni úr Jökulsá i Fljótsdal og Bessastaðaá og upptökum kvíslar Kelduár. Siðar segir í þessari sömu álitsgerð, að endurskoðuð eða frumdrög hafi verið gerð f júlimánuði s.l. að endur- skoðaðri áætlun um þá virkjun. þ.e.a.s. Fljótsdalsvirkjun, og ef virkjun Bessastaðaár verði komin áður, megi gera ráð fyrir, að kostn- aður við stórvirkjunina lækki um 700—800 millj. kr. vegna mann- virkja. sem nýtast báðum virkjun- unum og vegna minnkunar á upp- settu afli Fljótsdalsvirkjunar en sem svarar Bessastaðaárvirkjun. f þessu sambandi vil ég einnig leyfa mér að vitna til orða Hauks Tómassonar jarðfræðings. sem flutt voru í rikisútvarpinu s.l. föstudag. en hann segir þar: Ég vil leggja áherslu á það, að virkjun Ðessastaðaár getur flýtt mjög fyrir gerð stórvirkjunar- kjarna. Siðan bætir hann við, að til þess verði þá að nota tækifærið og rannsaka bergið með þvi að hafa stöðvarhús neðanjarðar og gera að- keyrslugöng, en slik göng mundu flýta gerð stærri virkjunar um 1—2 ár. Hér ber því flest að sama brunni, að gerð Bessastaðaárvirkjunar er ekki Ifkleg til þess að draga úr eða seinka hugmyndum um stórvirkjun í Fljótsdal, heldur gæti á marga lund stutt hana og orðið þar að gagni. í s.l. mánuði eða 22. okt. var haldinn fundur á Skriðuklaustri um þetta mál að tilhlutan Sambands sveitarfélaga á Austurl. og var sá fundur haldinn með hreppsnefnd Fljótsdæla og fleiri aðilum, sem þar eiga hlut að máli. Á fundinum kom einnig Tómas jarðf ræðingur frá Orkustofnun og Leifur Benediktsson verkfræðingur frá Hönnun. f frásögn um þennan fund segir svo: „j viðræðum við hreppsnefndar- menn og aðra kom fram, að þeir höfðu ekkert að athuga við áformin um virkjun Bessastaðaár. Á fundin- um var rætt um það, að hve miklu leyti beitarland á heiðinni færi undir vatn og var ákveðið, að fram færi rannsókn á þvf og taka það mál upp ] til umr., þegar álitsgerð lægi fyrir f sambandi við þetta vil ég taka það einnig fram. að langmestur hluti þess lands, sem þarna er um að ræða, er i rikiseign. Á s.l. vori voru samþykkt lög á Alþ. um virkjun Kröflu, og er nú unnið að þvf máli og reynt að hraða þvi sem mest, að Kröfluvirkjun geti tekið til starfa. í því frv. var ákveðin heimild til þess að leggja háspennu- línur til Austurlands og varðandi það mál vil ég taka fram, að sérstök nefnd, sem hefur með höndum athuganir á háspennulinum og linu- stæðum milli landsfjórðunga hefur þetta mál, um háspennulínur frá Kröflu til Austurlands, sérstaklega til athugunar og er m.a. áformað. að nú á þessum vetri verði reist nokkur tilraunaklaustur á leiðinni til frekari könnunar á staðháttum. j sambandi við Kröfluvirkjun er rétt að geta þess, að við erum mjög vanhaldnir islendingar af nauðsynlegum tækj- um eða gufuborum til þess að bora eftir jarðgufu til raforkuframleiðslu eða annarra nota. Þó að nokkrir smærri borar séu hér til, jarðborar, þá er aðeins til einn gufubor, sem keyptur var til landsins á árunum 1957—1958 og er sameign Reykja- vikurborgar og ríkisins. Þessi gufu- bor er nú i notkun að Reykjum i Mosfellssveit, einkum við það verk- efni að undirbúa hitaveitu fyrir Kópavog, Hafnarfjörð og Garða- hrepp. Gert hafði verið ráð fyrir þvi, að sá bor boraði áfram á Reykjum næsta sumar. En vegna hinnar miklu þarfar á því að flýta virkjun Kröflu. hefur nú náðst samkomulag um það, að ef ekki finnist önnur úrræði, þ.e.a.s. með öflun gufubors, þá verði þessi bor rikisins og Reykjavfkur- borgar sendur norður að Kröflu næsta vor og geti verið þar að verki við að bora vinnsluholur a.m.k. 5 mánuði. Hins vegar er samhliða þessu unnið að þvi að fá gufubor til landsins. Nýjan bor er erfitt að fá vegna hins langa afgreiðslufrests. sem er væntanlega a.m.k. tvö ár eða jafnvel meira, en kannaðir hafa verið möguleikar og leitað tilboða i góða bora, sem eru eitthvað notaðir og verður nú væntanlega alveg á næst- unni gengið frá kaupum á notuðum gufubor, sem er þó að mati sérfræð- inga i ágætu ástandi og er gert ráð fyrir, að slfkur gufubor kosti hingað kominn með aðflutningsgjöldum rúmar 400 millj. kr.. en án aðflutn- ingsgjalda um 280 millj. Ég get þessa hér I sambandi við Kröflu, vegna þess, að lögð hefur verið áherzla á að fá annan gufubor til viðbótar sérstaklega með þá virkjun i huga, en virkjun Kröflu stendur einnig i sambandi við raforkumál Austurlands vegna fyrirætlana um það að tengja Austurland við Kröflu- virkjun, þegar þarað kemur. Ég vil svo að lokum taka það fram, að það er gert ráð fyrir þvi ( frv., að Rafmagnsveitur rikisins reisi og reki þessa virkjun við Bessastaðaá en I 4. gr. frv. segir, að óski sveitarfélög á Austurlandi að gerast eignaraðilar að virkjun Bessastaðaár og öðrum orku- verum á orkuveitusvæðinu, er ráðh. heimilt að gera samninga þar um fyrir hönd virkjunaraðilans. Þetta er I samræmi við þá stefnu, að raforku- málin verði að verulegu leyti i höndum heimamanna, þar sem þess er óskað. Um það mál verður rætt hér sfðar i sambandi við skipulags- mál málanna, en ég vil einnig taka það fram, að ekki aðeins i sambandi við eignaraðildina verður haft sam- ráð við Austfirðinga eða fulltrúa þeirra, heldur við allan undirbúning þessa máls, eins og þegar hefur verið nú að undanförnu. En þvi er ekki að neita, að oft og tfðum hefur við gerð mannvirkja á íslandi verið vanrækt um of að ráðgast við og hlusta á ábendingar og ráð heima- manna. Það hefur viljað brenna við, að sérfræðingar hafa kannski ráðið fullmiklu og hlustað of lítið á álit þeirra, sem heima voru fyrir og þjóð- kunnugir ölium staðháttum. j sam- bandi við virkjun Bessastaðaár verður haft náið samráð við heima- menn og hlustað að sjálfsögðu með gaumgæfni á þær ábendingar, sem þaðan koma samkv. reynslu góðra manna. Ég skal ekki hafa þessi orð fleiri, en vil undirstrika það aftur, að þótt ekki hafi i frv. verið sett ákveðið ártal, vegna þess að mönnum finnst það misjafnlega viðkunnanlegt að lögfesta. hvenær virkjun skuli verða tilbúin, þá vil ég taka það sérstak- lega fram, að öllum undirbúningi og framkvæmdum verður hraðað eins og frekast er kostur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.