Morgunblaðið - 07.12.1974, Side 19

Morgunblaðið - 07.12.1974, Side 19
JESCHUÁ í Norræna húsinu SÆNSKI söngflokkurinn Jeschuá syngur í Norræna húsinu n.k. sunnudag kl. 16. í Jeschúá eru fimm piltar á aldrinum 17—22 ára — þeir Bruno Eklund, tromm- ur, Hans Helén, pianó, og bræð- urnir Lars, Tomas og Staffan Enochsson, sem eru bassa- og gítarleikarar flokksins. Jeschuá hefur undanfarið sungið í kirkj- um og á samkomum hér. Þeir eru mjög vinsælir í heimalandi sínu, þar sem þeir fara um og syngja í skólum og kirkjum. Þeir hafa einnig ferðast um önnur Norður- lönd og ferð þeirra til Islands er liður í aukinni kynningu á þessu sviði milli Norðurlandanna. Jeschuá kom fram á stóru norrænu Jesú-hátíðinni í Stokk- hólmi sl. sumar, þar sem 10.000 ungmenni söfnuðust til loka- fagnaðarins. Lions-klúbbur Grindavíkur selur jólapappír MÁNUDAGINN 9. desember munu félagar úr Lions-klúbbi Grindavfkur ganga 1 hús 1 Grinda- vík og selja jólapappír. Ágóða af þessari pappfrssölu er varið til kirkjubyggingar í Grindavfk. Á undanförnum árum hefur því fé, sem safnazt hefur, verið varið til ýmissa líknarmála, en fyrst og fremst reynt að gleðja og styrkja aldraða í byggðarlaginu. Árlega bjóða félagar öldruðum íbúum Grindavikur til skemmtiferðar í júni-mánuði, og eftir næstu ára- mót þar á eftir boðið ferðafélög- um til skemmtifundar og kaffi- drykkju, sem konur félaga hafa annazt, um, en þá hafa einnig verið sýndar myndir frá sumar- ferðinni. Lions-menn hafa á ýmsan hátt aflað fjár, t.d. með árlegri peru- sölu í nóvember, hlutaveltu fyrsta sunnudag desembermánaðar, og nú sölu á jólapappir. Félagarhafa róið til fiskjar og notið þar fyrir- greiðslu bátaeigenda í Grindavík, sem hafa lánað báta endurgjalds- laust til sjóferðanna. Eitt aðalmál Lions-manna í Grindavík verður á komandi árum aðstoð við kirkju- byggingu, sem nú er hafin. (Guðfinnur). — Vangaveltur Framhald af bls. 1 eru mörg blöð þeirrar skoðun- ar, að til greina komi stjórnar- samvinna sósíaldemókrata og Vinstri. Slík samsteypa gæti sennilega náð meirihluta stuðn- ingi með því að hafa samvinnu við litlu borgaraflokkana, mið- demókrata Erhards Jacobsens, Róttæka vinstri, Kristilega þjóðarflokkinn og ef til vill einnig Ihaldsflokkinn. Talið er, að Kristilegi þjóðarflokkurinn og Miðdemókratar séu sérstak- lega hlynntir samvinnu „yfir mxðlínu", þ.e. milli sósíaldemó- krata og Vinstri. Djarfari spámenn telja sig sjá fram á, að Vinstri fái mikla fylgisaukningu í kosningunum og að flokkurinn haldi áfram í stjórn. Þeir telja tvennt koma til greina. Annars vegar að Hartling lýsi þvi yfir, að hann óski breiðrar samvinnu um efnahagsáætlun sína og bjóði sósíaldemókrötum til stjórnar- samvinnu strax eftir kosn- ingarnar, þannig að núverandi stjórn verði leyst upp og ný mynduð með forsætisráðherra úr flokki sósíaldemókrata og Poul Hartling í embætti utan- rikisráðherra. Hins vegar að Poul Hartling haldi áætluninni fram að nýju eftir kosningar með óbreyttri stjórn, áætlunin verði felld og hann neyddur til að segja af sér — en síðan verði mynduð samsteypustjórn sósíaldemókrata og vinstri með sama hætti. MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 19 Helsinki — Rauter. í GÆR, föstudag, var þjó8- hátíðardagur Finna og 57 ár liðin frá því Finnland hlaut sjálfstæði. Þennan dag ber upp á þegar vax- andi áhyggju gætir bæði í Finnland og erlendis af því hvort hið opna, lýðræðis- lega þjóðskipulag landsins geti staðizt aukinn þrýsting innanlands og frá Sovét- ríkjunum. Frá slðari heims- styrjöldinni hafa Finnar komið sér upp víðtækum stjórnmálalegum, við- skiptalegum og menningar- legum tengslum við grann- ríkið, Sovétríkin. Þessi tengsl eru svo mikil, að þau eru einsdæmi meðal ókommúnískra landa. Rússar ráða yfir 20% alls útflutnings Finnlands, og á hinu mikilvæga orkusviði halda þeir tveimur þriðju hlutum finnska markaðar- ins. Áhrif þessara ttaka t litlu landi á borð við Finnland. sem aðeins tel- ur 4,7 milljónir tbúa, verða æ Frá Helsinki Auknar áhyggjur af stöðu Finnlands meira áberandi á mörgum sviðum t finnsku stjórnmála-, efnahags- og menningarltfi. Fyrr t þessari viku birti stærsta dagblað Finnlands. Helsingin Sanomat, ritstjórnargrein, þar sem ráðist var á finnska leiðtoga fyrir tilraunir til að hindra frjálsan fréttaflutning fjölmiðla varðandi fréttir af utanríkisstefnu Finnlands og samskiptum Sovétrtkjanna og Finnlands. i ritstjórnargreininni sagði, að alvarlega athygli vekti staukin tilhneiging stjórnvalda til að hindra tjáningarfrelsið, sem tryggt væri skv. stjórnarskránni. Önnur blöð hafa slðan tekið undir með Helsingin Sanomat og mót- mælt tilraunum rikisstjórnarinnar til að koma I veg fyrir gagnrýni á Sovétrlkin I fjölmiðlum. Stjórnin hefur ekkert skipt sér af frétta- flutningi varðandi fréttir frá Vesturlöndum. Þessi mál fjölmiðlanna endur- spegla beint þá þróun, sem hófst I Finnlandi I lok siðasta áratugar. Kommúnistar. jafnaðarmenn og miðflokkarnir hafa allir hvatt til stóraukinna samskipta við Rússa. Orkumálaáætlanir Finna verða og ekki til þess að styrkja yfirlýst hlutleysi landsins, þar sem Finnar eru nú nær algerlega háðir Sovét- mönnum um oUukaup og kaup á öðrum orkugjöfum. Hins vegar er gagnrýni á viðskipti við Sovétrlkin algerlega bönnuð I Finnlandi og fjöldi fólks ver af einlægni ákvarðanir um frekari viðskipta- sambönd við Sovétrlkin sem einu raunsæju leiðina fyrir Finnland, nú á þessum óstöðugu tlmum efna- hagsmála á Vesturlöndum. Sovétmenn hafa vissulega hald- ið alla viðskiptasamninga slna við Finna frá lokum heimsstyrjaldar- innar slðari, en hin stórauknu við- skipti við Sovétrikin binda hendur Finna stjórnmálalega. Auk þess hafa Finnar ekki fengið að gera neina alþjóðlega viðskipta- samninga, hversu mikilvægir þeir kunna að hafa verið hagsmunum landsmanna, nema að fenginni blessun sovézku stjórnarinnar. j þessi tilfelli má nefna frlverzlunar- samning Finna við EBE fyrir tveimur árum og það voru áhrif Sovétmanna sem ollu þvl að Finn- ar sneru bakinu við NORDEK hug- myndinni 1969. Finnar hafa einnig fjarlægst fyrri hlutleysisstefnuyfirlýsingar slnar I utanríkismálum og nálgast æ meir sovézku llnuna I þeim mál um. Þeir hafa nú tekið skýra af- stöðu með A-Evrópu þjóðunum I stað þess að áður forðuðust þeir algerlega að taka afstöðu til Finnskir skíðahermenn I Vetrarstrlðinu. heimsmála. einkum er þau snertu stórveldin. Kekkonon, forseti Finnlands, sem einkum er ábyrgur fyrir utanrlkisstefnu landsins og sem nýtur mikils stuðnings sovézkra stjórnvalda. hefur jafn- vel hafist handa um að umskrifa nútlmasögu Finnlands, til að færa hana meira I samræmi við skoðan- ir sovézkra ráðamanna. Kekkonen sakaði nýlega leiðtoga Finnlandsá strlðsárunum um að hafa að yfir- lögðu ráði ráðist gegn Sovét- rlkjunum, skömmu eftir að Þjóð- verjar réðust inn I Sovétrlkin 1941. Hann heldur þvl einnig fram, að Finnland hafi verið illa stjórnað á árunum fyrir styrjöldina og það hafi verið óviturlegt af leiðtogum landsins að neita Sovétrlkjunum um heimild til að setja upp herstöðvar I Finnlandi 1939. Rússar gerðu sem kunnugt er innrás I Finnland þann vetur vegna þeirrar neitunar og án þess að lýsa yfir strlði á hendur Finn- um. Þetta varð upphafið að Vetrarstrlðinu, og héldu Finnar Rússum I skefjum I 105 daga áður en friður var saminn. Rússar gerðu svipaðar kröfur til nágrannalanda Finnlands, Lett- lands, Litháen og Eistlands sem urðu til þess, að þau lönd voru algerlega innlimuð I Sovétrikin. Fyrr á þessu ári lagði einn af helstu leiðtogum miðflokkanna I Finnlandi og náinn samstarfsmað- ur Kekkonens til, að vopnahlés- dagurinn 1944 milli Finna og Sovétmanna, eftir önnur átök milli þjóðanna. yrði hinn nýi þjóð- hátlðardagur Finna. Nær ekkert var minnst á 30. nóvember I fjöl- miðlum. en þann dag voru 35 ár liðin frá þvl að Vetrarstrlðið hófst, sem talið er eldskirnin I sjálf- stæðisbaráttu Finna. Hins vegar voru mikil hátíðahöld fyrr I haust á 30 ára afmæli vopnahlés- samningsins frá 1944. Finnland er I flestu tilliti opið vestrænt þjóðfélag, en horfist i augu við sivaxandi kröfur um að- lögun að sovézku stjórnskipulagi hvað snertir stefnumarkanir, þjóð- félagsaga og stuðning við Sovét- rlkin á sem flestum sviðum. Finnlandisering er orð, sem not- að er yfir siaukin itök Sovétrikj- anna eða annarra stórvelda I mál- efnum minni þjóða. Þetta orð er ekki viðurkennt af yfirvöldum I Finnlandi. Lenin veitti Finnum sjálfstæði árið 1917, eftir að þeir höfðu verið stórfurstadæmi undir rússnesku keisurunum I eina öld. Afturhvarf til sliks fyrirkomulags Uhro Kekkonen Finnlands- forseti yrði alls ekki eins framandi eða hræðileg örlög fyrir Finna, eins og margir vestrænir menn gætu hald- ið. Finnar eiga margt sameiginlegt stjórnmálalega með Rússum. Þeir háðu sitt borgarastrið 1918, en þar sigruðu hvltliðarnir rauðlið- ana. Þrátt fyrir þetta hélt sterk kommúnista- og jafnaðarmanna- hefð áfram að þróast og dafna og eru nú sterkustu stjórnmáiaöflin I landinu. Sóslalískt þjóðfélag er þvi yfir- lýstur vilji um helmings finnskra kjósenda, sem bendir til, að ekki séu allir andvígir biðlun Sovétrikj- anna. Miðflokkarnir, sem Kekkon- en forseti kemur frá, hafa einnig stutt Sovétrikin og þeirra tillögur. Ekki er þó liklegt, að Finnland gangi kommúnismanum á hönd í fyrirsjánlegri framtið, en öruggt er, að áhrif Sovétrikjanna eiga eftir að teygja sig enn dýpra inn i finnskt þjóðfélagskerfi. Flokks- kerfið r stjórnmálum landsins mun haldast áfram, en hins vegar má segja að val kjósenda sé úr sög- unni ef ftokkarnir, sem sækjast eftir völdum, verða að hafa hlotið viðurkenningu Sovétstjórnarinnar áður en þeir geta komist til valda. Leiðtogar Finnlands á árunum eftir heimsstyrjöldina, þeir Paasikivi og Kekkonen hafa stöðugt hvatt Finna til að sýna raunsæi í utanríkismálum. Þeir hafa bent á að Finnland liggi land fræðilega djúpt í A-Evrópu og eigi því að hafa góð samskipti við og treysta á Sovétrikin.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.