Morgunblaðið - 07.12.1974, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974
hf. Árvakur, Reykjavík
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Eyjólfur Konráð Jónsson.
Styrmir Gunnarsson
Þorbjörn Guðmundsson.
Björn Jóhannsson.
Árni Garðar Kristinsson.
Aðalstræti 6, sími 10 100.
Aðalstræti 6, sfmi 22 4 80.
Áskriftargjald 600,00 kr. á mánuði innanlands.
í lausasölu 35,00 kr. eintakið.
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
Ritstjóm og afgreiðsla
Auglýsingar
Frumvarp aó fjárhags-
áætlun fyrir Reykja-
víkurborg árið 1975 hefur
verið lagt fram og rætt við
fyrstu umræöu í borgar-
stjórn. Frumvarpið ber að
vonum merki þeirrar óða-
verðbólgu, sem hér hefur
ríkt og þeim erfiðleikum er
borgin hefur ratað í af
þeim sökum. Niðurstöðu-
tölur frumvarpsins nema
5900 millj. króna og er það
52,5% hækkun frá fjár-
hagsáætlun þessa árs. Hér
er um að ræða nákvæm-
lega sömu hækkun og varð
á fjárlagafrumvarpi ríkis-
stjórnarinnar, sem nú ligg-
ur fyrir Alþingi. Rekstrar-
gjöld borgarinnar hækka
um 44,4% og er það tals-
vert innan við almenna
hækkun verðlags á þessu
ári. Þessi tala sýnir því, að
gætt hefur verið fyllsta að-
halds viö gerð fjárhags-
áætlunarinnar.
Það er alkunna, að óða-
veróbólgan veitti öllum
stærstu sveitarfélögúm
landsins þungar búsifjar á
þessu ári og svo var einnig
um Reykjavíkurborg. Þess-
ir erfiðleikar hefðu þó orð-
ið enn meiri og hrikalegri
ef ekki hefði verið gripið
til sérstakra ráðstafana til
þess að draga úr rekstr-
arkostnaði. Af þessum
sökum reyndist einnig
óhjákvæmilegt að skera
verulega niður fram-
kvæmdir á þessu ári. Eigi
að síður verður Reykja-
vikurborg að verja miklum
fjárhæðum til afborgana af
verðbólguskuldum og til
þess að styrkja rekstur
nokkurra borgarfyrir-
tækja. Óðaverðbólgan á
þessu ári kemur þannig
óhjákvæmilega niður á
framkvæmdum borgarinn-
ar á árinu 1975. En það
var rétt ákvörðun að
greiða verðbólguskuldirn-
ar niöur á skömmum tíma.
Framlög til verklegra
framkvæmda munu sam-
kvæmt fjárhagsáætluninni
hækka úr 1100 millj. kr. í
1900 millj. króna, en þrátt
fyrir þessa hækkun í krón-
um talið, er ljóst, að magn
framkvæmda bæði að því
er varðar byggingafram-
kvæmdir og gatnagerð
mun minnka á næsta ári.
Auk afborgana af lánum
kemur hér til mikið
rekstrartap strætisvagn-
anna, en ráðgert er, að
borgarsjóður greiði a.m.k.
200 millj. til þeirra og þar
af fara 112 millj. kr. til
reksturs. Þá mun borgar-
sjóður þurfa að greiða
a.m.k. 100 millj. kr.
til Bæjarútgerðarinnar.
Rekstrarerfiðleikar borg-
arfyrirtækjanna hafa
þannig veruleg áhrif á
framkvæmdagetu borgar-
innar.
Birgir ísleifur Gunnars-
son, borgarstjóri, sagði, er
hann mælti fyrir fjárhags-
áætlunarfrumvarpinu, að
þrátt fyrir magnniður-
skurð framkvæmda, væri
gert ráð fyrir því að lögð
yrði sérstök áhersla á
áframhald skólabygginga,
einkanlega í nýjum hverf-
um, byggingu stofnana fyr-
ir aldrað fólk, aukningu á
framlögum til heilbrigðis-
stofnana í borginni. Þá
sagði borgarstjóri, að fram-
lag til umhverfis- og úti-
vistarmálefna yrði hækkað
all verulega í samræmi við
ályktun borgarstjórnar þar
um fyrr á þessu ári.
Þegar utanaðkomandi
áhrif þrengja svo mjög hag
Reykjavíkurborgar eins og
raun ber vitni um, er brýnt
að ákveða forgangsrööun
framkvæmda. Engum blöð-
um er um það að fletta að
mikilvægast er eins og nú
standa sakir að leggja ríka
áherslu á skólabyggingar
og bætta aðstöðu fyrir aldr-
aóa eins og borgarstjóri
hefur gert grein fyrir. Þá
er það einnig fagnaðarefni,
ef unnt reynist að fylgja
fram þeirri stefnu I um-
hverfis- og útivistarmál-
efnum, sem mörkuð var á
sl. vetri. Fæstum dylst,
hversu mikilvægt er að
byggja upp mannlegt
borgarsamfélag og í þeim
efnum hafa borgaryfirvöld
átt frumkvæði að merki-
legri nýbreytni, sem fólgin
er í sérstakri framkvæmda-
áætlun um umhverfi- og
útivist.
Á tima vinstri stjórnar-
innar fengu borgarfyrir-
AÐHALDSEMIIREKSTRI
REYKJAVÍKURBORGAR
tæki ekki leyfi til gjald-
skrárhækkana í samræmi
við kostnað og afleiðingin
varð sú, að verulegur
greiðsluhalli hlóðst upp.
Þannig kynti vinstri
stjórnin undir verðbólg-
unni með því að láta opin-
ber fyrirtæki selja þjón-
ustu sína undir kostnaðar-
verði. Afleiðingin var mikil
skuldasöfnun fyrirtækj-
anna samhliða því sem al-
menn eyðsla jókst. Þær
gjaldskrárhækkanir, sem
nú hafa verið leyfðar, hafa
ekki nægt til þess að brúa
það bil, sem þarna varð til.
í þessum efnum er því enn
við nokkra erfiðleika að
etja.
Sérstaklega er athyglis-
vert við þetta fjárhags-
áætlunarfrumvarp, að
rekstrargjöld hækka
minna en almennt verðlag
á þessu ári. Öllum ætti að
vera ljóst, að það er mjög
góður árangur við þær
óvenjulegu aðstæður, sem
við höfum búið við, að unnt
skuli vera að halda
rekstrargjöldum borgar-
innar undir meðaltals-
hækkun verðlags. Á það er
einnig rétt að benda, að
kostnaður við stjórn borg-
arinnar hefur farið hlut-
fallslega lækkandi og er nú
aðeins 3% af rekstrar-
gjöldum. Enginn þarf því
að fara í grafgötur um að
fjármál borgarinnar hafa
verið tekin traustum tök-
um og erfiðleikum verió
mætt með skynsamlegum
aðhalds- og sparnaðarað-
gerðum.
Sverrir Hermannsson:
Á GAGNVEGUM
Viðskipti við
Norðmenn í
orkumálum
Svo sem vænta mátti voru
orkumál í sviósljósinu á fram-
haldsfundi Norðurlandaráós,
sem haldinn var í Álaborg í
Danmörku í byrjun nóvember.
Hin nýju viðhorf í orkumálum
heimsins hafa opnað augu
manna fyrir nauðsyn samvinnu
og samstöðu Norðurlanda á
þessu sviði. Eins og málum er
háttað ætti slík samvinna að
geta gefið góða raun.
Umræðurnar á fundi Norður-
landaráðs einkenndust að vísu
mjög af mismunandi skoðun-
um, sem fram komu milli
stjórnmálamanna og flokka í
Noregi, á stöðu og framtíðar-
stefnu landsins, vegna þess að
innan skamms mun Noregur
verða í hópi framleiðenda olíu
og gass i miklum mæli. Að von-
um eru menn þar í landi óvissir
um í byrjun, hvernig á skuli
halda, þar sem margir mögu-
leikar koma til greina. Þótt
Norðmenn fari sér hægt í þeim
efnum einnig, er einlægur
áhugi þeirra á samvinnu við
hin Norðurlöndin fyrir hendi,
þar sem allir aðilar ættu að geta
notið góðs af.
íslendingar virðast munu
verða háðir öðrum þjóðum um
öflun oliu um alla framtíð,
nema eitthvað alveg nýtt og
óvænt uppgötvist. Þeim ber því
hin brýnasta nauðsyn til að
tryggja viðskipti sin sem bezt.
Að öllum þjóðum ólöstuðum
eru viðskipti við Norðmenn lík-
legust til að verða okkur hag-
felld og skapfelld.
Það sem er undirrituðum
langefst í huga í þessu sam-
bandi er sá möguleiki, að við
getum samið við Norðmenn um
olíukaup á jafnréttisgrundvelli.
Að við getum greitt þau orku-
kaup með okkar eigin orku.
Eins og öllum er kunnugt
eigum við mjög mikla óbeizlaða
orku í fallvctnum okkar, þótt
við höfum enn eigi tæmandi
upplýsingar um magn hennar.
Um jarðhitann eru minni upp-
lýsingar, en mönnum býður i
grun, að þar eigum við feikna-
lega nýtanlega orku.
Undirstöðuatriði eru stór-
auknar rannsóknir á orkulind-
um okkar og aðstöðunni til að
nýta þær. Til þess þarf mikið
fé. Vitað er um áhuga Noró-
manna á byggingu orkuvera á
íslandi með stóriðju fyrir aug-
um. Eins hefir verið upplýst, að
Svisslendingar og Bandaríkja
menn hafa sýnt mikinn áhuga.
Svisslendingar t.d. munu hafa
boðið fram fé til rannsókna á
stórvirkjun á Austurlandi án
skuldbindinga. Þessum áhuga
annarra þjóða verðum við að
sinna. Að sjálfsögðu verða
slikar rannsóknir og síðan
framkvæmdir aliar undir yfir-
stjórn íslendinga sjálfra. En
peningar eru afl þeirra hluta,
sem gera skal. Þá þurfum við
að fá að láni, annaðhvort með
beinum samningum eða bundn-
um við sölu orkunnar sfðar.
Aðalmál þings Norðurlanda-
ráðs, sem haldið verður í
Reykjavík í febrúar n.k., verða
orkumálin. Þar sem íslending-
ar eiga mikilla hagsmuna að
gæta í þeim efnum er ástæða til
að vanda undirbúning mála-
fyigjunnar. Vonandi taka
Norðurlandaþjóðir höndum
saman í orkumálum. Raunar
má telja lyktir þess máls nokk-
urn prófstein á nytsemi sam-
starfs þjóðanna í ráðinu.
Þótt góða raun gefi er samt
ástæðulaust fyrir okkur islend-
inga að bíða átekta eða halda aó
okkur höndum.
Greinarhöfundur vill hér
með koma þeirri tiilögu sinni á
framfæri, að nefnd sérfróðra
manna, undir yfirstjórn Al-
þingis, verði þegar í stað send á
vit Norðmanna aó ræða við þá
möguleika á gagnkvæmum við-
skiptum: Oliukaup, og islenzka
raforku og aðstöðu til stóriðju-
reksturs sem gjaldmiðil.