Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 — Rækjustríðið Framhald af bls. 40 flóa. Var þar m.a. tekið fram, aó umsóknir um veiðileyfi yrðu að berast ráðuneytinu fyrir 21. sept ember og umsóknir, sem bærust eftir þann tíma yrðu ekki teknar til greina. Verður nú gerð grein fyrir því með hvaða skilyrðum menn, þ. á m. skipstjórarnir á m.b. Nökkva HU 15 og Aðal- björgu HU 25, fengu sín leyfi. 5. gr. leyfisbréfsins hljóðar svo: „Leyfið miðast við að rækjuafli bátsins verði unninn til manneld- is I viðurkenndri rækjuvinnslu- stöð á leyfissvæðinu.“ Ákvæði þetta er að finna í öllum rækju- veiðileyfum, sem gefin hafa verið út af ráðuneytinu á undanförnum árum. Þegar leyfum var úthlutað tii Húnaflóabáta í haust voru við- urkenndar rækjuvinnslustöðvar á Drangsnesi, Hólmavík, Hvamms- tanga og Skagaströnd. Leyfi til Húnaflóabáta eru því bundin því skilyrði, að þeir selji afla sinn til einhvers ofangreindra staða og aflinnséþar unninn.Afskipulags legum og stjórnunarlegum ástæð- um krafðist ráðuneytið þess að umsækjendur um rækjuveiðileyfi í Húnaflóa tilgreindu nákvæm- lega hvar þeir hyggðust landa afla sínum. Var þess vegna ekki um að ræða, að veitt yrðu leyfi út á löndun á Blönduósi, enda þá ekki vitað hvort eða hvenær komið yrói þar á fót viðurkenndri rækju- vinnslu. Lýsti ráðuneytið sig raunar mótfallið því að ráðizt yrði í slíka framkvæmd þar sem vinnslugeta við Húnaflóa væri meir en næg til þess að vinna það magn, er þar mætti veiða. For- ráðamenn rækjuverksmiðju Særúnar á Blönduósi létu varnað- arorð ráóuneytisins raunar sér sem vind f eyrun þjóta og hófust handa við uppbyggingu verk- smiðjunnar þrátt fyrir að úthlut- að hefði verið veiðileyfum m.a. með þeim skilyrðum um löndun, er að ofan greinir. Ein ástæða þess, að þegar í upp- hafi vertíðar þótti nauðsynlegt að fastákveða löndunarstað báta var sú, að ráðuneytið hafði ákveðið að skipta heildarmagninu, sem leyft yrði að veiða á milli bátanna eða jafnvel vinnslustöðvanna. Þótti þetta æskilegt til þess að hafa hömlur á sókninni, sem er nauð- synlegt bæði vegna rækjustofns- ins og þeirra byggðarlaga við Flóann, sem byggja lífsafkomu sína á rækjuveiðum. I beinu framhaldi af þessu samþykktu forráðamenn rækjuvinnslu- stöðva, sveitarfélaga og bátseig- enda á Hvammstanga, Skaga- strönd, Hólmavík og Drangsnesi fyrir upphaf vertíðar nú í haust að skipta rækjuaflanum þannig að 50% færi á Hólmavík og Drangsnes, 25% á Hvammstanga og 25% á Skagaströnd. Var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins að það staðfesti þetta samkomu- lag og hefur það nú verið gert. Eru leyfishafar bundnir af þessu samkomulagi samanber eftirfar- andi ákvæði, sem verið hefur í rækjuveiðileyfum um árabil: „Leyfishafi skal hlíta reglum, sem forráðamenn rækjuvinnslu- stöðva og rækjuveiðimenn koma sér saman um, svo og lögum og reglum er settar kunna að verða um meðferð og vinnslu rækju og lágmarksstærð hennar." Skipstjórarnir á Nökkva og Aðalbjörgu vissu mætavel að leyfi þeirra voru bundin þvi skilyrði að þeir leggðu upp á Hvammstanga og Skagaströnd og með því að selja afla sinn til Blönduóss hafa þeir brotið gegn þessu skilyrði með þeim afleiðingum að fyrir- komulag veiðanna, sem ákveðið hefur verið, þar með taiin hæfileg stjórnun á sóknarþunganum, er nú i stórkostlegri hættu á því að riðlast. Er því ekki um annað að gera en svipta þá leyfum sínum, enda er slikt viðtekin viðurlög við brotum." Þá ber í lokin að geta þess, að misheyrn hefur átt sér stað í sam- tali blaðamanns Mbl. við Þórð Ásgeirsson, sem birtist í Mbl. í gær. Þar sagði Þórður eitthvað á þá leið, að bátarnir gætu öllum að meinalausu veitt rækju á djúp- miðum. 1 blaðinu stóð í Djúpinu og .er það rangt. Þá hefur Karl Sigurgeirsson leiðrétt að skip- stjóri annars bátsins, sem um er rætt, sé 17 ára en ekki 19 ára eins og sagði í áðurnefndri frétt. Fréttatilkynning frá Særúnu h.f. Þá barst Morgunblaðinu i gær- kvöldi eftirfarandi fréttatilkynn- ing frá rækjuverksmiðjunni Særúnu h.f.: „1 tilefni af fréttatilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins dag- settri 1 dag, vill stjórn Særúnar h.f„ Blönduósi, taka eftirfarandi fram: 1. Við lýsum því yfir, að öllum skilyrðum rækjuveiðileyfa Blönduósbátanna tveggja, Aðal- bjargar HU 25 og Nökkva HU 15, verður fullnægt, enda þótt þeir landi afla sínum til vinnslu á Blönduósi. Þar á meðal verður fullnægt því skilyrði, að rækjuafl- inn sé unninn í viðurkenndri vinnslustöð á leyfissvæðinu, enda hefur Fiskmat ríkisins heimilað rækjuvinnslu Særúnar h.f. 2. Það er ranghermt í fréttatil- kynningu ráðuneytisins, að rækjuveiðileyfi Húnaflóabáta séu bundin því skilyrði, að þeir landi afla sínum hjá tilteknum fyrir- tækjum, enda á slíkt skilyrði sér enga lagastoð. 3. Sjávarútvegsráðuneytinu hefur verið kunnugt um það í næstum heilt ár, að unnið væri að uppsetningu rækjuvinnslu- stöðvar á Blönduósi, og sóttu nokkrir Blönduósbátar um rækju- veiðileyfi í september sl. til vinnslu aflans í heimabyggð. 4. Megingrundvöllur rækju- vinnslu Særúnar h.f. á Blönduósi er sá, að nú skortir vinnslugetu á Húnaflóasvæðinu, enda eru flestar verksmiðjur þar að tvö- falda afköst sín, og mun það þó ekki duga til að anna á skaplegum vinnutíma því aflamagni, sem á land berst. Afli Húnaflóabáta tak- markast af vinnslugetu verk- smiðjanna í landi, enda þótt alls staðar sé unnið dag og nótt. 5. Við mótmælum því, að sjávar- útvegsráðuneytið hafi nokkra heimild til að skipta rækjuafla í Húnaflóa á milli tiltekinna fyrir- tækja, og lýsum hvers konar stað- festingar eða samkomulag um slíkt markleysu. Þá hafa forráða- menn Særúnar h.f. á Blönduósi og skipstjórar Aðalbjargar og Nökkva aldrei verið boðaðir til fundar í þvi skyni, að gert yrði slíkt samkomulag. Hefði sjávarútvegsráðuneytið þá heimild til aflaskiptingar á milli tiltekinna fyrirtækja, sem það telur sig hafa í fréttatilkynn- ingu sinni, væri stjórnarfrum- varp það, um samræmda vinnslu sjávarafla, sem lagt var nýlega fyrir Alþingi, óþarft með öllu. 6. Eins og hin skriflegu rækju- veiðileyfi skipstjóranna á Aðal- björgu og Nökkva bera sjálf með sér, banna þau ekki sölu á afla til rækjuvinnslunnar á Blönduósi og er afturköllun veiðileyfanna af þessum sökum ólögmæt. 7. Við lýsum því yfir, að aflasala Aðalbjargar og Nökkva í heima- höfn á Blönduósi, hafi enga þýð- ingu fyrir stjórnun á sóknar- þunga í rækjuveiðum á Húnaflóa. Sú stjórnun er eftir sem áður í höndum sjávarútvegsráðuneytis- ins með ákvörðun heildarafla- magns eftir tillögu Hafrann- sóknastofnunarinnar. 6. desember 1974, Stjórn Særúnar h.f.“ — Tollsvik Framhald af bls. 40 var allt með felldu. Var þá farið að kanna málið, og bárust böndin að fyrrnefndum afgreiðslumanni. Mun hann i fyrstu hafa viður- kennt að 4 sendingar vantaði, en ástæða þykir til að ætla að enn séu ekki öll kurl komin til grafar í þessu máli. Slíkur samanburður sem að framan greinir er gerður á 6 mánaða fresti, og þykir það benda til þess að svikin hafi átt sér stað á allra síðustu mánuðum, en mál þetta verður rækilega kannað af Sakadómi á næstunni. Samkvæmt tollalögum má ekki afhenda vöru fyrr en tollur og önnur gjöld hafa verið greidd af henni, og ber farmfiytjandi ábyrgð, ef svo er ekki gert. — Staðan Framhald af bls. 39 Björn Jóhannesson, Ármanni 12 Jens Jensson, Ármanni 12 Stefán Halldórsson, Vfkingi 12 Björgvin Björgvinsson, Fram 12 Jón Karlsson, Val 11 ólafur H. Jónsson, Val 11 Magnús Sigurósson, Gróttu 11 Árni Indriðason, Gróttu 10 Páll Björgvinsson, Vfkingi 10 Borttvfsanir af velli: FH 35 mfn. Valur 30 mfn. Ármann 19 mfn. Fram 16 mfn. Grótta 12 mfn. Haukar 12 mfn. Vfkingur 10 mfn. IR 2 mfn. Einstaklingar: Gils Stefánsson, FH 17 mfn. Stefán Hafstein, Arm. 11 mfn. Jón P. Jónsson, Val 9 mfn. Misheppnuð vftaköst: IR 8 Ármann 4 Valur 4 Vfkingur 4 Fram 3 FH 2 Grótta 2 Haukar 0 — Biskupstungur Framhald af bls. 2 Haukur fer fingrum um nótna- borðið lyftir hann hugum áheyr- enda í æðra veldi. I lok hverrar samkomu var helgistund, sem sóknarpresturinn, séra Guðmundur Óli Ólafsson, annað- ist, en fyrir tilstuðlan hans urðu þessi hátíðarhöld, sem voru í senn uppbyggjandi og ánægjuleg. Allar samkomurnar voru mjög fjölsóttar. — Björn. — Verzlanir Framhald af bls. 40 Þorláksmessu, til klukkan 23. Á aðfangadag og gamlársdag má hafa opið til hádegis. Þá er heimilt að hafa opið til kl. 22 alla föstudaga. Athygli skal vakin á því, að sumar verzlanir, sérstaklega matvöruverzlanir í úthverfum, hafa í mörgum tilfellum ekki nýtt sér nema að hluta þær heimildir, sem að framan greinir, og verður svo væntan- lega nú. Þá skal einnig vakin á því athygli, að verzlunarfólk þarf ekki að mæta til vinnu fyrr en kl. 10 föstudaginn 27. desember n.k. — Fyrirmæli Framhald af bls. 1 því hafi hún ákveðið að reyna enn á ný og betur innanfrá. Svo sem kunnugt er hafa«staðið deilur sl. tvö ár á bandaríska þinginu um það hvort hagstæð viðskiptakjör til handa Sovét- ríkjunum skuli bundin því skil- yrði, að stjórnin þar losi um átt- hagafjötrana á sovézkum Gyðing- um. Öldungardeildarþingmaður- inn Henry Jackson hefur staðið einna fremst í flokki þeirra sem krefjast tilslakana af hálfu Sovét- manna. 18. október s.l. tilkynnti hann, að samkomulag hefði orðið um það milli Henrys Kissingers og Leonids Brezhnevs um að fleiri Gyðingar skyldu fá að flytjast úr landi og voru ákveðnar tölur nefndar í þvi sambandi. Á þessu svokallaða samkomulagi fékkst hins vegar aldrei full skýring og frumvarpið um viðskiptakjör Sovétmanna liggur enn i salti. — Læknirinn Framhald af bls. 38 ar björgunaraðgerðir. Það er augljóst að ekki þýðir að reyna að blása lofti inn, ef leiðin til lungnanna hefur lokast. Fyrst og fremst verður að huga að því að hreinsa barkann með þvi að ná aðskotahlutnum upp. Hjá litlum börnum er bezt að gripa til þess ráðs að grípa um fæturna og lyfta þeim upp með höfuðið niður og hrista þau gætilega. Gætið ykkur að berja ekki fast í bakið. Ekki er hægt að beita þessum aðferóum við stærri börn né við fullorðna, en er þá bezt að láta þau beygja sig áfram og siðan á að slá gætilega í bakið með flöt- um lófanum. Ekki má berja á bakið, fyrr en viðkomandi hefur hallað sér fram, ella er hætta á að aðskotahluturinn festist enn meira í barkanum. Blástursaðferð Þegar barkinn hefur hreins- ast munu flestir sem fyrir þessu verða geta farið að anda eðlilega aftur. Ef það skeður ekki þá verður að reyna blástursaðferðir — hjá litlum börnum verður björgunar- maður að þrýsta vörunum bæði yfir nef og munn. Blástrinum verður að halda áfram, þar til sjúklingurinn raknar við eða læknir eða aðrir sérfræðingar koma á vettvang. Aðskotahlutir geta einnig valdið köfnunarköstum, enda þótt þeir fari ekki niður í kverkarnar, þ.e. ef þeir festast í vélindanu eða í kokinu. Það getur komið fyrir að aðskotahluturinn sé svo stór að hann loki algerlega hálsinum eða að hann erti slímhimnuna svo að hún bólgni upp og lokast þar með algerlega leiðin til lungnanna. Tölur og myntir algengir aðskotahlutir Hjá börnum er oftast um smáleikföng, hnappa og smá- peninga að ræða. Hjá fullorðn- um tanngarðar eða of stórir matarbitar. Aðskotahlutur sem festist í kverkunum eða í vél- indanu geta einnig valdið sár- sauka við að kyngja og getur komið upp bólga ef aðskota- hluturinn er ekki fjarlægður hjá lækni hið snarasta. — íþróttir jamhald af bls. 39 að Vikingur vann annan leikinn gegn Haukum 28:22, en Haukar sigruðu í hinum 24:20. Annar leikur iR og Fram varð jafntefli 15:15, en Framarar sigruðu i hin- um 28:19. Leikurinn í 2. deild karla verð- ur milli KR og Þróttar og má þar einnig gera ráð fyrir fjörugum leik. Bæði þessi lið ætla sér örugg- lega að verða með I toppbarátt- unni í deildinni í vetur. KR hefur leikið tvo leiki og unnið báða, en Þróttur hefur unnið einn leik og tapað einum. Þessir þrír stórleikir fara fram í Laugardalshöllinni. Leikur KR og Þróttar hefst kl. 19.15, leikur Víkings og Hauka hefst kl. 20.30 og leikir IR og Fram hefst kl. 21.40. Dómarar á 1. deildar leikjunum verða þeir Valur Bene- diktsson og Magnús V. Pétursson, sem dæma leik Víkings og Hauka, og Gunnar Gunnarsson og Sigurð- ur Hannesson, sem dæma leik IR og Fram. — Ast og öngþveiti Framhald af bls. 3. niðurstöður, sem ýmist frá list- rænu eða sagnfræðilegu sjónar- miði varpa á þær nýju ljósi eða gefa átyllu til nýrra skoðana- skipta. Til slíkra rita telst tví- mælalaust bókin Ast og öngþveiti í lslendingasögum, sem Almenna bókafélagið hefur nú gefið út í þýðingu Bjarna Sigurðssonar. Höfundur þessarar bókar er danskur rithöfundur og fræði- maður, Thomas Bredsdorff, fædd- ur 1937. Hann varð cand.mag. í dönsku og ensku 1965 og sama ár ráðinn að Politiken til að skrifa um bókmenntir og önnur menningarmál. Arió eftir hlaut hann styrk til tveggja ára fram- haldsnáms og gerðist að þvi loknu kennari í norrænum bókmennt- um við Hafnarháskóla. Hann hefur ritað nokkrar bækur, sem hafa aflað honum virðingar og álits. Árið 1969 gaf hann út Tvær Islendingasögur, og hin síðari ár hafa íslenzkar fornbókmenntir orðið honum æ áleitnara viðfangs- efni. Er það til merkis um traust það, er hann nýtur meðal fræði- manna i þessum visindum, að Há- skólinn í Kaupmannahöfn veitti honum misseris leyfi frá kennslu- skyldu til að ganga frá bók sinni Ast og öngþveiti í Islendingasög- um. Ast og öngþveiti hefur að geyma rannsóknir á lífsmynd Is- lendingasagna, en er þó umfram annað skilgreining á nokkrum frægustu fornsögum vorum, svo sem Egils sögu, Gísla sögu Súrs- sonar, Njáls sögu, Grettis sögu og Laxdæla sögu. Þekking höfundar og hugkvæmni verðu ekki dregin í efa, enda kemst hann I bók sinni að ýmsum markverðum og nýstár- legum niðurstöðum. M.a. sýnir hann fram á, að bak við hinar auðsæju uppistöðumyndir verk- anna, sem speglast í blóðugum átökum um völd og heiður, má auðveldlega greina annað sagna- mynztur, hinar ástríóufullu ástir og hætturnar, sem þjóðfélaginu eru búnar, þegar þeim er fylgt eftir án þess að hirt sé um lög og réttarreglur. Þannig verða Islend- ingasögurnar að mati höfundar- ins tilraun til að skýra ástæðuna fyrir öngþveiti og upplausn hins íslenzka þjóðveldis, en í lokakafla er greint frá því, að hvaða leyti þessar athuganir koma heim við fyrri rannsóknir á sögunum. Ást og öngþveiti er bók, sem enginn áhugamaður um íslenzkar fornsögur má láta ólesna. Hún er 164 bls. að stærð, prentuð í Odda og bundin i Sveinabókbandinu, en kápuna gerði Otti Ölafsson. — ÍSAL Framhald af bls. 40 var um sérstaka launauppbót fyrir árið 1974. Fær hver starfs- maður, sem unnið hefur allt árið sem svarar launum einnar viku, og þeir sem skemur hafa unnið fá greitt hlutfallslega. Auk þess bæt- ast við hjá þeim sem lengur hafa unnið hjá fyrirtækinu dag- laun fyrir hvert unnið ár. Enn- fremur var um það samið, að 4% kauphækkun, sem koma átti til framkvæmda 1. apríl n.k. taki gildi frá og með siðustu mánaða- mótum. Er kauphækkunin hæst um 13%. Loks var samið í mörg- um atriðum um bættan aðbúnað starfsmanna. Frekari kröfum um kaup var frestað, en ákveðið að halda áfram öðrum viðræðum. Sem fyrr segir voru samn- ingarnir samþykktir í öllum verkalýðsfélögum sem aðild eiga að samningunum. Á fundi Hlífar, en í því félagi eru rúmlega 50% þeirra manna sem vinna i Straumsvík, voru samningarnir samþykktir með 139 atkvæðum gegn 19. — Stjórn Burma Framhald af bls. 1 . þeirra verið birt, er siðast fréttist. U Thant lézt i New York 26. nóvember sl. af völdum krabba- meins, 65 ára að aldri. Lik hans var flutt til Burma um síðustu helgi og hefur legið þar á við- hafnarbörum síðan. — Rockefeller Framhald af bls. 1 á þriðjudag og í fulltrúadeildinni í heild í vikunni næstu á eftir. Líklegt er þó talið, að eitt og annað, sem fram hefur komið i yfirheyrslunum, eigi eftir að svipta Rockefeller fylgi einhverra þingmanna og jafnvel kjósenda, ef hann býður sig fram i forseta- kosningunum 1976. — Makarios Framhald af bls. 1 stafanir verió gerðar í sambandi við brottför Makariosar frá Aþenu. 1 dag lauk viðræðum Makariosar við Konstantin Kara- manlis, forsætisráðherra Grikk- lands, og er talið að sætzt hafi verið á að leggja hugmyndina um sambandsríki Grikkja og Tyrkja á Kýpur til grundvallar frekari samingaviðræðum við Tyrki um framtíð landsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.