Morgunblaðið - 07.12.1974, Qupperneq 27

Morgunblaðið - 07.12.1974, Qupperneq 27
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 Iðunn gefur út mynda- bækur fyrir börn Samkoma í Fíladelfíu KOMNAR eru út hjá bókaútgáf- unni Iðunni eftirtaldar mynda- bækur fyrir börn: Tumi fer til læknis og Tumi bregður á leik eftir Gunilla Wolde. Bækur fyrir yngstu les- endurna eftir sænskan höfund en þær hafa þegar komið út i 10 löndum fyrir utan ísland. Eftir þessum bókum hafa verið gerðir sjónvarpsþættir og hafa nokkrir þeirra verið sýndir i barnatíman- um i islenska sjónvarpinu undir nafninu „Tóti“. Má ég eiga hann eftir Steven Kelloggs. Bók um lítinn snáða og ferfætta vini hans. Þessi bók hlaut alþjóðlega viðurkenningu sem besta barnabók ársins 1974. Nýja húsið hans Barbapapa og Örkin hans Barbapapa eftir Annette Tison og Talus Taylor. Þriðja og fjórða bókin um Barbapapa og fjölskyldu hans. Fyrri bókin fjallar um hvernig Barbafjölskyldan leysir húsnæðis vanda sinn en í síðari bókinni kynnumst við hvernig hún bjarg- ar dýrum jarðar frá mengun og ofveiði. Gerðir hafa verið sjón- varpsþættir um Barbapapa, sem teknir verða til sýningar í íslenska sjónvarpinu. Töfrahesturinn Glófaxi. Gamalt rússneskt ævintýri í þýðingu Þor- steins frá Hamri. Bókin er mjög fallega myndskreytt af þekktum hollenskum listamanni, Adrie Hospes. SÖNG- og hljómlistarsamkoma verður haldin í Ffladelffu að Hátúni 2 næstkomandi sunnudag kl. 20. Dagskrá er fjölbreytt. Fíladelfíukórinn ásamt karlakór safnaðarins munu syngja undir stjórn Árna Arinbjarnarsonar, en undirleikarar eru Daníel Jónasson og Marianna Glad. Lúðrasveit safnaðar- ins mun koma fram undir stjórn Sæbjörns Jónsson- ar. Svavar Guðmundsson mun syngja einsöng, enn- fremur munu 6 ungmenni syngja. Þá mun Árni Arin- bjarnarson leika á orgel. Söngsamkoma þessi er haldin til styrktar orgel- sjóði safnaðarins. ______________________27_ Nýstárleg barna- bók Iðunnar KOMIN er út hjá bókaútgáfunni Iðunni nýstárleg myndabók fyrir börn, Selur kemur f heimsókn, eftir Gene Deitch og Vratislav Hlavatý. Vratislav Hlavatý, sem teiknar myndir bókarinnar, hefur teiknað 15 barnabækur og 1969 fékk hann virta alþjóðlega viður- kenningu fyrir fallegustu barna- bók ársins. í orðsendingu til foreldra aftast í bókinni segir meðal annars: í fyrstu virðist þessi bók ekki vera neitt annað en spaugileg bók fyrir lítil börn en að lestri loknum verður ljóst, að hún er í rauninni fyrsta kynning á máli og málnotk- un. Njörður P. Njarðvik þýddi bók- ina en hún er prentuð i Belgíu. Með bókinni fylgir plakat. ■jj.tnmiW.1 i.u WJAjJjjMftúU-1 ««»***> Á þessari mynd eru öll þau heimilistæki, sem við höfum upp á að bjóða, og á þessari mynd eru flest þau heimilis- tæki, sem gera má ráð fyrir að heimili hafi þörf fyrir. _ Kæliskápar, frystiskápar, frystikistur. Hraðsuðukatlar, brauðristar, vöfflujárn Eldavélar, eldavélasamstæður, grillofn- Pottar, kaffikvörn, sjálfvirk kaffikanna. ar. Uppþvottavélar, þvottavélar, strau- Rafmagns brauð- og skurðhnífar. vélar. Hrærivélar ásamt fylgihlutum. Rafmagnsbrýni, rakvélar o. fl. Hvað sem þig vantar af heimilistækjum, þá liggur leiðin í Heklu miðstöð með úrval heimilistækja á hagstæðu verði., föenwood Laugavegi 170-172. Sími 21240 og 11687

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.