Morgunblaðið - 07.12.1974, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974
I minningu skipverjanna á bv. Guðbjörgu
En þegar öflugir
ungir falia
sem sígi í ægi
sól á dagmálum. (BThX
Laugardagur og síðustu korn
nóvembermánaðar voru að renna
úr stundaglasi tímans. Mannfjöld-
inn á hafnarbakkanum á ísafirði
stóð þögull álengdar. Skuttog-
arinn Guðbjörg IS var að leggja
að landi. Fáni skipsins blakti í
hálfa stöng, sem og hvarvetna í
bænum. Þetta nýja og glæsilega
skíp var að þessu sinni skip sorg-
arinnar, hönd dauðans hvíldi yfir.
Þrír skipverja voru ekki lengur í
tölu lifenda.
Að morgni laugardags 30. nóv.
s.l. flaug sú helfregn um Isa-
fjarðarkaupstað, að daginn áður
hefði b/v Guðbjörg orðið fyrir
brotsjó er skipið var að veiðum
um 50 sjómilur út af Bjargi og
þrír skipverja drukknað. Menn
setti hljóða. Enn einu sinni hafði
maðurinn með ljáinn lostið is-
lenzkt sjávarpláss ægi höggi og
skilið eftír blæðandi und; enn
einu sinni hafði Ægir konungur
krafist fórna. Með skipinu voru
lík tveggja hinna látnu, einn gisti
hina votu gröf.
Það er á slíkum stundum, sem
við mannanna börn óskum þess
eins, að við getum stöðvað hjól
timans, já, að við mættum snúa
því örlítið til baka og breyta rás
viðburða. Við verðum svo óendan-
lega smáir og stöndum vanmátt-
ugir frammi fyrir óbreytanleik
mannlegs lífs. Þrír sjómenn eru
skyndilega burtkallaðir frá eigin-
konum og börnum, það er klippt á
þráðinn og ekkert virðist eftir
nema auðnin og tómið, þar er,
sem sfgi I ægi sól á dagmálum
Guðmundur Gíslason var
fæddur á Isafirði 19. maí 1935,
sonur þeirra hjóna Gisla heitins
Guðmundssonar og Þorbjargar
Likafrónsdóttur konu hans.
Guðmundi heitnum var sjávar-
seltan í blóð borin og ungur að
árum tók hann sér stöðu i fram-
sveit þeirra, er sækja gull í greip-
ar hafsins. Hann var viðurkennd-
ur dugnaðar maður að hverju,
sem hann gekk.
Guðmundur Gíslason var
félagshyggjumaður. Hann tók
virkan þátt í samtökum stéttar-
bræðra sinna og valdist þar til
trúnaðar- og forystustarfa. Hann
gegndi margvíslegum trúnaðar-
störfum innan Sjómannafélags ís-
firðinga, varaformaður þess varð
hann 1969 og ári síðar formaður
og þeirri stöðu gegndi hann til
hins síðasta. Þá átti hann sæti í
Sjómannadagsráði, húsnefnd Al-
þýðuhúss Isfirðinga, fyrir samtök
sín sat hann á þingum A.S.V.,
A.S.I. og sjómannasambandsins.
Þá hafði hann um árabil verið
varafulltrúi í bæjarstjórn Isa-
fjarðar.
Guðmundur heitinn var einn f
frumkvöðlum þess, að isfirzkum
sjómönnum var reistur veglegur
minnisvarði s.l. sumar. Bar hann
það mál mjög fyrir brjósti og ein-
læg var gleði hans er hann sá
þann draum sinn rætast.
Sem fyrr segir valdist Guð-
mundur til forystu í Sjómanna-
t
Hugheilar þakkir fyrir samúð og
vinarhug við andlát og jarðarför,
ÖNNU PÁLSDÓTTUR,
Holtahólum.
Vandamenn.
félagi Isfirðinga. Við leiðarlok
eru honum færðar einlægar
þakkir fyrir störf hans í þágu
félagsins og ísfirzkrar sjómanna-
stéttar. Orðum hættir til að verða
fátækleg, en af heilum huga er
honum nú þakkað samstarf og
leiðsögn. Skarð hans verður vand-
fyllt, en minning hans mun lifa I
sögu félagsins. Hafi hann þökk
fyrir öll þau ótöldu störf, sem
hann lét félaginu í té.
Guðmundur kvæntist eftirlif-
andi konu sinni, Rögnu Sólberg,
frá Súgandafirði, 31. des. 1964.
Þau eignuðust tvö börn, en áður
en til hjónabands þeirra var
stofnað höfðu þau hvort um sig
eignast afkomanda. Stjupson sinn
ól Guðmundur upp, sem eigin
sonur væri.
Ari Auðunn Jónsson var fædd-
ur á Hvammstanga hinn 16. ágúst
1933. Foreldrar hans voru þau
Jón heitinn Ölafsson, úrsmiður og
kona hans Vilborg Guðmunds-
dóttir, sem lifir son sinn.
Um 17 ára að aldri fluttist hann
til Reykjavikur þar sem hann átti
heima þar til hann fluttist búferl-
um með fjölskyldu sina til lsa-
fjarðar í sept. 1973 og hafði hann
þvi dvalist hér rúmt ár.
Ari heitinn hafði stundað sjó-
mennsku yfir tveggja áratuga
skeið, verið í siglingum og á tog-
urum. Hann var dugandi sjó-
maður og vel liðinn af samstarfs-
mönnum. Er þar skarð fyrir
skildi.
Sem fyrr segir var hann nýflutt-
ur til Isafjarðar, en eigi að síður
hafði hann fest hér rætur, hann
hafði byrjað byggingu íbúðarhúss
og hér átti framtíðarheimili hans
að standa. En skjótt brá sól sumri.
Ari kvæntist 8. sept. 1956 Kol-
brúnu Sigurðardóttur, Bents-
sonar, sem ættuð er frá ísafirði.
Lifir hún mann sinn ásamt fjór-
um börnum, sem þeim varð auðið.
Garðar Jónsson var fæddur á
Isafirði 28. sept. 1950 og var því
aðeins 24 ára að aldri. Hann var
sonur þeirra hjóna Jóns Helga-
sonar, matsveins, og Þorgerðar
Gestsdóttur, sem búsett eru á Isa-
firði.
Strax að lokinni skólagöngu fór
hann til sjós og stundaði þau störf
ætíð síðan. Fyrir hart nær tveim-
ur árum varð hann fyrir því slysi
við störf á hafi úti, að hnífur
hrökk í andlit haris, svo hann
missti sjón á öðru auga. Atti hann
í langvinnum erfiðleikum sakir
þessa, en nú fyrir skömmu virtist
lífið blasa við á ný og hafði hann
tekið upp fyrri störf, er kallið
kom svo óvænt. Er að honum
mikill sjónarsviptir og með
honum er genginn góður drengur.
Hinn 20. nóvember 1971 gekk
Garðar að eiga eftirlifandi konu
sína Sesselju Ingólfsdóttur frá
Bolungarvík. Áttu þau tvö börn,
bæði í æsku.
t
Faðir okkar og tengdafaðir,
JÓN SIGTRYGGSSON,
fyrrv. dómvörður
verður jarðsettur frá Fossvogskirkju mánudaginn 9 desember kl
10 30
Ingibjörg P. Jónsdóttir, Steingrímur Pálsson,
Sigurlaug Jónsdóttir, Árni Jónsson,
Sigrún Jónsdóttir, Ingólfur Lilliendahl
I dag er í fyrsta sinni lagður
blómsveigur að minnismerki ís-
firzkra sjómanna, „til heiðurs
þeim, sem horfnir eru“ eins og
letrað er á fótstall styttunnar.
Hljóðir stöndum við álengdar og
drjúpum höfði. Við drjúpum
höfði í hljóðri þökk og bæn. Við
biðjum aðstandendum hinna
látnu félaga okkar, eiginkonum,
börnum, foreldrum og öðrum ætt-
ingjum blessunar Guðs. Megi
hinn algóði himnafaðir halda
sinni mildu verndarhendi yfir
þeim og leiða þau og styrkja á
ókomnum dögum. Megi minning-
in um góða drengi vera þeim
huggun i þeirra sára og mikla
harmi.
Við biðjum hinum látnu félög-
um blessunar, er þeir hafa nú lagt
út á djúpið mikla. Hafi þeir þökk
fyrir allt og allt.
Sjómannafélag tsfirðinga.
Garðar Jónsson
háseti—Minning
Fæddur 28. september 1950.
Dáinn 29. nóvember 1974
Þegar mér barst sú hörmulega
fregn að frænda minn Garðar
Jónsson hefði tekið fyrir borð á
B/v Guðbjörgu IS 46 ásamt tveim
félögum sínum, setti mig hljóðan.
Gat það verið að búið væri að taka
hann aðeins 24 ára frá ungri
eiginkonu sinni og tveim litlum
börnum.
Garðar Gunnar Jónsson eins og
hann hét fullu nafni var fæddur
hér á Isafirði. Foreldrar hans
voru þau hjónin Þorgerður Gests-
dóttir og Jón Helgason matsveinn
hér i bæ. Hann hóf ungur sjó-
mennsku og stundaði hana til
dauðadags, að undanskildu rúmi
einu og hálfu ári, því um haustið
1972 varð hann fyrir því slysi við
vinnu sína á sjónum að fá hnif í
annað augað svo að taka varð það
burt og hann varð að vera stöðugt
undir læknishendi allan timann.
Þær voru margar ferðirnar sem
hann þurfti að fara milli ísa-
fjarðar og Reykjavíkur I þessum
miklu veikindum sinum. Það var
honum mikil stoð hvað hann átti
elskulega eiginkonu, sem stóð
fast við hliðiria á honum i þessum
miklu veikindum hans. Hann
gekk að eiga Sessilíu Ingólfsdótt-
ur frá Bolungarvík og þau gengu í
hjónaband 20. nóvember 1971.
Þau eignuðust tvær dætur, Helgu
sem er 3 ára og Gerði, á öðru ári.
Það er mikill harmur kveðinn að
ungri eiginkonu og litlu dætr-
unum að sjá eftir ungum eigin-
manni og föður. Ennfremur er
mikill söknuðurinn hjá foreldrum
hans og systkinum sem nú verða
að sjá eftir ungum syni og bróður.
Ég vil nota þetta tækifæri til að
þakka Gæja allar góðu stundirnar
sem við áttum saman. Minning-
unni frá okkar bernskuárum mun
ég aldrei gleyma. Ég bið guð að
geyma frænda minn og styrkja
elskulega eiginkonu hans, litlu
börnin þeirra, foreldra hans og
systkini og aðra aðstandendur í
þessari miklu sorg.
Gestur Halldórsson.
Guðmundur Gísla-
son — Minning
Fæddur 19. maf 1935.
Dáinn 29. nóv. 1974.
MIG setti hljóðan er ég frétti um
hið hörmulega slys um borð í
skuttogaranum Guðbjörgu IS 46,
er þrír skipverjar drukknuðu er
þeir voru við störf sín, eftir að
brotsjór reið yfir skipið.
Einn af þessum þremur
mönnum var minn góði og tryggi
vinur Guðmundur Gislason, sem
ég vil minnast með nokkrum
orðum.
Þar sem ég veit að það var
frekar að skapi Guðmundar að
láta verkin tala, en að hafa um
þau mörg orð mun ég ekki vera
langorður.
Ég hafði fylgst með ferli hans
frá tólf ára aldri, og fljótlega
uppúr því þótti mér sýnt hvert
stefndi varðandi hans lífsstarf.
Enda byrjaði hann mjög ungur á
sjónum, og starfaði þar allt til
dauðadags. Guðmundur var há-
seti á ýmsum skipum héðan frá
lsafirði og einnig frá Hafnarfirði
til ársins 1958, en þá tekur hann
fiskimannapróf hér á Isafirði. Er
síðan stýrimaður og skipstjóri á
m/b Asbirni eign Samvinnufé-
lags Isfirðinga, og í því starfi lágu
leiðir okkar fyrst saman i starfi,
en ég var þá starfsmaður sama
félags á öðrum bát. Síðan höfum
við átt náið samstarf í gegnum
félagsstörf sjómanna. Við störf-
uðum saman i Skipstjóra og stýri-
mannafélaginu Bylgjunni i
nokkur ár, og nú síðustu árin í
sjómannadagsráði Isafjarðar.
Siðasta samvinna okkar var í
framkvæmdanefnd minnisvarða
sjómanna á ísafirði, en því verk-
efni lauk er minnisvarðinn var
vígður 15. sept. s.l.
Við öll störf sín að málefnum
sjómanna lagði Guðmundur á sig
mikið og óeigingjarnt starf, sem
okkur ber að virða og þakka.
Það var skemmtilegt að vinna
með svo áhugasömum og dreng-
lunduðum manni sem Guðmundi,
og félagsmál sjómanna áttu hug
hans allan.
Allir sem til þekkja vita að
skoðanir okkar féllu þó ekki
saman i þjóðmálum, og oft rædd-
um við þau mál hispurslaust, en
aldrei urðu þau mál þó til þess að
kasta skugga á okkar vináttu eða
okkar samstarf vegna þessara
mála. Við vorum alltaf sammála
um að halda þessum ágreiningi
okkar utan við félagsstörf okkar,
og ég vil láta þess getið nú að það
er ánægjulegt að geta minnst þess
að þetta héldum við báðir.
Guðmundar Gíslasonar mun ég
ætíð minnast sem sérstaks góð-
vildarmanns. Mér er vel ljóst að
þeir sem þekktu Guðmund lítið
gat við fyrstu sýn virst hann
hrjúfur í viðmóti, en þegar betur
var að gáð var nú samt hlýtt
hjarta á bak við. Hann var ávallt
reiðubúinn að leggja góóum mál-
um lið, og þá sér í lagi þeim er
snerta þá sem minna máttu sín í
þjóðfélaginu.
Ég veit ég mæli fyrir munn
okkar allra sem störfuðum með
honum bæði í félagsmálum sem
öðru, er ég segi að vandfyllt verði
í hans starf.
En eigi má sköpum renna.
Vegir Guðs eru órannsakanlegir.
Mest hefur þó misst kona hans
og börn, öldruð móðir og aðrir
ástvinir. Ragna mín, um leið og ég
þakka ykkur alla þá vinsemd sem
ég hef alltaf mætt á heimili
ykkar, vil ég segja við þig og
börnin, minnist alltaf, og takið til
eftirbreytni það góða sem var í
fari Guðmundar.
Að endingu kveð ég þennan
góða vin með trega, um leið og ég
vil þakka honum fyrir margar
ógleymanlegar samverustundir.
Minningarathöfn um Guðmund,
ásamt jarðarför þeirra tveggja fé-
laga hans er fórust með honum
fer fram í ísafjarðarkirkju i dag.
Ég, kona mín og börn sendum
aðstandendum öllum dýpstu sam-
úðarkveðjur.
Blessuð sé minning þessara
góðu drengja.
Kristján J. Jónsson.
ÉG vil í nokkrum fátæklegum
orðum minnast vinar míns Guð-
mundar H. Gíslasonar, sem hvarf
í hafið djúpt af Jökli á næst síð-
astadegi nóvembermánaðar.
Hann byrjaði ungur að stunda
sjó eins og títt er um margt sjó-
mannsefnið, og eftir nokkura ára
sjómennsku lauk hann 120 tonna
fiskimannaprófi á Isafirði 1958.
Var hann síðan skipstjóri eða
stýrimaður á ýmsum skipum
héðan, ásamt öðrum fleirum
störfum á sjó, eftir því sem að-
stæður hæfðu honum hverju
sinni.
Guðmundur mun jafnan verða
minnst, sem eins eftirtektarverð-
asta manns í ísfirskri sjómanna-
stétt. Persónuleiki hans var
slíkur, að menn löðuðust ósjálf-
rátt að honum. Þegar hann sagði
eitthvað þá var eftir því tekið. I
kringum hann ríkti engin logn-
molla. Oftar en einu sinni heyrði
ég hann segja þessi orð. „Það er
að þora að vera manneskja".
Hann þorði að vera manneskja og
segja það umbúðalaust, sem hon-
um þótti að.
Mér verður það gjarnan minnis-
stætt hve unglingar og ungir
menn virtust hafa ánægju af ná-
vist hans. Aldrei þreyttist hann á
því að hvetja unga sjómenn til
þess að leita sér menntunar í
sambandi vió störf sln.
Fáa þekkti ég sem höfðu betra
hjartalag til þeirra sem minna
máttu sin, enda var hann ávallt
fyrstur manna til þess að hvetja
til aðstoðar, ef einhver átti i erfið-
leikum eða um sárt að binda. Þær
voru margar samkomurnar sem
hann stóð fyrir til ágóða í hjálpar-
skyni við aðra.
Guðmundur stóð í fylkingar-
brjósti sjómanna hér í mörg ár,
enda var hann formaður Sjó-
mannafélags Isfirðinga. Þarer nú
skarð fyrir skildi sem vandfyllt
verður.
Konu hans Rögnu, og börnum
þeirra Gfsla og Sóleyju, ásamt
Rafni stjúpsyni hans bið ég bless-
unar á þessum þungbæru timum.
Einnig sendi ég móður hans og
systkinum mínar innilegustu
samúðarkveðjur.
Þann 15. september s.l. var af-
hjúpað hér minnismerki fsfirskra
sjómanna. Ég held að ég kasti
ekki rýrð á neinn, þó ég segi að
Guómundur hafi verið aðal hvata-
og framkvæmdamaður þessa at-
burðar.
Megi minning hans lifa í þessu
merki ásamt allra þeirra ísfirsku
sjómanna, sem farnir eru, að
höfum eilífðarinnar.
Halldór Hermannsson.