Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 07.12.1974, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. DESEMBER 1974 Heilsurækt & morgunielKfimi eftir VALDIMAR ÖRNÓLFSSON Gangan er heilsugjafi Frá því Gísli J. Ástþórsson hringdi til mín og bað mig að gefa lesendum blaðsins ráð við „bílstjórabumbunni" hef ég sannfærst um það, betur en nokkru sinni fyrr, að gangan sé albesti heilsugjafinn í okkar daglega lífi. Það vildi svo til, að ég seldi jeppann minn um það leyti sem ég var að byrja að skrifa þessar greinar. Ég sá að sjálfsögðu heilmikið eftir bilnum, því að ég hafði varla skilið hann við mig nokkra stund undanfarin ár. Ég komst varla út i búð án þess að fara á bílnum. Mér fannst ég satt að segja aldrei hafa tíma til þess að ganga nokkurn spöl. Auk þess fannst mér ég f á nógu mikia hreyfingu við kennsluna. Ég hafði að vísu aldrei náð af mér, nema þá um stundarsakir, þessum 4—6 kílóum, sem ég hafði bætt við mig, fyrsta árið sem ég átti bíl- inn. Nú, fyrst ég var á annað borð byrjaður að skrifa um heilsurækt, þá fannst mér til- valið að kynna mér, hvaða áhrif gangan hefði á mig og ákvað að ganga í vinnuna. Ég verð að játa, að fyrsta morguninn fór ég með strætisvagni, því mér leist eiginlega ekkert á það, þegar til kom að ganga alla leiðina úr Safamýrinni og út I Háskóla. En ég þurfti þó alla vega að ganga út að biðskýli og hinkra þar við eftir vagninum í hressandi morgungolunni, og svo bættist við nokkurra mínútna göngutúr frá stoppi- stöðinni við Hringbraut og út í íþróttahús. Þetta var strax mikill munur frá því að fara beint í jeppann við húsdyrnar. Næsta dag var veðrið svo gott, að ég stóðst ekki mátið og dreif mig af stað gangandi. Ég gat þó að minnsta kosti gengið niður að næstu stöð. Þar með var björninn unnin. Mér leið svo vel á göngunni, að það hvarflaði ekki að mér að taka strætisvagn, þótt ég ætti þess kost á því oftar en einu sinni á leiðinni. Ég gætti þess að fara ekki of geyst, gekk í rólegheitum mest alla leiðina, en greikkaði þó sporið, þegar ég var orðinn vel heitur. Það sem mér kom mest á óvart var það, að ég skyldi ekki vera nema rétt hálftíma á leiðinni, en daginn áður hafði strætisvagnaferðin tekið mig um 15 mín. með biðinni eftir vagninum. Ég þurfti því ekki að breyta morgunvenjum mínum til þess að komast í vinnuna jafn snemma og áður, öðru vísi en gæta þess að koma mér af stað 15 mín. fyrr en venjulega. Ognúhefég gengið þessa leið á hverjum morgni síðustu 10 daga og leik mér að því að fara hana á 25 mínútum. Eg hefði satt að segja ekki trúað því að óreyndu, að gang- an hefði svo styrkjandi áhrif á hjarta og lungu sem ég hef sannreynt á þessum stutta tíma. Ég finn það af því, að ég er orðinn miklu úthaldsbetri en fyrir 10 dögum og einnig að fótvöðvarnir hafa styrkst til muna og tel mig þó hafa verið i talsvert góðri æfingu áður en ég fór að iðka göngur. Það, sem sannar mál mitt enn þá betur er, að ég hef lést um tvö kiló á þessum tima og hef þó jafnvel verið lystugri en áður. „Bil- stjórabumban" er því óðum að minnka, svo að þessi tilraun min að kynna mér áhrif göng- unnar á líkamsfar manna hefur svo sannarlega borið árangur. Og annað, sem hefur gjör- breyst. Nú hefur myrkrið á morgnana ekki nokkur áhrif á mig lengur. Það er eins og birti upp um leið og maður leggur af stað og maður lifnar allur við, ekki síst í veðri eins og undan- farið, í hressandi byl. En menn verða að klæða sig vel og gæta þess að vera í hlýjum og góðum skófatnaði. Til eru skóhlífar með stuttum broddum, sem veita manni öryggi i hálku. Þeir, sem ganga í vinnuna, ættu að hafa þar sérstaka innskó, svo að þeir getið gengið i þeim skófatnaði sem best hentar við veðráttuna. Og hlífðarfötin verða einnig að vera tiltæk fyrir hvaða veður sem er. Ég er viss um, að menn hættu að kvarta undan veðrátt- unni hér á landi, ef þeir vendu sig á að klæða sig eftir veðri, en væru ekki alltaf til fara eins og suðurlandabúar, i silkisokkum og skjóllausum flikum. Nú en við verðum líka að halda líkamanum mjúkum og liprum, og byrjum þess vegna hvern morgun á þvi að gera nokkrar léttar æfingar í stíl við þær, sem við höfum birt i blað- inu undanfarna laugardaga. Við höfum nú þegar lært liðk- andi æfingar fyrir ökkla, hné, og mjaðmir, og vorum byrjuð á bolæfingum. I framhaldi af bol- vindunum, sem við vorum með siðast gerum við nú: ARMSVEIFLUR TIL HLIÐ- ANNA MEÐ BOLVINDU OG VIÐLITI Fætur sundur, örmum lyft til vinstri í axlarhæð og horft eftir höndunum (mynd 1). Armar látnir falla fram og niður og til fægri með mjúkri hnébeygju og bolvindu (mynd 2). .ÆSfingin er ýmist gerð þannig, að þunginn er fluttur á vinstri og hægri fót með arm- sveiflunni -eóa staðió jafnt í báða fætur eina og sýnt er á myndunum. halsliðkun Hendur á mjöðmum, höfuðið látið falla fram (mynd 3) og aftur (mynd 4) og til vinstri (mynd 5) og hægri (mynd 6). Tengið þessar höfuðveltur í hringveltur ýmist til vinstri eða hægri. Gætið þess að hafa höfuð- hreyfinguna hæga og mjúka og lyftið ekki öxlum. I hringvelt- unum er hins vegar ráðlegt að hreyfa bolinn örlítið með höfuðhreyfingunni til þess að forðast eymsli, sem menn geta hæglega fengið í hálsliðina af þessari æfingu, ef mýkt skortir í hreyfinguna. Ef varúðar er gætt og æfingin gerð hægt og rólega er þessi æfing mjög góð fyrir þá, sem eru stífir í háls- vöðvum. Menn hafa jafnvel tjáð mér að þeir telji sig hafa læknast af langvarandi höfuð- þyngslum þegar þeir fóru að gera þessar æfingar reglulega. Æfingin mýkir að sjálfsögðu hálsvöðvana og losar um þá, svo að blóðstreymið verður greið- ara til höfuðsins. Getur verið lífshættu- legt að svelgjast Læknirinn hefur orðið a MARGIR kafna, þegar þeim svelgist á matarbitum, gómum og öðrum aðskotahlutum. Klukkan var tíu að kveldi og læknir sá sem var á vakt sat og drakk te ásamt með hjúkrunar- konu. Skyndilega voru dyrnar opnaðar og ölvaður lágvaxinn maður kom inn. Með einkennilegri hálfkæfðri röddu sagði hann, að hann hefði verið heima hjá sér að snæða buff, og allt í einu hefði hann ekkináð andanum. eftir ERIK MUNSTER Læknir f jarlægir aðskotahlut með töng. Hjúkrunarkonan visaði manninum til sætis og læknir- inn skoðaði upp í hann með spegli til að kanna, hvort eitt- hvað sæti í hálsinum. Kjötbiti Varla hafði hann sett spegil- inn á tungu mannsins, þegar hann fékk heiftarleg uppköst. Út úr honum spýttist tanngóm- ur hans og kjötsneið á stærð við Iitió kort. Maðurinn var þar með heil- brigður, en þar sem hann var undir áhrifum gerði hann sér alls ekki grein fyrir að hann hefði kastað einhverju upp. Hann hvarf á braut, hinn glaðasti og endurtók í sífellu: — Mér fannst alveg áreiðan- lega það stæði í mér. Samlokur Atvik af þessu tagi rifjuðust upp fyrir mér, þegar ég las um það fyrir skömmu að söng- kpnan Mama Cass Elliotts hefði látizt í London fyrir nokkru. Konan, sem var 100 kg að þyngd, kafnaði í rúmi sínu, hvar hún lá fyrir og borðaði samloku. Eftir þriggja daga veizluhöld var hún augsýnilega of þreytt til að geta tuggið matinn sómasamlega og brauðið fór því ranga leið niður ! hálsinn og loft komst ekki til lungnanna. Smábörn í mestri hættu Þetta sorglega dæmi sýnir, að lágvaxni maðurinn sem kom á slysavarðstofuna síðkvöldið góða, hafði verið í lífshættu, án þess að hann gerði sér það ljóst. Dauðsföll af þessum sökum eru alls ekki sjaldgæf. Hjá litlum börnum fer oft slím, uppköst, matur eða drykk- ur ranga leið niður, þ.e. niður i kverkarnar og barkann, en ekki um vélindað. Einkennin gera vart vid sig Jafnskjótt og aðskotahlutur snertir raddböndin eða slím- himnuna í kokinu, fær viðkom- andi ofsalegt hóstakast. Oft lítur þetta hálfnöturlega út, þegar andlitið fer að blána, tár koma fram í augun o.s.frv. En venjulega ber hóstinn árangur og barkinn hreinsast, svo að andaidrátturinn verður á ný eðlilegur. Stundum kemur þó fyrir að börn kafna í slíkum köstum. Þar er mest hættan á ferðum hjá kornabörnum eða börnum sem eru máttfarin af sjúkleika, svo að þau hafa ekki þrótt til aó hósta aðskotahlutnum upp aftur. Ekkert á að aðhafast meðan slikt hóstakast stendur yfir. En fölni barnið upp og verði mátt- vana er hætta á ferðum. Það bendir til að ekki komist nægi- legt loft niður.i lungun. Ekki tjóir þó að byrja strax með blástursaðferðina eða aðr- Framhald á bls. 22 Röntgenmynd sýnir að kringl- óttur málmhlutur hefur fest í hálsi á 2ja ára barni. Það reyndist vera peningur. r

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.