Morgunblaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 14.01.1975, Blaðsíða 1
36 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI Hundruð milljóna tjón í stórbruna hjá F.í. □-----------------------------□ Sjá miðopnu □ ----------------------------□ 0 HUNDRUÐ milljóna króna tjón varð I stórbruna í gærkvöldi, þar sem eitt af flugskýlum Flug- félags tslands, ásamt áföstum verkstæðis- og þjónustudeiidum ýmiss konar, gjöreyðiiagðist. Enn meiri verðmætum varð þó bjarg- að á síðustu stundu fyrir vasklega framgöngu 'björgunarmanna og þar á meðal einni Fokker Friend- ship-flugvéi Ft, að verðmæti um 120 milljónir króna, þotuhreyfli að verðmæti um 70 milljónir, Ift- illi flugvél, tveimur varahreyfl- um f Fokkervélarnar og ýmsum öðrum verðmætum tækjum. Mik- inn fjölda starfsmanna Flug- félagsins dreif á vettvang strax og eldsins varð vart um kl. 18.45 og gengu þeir ásamt slökkviliðs- mönnum, lögreglumönnum og fleirum rösklega fram f þvf að bjarga þvf sem bjargað varð, og lögðu sig oft og tíðum f verulega lffshættu. Engin slys urðu þó á mönnum, en einn björgunar- manna missti meðvitund í reyk- kófinu inni f flugskýlinu. Fannst hann þar af tilviljun og var bjarg- að út á síðustu stundu. • Einnig tókst að verja nýju flugfragtgeymsluna rétt sunnan við flugskýlið og gömlu af- greiðslubygginguna, en geysilegt neistaflug stóð á hana í norðan hvassviðrinu og var ekki annað talið þorandi en rýma hana algjörlega. Flugskýlið sjálft ásamt viðbyggingum féll til grunna f eldsvoðanum og brunnu þar inni allar varahlutabirgðir fyrir flugvélakost Fl, en f flug- skýlinu var miðstöð alls viðhalds og meiri háttar viðgerða á vélum Fl. Eyðileggingin í þessum eldsvoða skapar Flugfélaginu þar af leiðandi geysilega erfiðleika. Kom stjórn Flugleiða saman til fundar strax seint f gærkvöldi til að ræða bráðabirgðaúrræði, eins og fram kemur f samtali við Örn Johnsson, forstjóra Flugleiða, á baksfðu blaðsins f dag. Þegar blaðamenn Morgunblaðs- ins komu á staðinn um sjöleytið í gærkvöldi logaði eldur í allri verkstæðis- og skipulagsdeildinni, og eftir eystri hluta flugskýlisins sem þar er áfast til norðurs. Þá var allt slökkvilið borgarinnar komið til slökkvistarfs, auk flug- vallarslökkviliðsins, en mikill veðurofsi og nístingskuldi gerði allar aðstæður mjög erfiðar. Reyndist ógjörningur að verja flugskýlið sjálft, en þar inni var Gunnfaxi, ein af Fokker Friends- hip-vélum F.Í., einshreyfisvél TF- Rós, auk þotuhreyfils og tveggja varahreyfla fyrir Fokker- vélarnar. Framan af var óvist hvort unnt yrði að ná Fokkernum út, þar eð erfiðlega gekk að losa hana. Það fór þó betur en á horfðist, þvi skömmu áður en eld- urinn læsti sig í þak flugskýlisins tókst að losa hana og draga hana út. Var síðan ráðist í það að bjarga öðrum helztu verðmætun- um, en nokkru síðar var þakið Framhald á bls. 2. Þak flugskýlisins hrundi aðeins nokkrum mínútum eftir ad björgunarmönnum hafói tekizt aó ná flugvélunum tveimur, hreyflunum og ýmsum öórum verómætum út úr því. (Ljósm. Sv. Þorm.) varla farinn migáþessu” „Eg er að átta sagði Guðmundur Sigurjónsson, sem tryggði sér stórmeistaratitil í Hastings í gær „ÉG ER auðvitað mjög ánægður, ég hef alltaf stefnt að þvf að ná stórmeistaratitli og í þetta skipti tókst það,“ sagði Guðmundur Sig- urjónsson, stórmeistari f skák, er Morgunblaðið náði tali af honum seint í gærkvöldi á hóteli f Hol- landi, en þar tekur hann þátt f móti, sem hefst f dag, þriðjudag. Guðmundur sigraði sem kunnugt er Kúbumanninn Garcia f 15. og sfðustu umferð Hastingsskák- mótsins f 36 leikjum f gær og hafði svart. Hann fékk 10 vinn- inga og tryggði sér stórmeistara- titilinn, annar tslendingurinn, sem það gerir, en 17 ár eru nú liðin frá þvf að Friðrik Ólafsson varð stórmeistari, sumarið 1958, þá 23ja ára gamall, en Guðmund- ur er 27 ára. Hann varð 2. f mót- inu á eftir Hort, sem sigraði með IO'á vinning. „Ég er varla farinn að átta mig á þvf að þetta sé raunveruleiki," sagði Guðmundur, „og geri vart ráð fyrir að það verði alveg strax. Ég hef tvisvar verið nálægt þvf, á skákmótinu f Rússlandi fyrir mánuði, er ég var kominn með 7‘/f vinning eftir 10 umferðir og var efstur og þurfti aðeins að fá 3'A vinning úr 5 síðustu skákunum, en það tókst ekki. Einnig var það á skákmótinu á Costa Brava, þá þurfti ég aðeins að vinna sfðustu skákina til að hljóta titilinn, en það tókst heldur ekki, en nú hefur þetta svo tekizt.“ — Hvernig var skákin þín við Garcia? „Ég fékk leyfi til að flýta skák- inni um einn dag, til að komast hingað til Wijk Aan Zee í tæka tið og við byrjuðum að teflá kl. 10 í morgun að brezkum tíma (9 að ísl. tíma). Ég hef alltaf mikið af bókum með mér á þessi mót til að nota við undirbúninginn, og í einni af bókunum fann ég skák, sem Garcia hafði teflt og illa að mínum dómi. Ég stúderaði þessa skák gaumgæfilega og beitti síðan sömu byrjun, Kóngs-indverskri á móti honum, og það kom á daginn, að hann tefldi þessa skák eigin- lega alveg eins og gerði næstum sömu skyssur, þannig að þetta varð raunar tiltölulega auðvelt." — Hvenær varð þér Ijóst, að þú áttir skákina unna? „Maður er aldrei öruggur fyrr en andstæðingurinn gefst upp og má alls ekki verða of sigurviss og slaka á, því að þá getur maður glatað öllu þannig að ég hugsaði aðeins um að vinna skákina og Framhald á bls. 35 Gudmundur Sigurjónsson byrjaói ungur aó tefla. Hann vakti ungur athygli fyrir mikla skákhæfileika og árió 1965 varó hann Islandsmeistari í skák. aóeins 17 ára gamall. A alþjóólega skákmótinu seni haldió var hér í Reykjavfk 1968 náói Guómundur hálfum titli alþjóólegs meistara og þeim titli náði hann svo alveg á alþjóóamótinu hér heima 1970. en í þvf móti varó hann sigurvegari. þótt vió marga erfióa andstæóinga væri aó etja. Gpp frá því kom lægó í skákferil Guómundar, hann einbeitti sér aó iaganámi og lauk því á sfóasta ári. Eftir það hefur hann einbeitt sér aó skákinni. Hann náói hálfum stórmeistaratítli á móti f Las Palmas á Spáni s.I. sumar og nú hefur hann náó stór- meistaratitli. aóeins 27 ára aó aldri. Myndin var tekin f Hastings.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.