Morgunblaðið - 14.01.1975, Qupperneq 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 14. JANUAR 1975
3
Skólar lokaðír víða um land — Rafmagns-
skortur um allt Norðurland og verður áfram
Vélsleðar duga bezt
Akureyri, 13. janúar.
Í GÆR var ekki mikil fannkoma, en í
nótt og í dag hefur fannburðurinn
verið geysilegur. Flestar götur á
Akureyri eru orðnar ófærar bílum og
umbrotafæri fyrir gangandi fólk.
Starfsmenn Akureyrarbæjar hafa
reynt að halda opnum nokkrum aðal-
leiðum, svo sem Glerárgötu, Þór-
unnarstræti, Hafnarstræti og Eyrar-
landsvegi, þannig að sæmilega fært
yrði að sjúkrahúsinu, en þetta verk
hefur gengið illa, enda bilaði annar
af tveimur heflum Akureyrarbæjar i
morgun.
Fáförult hefur verið i bænum i dag
og fáir farið út úr húsi nema nauðsyn
bæri til. Helztu farartækin, fyrir utan
hesta postulanna, eru vélsleðar,
jeppar og fjallabilar, en vélsleðarnir
duga þó bezt enda komast bílarnir
ekki nema um örfáar götur. Kennsla
hefur fallið niður i dag i öllum skól-
um bæjarins vegna óveðurs,
rafmagnsleysis og ófærðar.
Veðrið hefur aðeins lægt síðari
hluta dags á Akureyri, og þegar bezt
lætur grillir á milli húsa.
Um kl. 16.30 var orkuframleiðsla
Laxárvirkjunar um 10 megawött eða
um helmingur af venjulegri fram-
leiðslu. Þá var verið að tengja dísil-
rafstöðina á Oddeyri inn á veitukerf-
ið í þeirri von að háspennulinan frá
Laxá væri hætt að slá saman, en hún
hafði þá lafað inni frá þvi um hádegi.
Þá voru horfur þær, að á orkuveitu-
svæði Laxárvirkjunar yrði skömmtun
hagað þannig, að straumur yrði i
2 tima á hverjum stað en straum-
leysi i 6, en nú vona menn að dæmið
geti snúist við, þannig að menn hafi
rafmagn i 6 tíma, en missi það i 2.
Sv. P.
0 0 0
Hliðin lagðist inn
Vopnaf irði, 1 3. janúar.
HÉR ER nú vitlaust veður af norð-
austri, snjókoma og haugabrim. Sjór
hefur gengið á land og lagði sjávar-
gangurinn saman úthlið söltunar-
húss Hafbliks hf, Annars er ófærð
hér mikil og engin mjólk hefur borizt
hingað siðan fyrir helgi. Reyna á að
opna vegi á morgun, en ekki vitað
hvernig til tekst. Vegna veðurs var
gefið fri i öllum skólum í dag.
Fréttaritari.
0 0 0
40 togarar undir
Grænuhlíð
ísafirði 13. jan.
HÉR hefur verið kolbrjálað veður
síðan á laugardaginn og má sem
dæmi nefna, að skipverjar á skut-
togaranum Páli Pálssyni, sem liggur
hérna i höfninni, mældu i gærkvöldi
14—15 vindstig á mæli um borð i
togaranum. Höfnin er sneisafull af
togurum, 8 islenzkir og 3 brezkir, og
undir Grænuhlíð líggur mikill fjöldi
togara á vari, líklega einir 30—40
togarar, islenzkir og brezkir. Þá
liggur Brúarfoss hér og mun hann
taka frystan fisk þegar hægt verður
að afgreiða skipið vegna veðurs.
Veðrinu fylgir mikil snjókoma og
hefur óhemju mikill snjór hrannast
upp. Á sunnudaginn var hér allt
ófært, og má sem dæmi nefna, að ég
þurfti að fara á skiðum heiman að frá
mér og niður að höfn til að afgreiða
brezkan togara sem var að koma inn.
Helztu vegir voru ruddir i morgun.
— Ólafur.
0 0 0
Sér 5 metra frá sér
Hvammstanga, 13 janúar.
HÉR HEFUR verið glórulaus stórhrið
og ofsarok frá þvi i gærdag, sunnu-
dag. Allt rafmagn fór af á tíunda
timanum i gærkvöldi og um kl. 1 i
dag fór öll Vatnsneslinan út. Um leið
og rafmagn fer af. má heita að við
séum simasambandslausir bæði
innan bæjar og við önnur byggðarlög
nema hvað lina er til Blönduóss, sem
getur komið okkur í samband við
umheiminn þegar bezt lætur. Samt
sem áður teljum við okkur allvel
setta, þar sem hitaveitan er í lagi —
enn sem komið er að minnsta kosti.
Slik er hriðin að þegar horft er út
um glugga, sér maður ekki nema i
mesta lagi 5 metra frá sér. Eins er
rokið slikt að varla er stætt úti, og
þykir fólki tryggast að halda sig inn-
an dyra. Sjálfur hef ég verið
verzlunarstjóri hér á Hvammstanga
undanfarin tiu ár og hefur það aldrei
komið fyrir fyrr en nú að við höfum
orðið að loka versluninni á virkum
degi sakir veðurs. Mikinn snjó hefur
sett niður, og má talja vist að ýmsir
þorpsbúar verði að moka sig út úr
húsum þegar veðrinu slotar.
— Karl
0 0 0
Hitaveitan óháð
rafmagninu
Húsavik, 1 3. jan.
NOROAN stórhrið hefur verið hér
siðastliðna tæpa tvo sólarhringa, og
um bæinn hefur sett niður mikinn
snjó, en um færð á vegum i héraðinu
er ekkert vitað, þar sem mjólkurbilar
hafa ekkert reynt að hreyfa sig i dag.
Rafmagn hefur verið skammtað í dag
en Húsvikingar eru svo heppnir að
hitaveitan hér er óhað rafmagni, svo
heitt er i húsum þótt dimmt sé öðru
hverju. Sjónvarp hefur ekki sést hér
siðan á laugardag. Enga skaða eða
óhöpp hefur heyrst um að fylgt hafi
þessum veðurofsa en óþægindin eru
margvisleg.
— Fréttaritari.
0 0 0
10—12 vindstig
Siglufirði, 13. jan.
Á SIGLUFIRÐI skall veðrið á um kl.
2 i fyrrinótt, og siðan hefur verið
hifandi rok, svona 10—12 vindstig.
Snjókoma hefur fylgt þessu veðri og
ófærð er mikil orðin á götum, skafl-
arnir 2—3 metrar.
Vitað er að togarinn Hólmatindur
frá Eskifirði fór frá Grimsey um mið-
næturskeið, en var ekki kominn að
Langanesi um hádegisbilið i gær og
Framhald á hls. 35
Samkeppni um gæðamerki íslenzks útflutningsiðnaðar:
Tíu tillögur valdar til úrslita
VALIN hafa verið tfu beztu
merkin f samkeppni þeirri,
sem ÍJtflutningsmiðstöð iðnað-
arins og Félag fsl. iðnrekenda
gekkst fyrir í samvinnu við Fé-
lag fsl. teiknara um gerð gæða-
merkis fyrir fslenzkar iðnaðar-
vörur til útflutnings. Um met-
þátttöku var að ræða f þessari
samkeppni, þar eð um 300
manns sendu inn milli 700 og
800 tillögur. Þrjú af þessum tfu
merkjum munu hljóta verð-
laun, en almenningi verður gef-
inn kostur á að taka þátt í vali
þeirra þriggja merkja. Að lok-
inni slfkri almennri atkvæða-
greiðslu mun dómnefnd koma
saman að nýju og ákveða enda-
anlega hvaða merki hljóta verð-
laun með hliðsjón af úrslitum
atkvæðagreiðslunnar.
A fundi með fréttamönnum
lýstu aðstandendur samkeppn-
innar yfir ánægju sinni með
hina miklu þátttöku og höfðu
þeir á orði hversu mikla vinnu
margir þátttakenda hefðu lagt í
tillögur sínar. Einnig kom
fram, að gerð gæðamerkis af
þessu tagi hafi allt frá stofnun
Útflutningsmiðstöðvarinnar
verið eitt af áhugamálum for-
ráðamanna hennar, þótt málinu
hafi ekki verið hrundið í fram-
kvæmd fyrr en nú. Nú er
áformað að skipa nefnd á næst-
unni sem skal kveða á um notk-
un merkisins og er ætlunin að
sú nefnd hafi eftirlit með því að
gæði vörunnar haldist þau
sömu og þegar leyft var að nota
merkið. Fyrstu verðlaun í þess-
ari samkeppni ásamt greiðslu
höfundarréttar nema kr. 150
þúsundum en önnur og þriðju
verðlaun kr. 25 þúsund.
Atkvæðagreiðsla um merkin
mun standá fram til 3. febrúar
og munu atkvæðaseðlar birtast
í auglýsingum í dagblöðum auk
þess sem hægt verður að fá
seðla á skrifstofu Útflutnings-
miðstöðvarinnar. Aðeins er
heimilt að greiða atkvæði einu
1. Punktur yfir i.
Bókstafurinn I er tákn þess, sem fs-
lenzkt er. Útfærslan á punktinuni (fingra-
farið) er tákn fyrir það, sem skilur á milli
þess, sem íslenzkt er «g annars. Kngin
tvenn fingraför eru eins.
Dulnefni: F.H.B.
2. Knörr.
Aðalinntak þessa merkis er bókstafur-
inn I, sem stendur fyrir orðin iðnaður eða
Island. Þjóðleg einkenni merkisins er
knörrinn, sem heldur að I-inu sem tákn
útflutnings.
Dulnefni: Knörr.
3. Trjóna og segl.
Trjóna og segl eru tákn vfkingaaldar-
innar, herferða og strandhögga. Beinast
liggur við að taka þessi tákn upp aftur
sinni en þátttaka er öllum
heimil sem náð hafa sextán ára
aldri. A næstunni er svo fyrir-
hugað að efna til sýningar í
Norræna húsinu á öllum þeim
tillögum sem bárust í keppnina.
sem merki fyrir „herferð44 á friðsamlegu
sviði; viðskiptasviðinu.
Dulnefni: 4785.
4. ts og eldur.
Merkið sýnir tákn fssins, fskristalinn,
umvafinn eldtungum. Táknrænt merki
fyrir Island, land fss og elda.
Dulnefni: Eldur og ís.
5. tsland
Merkið er upprunalega teiknað út frá
formi vfkingaskips en hefur orðið óhlut-
rænt (abstrakt). Merkið minnir þó óneit-
anlega á útlfnur lslands.
Dulnefni: Mamma náttúra.
6. Trjóna
(ifnandi trjóna var höfð uppi í herferð-
Þar munu atkvæðaseðlar liggja
frammi þannig að gestum gefst
tækifæri að greiða atkvæði þar
um þrjú hinna tíu beztu
merkja.
I dómnefndinni eiga sæti:
um og strandhöggum. Að baki trjónu, sem
gein við landi, bjó frumkvæði, hugrekki
og hugmyndaflug vfkinganna. stutt verk-
menningu á háu stigi. m.a. á sviði skipa-
smfða, vopnasmfða og siglingaþekkingar.
Dulnefni: 4783.
7. Bryntröll
Merkið sýnir bryntröll, vopn forn-
manna. Merkið tengist sögu Islands, þar
sem þetta er eitt þeirra vopna, sem notað
var á landnámsöld og söguöld. Merkið
getur verið lóðrótt eða lárótt.
Dulnefni: Bryntröll.
8. Úi
Bókstafirnir ii. sem mynda skip með
tveimur seglum og minna á landið og
norræn tengsl. Bókstafirnir ii standa fyrir
orðin íslenzkur iðnaður eða Icelandic
Helga B. Sveinbjörnsdóttir aug-
lýsingateiknari, Gisli B. Björns-
son skólastjóri Myndlista- og
handíðaskólans, Gunnar Arna-
son, fulltrúi Kassagerðar
Reykjavíkur, Orri Vigfússon,
framkvæmdastjóri Glits hf., og
Jón Sigurðsson, framkvæmda-
stjóri íslenzks markaðar, sem
er formaður nefndarinnar. Hér
á eftir fer greinargerð dóm-
nefndarmanna með hinum tíu
merkjum sem valin voru til úr-
slita:
industri. Jafnframt má lesa bókstafinn u
út úr merkinu þ.e. útflutningur eða l't-
flutningsmiðstöð iðnaðarins.
Dulnefi: Ui.
9. Stjarna
Kross. sem fjórar örvar stefna á og
mynda íslenzka fánann í formi stjörnu.
Fáninn er tákn þjóðarinnar og santeign
allra íslendinga.
Dulnefni: Mergur.
10. Horn
Þetta merki sýnir bókstafinn i. sem
stendur fyrir orðin iðnað eða lslands. I-ið
myndar drvkkjarhorn og er tákn vikinga
og handiðnaðar. sem tengist tveimur hjól-
um. tákn nútíma iðnaðar.
Dulnefni: Víkingur.